Morgunblaðið - 06.08.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.08.1993, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 fór að gefa út bækur og verka hákarl HANN hætti búskap fyrir nokkrum árum, kominn á áttræðisaldur og mál til komið að aðrir tækju við eins og hann orðar það sjálfur. Þau hjón Iétu yngsta syni sínum eftir býlið og jörðina að Hofi í Vatnsdal. Sjálfur reisti hann sér kúluhús rétt við við bæinn og þar býr hann ásamt eiginkonu sinni, Vigdísi Ágústsdóttur. Hann hefur í mörgu að snú- dal. ast, sinnir bókaútgáfunni á Hofi, verkar hákarl og gefur út kort af helstu byggðakjörnum lands- ins á mörgum tungumálum. Hann er stöðugt á ferðinni milli landshluta og oft erfitt að ná tali af honum nema í bílasíma því vinnudagurinn er oft langur. Þetta er Gísli Pálsson á Hofi í Vatns- Morgunblaðið/grg BÆKURNAR sem Gísli hefur gefið út síðastliðin fimm ár telja orðið tuginn og sú ellefta er á leið í prentsmiðju. Var I trjáhlífagerð Gísli er stórhuga og hann er líka hugmyndaríkur, það kemur fram í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Magnús vinur hans á Hnjúki segir hann fá hundrað hugmyndir á dag en segir að þar af séu sex nýtanlegar. Ein þeirra var að búa til trjáhlíf- ar. „í nokkur ár bjó ég til tijáhlífar og seldi. Ég fékk efnið frá hemum úr patrónum sem skotið er meðal annars úr vegna veðurathugana og ferða kafbáta. Eftir að járntjaldið hrundi hætti ég að fá rörin og tijá- hlífagerðin er að mestu liðin undir lok eins og kommúnisminn." Hefði ræktað eplatré og vínber Kúluhúsið sem Gísli hefur reist á Hofi stingur dálítið í stúf við um- hverfið. Það er mjög skemmtilegt og að innan má segja að hver einasti krókur og kimi sé nýttur; öllu er þannig haganlega fyrir komið. Gísli er snöggur upp á lagið og þegar ég innti hann eftir því hvers vegna hann hefði byggt sér kúluhús sagði hann; „Ég sá svona hús á Isafirði og hreifst af því. Þar sem við hjónin ætluðum að byggja okkur hús fannst mér kúluhús tilvalið. Ef ég væri yngri hefði ég haft sólstofuna hundrað fer- metrum stærri og ræktað þar epli og vínber." Bækurnar eru orðnar 11 Bækumar sem Gísli hefur gefíð út síðustu fimm árin telja tuginn, sú ellefta er á leið í prentsmiðju þessa dagana. Það er auðfundið á Gísla að hann hefur gaman af útgáfustarf- seminni, þar er hann að sinna hugð- arefni sínu. Niðjatölin em orðin fjögur. Þar fer fyrst niðjatal Björns Eysteinssonar og Guðbjargar Jónasdóttur frá Grímstungu og Helgu Sigurgeirs- dóttur og Kristbjargar Pétursdóttur. Niðjatal Þórðar Jónssonar og Guð- rúnar Bjömsdóttur frá Steindyrum í Svarfaðardal gaf Gísli einnig út svo og niðjatal Árna V. Gíslasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur að Neðri- Fitjum í V-Húnavatnssýslu. Að lok- um gaf Gísli út niðjatal Jóhannesar Guðmundssonar og Ingibjargar Ey- steinsdóttur frá Auðunnarstöðum í Víðidal. Fimmta niðjatalið er nær fullbúið en það er frá Einari Bólu. Bækur um veiðiárnar, Vátnsdalsá óg Laxá í Ásum, er'u frá bókaútgáfunni á Hofi, falleg bók um Hóla í Hjalta- dal og Gísli lét endurprenta Nafna- bókina eftir bróður sinn, Hermann Pálsson, sem er prófessor við Edin- borgarháskóla og sjálfsævisögu Björns Eysteinssonar. Bækur um hrossarækt Gísli hefur að undanfömu ráðist í að gefa út bækur um hrossarækt. Fyrsta bókin sem kom út á síðast- liðnu ári heitir Hestar í norðri og er um hrossarækt í Húnaþingi og Skagafirði. Nú er Gísli búinn að láta ,vinna hliðstæða bók um hrossarækt- arbú í Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslu og hann er að undirbúa þriðju bókina sem er um hrossarækt- Geysir v, 8 n I* tí t 9 3 . • •>*!