Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 Garðyrkjufélag og Umhverfisdeild Akureyrar veita viðurkenningar fyrir fagra garða Almenningi boð- ið að skoða í dag GARÐYRKJUFÉLAG Akureyrar og Umhverfisdeild Akureyrarbæjar hafa veitt viðurkenningar fyrir snyrti- legar lóðir sumarið 1993. Dómnefnd skipuð af Garðyrkju- félaginu ákvað að veita að þessu sinni viðurkenningar fyrir lóðir við þrjú einbýlishús, eitt raðhús og tvær fjöl- býlishúsalóðir. Verðlaunagarðarnir verða opnir almenn- ingi á morgun, laugardag. í dómnefndinni að þessu sinni voru Jón Birgir Gunnlaugsson, Rebekka Sigurðardóttir og Birg- ir Eiríksson. Rebekka sagði að lóð við hús- ið Ásabyggð 8 hefði hlotið viður- kenningu fyrir að vera snyrtileg og vel hirt, þar væru afar sér- stæðar gijótskreytingar auk skrautrunna og trjáa en ekki blómgróður. Lóðin við Grænu- mýri 16 hlyti viðurkenningu fyr- ir snyrtimennsku, en þar væri mikið safn fjölærra plantna auk tijáa og runna og einnig afar skemmtilega útfærður lækur. Lóðin við Hamragerði 15 hlyti viðurkenningu fyrir snyrtileika og góða hirðingu auk fjölbreyttra og sjaldgæfra skrautrunna og tijáa. Lóðir við raðhús í Vanabyggð 10 sagði Rebekka að hefðu hlot- ið viðurkenningu fyrir skemmti- legan heildarsvip sem lífgaði mjög upp á kassalaga form húss- ins. Annað fjölbýlishúsanna sem viðurkenningu hlýtur er á Greni- völlum 16. Þar sagði Rebekka ekki mikinn gróður en afar stíl- hreint og grasflatimar væru sér- stakt augnayndi og afar vel við haldið. Hús aldraðra verðlaunuð Hins vegar hljóta fjölbýlishús aldraðra við Víðilund 22-24-26 viðurkenningu fyrir samspil mal- ar og gróðurs, svæði með skemmtilegri lýsingu, bekkjum og tjöm. Allir verðlaunagarðamir verða til sýnis almenningi á morgun, laugardag, klukkan 14-17. Þá verða einnig til sýnis garðar í Grenilundi 5 og Hafnarstræti 3. Morgunblaðið/Golli Verðlaunalóð EIGENDUR þriggja einbýlishúsa hlutu viðurkenningu fyrir snyrtí- legar og vel hirtar lóðir. Verðlaunalóðirnar eru við Ásabyggð 8, Grænumýri 16 og Hamragerði 15. Ljósmynda- sýning fyr- ir alla Á VEGUM Listasumars á Ak- ureyri og Áhugaljósmyndara- klúbbs Akureyrar verður efnt til almennrar ljósmyndasýn- ingar í Göngugötunni Hafnar- stræti næstkomandi miðviku- dag, 11. ágúst. Hér mun um að ræða fyrstu tilraun hér á landi til að allir sem ljósmyndir taka geti fengið að sýna myndir sínar opinberlega, en sýningar af þessu tagi eru fastur liður í mörgum bæjum og borgum í nágrannalöndunum. Á sýningunni gefst áhugafólki jafnt og fagfólki tækifæri til að sýna verk sín á óvenjulegan hátt, sjálf- um sér og öðmm til ánægju. Girðingin Ljósmyndasýningin kallast Girðingin og hefst um hádegi á miðvikudag og stendur fram til klukkan 18. Aðstandendur biðja fólk sem áhuga hefur að koma með myndir sínar um hádegi, en þær verða þá festar upp á fleka, sem hafðir verða í götunni. Sýn- ingin verður haldin hvemig sem viðrar og plast breitt yfir flekana ef rignir. Lysthafendur hafa tíma fram á miðvikudag til að fletta í myndasöfnum sínum ef þeir hyggjast taka þátt í þessari ný- breytini í samstarfi Listasumars á Akureyri og ÁLKA, Áhugaljós- myndaraklúbbs Akureyrar. Morgunblaðið/Golli Maður á hjóli fyrir bíl FULLORÐINN maður á hjóli varð fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri skömmu eftir hádegi í gær. Að sögn lögreglu mun hann hafa hjólað yfir götuna nokkm norðan við gangbrautina sem liggur yfir Glerárgötu á mótum hennar og Gránufélagsgötu og orðið fyrir bíl sem þar var á ferð. Maðurinn var fluttur til rannsóknar á Slysadeild FSA en virtist ekki mikið slasaður. Kaffisaia á Hólavatni Á MORGUN lýkur starfi sumar- búða KFUM og KFUK við Hóla- vatn í Eyjafirði. Eins og mörg undanfarin ár lýkur sumar- starfinu með kaffisölu. KFUM og K hafa rekið sumar- búðir við Hólavatn frá árinu 1965. í sumar vom 