Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 19
rileið Á þessari stundu liggur ekki fyrir, hvenær nýir GATT-samningar taka gildi. Þeim er m.a. ætlað að draga úr opinberum stuðningi við landbúnað og draga úr útflutningsbótum. Talið er, að í kjölfar þeirra muni verð á landbúnaðarvörum fara hækkandi, þar sem skilyrði muni skapast fyrir þvíj að raunverulegt heimsmarkaðs- verð myndist. Það hefur undireins áhrif til lækkunar á hinn reiknaða markaðsstuðning. Þessar staðreyndir sýna glögglega, hversu flókin þessi mál eru og hvaða áherslu þjóðimar leggja á, að_ landbúnaður dafni í lönd- um þeirra. Útflutningsbætur hafa ver- ið Íagðar niður hér á landi, en ég þekki engin dæmi þess annars staðar. Til nýs tíma Aðalatriðið í þessum málum er .vita- skuld, að grundvallarbreyting hefur orðið í málefnum landbúnaðarins hér á landi. Með því að útflutningsbætur hafa verið lagðar niður, hefur sauðfj- árræktin dregist saman um fjórðung í sumum héruðum. Við það dragast rauntekjur bænda verulega saman og meira en samdrættinum nemur, en þorri bænda á enga atvinnu vísa, ef þeir verða að hverfa af búum sínum. Á hinn bóginn hefur verslun með kvóta verið gefin fijáls sem á nokkrum árutn mun kalla fram hagræðingu í framleiðslu á mjólk og kindakjöti með því áð einingar stækka og framleiðslu- kostnaður lækkar. Þessi hagræðing verður öll á kostnað bænda. Landbúnaðurinn í heild stendur frammi fyrir samkeppni erlendis frá á næstu misserum. Vegna langvar- andi miðstýringar er hann illa undir þá samkeppni búinn. Bændur eru þó óðum að kynnast þeim viðskiptalegu fiækjum, sem því eru samfara að verða að lúta lögmálum markaðarins - þeir eru að gerast markaðssæknir. Þannig hafa landbúnaðarvörur lækk- að um 10-40% að raunvirði síðustu 4-5 árin. Því er þó ekki að neita, að bændur sjálfir og afurðastöðvar þeirra hafa orðið fyrir þungúm búsifjum vegna gjaldþrota og erfíðs efnahags- ástands í þjóðfélaginu. Bóndinn og neytandinn Norræna skýrslan ber heitið „Land- Valur Valsson „I þessum sex helstu út- lánaflokkum bankaiina er Landsbankinn með hærri vexti í fjórum til- vikum en íslandsbanki í tveimur. Sé reynt að vega þessa raunvexti með útlánatölum bank- anna í hverjum útlána- flokki kemur í ljós að vegnir meðalvextir í Landsbanka voru 11;5% árið 1992 enll,6%íls- landsbanka. Sambærileg- ar tölur fyrir þrjú ár (1990-1992) sýna að mis- munur milli bankanna er mjög lítili eða 0,1-0,4%.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 19 Samkeppnisyfirvöld hafa fengið hátt í 50 mál til meðferðar Stuðlað að aukinni samkeppni sjálfstætt starfandi sérfræðinga HÁTT í fimmtíu erindi með kær- um, kvörtunum og ábendingum hafa borist til Samkeppnisstofn- unar og samkeppnisráðs frá því samkeppnislögin gengu í gildi fyr- ir fimm mánuðum. Málin eru af ýmsu tagi en áberandi eru kvart- anir þar sem einkafyrirtæki telja sig eiga í óeðlilegri samkeppni við fyrirtæki eða stofnanir sem hafa úr skattpeningum að spila eða starfa í skjóli opinberrar verndar. Einnig eru mörg mál vegna meintra skaðlegra viðskiptahátta. Samkeppnisstofnun vinnur nú að athugun á verðsamráði ýmissa starfshópa en það verður bannað eftir 1. nóvember næstkomandi og stefnir með því að aukinni sam- keppni sjálfstætt starfandi sér- fræðinga. „Fjöldi málanna hefur komið á óvart og ekki síður hvað þau eru fjöl- breytt,“ segir Georg Ólafsson, for- stjóri Samkeppnisstofnunar, í sam- tali við Morgunblaðið. Opinber