Morgunblaðið - 06.08.1993, Síða 1
-f-
n
I,
JUjurgumlbHa^ili
FÖSTUDAGUR
6. ÁGÚST 1993
B
Morgunblaðið/Hallgrímur
Skemmtiferðaskip í Grundarfirði
MARGIR Grundfírðingar ráku upp stór augu þegar þeir komu út
fyrir helgina þegar skemmtiferðaskipið Astra lagði að bryggju. Til
stóð að leggja að í Ólafsvík en þegar í ljós kom að skipið gat ekki
lagst upp að bryggju þar vegna stærðar sínnar var ákveðið að fara
til Grundarfjarðar en þar geta stór skip lagst upp að bryggju.
Skipið var frá Ukraínu og er 5.600 brúttó lestir að stærð. Ahöfnin
er frá heimalandinu en farþegarnir 260 að tölu eru Þjóðveijar. Run-
ólfur Guðmundsson valinkunnur togaraskipstjóri lóðsaði skipið til
hafnar. Sumir farþeganna fóru i rútuferð um nesið en aðrir fengu
sér gönguferð um þorpið og umhverfí þess. . ■
fiestir frá 96 löndum í júlí
I JÚLÍMÁNUÐI komu gestir frá 96 löndum til íslands til lengri eða
skemmri dvalar. Ferðamenn komu frá 39 Evrópulöndum, 17 Afríku-
löndum og 21 frá Asíu/Ástralíu. Gestir frá 18 löndum í Ameríkuálfu
komu í mánuðinum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur
ferðamönnum fjölgað verulega í mánuðinum sem leið.
Aðeins einn kom frá eftirtöldum
löndum: Bólivíu, Dóminíkanska lýð-
veldinu, Fijieyjum, Gambíu, Haiti,
Indónesíu, Jórdaníu, Kenýa, Mar-
okkó, Mið-Afríkulýðveldinu, Óman,
Perú, Saudi Arabíu, Sierra Leone,
Sri Lanka, Trinidad, Páfagarði og
Zimbabwe.
Innan við tuttugu komu frá sex-
tíu og ijórum landanna. ■
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Markmiðið með námsefninu er m.a. það að íslenskir nemendur fái heildstæðari
mynd af lífi fólks í þróunarlöndunum en þá, sem oftast blasir við í fjölmiðlum.
Þrjár stofnanir
sameinast um að gera
kennslugögn um þróunarlönd
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Fyrsta hringtorgið á Suðurnesjum er nú staðreynd, það er í Kefla-
vík og er því ætlað að leysa snúningsvandamál sem skapast af svo-
kölluðum „rúnti“.
Fyrsta hringtorgii
á Suðurnesjum
Keflavík.
FYRSTA hringtorgið á Suðurnesjum var nýlega opnað fyrir umferð
í Keflavík, en það er staðsett neðarlega á Hafnargötu þar sem
mætast Vesturgata, Vesturbraut og Duusgata. Nokkur vandi skapað-
ist við þessi gatnamót vegna unglinga sem aka svokallaðan „rúnt“
og er hinu nýja hringtorgi ætlað að leysa þann vanda.
Verkið var unnið af verktakafyr- Kost.naður við verkið nam um átta
irtækinu Reis hf. sem skilaði því milljónum króna. ■
tveim vikum fyrir tilskilinn tíma en -BB
framkvæmdir tóku firiun vikur.
Námsgagnastofnun, Rauði krossinn og Þróunar-
samvinnustofnun íslands vinna nú í sameiningu að
útgáfu kennslugagna um þróunarlöndin, ætluð nem-
endum 9. og 10. bekkja grunnskóla. Áætlað er að
kostnaður við námsgagnagerðina nemi um sex millj-
ónum kr.
Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu á þróun-
arlöndum í sögulegu, landfræðilegu og félagslegu ljósi.
Leitast verður við að gefa yfirlit yfir mismunandi lönd
í fleiri en einni heimsálfu og bera þau saman við ísland
og önnur iðnríki. Einnig að nemendur viðurkenni gildi
samstarfs og nauðsyn samhjálpar í samskiptum manna,
öðlist jákvætt viðhorf til þróunarlanda og íbúa þeirra
og fái heildstæðari mynd af lífi í þróunarlöndum en þá
sem oftast blasir við þeim í fjölmiðlum.
Þórdís Sigurðardóttir mannfræðingur og Olga Guðrún
Árnadóttir rithöfundur skrifa kennslubókina og hafa auk
þess umsjón með gerð fimm verkefnahefta. Sigrún Stef-
ánsdóttir hefur umsjón með myndbandagerð um líf fólks
í þróunarlöndum og fór m.a. þeirra erinda til Afríkuríkj-
anna Gambíu og Lesotho. Ritstjóri verkefnisins er Árný
Elíasdóttir hjá Námsgagnastofnun og segir hún að að-
stoðar nyti frá faglegum ráðgjöfum úr landafræðideild
Háskóla Islands og grunnskólakennurum.
Að sögn Árnýjar fellur námsefnið undir samfélags-
fræði og er þetta í fyrsta sinn sem þróunarlönd eru tek-
in fyrir sem sérstakt þema inni í skólakerfinu. „Því mið-
ur ríkja miklar ranghugmyndir um þróunarlöndin og
fólk heldur gjarnan að þar sé ekkert að finna nema
hörmungar og hungursneyð. Okkur er því mjög í mun
að sýna nemendum hvernig daglegt líf fólks í þróunar-
löndunum gengur fyrir sig.“
Árný segir að samstarf Námsgagnastofnunar við hina
ýmsu aðila í þjóðfélaginu hafi færst mjög í aukana. Þetta
mun vera í fyrsta skipti sem Rauði krossinn og Þróunar-
samvinnustofnun vinna með Námsgagnastofnun, en
verkefni hafa áður verið unnin í samvinnu við Hafrann-
sókn, sjávarútveginn og Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins. Búast má við að nýja námsefnið verði tilbúið fyrir
skólaárið 1994/1995. ■
Ull a i U> t)
OIVIAN AIR
ENN harðnaði samkeppni á viðkvæmum flugmarkaði Miðaust- með verða áfangastaðir Oman Air
urlanda er Onian Air byijaði að fljúga milli landa fyrir stuttu. Var ^nánast eingöngu í Flóaríkjunum.
mikið um dýrðir á flugvellinum í höfuðborginni Múskat þegar fyrsta Forstjóri þess segir að áform séu
vélin kom frá Dubai. Verða daglegar ferðir þar á milli. á pijónunum um flug til Evrópu
Fyrirtækið hefur eina Boeing Ómanir eiga hiut í Gulf Air °S víðar. Ekki verði þó flanað að
737-400 farþegavél til umráða eri ásamt Bahrein, Sameinuðu fursta- ne'nu' Þá verður á næstunni sam-
forsvarsmenn þess vonast til að dæmunum og Qatar. Hins vegar v*nna m*]'* Oman Air og flugfélags
fyrirtækið geti fljótlega fært út hafa þeir annast sitt innanlandsflug D**bai, Emirates.
kvíarnar. nokkur síðustu árin. Til að byija *
+