Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST1993 Þorskurinn nú í 5. sæti VINSÆLDIR þorsksins í Bandaríkj- unum fara nú dvínandi og á síðasta ári féll hann niður í 5. sæti á vin- sældalistanum yfir helztu fiskteg- undir þar vestra. Þorskurinn hefur hin síðari ár verið nokkuð öruggur með þriðja sæti, en nú eru bæði al- askaufsi og lax komnir upp fyrir þann gula. Sjávarútvegsstofnun Bandaríkjanna gefur árlega út yfirlit yfír neyzlu helztu fisktegunda þar vestra og jafnframt um heildarneyzlu sjávarafurða. Neyzl- an í fyrra dróst saman og hefur ekki verið minni í að minnsta kosti 6 ár samfleytt. í fyrra borðaði hver Banda- ríkjamaður 6,8 kíló af sjávarafurðum, sem líklega svarar til á milli 20 og 30 máltíða eftir stærð skammta. Neyzlan var 7,4 kíló 1987 og hefur farið minnk- andi síðan. I Seafood Trend Newsletter, sem gefið er út í Bandaríkjunum, segir að vinsældir þorsksins séu í rénun um þessar mundir, en að meðaltali neytir hver Bandaríkjamaður um 500 gramma af þorski á ári. Skýringin felst meðal annars í þorskskorti, sem á sín- um tíma leiddi til of hás verðs. Þetta þurfi þó ekki að vera langvarandi þró- un. Verð hafi lækkað, þrátt fyrir tak- markað framboð. Aukist framboðið á næstu árum verði að teljast líklegt að vinsældir þess gula aukist á ný. Túnfískurinn hefur haldið fyrsta sætinu með 1.600 gramma meðal- neyzlu síðustu ár, en neyzlan hefur þó örlítið dregizt saman. Rækjan er örugg í öðru sæti með 1.100 grömm á mann og hefur neyzlan aðeins aukizt milli Ara. Síðan koma alaskaufsi, lax, þorsk- ur, vatnasteinbítur, smyrslingur, flat- fískur, krabbar og hörpuskel. HROGNIN SKILIN Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Norðmenn lííiupa mest af loðnulýsi af íslendingum Mikiðdæmt frá af ufsa ÓVENJUMIKIÐ hefur verið um það í sumar, að ufsi hafi ekki selzt á frönsku fiskmörkuðun- um. Eftirspurn hefur verið lítil og verð á mörgum tilfellum ekki náð lágmarksverðinu á uppboð- um á mörkuðunum, en fari svo skal setja fiskinn S bræðslu á föstu verði, sem er afar lágt. Eurofish Report greinir frá því nú í ágúst að fyrri helming ársins hafí 274 lor.n af ufsa farið í bræðslu í Brittany, en aðeins 4 tonn á sama tíma í fyrra. Þannig náðu 5,5% af fiskinum, sem fór í gegn um markaðinn ekki lág- marksverðinu og eru þá ekki tekin með 77 tonn, sem dæmd voru óhæf til manneldis. í júní og júlí fóru 264 tonn í bræðsíu í Coneameau og 104 í Douarnenez. Að auki vor- um töluverð gæðavandamál í helztu löndunarhöfnunum og hefur fyrir vikið verið dregið úr veiðum. NORÐMENN hafa á undan- Hafakeyptumhelming aT“„oíu?íS útflutts lysis á ári héðan og jafnan greitt hátt J verð fyrir þessa afurð. Þeir hafa árlega keypt allt að 56% framleiðslunnar. Þá hafa þeir aukið kaup sín á loðnumjöli úr 602 tonnum 1988 í 6.827 tonn samkvæmt upplýsing- um frá Fiskifélagi íslands. Framleiðsla loðnulýsis hefur verið afar mismikil í samræmi við sveiflur í loðnuafla. Arið 1988 nam útflutning- ur lýsis alls 99.342 tonn um að verð- mæti 1,2 milljarðar króna. Meðalverð á hvert útflutt tonn var þá 11.206 krónur. Þetta