vernd og misbeiting Georg segir að skipta megi mál- unum sem snúa að hinu opinbera í tvennt. Annars vegar séu ásakanir um að skattpeningar opinberra eða hálfopinberra stofnana séu notaðir til að greiða niður viðskipti sem séu í samkeppni við einkafyrirtæki eða að fyrirtækjum sé veitt óeðlileg sam- keppnisstaða með opinberri vernd, til dæmis í lögum eða reglugerðum. Georg segir að samkeppnisráð muni beita sér í málum af þessu tagi og hafi þegar úrskurðað í tveimur, það er vegna fyrirtækja í útfararþjónustu og plastiðnaði. I síðarnefnda málinu var Reykjalundi gert að tryggja fjár- hagslegan aðskilnað plastverksmiðju sinnar og annarrar starfsemi. Hins vegar er um að ræða tíma- bundna yfirtöku banka og opinberra sjóða á eignum og rekstri gjaldþrota eða illa staddra fyrirtækja, eins og mikið hefur verið um undanfarna mánuði. Georg segir að slíkt skapi ávallt hættu fyrir samkeppnisfyrir- tæki og geti haft óæskileg áhrif á markaðinn. En þó að aðild banka og sjóða að rekstri fyrirtækja sé heimil Georg Ólafsson samkvæmt lögum, svo framarlega sem þeir væru að gæta hagsmuna sinna, til dæmis að tryggja verð- mæti veða fyrir lánum, hljóti því að vera takmörk sett hvað lengi það geti gengið. Georg segir að það geti ekki verið tilgangur bankalaga að bijóta niður samkeppni á mörkuðum eins og borið hafi á að undanfömu. Eitt mál af þessu tagi er til umfjöll- unar hjá samkeppnisráði, það er að- ild Iðnlánasjóðs að rekstri steypu- stöðvar. Telja sig órétti beitta Önnur mál snúast mikið um meint verðsamráð, undirboð og að menn séu órétti beittir á markaðnum. Þannig hefur meint verðsamráð olíu- félaganna verið kært til samkeppnis- ráðs, einnig meint misbeiting sveppa- ræktanda á markaðsráðandi aðstöðu í skjóli innflutningsvemdar og órétt- mætir viðskiptahættir ferðaskrif- stofa og greiðslukortafyrirtækja, svo dæmi séu tekin. Georg segir að búið sé að afgreiða nokkrar kærur en flestar séu enn til umfjöllunar. Hann segir að mikill tími hafí farið í kærurnar og starfs- mönnum stofnunarinnar því gefist minni tími til að taka upp mál af eigin frumkvæði. „I framtíðinni verð- um við að raða þeim málum sem til okkar er beint í forgangsröð og skapa með því svigrúm fyrir önnur verk- efni,“ segir Georg. Verðsamráð bannað Samkeppnislögin banna fyrirtækj- um á sama sölustigi að hafa samráð um verðlagningu. Samkeppnisráð veitti þeim frest til 1. nóvember til að hætta samráði eða sækja um undanþágu frá banninu. Georg segir að nokkrir starfshópar hafi þegar sótt um undanþágu, meðal annars samtök tannlækna, lögfræðinga, arkitekta og ráðgjafarverkfræðinga. Hann segir að verið sé að kanna þessi mál hjá Samkeppnisstofnun og í því sambandi verði leitað umsagnar stærstu kaupenda þjónustu viðkom- andi starfsgreina og þeirra ráðu- neyta sem starfsemin heyrði undir. „Lögin eru mjög skýr, þau banna verðsamráð af þessu tagi. Og ég tel að til verði að koma mjög veigamik- il rök fyrir undanþágum eftir 1. nóv- ember,“ segir Georg. Aukin samkeppni sérfræðinga í nýju fréttabréfi Samkeppnis- stofnunar er vakin athygli á því að stór hluti starfsgreina sjálfstætt starfandi sérfræðinga sé vemdaður fyrir samkeppni með fjölda sam- keppnishamlandi reglna. Þær gegni því hlutverki að tryggja viðunandi starfsemi en bent er á að margar gangi lengra en nauðsynlegt geti talist. Sagt er að það einkenni sam- keppnisaðstæður að í sérlögum séu ákvæði sem takmarki aðgang að