Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
Þættir af nýrðmantískum skáldum, 5
„Þll ERT VINUR
MINN, VÍST!"
Um kvæðl Sigurðai frá Arnarholti
í OKTÓBER árið 1882 var póstmeistara Reylqavíkur afhentur póst-
ur sem barst með póstskipinu Arcturusi. Komur póstskipa vöktu
alltaf mikla eftirvæntingu og umtal, en undrandi urðu menn í þetta
sinn þegar póstmeistaranum var afhent barn á þriðja ári ásamt
bréfum og bögglum. Það tíðkaðist ekki þá, frekar en nú, að senda
börn í pósti. Faðir drengsins var þá kennari við Lærða skólann en
móðirin dönsk. Framanaf var drengurinn kallaður „Póstpakkinn"
manna á millum. En nafn hans var Sigurður Sigurðsson. Síðar þekkt-
ur sem Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti.
„Vondur er dauðinn,
bræður"
Sigurður Sigurðsson eldri hafði
átt þennan son utan hjónabands
með danskri konu, Floru að nafni,
sem treysti sér ekki að ala drenginn
upp. Faðirinn var þess ekki umkom-
inn að taka barnið að sér en fól
yfirmanni sínum og vini Bimi M.
Olsen rektor uppeldið. Af föður sín-
um hafði Sigurður yngri lítið að
segja, enda drukknaði hann árið
1884. Af móðurinni er að segja að
hún var handtekin í Kaupmanna-
höfn árið 1888, sat í fangelsi til
skamms tíma en var síðan lokuð
inni á geðveikrahæli - þar sem hún
lést. Ahöld em um hversu sjúk
móðir skáldsins var. Fullyrt hefur
verið að þar sem hún var ákafur
sósíalisti, meðal annars blaðamaður
við málgagn þeirra, hafi yfirvöld
einfaldlega lokað hana inni með
skoðunum sínum.
Sigurður frá Arnarholti var
hvorki geðveikur né sósíalisti og
ævi hans var tiltölulega venjuleg.
Fimmtán ára gamall settist hann á
skólabekk í Lærða skólanum, en
að beiðni fóstra síns hætti hann
náminu fimm ámm síðar; skáldið
hafði ekki virt reglur skólans um
víndrykkju sem skyldi. Hann lagði
þá stund á lyljafræði, hér heima
og útí Danmörku. í sex ár var hann
sýsluskrifari í Arnarholti í Staf-
holtstungum, átján ár lyfsali í Vest-
mannaeyjum og síðustu átta árin
borgari í Reykjavík. Tæpri viku
eftir lát hans birti Vikan kvæði eft-
ir skáldið. Sigurður hafði greinilega
fundið dauðann nálgast:
Hvað stoðar þeim stolt, sem er veikur
og styrkurinn yfirborðs leikur?
Hlaðinu er ferðbúinn Bleikur.
Hann blæs. En sá nasanna reykur!
Hann kumrar. Sá gamli er glettinn,
glottir og langar í sprettinn,
þótt hann sé þungur og dettinn,
þverreiður, slæpr og skvettinn.
Hann velur samt veginn og ræður -
vondur er dauðinn, bræður.
Rökkurljóð lyfsalans
Þegar talið berst að nýróman-
tískum skáldum koma fjögur nöfn
fljótlega upp í hugann; Jóhann
Gunnar Sigurðsson, Jóhann Sigur-
jónsson, Jónas Guðlaugsson og Sig-
urður frá Amarholti. Til þess liggja
margar ástæður. Ekki þarf að lesa
þá lengi til að hnjóta um nýróman-
tísk einkenni; þrá eftir fegurðinni,
lífsnautn, þunglyndi. Og fyrir 35
áram batt Hannes Pétursson skáld
þá listavel saman í bókinni Fjögur
ljóðskáld. Auðvitað em íjórmenn-
ingamir ólíkir. Jónas deiiir á kot-
ungshátt landa sinna og dreymir
um árroðans strönd, Jóhann Gunnar
horfir á dauðann og yrkir dimm
kvæði í þjóðkvæðistíl, Jóhann Sig-
uijónsson vill stíga föstum fæti
fram á huldar brautir og biður um
mátt hafsins.
Sigurður yrkir um allt milli him-
'ins og jarðar, þegar líður á ævina
yrkir hann til dæmis reiðinnar býsn
af tækifærisljóðum. En góð em sum
kvæðin sem skáldið yrkir þegar
nótt er að taka við af degi; þá er
gott að vaka og virða heiminn fyrir
sér, heyra andardrátt hinna sofandi
og sleppa huganum lausum inn í
lendur vökudraumsins. í þessum
rökkurkvæðum nýtur margrómuð
formsnilli Sigurðar sín vel og ekki
þarf að lesa lengi í Lágnætti við
Laxfoss til að komast að þeirri nið-
urstöðu að skáldið frá Arnarholti
gat, ef því sýndist svo, verið skáld
hins hljóða rökkurs:
Sof rótt á meðan, veröld við og breið,
og vek ei neinn, sem þarf að dreyma og
gleyma.
Þei, næturvindur, far þér ei svo ótt
með ilminn burt af mínum skuggavegi;
og giljalækir, vaggið vært og rótt,
Sigurður frá Arnarholti - skáld-
ið sem kom með póstinum.
að vökudraumar mínir stuggist eigi.
