Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 B 3 37 IUIILUÓNIR í AFLAVERÐMÆTI Morgunblaðið/Alfons SKIPVERJARNIR á Lómi HF 177 eru hér að taka rækjutrollið um borð, enda hefur aflazt ágætlega á rækju að undanförnu. Guð- mundur Svavarsson útgerðarmaður á Lómi sagði í samtali við Verið, að fiskiríið hefði verið gott í vetur og væri Lómurinn kominn með um 400 tonn af þorski frá því í febrúarlok. Guðmundur sagði að þeir hefðu nú lítinn þorskkvóta, sem væri gott í þessum sam- drætti, sem nú væri á þorskveiðum. Báturinn er aðeins með 57 tonna þorskkvóta, en rækjukvótinn væri hins vegar 570 tonn, sem að öllum líkindum fer upp í 600 tonn á næsta kvótaári. Aflaverðmætið er nú orðið 37 milljónir króna, en Guðmundur keypti bátinn í febrúar. Stærsta rækjan verður fryst fyrir Japansmarkað, þar sem fengist hefur gott verð, 300 kr fyrir hvert kíló. Minni rækjan er ísuð um borð. Guðmundur Svavarsson kvaðst ekki myndu óttast að hann næði að veiða upp í rækjukvótann, þar sem hann hafi skipt talsverðu magni af rækju fyrir þorsk í vetur. Eru nú aðeins 70 tonn eftir að rækjukvótanum. Alfons Tímaritið Ægir í breyttri mynd TÍMARITIÐ Ægir kemur nú út í breyttri mynd, en Fiskifélag íslands hefur gert samning um útgáfu Ægis við útgáfufyrirtæki Þórarins Friðjónssonar, Skerplu. Skerpla tekur að sér að gefa Ægi út fyrir félagið og í samráði við það. I því felst meðal annars efnisöflun, auglýsingaöflun, hönnun og daglegur rekstur. Fiskifélagið mun sjá blaðinu fyr- ir talnaefni sem og öðru efni tengdu félaginu, enda verður tímaritið áfram blað Fiskifélags- ins og verður fiskimálastjóri rit- sljóri og ábyrgðarmaður þess. Auk hans eiga sæti í útgáfuráði þeir Agúst Elíasson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fisk- vinnslustöðva, Hólmgeir Jóns- son, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands Islands og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda. Skerpla hefur fengið Vilhelm G. Kristinsson, fréttamann, til liðs við sig og mun hann annast viðtöl og fréttaskrif fyrir blaðið. í ritstjómargrein í Ægi segir Bjarni Grímsson, fiskimálastjóri meðal annars svo: „Undirritaður býður þessa nýju aðila velkomna að blaðinu og væntir mikils og góðs samstarfs við þá. Jafnframt em störf fráfarandi ritstjóra þökkuð, þeirra Ara Arasonar og Friðriks Friðrikssonar. Með þessum breyt- ingum er stefnt að hallalausum rekstri Ægis, en viðvarandi halli hefur verið á blaðinu undanfarin ár, og er þetta ein af mörgum breyt- ingum sem gerðar verða á rekstri Fiskifélagsins á næstu misserum til þess að aðlaga rekstur þess breytt- um aðstæðum. Það er von undirrit- aðs að lesendur Ægis taki þessum breytingum vel, bæði á útgáfu svo og efnistökum. Jafnframt eru les- endur hvattir til að skrifa blaðinu, hvort heldur er efnisgreinar eða styttri sendibréf, því nægjanlegt efni er til umræðu þessa dagana um fiskveiðistjórnun og sjávarútveg almennt." Talnaefni hefur ætið skipað mik- ið rúm í Ægi og eldri árgangar blaðsins em helztu heimildir þjóðar- innar um sjávarútveg fyrri ára. Nú verður töluverð breyting þar á, því talnaefninu verður safnað saman í sérstakt fylgirit með Ægi, en það er gert til að auðvelda mönnum aðgang að bæði efni og tölum og aukið og bætt hvorutveggja. Þá er unnið að því að flýta vinnslu