Morgunblaðið - 31.07.1993, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993
LEIKARAR
eiga sammerkt
með flestum öór-
um listamönnum
að setjast seint
eða aldrei í helg-
an stein, hvort
sem það stafar af
kröfum listarinnar
eða kjörum lista-
manna. I fyllingu
tímans fara leik-
arar sem starfa
við opinberar
stofnanir þó ó eft-
irlaun, en stíga
ófram á svið eftir
því sem leikritaval
íslenskra leik-
húsa, sjónvarps
og kvikmynda-
gerðar býður upp
ó. Nokkrir valin-
kunnir leikarar
hafa nóð eftir-
launaaldri í vor
eða ó síðustu
órum, en enginn
þeirra hyggst
leggja upp laup-
ana í leiklistinni,
enda „krónískur
sjúkdómur fremur
en vinna,“ eins og
einn þeirra orð-
aði það. Þeir voru
allir róðnir sam-
kvæmt reglu sem
kveður ó um að
þegar sam-
anlagður lífaldur
opinbers starfs-
manns og starfs-
aldur hans nói 95
órum megi hann
fara ó eftirlaun.
Þessi regla hefur
nú verið afnumin
en gildir enn fyrir
þó sem róðnir
voru til starfa um
og eftir miðja öld-
ina. Menningar-
kólfurinn mun í
dag og næstu
helgar spjalla við
nokkra af þessum
-leikurum, bæði þó
sem hættu fyrir
nokkru og hafa
leitaó fyrir sér í
lausamennsku og
þó sem eru að
nólgast þessi
tímamót.
ft
Morgunblaðið/Kristinn
RÓBERT ARNFINNSSON: Búinn að leika allan skalann frá drottni allsheij-
ar niður í sjálfan skrattann.
RÓBERT
„RICHARD er gáfaður og bráðþroska,
og hefir, foreldrum sínum til mikils
ama, lesið feiknin öll af „hættulegum"
og „siðspillandi" skáldskap, sem hann
hefir á hraðbergi og vitnar í við hvert
tækifæri." Þannig lýsir Sigurður Gríms-
son, leikdómari Morgunblaðsins, per-
sónueinkennum Richards sem er ein
helsta þungamiðja í leikriti Eugene
O’Neill, Ég man þá tíð. Róbert Arnfinns-
son lék þama sitt fyrsta aðalhlutverk
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en rúmu ári
áður hafði hann lokið námi hjá Leik-
listarskóla Lárusar Pálssonar: „Róbert
er kornungur maður og nýgræðingur
að heita má, á leiksviðinu, því mjer
vitanlega hefir hann ekki áður leikið
nema smáhlutverk í Kaupmanninum í
Feneyjum og Þórarin í Manni og konu.
Róbert færðist mikið í fang er hann tók
að sjer þetta hlutverk, því það er erfitt
mjög og vandasamt og krefst mikillar
leiktækni. En hann leysti hlutverkið af
hendi með þeim ágætum að fágætt mun
vera eða jafnvel einsdæmi um byijanda
á íslensku leiksviði. Hann kom, sá og
sigraði og má hiklaust fullyrða að þarna
hafi Leikfjelaginu áskotnast „ungi mað-
urinn“ sem því hefir svo mjög vanhagað
um í mörg ár.“
Ekki ónýtt veganesti fýrir ungan leik-
ara.
Þegar þessi skrif eru borin upp við
Róbert segir hann að slíkur dómur geti
verið bjarnargreiði við óreyndan lista-
mann, en geri samt þá kröfu að viðkom-
andi standi undir lofinu þegar tímar líða.
