Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 21 Opinn dagnr á Hvanneyri BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri, Hagþjónusta landbúnaðarins og Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins standa að „Opnum degi“ þann 15. ágúst og kynna starfsemi sína og rannsóknir á staðnum. Auk ofantalinna stofnana stendur Félag búvélainnflytjenda að búvéla- sýningu, nokkur fjöldi gamalla bú- véla er til sýnis, húsdýr verða úti á sérstöku svæði, hestamannafélagið Faxi verður með reiðsýningu á skeiðr velli skólans, reiðskóli Guðrúnar Fjeldsted gefur krökkum færi á að skreppa á hestbak og Ullarselið kynnir starfsemi sína, en þar rakst fréttaritari nýlega á forvitnilega þró- unarvinnu í hönnun ullarbands. í 60 fermetra sýningartjaldi kynna Kf. Borgfirðinga, Mjólkusamlagið í Borgarnesi og Osta- og smjörsalan framleiðslu sína og Kvenfélagið 19. júní sér um veitingar. Guðmundur Hallgrímsson, ráðsmaður skólabús- ins, ætlar að vélrýja fé og starfsfólk Ullarselsins að taka ofan af nýrúinni og óþveginni ullinni. Tvær listakonur frá Hvanneyri, Elísabet Haraldsdótt- ir og Ólöf Bjarnadóttir, munu verða með sýningu í nýju skólahúsi Bænda- skólans og þar verða einnig matar- og kaffiveitingar. - DJ Morgunblaðið/DJ Hlaðið við gömlu byggingar Bændaskóians hefur verið endurskipulagt. ATVINNUAUGÍYSINGAR Lögregluvarðstjóri Staða varðstjóra í lögregluliði embættisins er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 97-81363. Sýslumaðurinn á Höfn, Páll Björnsson. ísafjarðarkaupstaður Leikskólastjóri S.O.S. Leikskólastjóra vantar strax á leikskólann Eyrarskjól, ísafirði. 100% starf. í boði er að flutningskostnaður verði greidd- ur, útvegað niðurgreitt húsnæði, leikskóla- pláss og góð laun. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 94-3722. Bæjarstjórinn á ísafirði. Hótel- og veitingaskóli íslands Stundakennarar Laus eru til umsóknar hlutastörf stundakenn- ara í ensku, frönsku, bókfærslu og stærð- fræði. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Upplýsingar gefur skólameistari í síma 681420. FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVÍK Laus störf kennara og bókara Vegna forfalla vantar kennara í viðskipta- greinum í heila stöðu og bókara í hálft starf. Upplýsingar í síma 96-41344. Skólameistari. Fóstrur Fóstra óskast til starfa við leikskólann Ásheima á Selfossi. Upplýsingar eru veittar hjá Félagsmálastofnun í síma 98-21408 og í Ásheimum eftir 15. ágúst í síma 98-21230. Leikskólastjóri Leikskólinn Kæribær, Fáskrúðsfirði, auglýsir eftir leikskólastjóra með fóstrumenntun. í skólanum er starfsmaður í fjarnámi við Fósturskóla íslands. Umsóknarfrestur er til 1. september ’93. Upplýsingar eru veittar í síma 97-51339, Elsa, og 97-51220, sveitarstjóri. AUGLYSINGAR Ibúð eða hús óskast Erum að koma til landsins eftir margra ára búsetu erlendis og óskum eftir að taka á leigu 4ra til 5 herb. íbúð eða hús í Reykjavík sem fyrst. Öruggar greiðslur, reglusemi og góð umgengni. Upplýsingar í síma 91-814824. Stærra húsnæði - makaskipti Félagasamtök í Reykjavík eru að leita að stærra húsnæði fyrir sívaxandi starfsemi sína. Við leitum að: ★ 700-900 fermetra húsnæði, má vera á tveimur hæðum, en þá með lyftu. ★ Góð bílastæði eru nauðsynleg. Við erum með skuldlaust 350 fermetra hús- næði og erum tilbúin að ræða ýmsa möguleika. Nánari upplýsingar gefur Elín í síma 619360 fyrir bádegi. Auglýsing frá landbúnaðarráðuneytinu Handhöfum greiðslumarks til framleiðslu mjólkur er bent á, að samkvæmt 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 313/1993 um greiðslu- mark mjólkur á lögbýlum og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 1993-1994 skal til- kynna Framleiðsluráði landbúnaðarins um aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur verð- lagsárið 1993-1994 eigi síðar en 31. ágúst nk. