Morgunblaðið - 12.08.1993, Side 12

Morgunblaðið - 12.08.1993, Side 12
12 C dagskrq MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 Lögreglumenn í sjónvarpi - riddarar nútímans? Breskir sakamálaþætt- irerualltaf jafn vinsælir GEORGE BAKER ROY MARSDEN MARK McMANUS JOHN THAW Bretar virðast aldrei fá nógf af sakamálaþáttum, og íslend- ingar kunna vel að meta framleiðslu þeirra. Hver kannast ekki við lögreglumennina Morse, Dalgliesh, Taggart, og Wexford? Allir eru þeir breskir og hafa atvinnu af því að leysa hvert sakamálið á fætur öðru. Fyrirrennari þeirra allra, snillingurinn Sherlock Holmes, gerir það líka enn gott í sjónvarpi, nú seinast í túlkun Jeremy Brett. Breska blaðið Good Housekeeping fjallaði nýlega um áhuga Breta á sakamálaþáttum og spjallaði við leikarana sem fara með hlutverk hinna vinsælu lögreglumanna. Peter Cregeen, sem stjórnar framleiðslu myndaflokka hjá BBC, álítur að sakamálaþættir séu nán- ast tómstundagaman hjá mörgum Bretum. Hann segir að allir bestu sakamálamyndaflokkarnir séu byggðir á vinsælum bókum með velskrifaðri aðalpersónu. Þær per- sónur sem hafa notið mestra vin- sælda skera sig úr fjöldanum. Þær hafa oft áhugamál sem koma á óvart og eiga oft einnig við ein- hver vandamál að stríða. Sem dæmi má nefna að Morse elskar óperutónlist, drekkur of mikið og er einfari. Rómantískir einfarar Sálfræðingurinn David Lewis segir að einfaramótífið sé mjög mikilvægt fyrir vinsældir saka- málaþátta. „Einmanaleikinn gerir einkaspæjarana að rómantískum hetjum. Morse er piparsveinn, Dalgliesh ekkill og Spender frá- skilinn. Þeir leika eins konar Hróa hött-persónu og daðra eingöngu einstaka sinnum við kvenfólk. Morse og Dalgliesh eru gáfu- menn sem elska óperur og ljóð. Kannanir sýna að konur eru hrifn- ar af karlpersónum sem hafa kvenlega eiginleika. Þær heillast af lögreglumanninum sem er sterkur og valdamikill en er einnig viðkvæmur og blíður, Þeir eru meira aðlaðandi enn einkaspæjar- ar sem eru harðir í gegn. Bresku lögregluforingjarnir eru síðustu rómantísku riddararnir." Sumir fá aldrei nóg Shaun Usher hefur verið sjón- varpsgagnrýnandi hjá Daily Mail í 30 ár og skrifar einnig sakamála- sögur. Hann telur að áhorfendur komi aldrei til með að fá leið á sakamálaþáttum. „Stór hluti áhorfenda er eins og ég. Ég vil ekki þurfa að hugsa mikið og djúpt þegar ég horfi á sjónvarp. Ég vil sögu með byijun, miðju og enda. Þegar maður horfír á sakamála- þátt þá veit maður að málið verð- ur leyst en hvernig það er gert getur alltaf komið á óvart. Mögu- leikarnir í persónusköpun og sögu- þræði eru ótæmandi. Almenningur hefur gífurlegan áhuga á sakamál- um. Það sést best á því að saka- málasögur eru vinsælasta efni bókasafnana. Sakamálaþættir hafa breyst töluvert mikið síðustu tuttugu ár- in. Lögreglumönnum getur skjátl- ast núna og þeir geta líka verið slæmir og ofbeldisfullir. Sjón- varpsþættirnir halda sig samt allt- af innan ákveðinna marka þegar kemur að ofbeldi. Þeir ganga aldr- ei eins langt og kvikmyndir gera. Ofbeldi í sakamálaþætti er alltaf sýnt sem neikvæður hluti af at- burðarásinni.“ Morse Good housekeeping spurði nokkra leikara hvernig þeir skildu lögreglumennina sem þeir leika og hvernig þeir útskýra vinsældir sakamálaþátta. John Thaw sem leikur Inspector Morse sagði að hann teldi Morse mjög dapran mann. „Þegar hann fer heim á kvöldin hefur hann örugglega miklar áhyggjur af framtíðinni. Vinnan er allt sem hann lifir fyr- ir. Hann virkar mjög auðsæranleg- ur og þess vegna eru kvenáhorf- endur mjög hrifnir af honum.