Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 1
h $t^$m&Ufoib MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 BLAÐ1 c USTAHATIDIN IEDINBORG Úr sýningunni „The Persians." Marfinus Miroto, indónesískur dansari Mark Morris danshópurinn EFTIR BERGLJÓTU ARNALDS EDINBORG hefur oft verið nefnd höfuðborg Evr- ópu í listum. Ég hef verið búsett í Edinborg í tvö ár, en það er ekki fyrr en eftir síðustu þrjár vikur að ég skil hvers vegna hún hefur fengið þetta viðurnefni. I ágústmánuði á ári hverju er haldin viðamikil listahátíð í Edinborg. Ein sú stærsta í heimi. Þúsundir listamanna koma til borgarinnar að sýna og hundruð þúsunda flykkjast að til að fylgjast með. Hátíðin er ekki einskorðuð við eina listgrein, þar má sjá götuleikhús, óperur, mynd- list, tónlist, kvikmyndir, dans og sirkus. Hver ein- asti staður sem gefur möguleika á að troða upp er notaður og sýningartjöldum er komið fyrir víðs- vegar um borgina. Oft er barist um áhorfendur. Sumir lenda í því að fá allt að því engan á sýning- una sína, en aðrir sýna stanslaust fyrir fullu húsi og komast færri að en vijja. Þá er mjög mikilvægt að fá gagnrýni í blöðum og má segja að með góðri gagnrýni sé sýningu borgið. Edinborgarhátíðin skiptist að mestu leyti í tvennt: Edinburgh Internat- ional Festival og Edinburgh Fes- tival Fringe. Edinburgh International Fes- tival er hin viðurkennda hátíð þar semaðeins vel þekktir listamenn koma fram í betri leikhúsum og hljómleikahöllum borgarinnar. Megin áhersla er lögð á klass- íska tónlist, en einnig koma fram þekktir dans- og leikhópar. í ár voru um 80 uppá- komur á vegum „alþjóðlegu hátíðarinnar" og voru flestir listamannanna, auk inn- lendra, frá Kanada, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Filharmónu- hljómsveitin í Lond- on spilaði fiðlukon- sert í D-dúr eftir Beethoven, en fiðlu- leikarinn var Fránk Peter Zimmermann. Þá spiluðu þeir einnig 4. sinfóníu Brahms í E-moll og daginn eftir 5. sinf- óníu Mahlers. South West German Radio Symphony Orc- hestra spilaði svo 7. sinfóníu Mahlers og píanókonsert eftir Schoenberg, en píanóleik- arinn var Álfred Brendel. Á hátíðinni mátti einnig hlýða á Geoffrey Parsons og Andras Schiff spila á píanóið og Yuri Bashmet á fiðlu. Það má segja að þýsku leiksýningarnar hafi verið mjög sterkar í ár. Peter Stein setti upp Júlíus Sesar eftir Shakespeare í Lyceum Theatre og óperuna Falstaff eftir ^_ H m II,, vl É ' 1 2 rh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.