Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 17 ENN standa deilur um brottför rússneskra hermanna frá Póllandi. Ágreiningur er um það hvar rússneski her- málafulltrúinn eigi að hafa aðsetur í Póllandi. Hér má sjá rússneska hermenn á leið út úr Varsjá í gær. Hosokawa kjörinn for sætisráðherra Tókýó. Reuter. NÝR forsætisráðherra, Morihiro Hosokawa, var kjörinn í neðri deild japanska þingsins í gær eftir nær tveggja daga reiptog. Fékk hann 262 atkvæði en helsti mótframbjóðand- inn, Yohei Kono, nýkjörinn leiðtogi Frjálslynda lýðræðis- flokksins (LDP), lilaut 224. Með kjörinu lýkur 38 ára ein- veldi LDP í ríkisstjórn landsins. Atvinnu- leysismet í Þýskalandi ATVINNULEYSI í vesturhluta Þýskalands náði hámarki í júlí, frá því að skráningar hófust, og eru nú um 2,3 milljónir án at- vinnu eða 7,5% vinnuafls. Ræningi vill sakaruppgjöf RONALD Biggs, skipuleggjandi frægasta lestarráns í sögu Bret- lands, óskaði í gær eftir sakar- uppgjöf frá breskum yfirvöldum, en nú eru liðin 30 ár frá ráninu. Biggs tókst að flýja árið 1965, eftir að hafa verið dæmdur í 30 ára fangelsi og hefur síðan verið í útlegð í Brasilíu. Hermaður myrtur PALESTÍNSKIR skæruliðar rændu ísraelskum hermanni á hernumdu svæði í gær og brenndu hann til bana í bifreið að sögn talsmanns ísraelska hersins. Yfirvöld í ísrael sveija að brjóta á bak aftur skæruliða- hópana sem stóðu að árásinni, en morð á ísraelskum hermanni í desember sl. varð til þess að 415 Palestínumönnum var vísað úr landi í Israel. Sljórn Georg- íu segir af ser TENGIZ Sigua, forsætisráð- herra Georgíu, tilkynnti í gær afsögn stjómar sinnar og mun Edúard Shevardnadze, forseti landsins, taka við embætti Sigua tímabundið. Áður hafði Shev- ardnadze sagt að það eina sem gæti bjargað Georgíu frá borga- rastyijöld væri sterkari miðstýr- ing og neyðarlög, en barátta aðskilnaðarsinna í Abkhazíu og efnahagslegt hrun er ástæða ástandsins nú. Dómur yfir Tyson staðfestur ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Indiana-ríki í Bandaríkjunum hefur staðfest nauðgunardóm yfir hnefaleikakappanum Mike Tyson. Hann var dæmdur í sex ára fangelsi árið 1992 fyrir að nauðga 18 ára fegurðardrottn- ingu á hótelherbergi. Misnotkun áfengis eykst FLEIRI konur misnota áfengi, eiturlyf og lyfseðilskyld lyf en áður að sögn Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO). Einnig hefur eiturlyfjanotkun unglinga aukist verulega. Barist um dansara NÆR 100 manns slösuðust, sjö hús brunnu og margar verslanir voru skemmdar í Siraganj í Bangladesh þegar þrír kvenlegir karldansarar neituðu að leika listir sínar fyrir hóp manna sem hvatti þá til dáða. Kvikmyndahús í borginni réð dansarana til þess að auglýsa mynd sem átti að fara að frumsýna. Vildu eigend- ur hússins ekki að aðrir fengju að njóta dansins. Konungur jarðsunginn YFIRVÖLD á Spáni hafa ákveðið að minnast Baldvins Belgíukon- ungs sérstaklega á laugardag, en hann lést á sveitasetri sínu á Suður-Spáni í síðustu viku. Hann verður jarðsunginn í dag í Bruss- el og hafa erlendir fyrirmenn streymt til Belgíu undanfarið. LDP tafði fyrir skiptunum með því að setja sig á móti kjöri Takako Doi, sem er sósíalisti og kona, í embætti þingforseta. Stjórnarflokk- urinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á embættinu þar sem hann er stærst- ur flokkanna á þingi. Svo fór þó að Doi náði kjöri í gærmorgun og nokkr- um stundum síðar var síðan kosið milli Hosokawa og Konos. Hosokawa er 55 ára gamall, af aðalsættum og er oddviti þeirra sem Norskar hvalveiðar Innflutn- íngsbann vofíryfir Washington. Reuter. RON Brown