“ Að sögn Thaw eru sakamálaþættir ekki vinsælir vegna þess að áhorf- endur séu eitthvað sérstaklega hrifnir af lögreglunni heldur sé einfaldlega auðveldara að fram- leiða spennuþátt með lögreglufor- ingja en garðyrkjumanni. Dalgliesh Roy Marsden sem fer með hlut- verk Inspector Dalgliesh segist ekki vita nákvæmlega hvers vegna fólk kýs að horfa á sakamála- þætti. „Mér finnst Dalgliesh vera einhvers konar leikstjórnandi. Hann hefur leikinn, gefur vísbend- ingar og leiðbeinir áhorfendum í gegnum söguna. Ef þetta er vel gert þá ættu áhorfendur að leysa glæpinn á sama tíma eða rétt á undan lögreglumanninum. En þetta er jafnframt aðalvandamálið við að leika svona persónu. Maður lærir að spyija hver, hvað, hvernig og hvers vegna á athygliverðan hátt og þarf lítið annað að gera. Áhorfendur eru einnig hrifnir af sakamálaþáttum af því að undirniðri búa hugmyndir manna um réttlæti og siðferði. í saka- málasögum P.D. James og Ruth Rendell sigrar réttlætið að lokum. Sögupersónur eru athygliverðar og lögreglumaðurinn hefur sterka siðferðiskennd. Hann er jafnframt einfari og einstæðingur eins og Dalgliesh og Morse. í mínum augum er Sherlock Holmes ætíð meistarinn. Ég er mjög stoltur af því að hafa leikið í þáttunum hans Jeremy Bretts. Nú þarf ég bara að fá hlutverk sem gestaleikari hjá Inspector Morse og lífið væri fullkomið. Ég fæ stundum leið á Dalgliesh en ég hef lært að maður á aldrei að segja aldrei.“ Taggart Mark McManus hefur farið með hlutverk Taggarts síðan árið 1983. Þar á undan hafði hann leikið rannsóknarlögreglumanninn Lambie í myndaflokknum „Stran- gers“. Áður en hann tók að sér hlutverk Lambie hafði McManus alltaf forðast að leika lögreglu- menn og glæpamenn. Honum fannst sakamálaþættir of einfaldir þar sem þeir skiptu fólki í tvo hópa, þá góðu og hina slæmu. „Lífíð er ekki svo einfalt. Það er miklu flóknara, fyndnara og sorg- legra.“ Þegar McManus bauðst hlutverk hins þungbúna og þijóska Taggarts sló hann til og til þess að gefa sem raunhæfasta mynd af starfi lögreglunnar kynnti hann sér vel störf lögreglumanna í Glasgow. Wexford George Baker leikur Inspector Wexford í þáttunum sem byggja á sögum Ruth Rendell. „Ég held að sakamálaþættir hafa einfald- lega tekið við af hinum vinsælu sakamálasögum. Bestu þættirnir eru byggðir á bókum þar sem höfundur hefur skapað persónu af mikilli leikni. Wexford á t.d. sína fjölskyldu, eiginkonu og tvær dætur. Hann er mjög stoltur af annarri dótturinni og hina elskar hann mikið en á erfitt með að skilja hana.“ Að sögn Baker horf- ir hann ekki mikið á sakamála- þætti. „Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af sakamálaþáttum. Ég vil miklu frekar horfa á gamanþætti." BÍÓIIM í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Flugásar 2 ★ % Lítið frumleg endurgerð fyrri myndar. Drekinn ★ ★!4 Mjög þekkileg ævisöguleg mynd um Bruce Lee með síagsmálasenum fyrir dygga aðdáendur og dularfullri 'ættar- fylgju sem virðist enn vera að verki. Einkaspæjarinn ★14 Joe Pesci leikur fréttaljósmyndara sem lendir í glæpamálum í film noir stíl en útlitið er plastkennt og innihaldið líka. Skjaldbökurnar 3 ★ Þriðja myndin gerir ekkert fyrir myndaflokkinn þótt umhverfið sé framandi; Japan á lénstímanum. Takt- arnir þreytandi sem fyrr. BÍÓHÖLLIN Flugásar 2 (Sjá Bíóborgina) Launráð ★★14 Ágæt afþreying fyrir