greinunum og til séu ákvæði sem setji hömlur á sjálfa starfsemina. Þá hafi starfsgreinafélögin samþykkt ýmsar reglur, til dæmis um bann við auglýsingum. Georg segir að þessi atriði verði athuguð í framhaldi af afnámi verð- samráðs með það að markmiði að auka samkeppnina enn frekar. Þetta væru erfíð mál í framkvæmd og yrði að vinna að þeim í góðri samvinnu við hlutaðeigandi samtök og ein- staklinga. HBj. Rannsóknarstöðvar Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar U mhverfisráðherra vill fá stöð til íslands Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að fá hingað eina af þeim mælingastöðvum andrúmsloftsins sem Alþjóða veðurfræðistofnunin ætlar að setja upp. Hún gæti tengst alþjóðlegri rann- sóknarstöð í umhverfismálum sem hann og fleiri ráðamenn eru áhugasam- ir um að koma hér upp. Össur sagðist hafa gert ráðstafanir til að fá upplýsingar hjá Baldri Elíassyni, sérfræðingi svissneska fyrirtækisins ABB í gróðurhúsaáhrifum, þegar hann sá ummæli hans í frétt Morgun- blaðsins í gær. búnaðurinn og hagur heimilanna", sem sumir hafa því miður túlkað svo, að séu andstæðir pólar. Það er hin mesta fjarstæða. Um þessar mundir eru bændur að leita allra leiða til að draga úr framleiðslukostnaði, en mæta þó um leið kröfum neytenda um gæði og aukið vöruval. Það er lögð áhersla á umhverfísvænan bú- skap, en hvergi dæmi um vaxtahorm- ón eða önnur óæskileg efni í fram- leiðslunni. Hún er m.ö.o. græn, eins og nú tíðkast að skilgreina hana. í skýrslu um landbúnað og hag heimilanna er óhjákvæmilegt að rekja kostnaðarferilinn frá framleiðanda að diski neytandans ef skýrslan á að standa undir nafni. Vinnslukostnaður búvara er óeðli- lega hár hér á landi, sem er fortíðar- vandi síðustu áratuga, en nú er verið að takast á við. Þá væri forvitnilegt að fá upplýsingar um þær viðskipta- venjur, sem skapast hafa í einstökum löndum um álagningu á matvæli í smásölu, en um það er ekkert í skýrsl- unni. Þetta efni er þó sérstaklega áhugavert fyrir okkur vegna einangr- unar okkar og smæðar markaðarins. Getur t.d. verið, að það kosti meira að fá matvöruna afhenta yfír búðar- borðið hér en í nágrannalöndum okk- ar? Dæmið af EFTA Fáir draga lengur í efa réttmæti þess að ganga í EFTA þó margar greinar iðnaðarins hafí ekki staðist þær kröfur sem erlendri samkeppni fylgdu. Þó var aðlögunartíminn lang- ur. Helst hafa haldið velli þær grein- ar, sem njóta ijarlægðarverndar eða styðjast við landbúnað og sjávarútveg. Skyndilegur og ör samdráttur í þess- um framleiðslugreinum hlýtur því að skipta sköpum fyrir fjölmörg heimili í dreifbýli og þéttbýli og leiða til versn- andi afkomu fyrir þjóðarbúið í heild. Það er einmitt þetta sem er að gerast núna og engin tilviljun að skuldsetn- ing heimilanna skuli komin á hættu- mörk. Við þessar aðstæður er hættulegt að láta sig dreyma árið 1988 eins og það sé dæmigert fyrir ástandið í þjóð- félaginu í dag. Það er hvorki dæmi- gert fyrir landbúnaðinn né nokkuð annað það, sem nú er að gerast. Höfundur er landbúnaðarráðherra. rekstri í samkeppni við einkafyrir- tæki. Bankastjórinn hefur í viðtölum við fjölmiðla að auki ítrekað fullyrt, að Landsbankinnn sé vel rekinn og meira að segja betur rekinn en aðrir bankar. Eðlileg verðlagning er hluti af góðum rekstri og því sérkennilegt að hrósa sér af öðru. Bankastjórinn gerir að umtalsefni rekstrarkostnað bankanna og birtir af því tilefni töflu um rekstrarkostn- að sem