Morgunblaðið - 15.07.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 15.07.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. JULI 1993 41 GOLF / BRESKA MEISTARAMOTIÐ Flestir veðja á Faldo OPNA breska meistaramótið í golfi hefst ídag, en þetta er eitt af fjórum stærstu og virtustu golfmótum heims. Allir bestu kylfingar heimsins reyna með sér og það þykir mikill heiður að fara með sig- ur. Að þessu sinni er keppt á hinum konunglega St. George golfvelli sem þykir mjög erfið- ur, sérstaklega ef einhver vindur er. er mikið rætt og ritað um hvetjir eigi möguleika á að blanda sér í baráttuna um efsta sætið, en eins og alltaf eru margir tilnefndir en aðeins einn útvalinn. Hver það verður skýrist ekki fyrr en á sunnudaginn þegar kapparnir hafa leikið 72 holur. Einn þeirra sem vill láta telja sig með í barátt- unni er ástralinn Greg Norman. „Ég held að ég leiki það vel núna að menn verði að telja mig með. Mig langar mjög mikið til að sigra því þetta er mesta mót allra golfmóta. Sigurvegarinn verður sá sem ræður yfir mestri þolinmæði," sagði Nor- man. Nick Faldo er talinn sigur- stranglegastur og veðbankar segja líkurnar á sigri hans einn á móti sex. Nick Price og Bernhard Lan- ger eru ekki langt undan en Nor- man er sagður eiga talsvert minni möguleika, eða einn á móti fjórtán. Keppendur eru 153. KNATTSPYRNA Firmakeppni Hauka Knattspymudeild Hauka verður með firma- keppni á gervigrasvellinum, Ásvöllum, 17. °g 18. júlí nk. Firmakeppni FH Hópfirmakeppni knattspyrnudeildar FH verður haldinn sunnudaginn 18. júli nk. L'ikið verður á grasi f sjö manna liðum, og er leiktíminn 2x12 mínútur. Sumarmót UMFA Sumarmót Ungmennafélagsins Aftureld- ingar í knattspymu verður haldið á Tungu- bökkumí Mosfellsbæ sunnudaginn 25. júlí nk. Leikið verður á grasi í sjö manna liðum, þar af einn markmaður. Fjögur lið verða f riðli, átta riðlar, og komast tvö lið í úrslita- keppni þar sem keppt verður með útsláttar- fyrirkomulagi. Leiktími er 2x12 mínút- ur.Skráning fyrir 22. júli. „Ég er tilbúinn og ég hef ekki fengið leið á að sigra í stóru mótun- um,“ svaraði Faldo þegar hann var spurður hvort sigur væri ekki hvers- dagslegur fyrir hann. „Þetta verður erfítt, völlurinn er sá erfiðasti í heimi, sérstaklega ef það verður vindur þannig að sigurvegarinn þarf að leika vel,“ sagði Faldo. Búið er að draga í riðla og sá riðill sem trúlega mun draga til sín flesta áhorfendur er skipaður PGA meistaranum frá 1991, John Daly, fyrrum Masters-meistara Ian Woos- nam og David Feherty, hinum vin- sæla kylfingi frá N-írlandi. í öðrum riðli leika Nick Price, sem talinn er næ'stur á eftir Faldo hvað varðar sigurmöguleika, Colin Montgomerie og David Edwards. Faldo verður í riðli með Mark Calcavecchia og Steve Elkington en Bernhard Lan- ger leikur með Lee Janzen og Tony Johnstone. Riðlarnir haldast óbreyttir fyrstu tvo dagana en síðan verður raðað út eftir skori. Nick Price hefur leikið vel að undanförnu og er bjartsýnn á gott gengi í mótinu. „Ég trúi varla sjálf- ur hversu vel ég hef leikið að undan- förnu. Mér finn’st ég ekki vera að gera neitt öðruvísi en áður en skor- ið er miklu betra. Ef ég leik svona vel í mótinu tel ég mig eiga góða möguleika á sigri." Bemhard Langer er hins vegar ekki bjartsýnn á að hann blandi sér í toppbaráttuna. „Ég hef verið slæmur í hálsinum og hefði ekki átt að keppa á Opna bandaríska, en það var svo freistandi að vera með. Ég hef ekki snert á golfkylfu í rúma viku og vona að ég sé orðin nógu góður til að gera eitfhvað," sagði Langer. Beiskur brjóstsykur - einnig án sykurs Rucanaxfir íþróttagallar (fóðraðir) Verð kr. 5.490 GETRAUNADEILDIN Stórleikurá Krikanum FH I -1 kl. 20.00 vR Gaslaus? Sýndu forsjólni og fáðu þér gasmæli frá Gaslow. Þannig getur þú alltaf séð hvort nóg gas er á kútnum fyrir næstu notkun. ★ Mjög einfaldur í ásetningu. ★ Fæst bæði fyrir 9 kgog 11 kg kúta. ★ Sýnir einnig hvort um gasleka er að ræða. Sölustaðir: Allar bensínstöðvar og BYKO. Stærðir: S - XXL Sendum í póstkröfu 5% staðgreiðsluafsláttur Nýtt kortatímabil »hu—>él<y SPORTBÚÐIN Ármúla 40 ■ Símar 813555 og 813655 FACLEC RAÐCfOF Valgeröur Mattíasdóttir arkitekt veitir viðskiptavinum okkar faglega ráðgjöf við val á litum og öðrum byggingarefnum dagana fimmtudaginn óm|||i 1 5. julí klukkan I J* I O tostudaginn á mi||i _ _ _ ** * 6. |Ú11 klukkan I 'nJ I laugardaginn á miili . ^ , . 1 7. | Ú11 klukkan I ■ “W verið velkomin og nýtið ykkur ráðgjöf Valgerðar Málarinn Skeifunni 8 Sími 91-813500 Tialdadagar 1 Skátabúðinni L J ÓS S* V/+/ Jék Bl R Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 49 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti. ^gug^ ■o o íVR I ff A ú. -SMWR fRAMtíR Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.