viðskiptaráðherra Bandaríkjanna hefur gefið út staðfestingarkæru vegna hrefnu- veiða Norðmanna og getur það leitt til þess að innflutningsbann verði sett á norskar vörur í Banda- ríkjunuin. Brown tilkynnti Bill Clinton for- seta ákvörðun sína og er það á hans valdi að ákveða hvort gripið verði til viðskiptabanns. Ákveði forsetinn að banna ekki innflutning frá Noregi verður hann að rökstyðja þá ákvörð- un sína fyrir þinginu innan tveggja mánaða. í bréfinu til Clintons segir að með ákvörðun sinni að hefja hrefnuveiðar í ágóðaskyni hafi Norðmenn grafið undan verndaraðgerðum Alþjóða- hvalveiðiráðsins (IWC). Norska stjórnin lýsti óánægju sinni með ákvörðun bandaríska við- skiptaráðherrans í gær. „Við höfðum vonað að ekki kæmi til ákvörðunar af þessu tagi,“ sagði Vegard Ellefsen talsmaður utanríkisráðuneyetisins í Ósló. „Hrefnur eru ekki í útrýming- arhættu og sá fjöldi sem ákveðið var að leyfa veiðar á í ár ógnar stofninum á engan hátt,“ bætti Ellefsen við. gagnrýnt hafa fjármálaspillingu og afturhaldssemi japanskra stjórn- málamanna. Hann hefur einnig sak- að háttsetta embættismenn um að tefja fyrir umbótum. Valdhafar eða strengjabrúður? Stjórnmálaskýrendur segja að raunverulegir valdhafar í Japan hafi um margra ára skeið verið æðstu embættismenn ráðuneytanna en helstu stjórnmálamenn hafi fremur verið strengjabrúður þeirra. Að sögn breska tímaritsins The Economist vakti það athygli fyrir nokkrum dög- um er einn af ráðuneytisstjórunum reyndi að ná tali af Hosokawa að hinn síðamefndi hafði ekki tíma til að ræða við hann. Ólík sjónarmið Aðrir eru á því að það muni verða Hosokawa fjötur um fót að hann er leiðtogi samsteypustjómar átta flokka með ólík sjónarmið. „Hér er mikill vandi á ferðum því að leiðtog- inn [Hosokawa] er stjórnandi fyrir- tækis sem hann á ekki sjálfur," sagði talsmaður samtaka fyrirtækjastjóm- enda. Aðrir bentu á að LDP myndi beita sér af alefli í stjómarandstöðu að því að reyna að kljúfa stjórnina. Hæstiréttur Israels Demjanj- uk-málið tekið fyr- ir aftur Jerúsalem. Reuter. HÆSTIRÉTTUR ísraels ákveður næstkomandi mið- vikudag hvort teknar verði til greina nýjar kærur á hendur John Demjanjuk, sem sýknaður hefur verið af ákæru um að hafa sem ívan grimmi framið stríðsglæpi í Treblinka í Póllandi. Ein kæran er frá Wiesenthal- stofnuninni í Jerúsalem og þar segir að fái Demjanjuk að fara úr landi jafngildi það sakaruppgjöf fyrir alla fyrr- verandi stríðsglæpamenn nasista. Búist var við því að Demj- anjuk fengi að fara strax eftir sýknudóminn í síðustu viku. En síðan hafa borist þtjár kærur vegna meintra stríðsglæpa Demjanjuks í Sobibor-búðunum í Póllandi. Hæstiréttur vék að því í dómi sínum að ekki væri útilokað að Demjanjuk hefði starfað þar en taldi ekki fært að taka slíkar ávirðingar til dóms vegna þess að hvorki hafði verið ákært út af þeim né málflutningur farið fram um þær. „Það verður ógerlegt að krefjast þess að erlend ríki rannsaki, dæmi eða framselji stríðsglæpamenn eftir að ísra- elsríki hefur sleppt stríðsglæpa- manni,“ segir m.a. í kæru Wies- enthal-stofnunarinnar. Banda- rískur dómstóll sem á sínum tíma samþykkti framsal Demj- anjuks úrskurðaði fyrr í vikunni að hann ætti rétt á að fara til Bandaríkjanna og gætu ísrael- ar ekki komið í veg fyrir það án þess að brjóta gegn þjóða- rétti. ísraelska dómsmálaráðu- neytið hefur svarað með því að segja að þessi úrskurður sé ekki bindandi í ísrael. Fyrst kom KARATE KID Núerþað SAMHERJAR SIDEKICKS.-SAMHERJAR Frábær fjölskyldumynd. Spennandi og fyndin. r., •,.,. HÁSKOLABÍÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.