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofum búnaðarsambanda. Ennfremur er vakin athygli á að forkaupsrétt- arákvæði rg. 324/1992 eru enn í gildi. Landbúnaðarráðuneytið, 5. ágúst 1993. Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála í samræmi við reglugerð um Fræðslusjóð brunamála, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki til náms á sviði brunamála. Markmið Fræðslusjóðs brunamála er að veita slökkviliðsmönnum, eldvarnaeftirlits- mönnum og öðrum, sem starfa að brunamál- um, styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þró- unarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, styrki vegna námskeiða, auka- þóknun fyrir óvenju umfangsmikil verkefni, laun á námsleyfistíma og aðstoðar styrk- hæfa umsækjendur til endurmenntunar. Stjórn Brunamálastofnunar fer með stjórn Fræðslusjóðs brunamála. Umsóknir um styrki úr Fræðslusjóði bruna- mála skulu sendast stjórn Brunamálastofn- unar ríkisins, Laugavegi 59, Reykjavík, fyrir 30. ágúst 1993. Stjórn Brunamálastofnunar ríkisins. SlttÚ auglýsingar FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir sunnudaginn 8. ágúst: Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð - kr. 2.500. Hagstætt verö á dvöl til miðvikudags, föstudags eða sunnudags. f) Kl. 09.00 Laxðrgljúfur - Hrunakrókur i byggð skilur Stóra-Laxá á milli Gnúpverjahrepps og Skeiða annars vegar og Hrunanrianna- hrepps hins vegar en neðst er Biskupstungnahreppur báðum megin við ána, þar sem hún fell- ur í Hvítá við Iðu. Á um 10 km löngu svæði fellur áin í stórhrika- legu gljúfri, 100-200 m djúpu, og meðfram því verður gengið. Ekið frá Tungufelli (austan Hvít- ár) um Línuveginn að Laxá. 2) Kl. 13.00 Heiðmörk - Langa- vatn (B-9). Gengið um Miðdalsheiði að Langavatni og í Heiðmörk. Níundi áfangi í „Borgargöngu" Ferðafélagsins. Verð kr. 800. Ath.: Laugardaginn 14. ágúst verður gönguferð á Heklu. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, (komið við í Mörkinni 6). Ath.: Nokkur sæti laus i „Laugavegsferð" 11.-15. ágúst og Hvítárnes - Hveravellir 12.-15. ágústog 18.-22. ágúst. Ferðafélag íslands. Nýja postulakirkjan, íslandi, Ármúla 23, 108 Reykjavík Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Dieter Ceh prestur og Hákon Jóhannesson þjóna. Hópur frá Nýju postulakirkjunni í Bremen í heimsókn. Verið velkomin í hús Drottins! Hvftasunnukirkjan Ffladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 20.00. Miðvikudagur: Bibliulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 DagsferA sunnud. 8. ágúst kl. 8.00: 8. áfangi fjallasyrpu Útivistar. Hlöðufell 1188 m. Hlöðufell er rismest og hæst allra fjalla fyrir sunnan Langjökul og er geysimikið útsýni af því. Skemmtileg ganga í 5-7 tfma. Fararstjóri: Bjarni Jónsson. Verð kr. 1700/1900. Brottför í feröina frá BSÍ, bensín- sölu, miðar við rútu. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri i fylgd með fullorönum. Útivist. Vélritunarnámskeið Ný námskeið byrja 9. ágúst. Innritun i s. 36112 og 28040. Vélritunarskólinn, Ánanaustum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.