„Menn verða að halda dampi og reyna
eftir mætti að falla ekki niður í ein-
hveija lágkúru eftir að hafa verið fylgt
úr höfn á þennan hátt, og það þarf tölu-
vert sterk bein til þess.“
EÐLILEGUR ÖLDUGANGUR
Róbert lét fyrst aö sér kveóa órið
1945 í Kaupmanninum í Feneyjum, eins
og áður var getið. í sömu uppsetningu
stigu Gunnar Eyjólfsson og Baldvin
Halldórsson sín fyrstu spor svo orð er
BESSI
GALSI og kímnigáfa hafa verið aðals-
merki Bessa Bjarnasonar sem leikara
frá upphafi. Hann vakti strax kátínu
sem hinn vitgranni Gvendur smali í
Skugga Sveini árið 1952 og næstu ára-
tugi skipaði hann ótal ærslafengin eða
hláleg hlutverk. Þar má nefna Hvin í
Jónsmessudraumi, bumbuslagarann í
Doktor Knock og auðvitað Leópold yfir-
þjón í Sumri í Týrol, sem var samfelld
sigurför. „Sérstæð kímni hans, kátleg
svipbrigði, fímleiki og ótrúleg mýkt hafa
fyrir löngu vakið athygli," skrifaði Ás-
geir Hjartarson í leikdómi um sýning-
una, „en aldrei fengið að njóta sín eins
vel og í þetta sinn.“ Bessi brá sér í föt
hrakfallabálksins, prakkarans, daðrar-
ans og ærslabelgsins og virkjaði til fulls
meðfædda skopgáfu. Hann hefur haldið
stöðu sinni, ekki síst gagnvart nokkrum
kynslóðum af æsku landsins, hvort sem
það var í mynd hins sársoltna refs í
Dýrunum í Hálsaskógi eða skapstyggs
föður Emils í Kattholti.
LAUNAMUNUR
Bessi kaus að leggja fyrir sig lausa-
mennsku fyrir tæplega fjórum árum,
eftir að hafa verið á samningi við Þjóð-
leikhúsið síðan 1952. Hann segist ekki
hafa rennt algerlega blint í sjóinn þótt
áhættan hafi verið töluverð.
„Af minni hálfu fylgdi uppsögninni
engin sérstök óvissa. Eg var búinn að
ákveða mörgum árum áður að hætta
og sagði upp nánast sama dag og tæki-
færið kom. Bömin voru farin og húsið
klárað, þannig að fjárhagslegt óöryggi
var í lágmarki. Hefðu tækifærin ekki
látið á sér kræla fjölgaði bara tómstund-
um.“
Hann kveðst hafa verið orðinn lúinn
af álaginu samfara fastráðningu. „Mað-
ur var notaður gegndarlaust í gegnum
árin og yfirleitt var um gangstykki að
ræða, þannig að fjöldi sýninga fór alit
upp í 190 á ári.
Eftir þessar sýningar fékk maður síð-
an jafn mikið útborgað og þeir sem
sátu heima í rólegheitum og biðu eftir
launaseðlinum. Það er stutt á milli vin-
sælda og þrældóms og það sjá allir hvort
á gerandi, og má því segja að ný kyn-
slóð leikara hafi komið fram í dagsljósið
í skjóli Shakespeares. „Eftir þetta fór
að síga á brattann og hlutverkin urðu
stærri og viðameiri," segir Róbert, „þó
að skipst hafí á tindar og lægðir í þessu
eins og öðru og algengt er í öllu lífs-
hlaupi.“
Hlutverkalistinn er orðinn langur og
þegar gælt er við að leggja saman fjölda
uppsetninga og margfalda með tölu sýn-
inga á hverri og einni, fallast mönnum
fljótt hendur. Utkoman er heil ævi, og
myndu stundimar þó ekki segja söguna
nema til hálfs. „Já, leiklist er enginn
leikur," samsinnir Róbert. „Ef við skoð-
um leiklistina liggur í henni gífurlega
mikil vinna, bæði líkamleg og andleg.
BESSI BJARNASON: Það er stutt á
verður ofan á þegar sýnt er alla daga
vikunnar og upp í tvær sýningar á dag,
eins og gerst hefur. Ég vildi ráða ferð-
inni sjálfur það sem eftir var. Ég vildi
bæði fjölga frístundum til að sinna bet-
ur hugðarefnum og geta stjórnað hlut-
verkavalinu, í stað þess að vera settur
í öll möguleg og ómöguleg hlutverk,
hvert bamaleikritið á fætur öðrum og
svo framvegis.“
AF FRJÁLSUM VILJA
Breyttu fyrirkomulagi fylgdu kostir.