ár keyptu Norðmenn alls 44.180 tonn af lýsi héðan eða um 44,5% fyrir alls 551 milljón króna og var meðalverðið þá 12.463 kónur á tonnið. Útflutningur dróst svo saman næstu árin vegna minni loðnuveiða, en Norðmenn keyptu 44 til 56% út- flutts lýsis árin 1989 til 1991 og borg- uðu árlega frá_ 211 milljónum upp í 431 fyrir það. Árið 1992 nam heildar- útflutningur á loðnulýsi héðan 59.779 tonnum að verðmæti um 1,1 milljarð- ur króna, en verð á lýsi miðast við heimsmarkaðsverð, sem tekur mið af framleiðslu á búklýsi úr fiski og jurta- olíu. Þetta ár keyptu Norðmenn 23.529 tonn héðan eða 39,4% útflutts lýsis fyrir 425 milljónir króna. Meðal- verð á tonn var þá 17.657 krónur. Sambærilegar sveiflur hafa verið á framleiðslu og útflutningi á loðnu- mjöli milli ára. Umrætt tímabil varð útlfutningur mestur 1988, 155.891 tonn að verðmæti um 3,2 milljarðar króna. Þá var meðalverð á tonn um 20.766 krónur. Þetta árið keyptu Norðmenn 602 tonn héðan fyrir 18 milljónir króna og var meðalverð á tonn í þeim viðskiptum 29.566 krón- ur. Síðan hafa mjölkaup Norðmanna smáaukizt og námu alls 250.144 tonn- um í fyrra. Þá var heildarútflutningur alls 139.910 tonn að verðmæti 4,2 milljarðar króna. Hlutur Norðmanna að magni til var 4,9% og greiddu þeir rúmlega 250 milljónir króna fyrir það eða 36.640 krónur á tonn. Skýringin á háu verði á mjölinu, sem Norðmenn kaupa héðan, er sú að þeir sækjast eftir hágæðamjöli til fiskeldis. FOLK Margir fara til Svíþjóðar ■ NORRÆNA fiskimála- ráðstefnan er haldin í Karl- stad í Svíþjóð þessa vikuna. Ráðstefnuna sækja sjáv- arútvegsráð- herrar Norð- urlandanna og embættis- menn ráðu- neytanna auk ýmissa ann- arra hags- munaaðila í sjávarútvegi og fulltrúa ýmissa stofnana. Héðan frá íslandi fara að þessu sinni fyrir hönd sjávar- útvegsráðuneytisins Þor- steinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, Arni Kol- beinsson, ráðuneytisstjóri, Arndís Steinþórsdóttir, deildarstjóri, Snorri Rúnar Pálmason, sjávarútvegs- fræðingur og Lilja Björk Tryggvadóttir, ritari ráð- herra. Auk þeirra voru skráð- ir til þátttöku þeir Svavar Armannsson, aðstoðarfor- stjóri Fiskveiðasjóðs, Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, Sturlaugur Daðason frá SH, Vilhjálmur Egilsson frá sjávarútvegsnefnd Alþingis, Ágúst Elíasson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fisk- vinnslustöðva, Bjarni Gríms- son, fiskimálastjóri, Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri LÍÚ, Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands og Guðni Þorsteinsson, fiski- fræðingur frá Hafrannsókna- stofnun. Krislján til til Brussel ■ KRISTJÁN Skarphéðins- son hefur tekið við starfí fiski- málafulltrúa við sendiráð ís- lands í Bruss- el í Belgíu og mun hann gegna starf- inu til þriggja ára. Kristján tekur við af Tómasi Óla . . Jónssyni, sem hefur fanð tu starfa hjá íslenzkri fiskmiðlun í Hamborg. Tómas Óli gegndi þessu starfí frá því staðan var tekin upp á sínum tíma, en við- skipti okkar við EB á sviði sjáv- arútvegs hafa farið ört vaxandi hin síðari ár. Verði