á bráðabirgðatölum um fískafla ein- stakra skipa, sem verið hafa í blað- inu nokkurra mánaða gamlar og innan fárra mánaða er reiknað með að í Ægi birtist nýjar tölur um afla allra skipa. Hltt og þótta Kyndaufir Kínverjar ■ KÍNVERSKIR kaupsýslu- menn hafa óskað eftir að kaupa 50.000 seli í Kanada og nýlega kom þangað sendi- nefnd á þeirra vegum til að huga að kaupunum. Sá hængur er þó á, að þeir vilja eingöngu brimla og af þeim sækjast þeir aðeins eftir einu, skaufanum. Selveiði- menn eiga hins vegar erfitt með að greina á milli urtu og brimils fyrr en dýrið er dautt. Kínveijar segja ekkert um hvað gera eigi við slött- ungana en iikiega verða þeir notaðir í einhvers konar kyn- orkulyf. ----------- Frakkamir og gæsalifrin ■ FRAKKAR vilja banna hvalveiðar alveg og allir vita hve stóran þátt leikkonan Brigitte Bardot átti í hruni selveiðanna. Sumum, til dæmis enska leikaranum Sir John Gielgud, finnst hins vegar sem nokkuð skorti á umhyggjuna þegar kemur að uppáhaldsrétti Frakka, gæsalifrinni, eða öllu heldur misþyrmingunni á gæsunum. Verið er að gera mynd þar sem Sir John segir frá „fram- Ieiðslu“ gæsalifrarinnar eða „paté de foie gras“ og sagt er, að lýsingin sé allt annað en fögur. Þar kemur fram, að ofan í gæsirnar eru neydd allt að 2,7 kíló á dag af sölt- uðum og feitum mais eða þar til lifrin springur í raun og veru. Verður myndin sýnd á tjaldi úti fyrir ákveðnum veitingastöðum og verslun- um í Frakklandi. Að sögpi var reynt að fá Iiðsinni Brigitte Bardot í þessari herferð en á þvi hafði hún engan áhuga. ---------♦_♦_,- Hrun í tekjum ■ TEKJUR í dönskum sjáv- arútvegi minnka stöðugt. Á fyrri helmingi ársins 1993 hafa tekjurnar minnkað um 6,5 miltjarða króna eða um 33% í samanburði við sama tíma í fyrra. Borgundar- hólmur hefur orðið verst úti í þessum samdrætti sam- kvæmt upplýsingum danska sjávarútvegsráðuneytisins. Þar er samdrátturinn í telq- um hvorki meiri né minni en 70% miðað við sama tíma í fyrra. Ástæður eru fyrst og fremst verðfall og léleg veiði síðastliðið vor. Röng nöfn ■ ÞAU mistök urðu í síðasta Veri, að rangt var farið með nöfn í tveimur fréttum. Beð- izt er velvirðingar á þeim mistökum um leið og þau eru leiðrétt. í frétt um ráðstefnu um samvinnu íslands og Bandarikjanna var rangt far- ið með fyrsta stafinn í síðara V '* TRAUSTAR VÖRUR OG ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKAN FISKIÐNAÐ OG SJÁVARÚTVEG DANFOSS HÁÞRÝSTIVÖKVAKERFI Drifbúnaðurfyiir spil o.fl. • Radial stimpildælur • Vökvamótorar. ESAB ALLT TIL RAFSUÐU Vélar - Vír • Fylgihlutir. MONO OG FLYGT DÆLUR Fiskidælur • Slógdælur. INTERROLL/ JOKI FÆRIBANDAMOTORAR. ESAB MONO FLTCT> IHTIRROLL mmm' wwv JOjll / þjónustudeild okkar veita sölumenn fúslega faglegar upplýsingar - hafiö samband = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 nafm Magnusar G. Fnðgeirs sonar, forstjóra Iceland Sea- food. Rétti stafurinn er G ekki J eins og kom fram í fundarboði. í myndatexta undir fyrir- sögninni formannssynir var rangt farið með nafn móður drengjanna, sem voru að dorga í vesturhöfninni. Hún var sögð heita Marta, en heit- ir hins vegar Þóra og er Kristjánsdóttir. .uniáæríhyl i nia Isndjfinlíl ijlóa go ib mubnsjlravxláfl mullö lubirsJa lanxa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.