Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 6
 10 B MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1993 Ú i Samtals fóru 168,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnar- fjarðarfóm 120,7 tonn og meðalverðið 81,43 kr./kg. Um Faxamarkað fóm 12,7 tonn á 66,16 kr./kg og um Fiskmarkað Suðumesja fóm 35,3 tonn á 87,76 kr./kg. Af karfa vom seld 11,1 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 62,50,45,64 á Faxagarði og 53,37 syðra. Af ufsa vom seld 67,9 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 34,76,36,79 á Faxagarði og 36,59 kr. hvert kíló á Suður- nesjum. Af ýsu vom seld 46,6 tonn á mðrkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 91,08 kr./kg. Ágúst i 33.vika ! Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 430,6 tonná 144,27 kr./kg. Þar af voru 198,8 tonn af þorski á 152,01 kr./kg. Af ýsu vom seld 77,1 tonn á 137,35 kr./kg og 68,2 tonn af kolaá 154,24 j kr. hvert kíló. Þorskur mmmmmm Karfi mmmm—m Ufsi !»««« Tvö skip, Múlaberg ÓF og Klakkur SH, seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku, samtals 275,7 tonn og var meðalverðið 89,77 kr./kg. Þar af vom 239,1 tonn af karfa á 94,14 kr./kg og 17,7 tonn af ufsa á 62,49 kr. hvert kíló. Síðasta ár var sjávarútvegi á Nýja Sjálandi afar gjöfult Verðmæti útfluttra afurða jókst um fjórðung í fyrra SÍÐASTA ár var nýsjálenzk- um sjávarútvegi afar gjöfult. Verðmæti út- fluttra sjávarafurða jókst um fjórðung annað árið í röð og heild- ar sala sjávarafurða náði 1,3 milljarði nýsjálenzkra dollara, rúmlega 51 milljarði íslenzkra króna. Þá tókst að leysa ýmis vandamál í stjórnun fiskveiða og salan á risafyrirtækinu Sea- lord leysti þær deilur sem stóðu yfir vegna kröfu frumbyggja um aukna aðild að sjávarútvegi. Þá hafa framtíðarmarkmið stjórnvalda við fiskveiðisfjórnun skýrzt, og má þar nefna þætti eins og bætur vegna tapaðs kvóta, úthlutun nýrra veiðiheimilda og fleiri atriði, Verðmæti útfluttra sjávaraf- urða frá Nýja Sjálandi jókst um 26,9% frá fyrra ári og náðu 1,2 milljörðum nýsjálenzkra dollara, 47,4 milljörðum íslenzkra króna. Útflutningstekjur að viðbættum tekjum vegna sölu á heimamark- aðnum, sem námu um 480 millj- ónum, urðu því alls um 1,3 millj- arðar dollara eða rúmur 51 millj- arður króna. Þessi mikla aukning réðst af mörgum þáttum. Aukin eftirspurn erlendis eftir hvítfíski og aukin framleiðslugeta innan- lands leiddi til mikillar aukningar á útflutningi á hokinhala (hoki) og hækkaðs meðalverðs á afurð- unum. Mikil aukning var á veið- um á smokkfiski og kolmunna (southern blue whiting). Þrátt. fyrir fremur slakan efnahag í Bandaríkjunum náðist enn góður árangur í sölu á búra til Banda- ríkjanna. Virðisauki afurðanna lykillinn að velgengninni Nýsjálendingar eru bjartsýnir á gang mála í framtíðinni. Eftir- spurn eftir fiski í veröldinni er áfram mikil og afli nokkuð stöð- ugur við eyjarnar. Lykillinn að áframhaldandi vexti og verð- mætaaukningu liggur í virðisauka afurðanna með frekari fullvinnslu heima fyrir, en aukin fullvinnsla mun jafnframt leiða til vaxandi fjárfestingar í sjávarútvegi og aukinnar atvinnu. Heildarafli úr lögsögu Nýja Sjálands jókt um 10.4% og varð alls 657.266 tonn. Verðmæti upp úr sjó reyndust 657.6 milljónir dollara, tæpir 26 milljarðar króna, en það er aukning um 9,8% frá árinu 1991. Skip í þeirra eigu og gerð út af nýsjálendingum öfluðu 38,1 % af fiskinum, en leiguskip voru með 61,7% aflans. Erlend skip með veiðileyfi innan lögsög- unnar tóku aðeins 0,19% af heild- inni. Fiskeldi jókst mikið, en auknar kröfur um gæði og hrein- læti ullu nokkrum erfiðleikum. Markmiðið verður því að bæta úr þessum þáttum. Verðmæti útflutningsins jókst verulega, fyrst og fremst vegna stöðguleika á erlendum mörkuð- um og vegna mikils virðiskaua heima fyrir. Þær fiskitegundir, sem mestu skiluðu eru hokinhali, búrfiskur, humar, smokkfiskur og „snapper“. Útflutningur á kol- fhunna (southem blue whiting) jókst verulega og komst þar með upp fyrir kræklinginn í sjötta sæti verðmætustu tegundanna. Útflutningsverðmæti á hokinhala jókst um 34% milli ára og verð- mæti útflutts smokkfisks jókst um 44,3%. Verja 40 milljónum til markaðssetningar Japan, Bandaríkin og Ástralía voru áfram stærstu kaupendur