þá sem ekki sáu frummyndina en Badham og félagar geta með engu móti hresst uppá ágæta sögu af morðkvendi sem fær annað tækifæri. Gengið ★ ★ 14 Epísk og svipmikil mynd sem spannar 12 ár í lífi ólíkra frænda í hverfi Bandaríkjamanna af mexíkóskum ættum í Los Angeles. Persónur og atburðir þó heldur uppbólgnir og til- gerðalegir á köflum. Skjaldbökurnar 3 (Sjá Bíóborgina) Getinn í Ameríku ★ ★ Aðalleikararnir þrír standa sig best í annars misjafnri gamanmynd um sam- skipti i kynþáttanna í henni Ameríku, IMóg komið ★★14 Andsnúið umhverfi sprengir öryggi bandarísks meðaljóns sem lætur reiði sína bitna á kvölurum í LA. Skýtur yfir markið sem þjóðfélagsádeila en á sínar stundir sem hasarmynd. HÁSKÓLABÍÓ Samherjar ★ Aumt er það. Chuck Norris nálgast það að vera einni ljósi punkturinn í eftiröpun af Karatestráknum. Útlagasveitin ★14 Það eina nýstárlega við þennan ofbeld- isfulla rútinuvestra um útlaga og eftir- reiðarmenn er að flestir eru kúrekarn- ir dökkir á bjórinn. Á stöku stað giitt- ir í alvarlegri og betri mynd. Ein og hálf lögga 14 Lapþunn og illa leikin leiðindi um sam- starf mannborulegs drenghnokka og grautfúls lögregluþjóns. Við árbakkann ★★★★ Minningarnar frá árbakkanum eru seiðandi óður til mannsins og náttúr- unnar. Tvímælalaust ein af bestu myndum ársins. Skriðan ★ Illa gerð spennumynd, byggð á sögu Desmonds Bagleys. Módelsmíðin í lok- in harla gamaldags eins og reyndar myndin öll. Lifandi ★★★ Afar vel sviðsett mynd um ótrúlegar mannraunir sem gerðust hátt uppi í Andesfjöllum fyrir tveimur áratugum. Mýs og menn ★★★ Ljúfsár og vönduð kvikmyndagerð uppúr frægri sögu Johns Steinbecks um vináttu og náungakærleik. John Malkovich er frábær sem Lenny. LAUGARÁSBÍÓ Helgarfrí með Bernie II ★14 Framhaldið um Bernie er ofkeyrður farsi í ærslastíl þtjúbíómynda með ein- staka góðum bröndurum og öðrum slæmum. Hefndarhugur 14 Afleitur framtíðartryllir. Fjórða flokks framleiðsla. Feilspor ★★★ Góð sakamálamynd um glæpahyski sem stefnir á smábæ þar sem hug- rakkur lögreglustjóri bíður þeirra. Fínn leikur og spennandi saga undir leikstjóm Carls Franklins. REGNBOGINN Amos og Andrew ★★ Sæmilegur farsi um kynþáttafordóma og klúðursleg vinnubrögð útnára- löggu. Ekki minnisstæð að neinu leyti en á sína spretti. Super Mario Bros. ★14 Undarlegur samsetningur byggður á tölvuleikjunum. Brellurnar margar hveijar góðar en innihaldið fullkomin endaleysa. Þríhyrningurinn ★14 Ástarsaga um skondið ungt fólk sem snertir mann ekki mikið. Tveir ýktir 1 ★ ★ 14 Útúrsnúningur á „Lethal Weapon" og fieiri myndum. Tekst stundum vel upp og stundum ekki. Leikararnir hafa gaman af að taka þátt í gríninu. Loftskeytamaðurinn ★★★ Vel leikin mynd um stórbrotinn ná- unga sem setur heldur betur svip sinn á mannlífið í norsRum smábæ. Byggð á sögu eftir Knut Hamsun. SAGABÍÓ Allt í kássu ★ ★ Bresk gamanmynd sem verður aldrei eins fyndin og skemmtileg og efni standa til. Gott leikaralið heldur henni mestanpart á floti. Hvarfið ★★★ Snjöll spennandi sakamálasaga með ágætum leikurum. Endurgerð sam- nefndrar hollenskrar myndar. STJÖRNUBÍÓ Síðasta hasarmyndahetjan ★ ★ 14 Heljarmikil brellusýning, byssugleði og banafyndni. En of langdregin og innantóm. Schwarzenegger á að halda sig við harðhausamyndirnar. Á ystu nöf ★ ★ ★ Spennandi og oft frábærlega vel snið- inn tryllir með Stallone. Margar æðis- legar Qallasenur færa þig fram á ystu nöf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.