„Sálarlega séð líður mér öðru vísi að
koma inn í Þjóðleikhúsið nú en var; af
fijálsum vilja í stað þess að vera skikk-
aður til að mæta á ákveðnum tíma á
æfingu. Mig grunaði líka að launin
myndu hækka við þessa ráðstöfun sem
kom raunar á daginn. Ég hef aldrei
haft jafn mikið að gera en nú þarf ég
Til að geta haldið ótrauður áfram verð-
ur að sætta ýmsa utanaðkomandi þætti.
Leiklistinni fylgir til dæmis mikið álag
og hún fellur illa að vanalegum störfum
annarra, því hún fer að mestu fram á
kvöldin og um helgar. Fólk fer út í hana
af einhverri þörf og vegna þess að það
telur sig hafa eitthvað fram að færa,
þótt tíminn skeri úr um hveijir halda
áfram og hveijir heltast úr lestinni.
Sumir er heppnari en aðrir og ég þakka
forsjóninni fyrir að vera í hópi þeirra
sem notið hafa velgengni og tækifæra
til að sinna leiklistinni heilshugar.
Starfíð veitir mikla fullnægju en er
um leið krefjandi og gengur nærri kröft-
unum. En þegar menn eru búnir að
gegna skyldu sinni áratugum saman og
Morgunblaðið/Kristinn
milli vinsælda og þrældóms.
að vinna mun minna til að fá sömu laun
og áður. 0g eitt hlutverk í leikhúsi, sem
er kannski þriggja til fjögurra mánaða
töm, hækkar launin umsvifalaust. Þar
spilar tíminn inn í; eldri leikarar sem
geta tekið sömu hlutverk og ég eru að
minnka við sig sökum aldurs, þó að
þeir haldi flestir áfram að leika fram i
andlátið eins og forverar þeirra.
Ég hef að vísu leikið jöfnum höndum
í gamanleikjum og verkum alvarlegs
eðlis, óperum og óperettum, en það em
miklu færri sem geta leikið gamanhlut-
verkin. Jafnvel þegar litið er til milljóna-
þjóðanna sér maður aðeins örfáa leikara
sem valda gamanrullum, þannig að við
megum hrósa happi að eiga álíka marga
gamanleikara og við gerum. Nú vekja
menn & borð við Sigurð Sigurjónsson
og Örn Árnason hlátur, en á milli þeirra
og minnar kynslóðar eru rúm tuttugu
hafa enn þol og burði til að halda áfram,
sé ég enga ástæðu til að bakka niður.
í ýmsum öðrum starfsstéttum þurfa
menn að hætta þegar aldri er náð, þó
að starfsorkan sé næg, og það fyrir-
komulag er einfaldlega miður. Ég er að
verða sjötugur og þrátt fyrir það er ald-
urinn ekki orðinn mér fjötur um fót.
Þannig var ég að ljúka við eitt stærsta
hlutverk sem ég hef tekist á við, flæk-
inginn í Húsverði Pinters. Þetta fellur
betur inn í spilverk náttúrunnar en ætla
mætti. Bæði er aldur afstæður eins og
við vitum, en einnig hefur ellin breyst
í tímans rás. Meðalaldur er orðinn all-
miklu hærri en var, og þarf raunar ekki
að líta lengra aftur en til þess tíma
þegar ég var að alast upp. Þó að fast-
ráðningin miðist við sjötugt, get ég hald-
ið áfram eins lengi og heilsa leyfír og
einhver kærir sig um að horfa á mig
leika."