nýsjálenzkra sjávarafurða, en mikil aukning varð á sölu afurða til Evrópulanda. Aukning á sölu þangað nam 22% í verðmætum talið miðað við árið 1991, en það er reyndar mun minni aukning en varð milli áranna 1990 og 1991, en þá jókst verðmæti af- urða seldra til Evrópu um 70%. Haldi þessi aukning inn á Evrópu áfram, verður Evrópukumarkað- urinn orðinn jafnstór hinum þremur innan fimm ára. Þá jókst útflutningur til ýmissa Asíulanda einnig. Samtök fiskiðnaðarins eyddu á síðasta ári einni milljón nýsjá- lenzkra dollara, tæplega 40 millj- ónum íslenzkra króna, í kynningu og markaðssetningu á sjávaraf- urðum. Snemma á þessu ári var ákveðið sérstakt markaðsátak og er stefnt að því að árið 2000 verði um 80 milljónum íslenzkra króna varið til markaðssetningar. Ætlunin er að festa Nýja Sjáland í sessi sem stöðuga uppsprettu sjávarfangs af miklum gæðum og tvöfalda verðmæti útfluttra afurða fram að aldamótum. Sam- tökin vinna náið með opinberum aðilum eins og utanríkisviðskipta- deild utanríkisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytinu og sam- tökum um afnám tollmúra. Einn þeirra áfanga, sem náðst hafa var aðgangur fyrir krækling inn á Ítalíu í fyrra. Byggt á New Zealand Professi- onal Fisherman. UTFLUTNINGUR Hokinhalinn skilar mestu VERÐMÆTI fiskafla Nýjsá- lendinga í fyrra nam alls 692,2 milljónum nýsjálenzkra dollara, rúmum 27 milljörðum króna, en það er 16% aukning frá árinu 1991. Þá jókst fiskeldi mikið milli ára, en vaxandi markaðir eru bæði erlendis og heimafyrir fyrir ýmsar tegundir sjávardýra úr eldinu. Hokinhali reyndist verðmætasta fisktegundin á síðasta ári. Verð- mæti þess afla upp úr sjó í fyrra var 127,3 milljónir dollara eða um 5 milljarðar króna. Búrfiskurinn kom næstur, en fyrir hann fengust 3,6 milljarðar króna, fyrir humar fengust 2,9 milljarðar, fyrir „snapper" um milljarður og verð- mæti smokkfiskaflans reyndist 1,4 milljarðar króna. Þessar fimm teg- undur stóðu að baki 50,9% af afla- verðmætinu, sem er heldur minna en tvö árin þar á undan. Kolmunni (southern blue whiting) skilaði mun meiri verðmæti á land en fyrri ár vegna aukins afla en verð á sæeyra upp úr sjó tvöfaldaðist milli ára. Loks má geta þess að verðmæti lönguafla jókst um 50% milli ára. Mikil aukning hefur orðið á kræklingarækt á Nýja Sjálandi og gefur hún til kynna gífurlega möguleika í eldi annarra sjávar- dýra. Sem dæmi um vöxtinn í kræklingaræktinni, hefur verð- mæti útflutningsins aukizt úr 103 milljónum króna árið 1981 í 2 milljarða í fyrra. Af öðrum eldis- tegundum má nefna ostrur og lax. Útflutningur á ostrunni skilaði 324 milljónum í fyrra og laxinn 972 milljónum króna. Þorskafli íslendinga í júlí 1967-1993* þús. tonn (*bráðabirgðatölur fyrir 1993) 1967 1970 1975 1980 1985 1990 1993 AFLINIM Fiskafli Nýsjálendinga (Þús. tonna upp úr sjó) 450 1988 1989 1990 1991 1992 ©Eiginskip DLeiguskip □Útlendingar Heimild: Nýsjálenska sjámútvegsiiðuneyllð Leignskip afla mest NÝSJÁLENDINGAR hafa lengi reitt sig á erlend leigu- skip til að taka þann afla, sem efnahagslögsagan getur gefið af sér. Þeir hafa átt lítið af skipum, þó þeim fjölgi nú nokk- uð ört. Um tíma var nokkuð um það, að útlendingar fengju leyfi til veiða innan lögsögunn- ar, en veiðar af slíku tagi eru nú innan við 1%. Erlend leigu- skip, meðal annars rússnesk, japönsk og norsk, töku í fyrra um 400.000 tonn og hefur hlut- ur þeirra aldrei verið meiri. Nýsjálenzkar útgerðir auka einnig afla sinn, enda hefur heildarafli aukizt. TEGUINIDIR Verðmætustu tegundir (Milljónir NS-dala) 1988 1989 1990 1991 1992 Q Hokinhali B „Snapper" ® Búrfiskur 0 Humar 0 Smokkfiskur Heimild: Samtök ftskframleiðenda á Nýja Sjálandi FIMM fiskitegundir eru undir- staðan í útflutningi sjávaraf- urða frá Nýja Sjálandi. Að magni til nema þær 42,3% út- flutningsins og 52% verðmæta. Þetta eru hokinhali, búri, hum- ar, smokkfiskur og „snapper". Búrinn skilaði lengst af mestu, en búraafli hefur dregizt sam- an og veira veiðzt af hokinhala. Þá hefur tekizt að margfalda verðmæti hokinhalans með flökun og fituhreinsun frá því hann var að mestu heldur heil- frystur. Þá skipa kolmunni (southern blue whiting) og kræklingur einnig miklu máli. HÍblc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.