>*. msiminvii*. RW«fctí-.iCV>4, ISÍ-tlttH-iifct rundarfjördur i lartamMT Onwtlw Vtð Uaiutkmtiityí tuuu Ktotfar hftfttt þaraftwntr puli»8‘upp<lrá(h»raftoyjv landi Ham>vantikna.\ii }U tiA vnftiwnúwi wcslun ht'hlur vmhr tí vcrvlunar tu ttntlnnþáf ur (rú þt>Mtm IruptUrlÍuröur var *\tptur t allii Uujuutunur imu>iu iluríftodt vtm i raiui hrítu f(Oni«tocflröi<fvwd»i v Þtgar FmnwTwnn íiöan ríno«k«r leifctr tontfci rinna Morgunbláðið/Júlíus eru orðin 90 og ýmist gefur Gísli þau út KORTIN af þéttbýlisstöðum á tveimur, fjórum eða sex tungumálum, jafnvel á japönsku staðinn fyrir smjör, smjörlíki eða olíu í uppskriftinni. Nota skal sama magn af eplamauki og fitunni, þ.e. 150 g af smjör- líki jafngilda 150 g af epla- mauki. Best er að nota ósætt eplamauk. 2. Ef olía er eini vökvinn í upp- skriftinni er betra að nota helm- inginn af eplamauki og helm- inginn af léttmjólk eða undan- rennu í staðinn fyrir hana. 3. Notið matarolíu í staðinn fyrir smjörlíki eða smjör. Þetta fækk- ar kannski ekki hitaeiningunum en olían inniheldur minna kól- esteról. 4. Notið undanrennu eða léttmjólk í staðinn fyrir mjólk. Gamla súkkulaðikakan gerð hitaeiningasnauðari með fáeinum breytingum við að sleppa smjörlíkinu álveg sparast um 850 he. Einnig var sykurinn minnkaður, sem kemur ekki að sök því kremið er mjög sætt. Einnig var hvítt hveiti minnkað og í staðinn sett heilhveiti. Eina vandamálið við að breyta uppskriftinni var kremið. Aðeins einu atriði var breytt, smjörlíkið var minnkað um 20 g og í staðinn sett smávegis vatn. Farið samt varlega með að bæta vatni út í kremið. Það er ekki gott ef það verður of þunnt. Það á að vera seigfljótandi. ■ Áslaug Ásgeirsdóttir | 1. Hægt er að nota eplamauk í SÚKKULAÐIKAKA er vinsæl hjá börnum og einnig þeim sem eldri eru. Yfirleitt er fljótlegt að baka þær og á flestum heimilum er til einhver uppáhaldsuppskrift. Því er gott að byrja á henni ef maður vill prófa sig áfram í að gera kökuna hitaeiningasnauðari og jafn- framt hollari. Uppskriftin hér í töflunum við hliðina er einföld. Eplamaukinu og sykrinum er hrært saman og eggj- um blandað saman við. Athugið að nota helst ósætt eplamauk, ef það fæst ekki er hægt að minnka sykur- magnið enn frekar. Þá er hveiti, kakó og mjólk hrært út í og svo saltinu, sódanum, lyftiduftinu og vanilludropunum. Deiginu er hellt í hringlaga form, bakað við 190°C í 1 klukkutíma. Ef bökuð er skúffu- kaka tekur það styttri tíma eða um 30 mínútur. Kremið er búið til þannig að smjörlíkið er brætt í potti, flórsykri og kakó ásamt eggi bætt út í og hrært vel. Eins og sjá má af töflunum eru um 100 hitaeininga munur á hverri sneið fyrir og eftir breytingu. Mun- ar þar mestu um eplamaukið, en Einar Falur Okkur fínnst öllum oó heimurinn ætti aö breyt ust. Enginn leiöir hins vegor hugnnn að því aó við sjólf ættum að vera *•« * • oðruvisi LEO TOLSTOY , Kökur og eftirréttir þurfa ekki að vera mjög fitandi EF FÓLK er að reyna að halda í við sig er oft erfitt að standast freistingarnar sem verða á vegi þess. Kökur og annað góðgæti er fituríkt, sætt og tilvalið til þess að eyðileggja ásetninginn um betra mataræði. En það er hægt að gera kökur, eftirrétti hitaeiningasnauð- ari, og um leið hollari, með því einu að breyta hráefninu í uppskriftunum. Kakan lítur eins út eins og venjuleg súkkulaðikaka, en í hverri sneið er 100 he færra en í upphaflega uppskriftinni. Tvö atriði er vert að hafa í huga þegar uppskriftum er breytt. Ekki borgar sig að breyta nema einu atriðið í einu og hafa skal í huga að breytingar þýða að öllum líkind- um breytt bragð, það þarf ekki að vera verra, bara öðruvísi. Motið hollara hráefni Hætti búskap, byggði sér kúluhús og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.