5 dvalarflokkar fyrir drengi og stúlkur. Einnig dvöldu þroskaheftir á Hólavatni nokkra daga. Dvalargestir urðu alls 150 í sumar. Sumarbúðastjóri var Sig- fús Ingvason guðfræðingur og ráðskona Þórey Sigurðardóttir. Kaffisalan á Hólavatni á sunnu- dag verður klukkan 14.30 til 18. Hýf og glæsilm leikskúli Leikskóli Guðnýjar Önnu byrjar starfsemi sína 15. sept. nk. í Dvergagili 3, Akureryri. Leikskól- inn er ætlaður börnum á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. Boðið verður upp á leikskóladvöl frá 4 klst. tii 9 klst. á dag. Innritun í síma 25645 frá kl. 8-12 á hádegi. Leikskólastjóri. Þurfum miklu meira en smásneið af þessari köku - segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Eining á Akureyri gagnrýndi á fundi sínum í fyrradag skeytingarleysi stjórnvalda í garð atvinnulausra verkamanna á Akureyri og skoraði á þau að veita fjármagn tíl staða þar sem atvinnuleysið er mest. Formaður Einingar segir að smásneið af milljarðinum segi lítið tíl bjargar atvinnuástand- inu í bænum, miklu meira þurfi að koma til ef snúa eigi þvi á réttan veg. í ályktun Einingar segir: „Stjóm Verkalýðsfélagsins Ein- ingar undrast það skeytingarleysi sem stjómvöld sýndu atvinnulausu verkafólki á Akureyri við úthlutun á því aukafjármagni sem um var samið í síðustu kjarasamningum. í tillögum ríkisstjómarinnar var ekkert fjármagn sérmerkt bæjar- félaginu. Á fáum stöðum á landinu er þó meira atvinnuleysi og enn syrtir í álinn með haustinu. Stjóm Verkalýðsfélagsins Einingar skor- Messur á Akureyri Akureyrarprestakall Helgistund á Fjórðungs- sjúkrahúsinu sunnudag 8. ág- úst klukkan 10. Messa í Akureyrarkirkju sunnudag 8. ágúst klukkan 11. Sóknarprestar Glerárkirkja Messa í Glerárkirkju sunnu- dagskvöld 8. ágúst klukkan 21. Sóknarprestur ar á ríkisstjómina að veita fyár- magni til þeirra staða þar sem atvinnuleysið er mest.“ Vantar miklu meira fé Bjöm Snæbjömsson formaður Einingar sagði að með þessari ályktun vildi Eining hnykkja á þeirri óánægju sem ríkti yfir því að Akureyri hefði orðið útundan í skömmtun stjómvalda á þeim milljarði sem samið var um í kjara- samningunum þótt atvinnuleysi væri hvergi meira. Hann sagði að jafnvel þótt Akureyringum hlotn- aðist einhver smásneið af þeirri köku sem enn væri óskammtað væri það ekki nema dropi í hafið. Það þyrfti að veita miklu meira fé til þess að tryggja atvinnu- ástandið. Það hefði versnað að mun og útlitið væri síður en svo bjartara þegar horft væri fram á haustið, meðal annars í ljósi greiðslustöðvunar Slippstöðv- arinnar Odda hf. og fleiri óvissu- þátta í sambandi við rekstur stórra fyrirtækja í bænum. Bjöm sagði mikinn ábyrgðar- hlut ef stjómvöld ætluðu að hunsa tilvist Akureyrar og það alvarlega ástand sem væri í atvinnumálum og Verkalýðsfélagið Eining vildi með öllum ráðum knýja á um að allt yrði gert sem unnt væri til að koma atvinnulífinu í viðunandi horf. Flugmódel á Melgerðis- melum í DAG verður svokölluð Flugkoma á Melgerðismel- um í Eyjafirði á vegum Flugmódelfélags Ak- ureyrar. Dagskráin hefst klukkan 10 og verður flogið eftir því sem veður leyfir allan daginn til klukkan 19. Áhugamenn um módelflug koma víða af landinu á Flugkomuna. Kaffiveitingar verða f Flugstöðinni Hymu seinni hluta dags. Útimarkaður verður á Ráð- hústorgi á Akureyri í dag klukk- an 11-15. Sungið hér og þar Dúótón, Hulda Björk, Sigurð- ur og Reynir, skemmta með tvísöng við píanóundirleik í Blómahúsinu í kvöld frá klukk- an 22. Níels Ragnarsson skemmtir með píanóleik á veitingahúsinu Við_ Pollinn í kvöld. Á vegum Listasumars á Akureyri verður Opið tónlistar- kvöld í veitingahúsinu Við Poll- inn á sunnudagskvöld klukkan 21. Öllum er velkomið að koma með hljóðfæri og leika og syngja. Þátttaka tilkynnist við innganginn. Ókeypis aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.