Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST1993 BLAD BHAGKVÆM^ KVÓTAVIÐSKiPTI C52EEZ3 markaðurinn | Sími 614321 • Bréfsími 614323 Aflobrögð Kvótinn 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna 5-8 Aflakvóti allra skipa og báta fyrir næsta fisk- veiðiár Markaðsm/il 10 Síðasta ár var sjávarútvegi á IMýja Sjálandi gjöfult UNNIÐ í RÆKJUNNI Morgunblaðið/Jón Páll ÞÆR stöllur Þórhildur Tómasdóttír og Erna Þorsteinsdóttír vinna i rækjuvinnslu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Hér eru þær með sýnishorn af afurðinni, skelflettri rækju á Bretlandsmarkað. Erna á ekki langt að sækja tengsiin við sjávarútveginn, því hún er dóttír Þorsteins Krist- jánssonar, skipstjóra á Hólmabcrginni, en Hólmaborgin er í eigu Hrað- frystihússins. En það er ekki nóg, því afi hennar í móðurætt er Aðal- steinn Jónsson, eigandi fyrirtækisins. Slæm staða þorsksins rakin til ofveiði og veðurfarsbreytinga 260 manns á ráðstefnu um stöðu þorskstofnanna ALLIR helstu þorskstofnar í Norður-Atlant-shafi eru að öllum líkindum ofveiddir. Slæmt ástand þorskstofna nú má rekja til þessarar ofveiði og veðurfarsbreytinga. Þetta koin fram á fyrstu dögum alþjóðlegr- ar ráðstefnu, um þorskinn og áhrif veðurfars á vöxt hans og viðgang, sem nú er haldin í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin á vegum Alþjóða hafrann- sóknastofnunarinnar en undir stjórn Hafrannsóknastofnunar. Um 2G0 manns hafa skráð sig á ráðstefnunni, þar af 150 útlendingar. Ber mest á fiskifræðingum, veðurfræðingum og Jíffræðingum á meðal ráðstefnugesta og eru margir þeirra sérfræðingar um þorskveiðar í Norður Atlantshafi. Helstu þorskstofnar í Norður-At- lantshafi hafa verið við ísland, í Maine- flóa, á Georgesbanka úti fyrir Maine- flóa, í St. Lawrenceflóa, við Labrador og Nýfundnaland, við Grænland, við Færeyjar, við Skotland, í Barentshafi og í Hvítahafi. Þorskstofninn við Labrador og Nýfundnaland hrundi nán- ast alveg fyrir tveimur árum en hinir eru misjafnlega á sig komnir. Á fyrstu tveimur dögum ráðstefn- unnar var fjallað um þróun þessara þorskstofna og sveiflur í þeim og voru flestir þeirra sem tóku til máls sam- mála um að ofveiði væri stunduð á öllum þeirra. Ræðumenn voru sammála um að veðurfar hefði mikil áhrif á vöxt og viðgang þorskstofnsins og það hefði ekki verið fyrr en á þessari öld sem veiðar manna hefðu farið að hafa áhrif á stofnstærðina. Nú snerist því málið um að meta áhrif veðurfars ann- ars vegar og veiða hins vegar til þess að frekar væri hægt að spá um vöxt og viðgang þorskstofnsins og haga veiðum í samræmi við það. Á ráðstefn- unni verður einnig reynt að meta áhrif annarra dýrategunda á stofnstærðina svo sem annarra fiska ásamt sjávar- spendýrum og fuglum. Á ráðstefnunni kom meðal annars fram að þorskstofninn hefði stækkað mjög og veiðar úr honum aukist í kjöl- far hlýindaskeiðs sem hófst um árið 1920. Nokkrar veðurfarsbreytingar urðu hins vegar eftir 1970 og leiddu þær meðal annars til lækkandi lofthita og sjávarhita. Þrátt fyrir minnkandi stofna var ekkert dregið úr veiðum á mörgum þeirra lengi vel og hefur það leitt af sér minni og lélegri stofna og jafnvel hrun í einstaka tilviki. Fréttir Gaffalbitar til Rússlands ■ FYRIRTÆKIÐ E. Ólafs- son, sem sérhæfir sig í sölu á lagmeti, gerði fyrir skömmu samning um beina sölu á gaffalbitum við rússneskt fyrirtæki og fer sendingin væntanlega utan um mánaðamótin. Gaffal- bitar voru síðast framleidd- ir hér fyrir þremur árum, en slík framleiðsla var lengi afar mikil og fór hún öll til Sovétríkjanna. Um er að ræða 16 tonn að þessu sinni og hefur verið greitt fyrir- fram fyrir góðgætið. Gaff- albitarnir eru framleiddir þjá Strýtu hf. á Akur- eyri./2 ---------- Loðnulýsið til Noreg-s ■ NORÐMENN hafaá undanförnum árum verið stærstu kaupendurnir að loðnulýsi héðan og jafnan greitt hátt verð fyrir þessa afurð. Þeir hafa árlega keypt allt að 56% fram- leiðslunnar. Þá hafa þeir aukið kaup sín á loðnumjöli úr 602 tonnum 1988 í 6.827 tonn í fyrra. Mest að magni til, af lýsi, keyptu Norð- menn héðan árið 1988, alls rúmlega 44.000 tonn./12 Markaðir Fækkar í fiskvinnslu ■ STARFSFÓLKI í fisk- vinnslu fækkaði milli áranna 1989 og 1990 um 552 alls. Alls hefur starfsfólki i fisk- vinnslu fækkað um 2.400 á þremur árum, en 1990 störf- uðu alls 7.941 við vinnsluna. Hins vegar hefur sjómönn- um fjölgað og voru þeir tald- ir 6.765 árið 1990, sem er 341 fleiri en árið 1989. Skýr- ingin á þessari þróun felst meðal annars í minnkandi afla og fjölgun frystitogara, sem eru mannaflafrekari en ísfisktogararnir. Þá hefur hlutfall sjávarútvegsins af vinnuaflsnotkun lands- manna dregizt saman og var 1990 11.7% af heildinni. - Heimild Útvegur 1992./6 SUNWELL Soft-Ice System Framleiðir ferskvatnsís úr söltum sjó... Þú dælir ísnum þangað sem þú vilt.... VÉLAR & SKIP hf. 1 FISKISLÓÐ 137A, BOX397 * SlMAR 627095 - 620095 101 REYKAJVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.