hlutfall af heildarfjármagni og segir að samanburður milli Lands- banka og íslandsbanka sýni hag- kvæmni í rekstri Landsbankans. Bankamenn hafa til þessa gagnrýnt samanburð á þessu hlutfalli á sama hátt og varðar vaxtamun. Ástæðurn- ar eru þær sömu, að viðskipti og viðskiptamannahópar eru ólíkir. En hvað sem því líður er eðlilegt að Landsbankinn njóti stærðar sinnar og rekstrarkostnaður sé lægri sem hlutfall af heildarfjármagni. Saman- burður Halldórs á þessu hlutfalli, vaxtamuni og þoknunartekjum, er hins vegar áhugaverður fyrir þá sök, að hann sýnir að Islandsbanki hefur jafnt og þétt verið að bæta rekstur sinn þessi þijú ár sem skoðuð eru, meðan Landsbankinn hefur annað- hvort staðið í stað eða miðað aftur á bak. Rekstur banka og sparisjóða hefur verið afar erfiður undanfarin ár og afkoma léleg. Samdráttur í efnahag og atvinnumálum á drýgstan þátt í þeirri þróun, því erfiðleikar atvinnu- fyrirtækja og heimila hafa valdið miklum útlánatöpum hjá lánastofn- unum. Ég vona að bankarnir beri gæfu til að snúa bökum saman til að glíma við þessi erfiðu viðfangs- efni fremur en að eyða tíma sínum og annarra í innbyrðis þrætur. Höfundur er bankastjóri íslandsbanka. Alþjóða veðurfræðistofnunin (WMO) vinnur að því að fjölga stöðum þar sem ítarlegar mælingar eru gerð- ar á andrúmsloftinu til að fylgjast með breytingum á því. I frétt í blaðinu í gær jremur fram að Baldur Elíasson telur ísland tilvalið fyrir slíkar mæl- ingar og er vonsvikinn yfir því að ráðamenn hafi ekki komið því í kring þrátt fyrir að hann hafi vakið athygli þeirra á málinu fyrir tveimur árum. Ossur Skarphéðinsson sagði að ef það þyrfti að tvöfalda fjölda mælinga- stöðvanna ættu íslendingar að gera það sem þeir gætu til að fá eina slíka stöð. Vegna legu landsins hlyti að vera mikils virði fyrir slíkt alþjóðlegt mælinet að hafa góða aðstöðu hér á landi. Veðurstofan heyrir undir um- hverfisráðuneytið og sagðist Össur ætla að beita sér fyrir því að fá mæl- ingastöð til íslands. Alhliða rannsóknarstöð Össur sagðist vera áhugamaður um að koma hér upp alþjóðlegri rannsókn- arstöð í umhverfismálum. Talaði hann um að stöðin gæti tengst mælingum á mengun loftsins en ynni ekki síður að ýmsum öðrum verkefnum á sviði umhverfismála. „Ég bendi sérstaklega á að íslendingar hafa einstæða þekk- ingu á baráttu gegn eyðingu gróðurs og uppblæstri en það er vaxandi vandamál í ýmsum löndum, til dæmis í Afríku. Þegar sérfræðingar frá ís- landi hafa farið á ráðstefnur á þessu sviði hafa menn komist að þvi að þekk- ing og reynsla af þessari baráttu á íslandi er nánast einstæð. Við erum þeirrar skoðunar að íslendingar hafí mjög margt fram að færa í þessum efnum,“ sagði Össur. Umhverfisráðherra sagðist ekki hafa jafn miklar áhyggjur af gróður- húsaáhrifunum og ýmsir aðrir. Baldur Elíasson og fleiri sérfræðingar hefðu gott af því að kynna sér rannsóknir. sem íslenskir vísindamenn hafa meðal annars gert í Grænlandsjökli. „Þær sýna sveiflur í veðurfari á skemmri tima en menn eru að óttast að verði vegna gróðurhúsaáhrifanna. Þessar rannsóknir sýna líka að veðurfarið í heiminum er á sérlega stöðugu skeiði. Þó ég hafí ekki þessar miklu áhyggjur af gróðurhúsaáhrifunum er nauðsyn- legt að kanna þau því ekkert það má gerast sem raskað getur því sérkenni- lega jafnvægi sem heimurinn virðist vera í um þessar mundir," sagði Öss- ur Skarphéðinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.