samkomu- lagið um Evrópska efnahags- svæði að veruleika opnast síð- an ýmsir möguleikar á auknum samskiptum, sérstaklegá fyrir útflutning á sjávarafurðum og því er staða þessi afar mikil- væg. Kristján hefur starfað sem deildarstjóri í sjávarút- vegsráðueytinu frá árinu 1987. Hann segir að sér lítist vel á nýja starfið, þó því fylgi mikil röskun að taka sig upp og flytja utan með alla fjöl- skylduna. „Hér er margt að gerast í sjávarútvegsmálunum vegna nærverunnar við höfuð- stöðvar Evrópubandalagsins og ég hlakka til að takast á við þau verkefni, sem starfinu fylgja,“ segirKristján. Bretar þurrka svæðið FÆREYSKIR fiskibátar frá norðureyjunum hafa í allmarga daga verið útilokaðir frá veiðum á svæði norður af Færeyj- um,. sem er friðað fyrir veiðum færeyskra togara. Á sama tíma horfa færeyingarnir upp á að brezk skip eru að þurrka svæðið af þorski og kola. Færeyska landsstjórnin friðaði svæðið fyrir veiðum nýlega til þess að vernda fískistofna, sem þar eru. Veiðar Bretanna eru hins vegar löglegar, þar sem þeir geta veitt á svæðinu sam- kvæmt samningum fyrir árið 1993 um kvótaveiðar skipa Evrópu- bandalagsins. Mikil reiði ríkir meðan færeyskra sjómanna vegna þessa, að horfa á brezk skip þurrausa, svæðið, sem er hefðbundið veði- svæði Færeyinga og því hafa sjómennirnir sent mótmæli til Maritu Petersen lögmanns. Hún svarar því til, að hún geri sér grein fyrir vanda fiskibátanna færeysku og að sárt sé að horfa upp á erlend fiskiskip veiða á svæðinu, þar sem ástand físki- stofnanna er sem raun ber vitni. Marita Petersen segir að hún geti ekki friðað svæðið fyrir veiðum skipa frá Evrópubandalaginu, þar sem til þess þyrfti að breyta samningnum við Evrópubandalagið um fiskveiðar. Hún bendir jafnframt á að færeyskir sjómenn hafi ávallt mót- mælt, þegar einhverjar breytingar hafi verið gerðar á hafsvæð- um Evrópubandalagsins á miðju gildistímabili samninga. Hörpuskel með appelsínuediksósu SOÐNINGIN í SÍÐASTA þætti kynnti Rögnvaldur Guðbrandsson les- endum Versins hvernig hann marineraði hörpuskel, sem eðlilega er mjög vinsaæll réttur í Stykkishólmi, en Rögnvaldur er matreiðslumaður Hótels Stykkishólms. Hörpuskel er gómsæt skeltegund, sem veidd hefur verið og unnin í Stykkishólmi til margra ára og hafa þeir þar rutt braut í notkun þessarar afurðar. Hörpuskel eða hörpudiskur er algeng hér við land og lifir á 200 til 300 metra dýpi. Hún hefur þó ekki fundizt lifandi við Suðurland, nema á tveimur stöðum, við Vestmannaeyjar og við Vestra- Horn. Um er að ræða forrétt fyrir fjóra: Um það bil 400 gr hörpuskel 1/2 rauðlaukur, fint saxaður 1/2 paprika, rauð og fínt söxuð salt, pipar og timjan eftir smekk SÓSA: 1 msk. sætt sinnep 200 ml matarolía 50 ml. appelsinusafi 50 ml. hvitlauksedik örlítið estragon Og aðferðin er sú, að olíunni er hrært varlega út i sinnepið með þeytara, svo að sósan skilji ekki. Þá er restinni bætt rólega út í. Ilörpuskelin og grænmetið er snöggsteikt við háán hita og sósunni liellt út á. Borið fram með spinatpasta og fersku salati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.