ALLT NEMA FLIKK FLAKK
Hlutverkin taka stakkaskiptum í sam-
ræmi við aukna reynslu leikara og Rób-
ert kveðst halda að þroskinn hafí aukist
stöðugt. Enda, eins og hann segir sjálf-
ur, kennir margra grasa þegar litið er
yfír akurinn. „Um kringum miðjan ald-
ur, á milli þrítugs og fímmtugs, komu
stærstu og viðamestu hlutverkin og það
eru fjöldamargir hápunktar í þeim hlut-
verkum sem ég hef fengið. Úpptalning
yrði bara leiðinleg. í dag veljast þó á
mann hlutverk sem eiga ef til vill betur
við en áður fyrr og eru kannski einnig
afdráttarlausari; leikari á miðjum aldri
getur án mikilla tilfæringa leikið sjötug-
an mann, en það er verra fyrir sjötugan
mann að leika niður fyrir sig.
Ég er búinn að leika allan skalann
frá drottni allsheijar niður í skrattann
sjálfan — allt nema bam í vöggu. Það
veitir mér visst sjálftraust að vera orð-
inn þetta roskinn og geta samt sem
áður tekist á við erfið verkefni og sann-
fært sjálfan mig um getu mína að því
leyti. I líffræðilega eðlinu liggur þó að
allt verður hæggengara. En hlutimir
ganga samt, þótt þeir fylgi örlítið öðm
tempói en fyrrum; maður fer óneitanlega
ekki í flikk flakk fyrirvaralaust. Að
minnsta kosti ekki án atrennu."
SFr
ár, sem sýnir vel hversu fágætir góðir
kómikerar eru í leiklistinni."
Þegar er búið að ráða Bessa í aðal-
hlutverk í tveimur uppsetningum hjá
Borgarleikhúsinu í vetur, Spanskflug-
unni eftir Amold og Bach sem verður
fyrsta verkefni leikársins og Sólar-
drengjunum eftir Neil Simon sem kemur
á fjalimar á nýju ári.
HÆTTUR ENDURTEKNINGA
Bessi hefur þótt óhræddur við að
koma fram í auglýsingum, en það hefur
vafíst fyrir bijósti margra leikara eins
og bögglað roð. Óttast þeir flestir að
endurtekningin þreyti fólk eða virðing
þeirra setji ofan að bendla nafn sitt við
sápu, garðhúsgögn eða kaffi. Bessi seg-
ir einfaldar ástæður liggja að baki leik
í auglýsingu; svo fá tækifæri bjóðist við
leik og skemmtun vegna smæðar mark-
aðarins, að taka verður gylliboðum aug-
lýsenda. Laun ríkisstarfsmanna kalli á
önnur úrræði. „Eftirspumin er svo mik-
il eftir sumum gamanleikumm að þeir
þurfa að vera alls staðar til að anna
henni. Sumir era vinsælli en aðrir og
þeir sjá peningavon í þessu. Auglýsing
getur líka auglýst leikarann ef hún er
sýnd í hóflegum mæli og er góð. Þegar
ég kom út á land þekkti fólk mig ekki
út af vinnunni í leikhúsinu, heldur vegna
auglýsinganna. Maður reynir að bak-
tryggja sig með því að binda birtingar-
fjölda auglýsinga fastmælum, því vita-
skuld getur endurtekningin verið hættu-
leg. Týpumar geta líka skapað leiða,
því það er í lagi að vera dómínerandi
karakter í einu hlutverki, en menn mega
gæta sín að ofnota þá ekki eins og kem-
ur fyrir á bestu bæjum.“
En hvemig hefur hann sloppið við
að vera jaskað út? „Ég veit það ekki
fyrir vist. Mér hefur gefíst best að vera
einlægur og sannur og vaka yfír tíman-
um; koma með rétt tilsvar á réttum tíma
í hita leiksins. Ég hef stundum farið í
kringum leiktextann þegar aðstæður eru
réttar, eins og einhveijir vita, og tel það
hreina nauðsyn. Smá spuni hjálpar mér
að viðhalda ferskleika gagnvart hlut-
verkum sem ég gjörþekki og ýtir líka
við mótleikurum. Þegar þeir vita ekki á
hveiju gæti verið von, vakna þeir og líta
í kringum sig.“
SFr