Og lát þú, foss minn, bogann bærast hljótt
sem blæ, er vængnum aðeins lyfta megi -
ég kynni að hitta og höndla það í nótt,
sem horfið væri og týnt á næsta degi.
Það var erilsamt starf að vera
sýsluskrifari og lyfsali, og ekki bara
erilsamt heldur áfskaplega borgara-
legt líka - veraldlegt. Fátt fýrirlitu
nýrómantísku skáldin meir en hið
venjubundna og borgaralega líf.
Sigurður hefur því eflaust harmað
lyfsalatilvem sína þegar hann hler-
aði eftir orðum í mannlausri nætur-
kyrrðinni. „Nú færist þytur dagsins
nær og nær / og næturkyrrðin er
á fömm bráðum," segir hann í lok
Lágnættis við Laxafoss. Jafn ólíkur
og Sigurður er Huldu í skáldskap
sínum, verður mér þó stundum
hugsað til skáldkonunnar sem lifði
hálf í draumaheimi J>egar ég les
rökkurkvæðin hans. I Draumi vef-
arans em „kona og bam í bóli sínu
/ þær blunda vært og dreymir
margt“, meðan skáldið vakir og
hugsar um næsta vef í ljóðið, hugs-
ar um draum og hugsar um dagsins
verk:
Þótt dagsins verk sé vont á stundum
og volkið kalt og svaðilkennt,
þá fellur dögg í draumsins lundum
sem drottins orð af himnum sent.
Ó, draumur, þín er dýrð og máttur
að dreypa víni á þyrsta sál:
hinn blindi skyggn og særði sáttur,
Opnunartónleikar
MENNING/LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Sýningar: Gunnlaugur Blöndal, Fimm
norrænir meistarar, Hannes Pétursson
til 17. október
Listasafn íslands
Bragi Ásgeirsson til 31. október
Norræna húsið
Skagenmálaramir til 24. október
Nýlistasafnið
Brynhildur Þorgeirsdóttir og Tina Aufi-
ero til 4. október
Safn Ásgríms Jónssonar
Vatnslitamyndir til febrúarloka
Listasahirinn Portið
Jónína Björg Gíslad. sýnir í vestursal.
Ljósmyndasýn. i austursal tii 10. okt.
Galleri Sævars Karls
Stefán G. Karlsson til 29. september
Hafnarborg
Inga Elín Kristinsdóttir, Lhame Tobías
Shaw og Svafa Björg Einarsdóttir til
4. október
SPRON, Álfabakka
Ingiberg Magnússon til 19. nóvember
Galleri Úmbra
Hafdís Ólafsdóttir til 13. október
Mokka
Þorvaldur Þorsteinsson til 10. okt.
Önnur hæð
Roni Hom sýnir út októbermánuð
Listhúsið i Laugardal
Jónas Bragi Jónasson til 3. október
Eden, Hveragerði
Aðalbjörg Jónsd. - lýkur á morgun.
Gerðuberg
Myndbandasýn. „Samtal" og Hrefna
Sigurðardóttir til 3. október
Gallerí Borg
Ásgeir Smári til 1. október
Ráðhúsið
67-kynslóðin, sýningu lýkur á morgun
Gallerí Fold
Sossa til 2. október
Listsafn ASÍ
Páll Reynisson Ljósm.sýn. til 3. okt
Rjá þeim
Ingibjörg Hauksdóttir til 2. október
Gallerí 11
Alexandra Kostrubala til. 7. október
Snegla listhús
Ema Guðmarsdóttir til 23. október
Listasafn Ámesinga
Sigurður Einarsson, lýkur á morgun
TONLIST
Laugardagur 25. september
Ljóða og óperutónleikar í Víðistaða-
kirkju kl. 17
Þriðjudagur 28. september Djass-
tónlist í Norræna húsinu kl. 20.30.
Miðvikudagur 29. september Flauta
og píanó, í sal Tónlistarskólans á Akra-
nesi kl. 20.30
Laugardagur 2. október Flauta og
píanó í kirkju Ytri-Njarðvíkur kl. 17
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Spanskflugan, lau. 25. september kl.
20, sunnud. ki. 20, miðvikud. kl. 20,
föstudag 1. október kl. 20, laugard.
kl. 20.
Þjóðleikhúsið
Þrettánda krossferðin, frumsýning 1.
október kl. 20
Kjaftagangur, lau. 25. sept. kl. 20,
sunnnud. kl. 20
Ferðalok, sunnud. 26. sept. kl. 16,
sunnud. kl. 16
„Júlía og MánafóIkiðÁ
I Héðinshúsinu, sun. 26. september kl.
14, mánud. kl. 13.30, þri. kl. 10, lau.
2. október kl. 11
„Fiskar á þurru landi“
Pé-leikhópurinn í Islensku óperunni
iau. 25. september kl. 20.30
„Standandi pína“
í Tjarnarbíói, lau. 25. september kl.
20, sunnud. kl. 15, miðv. kl. 20, fim.
30. kl. 20, lau. 2. október kl. 15
Leikfélag Akureyrar
■ Ferðin til Panama, mán. 27. september
kl. 15 í Þórsveri, Þórsh., þriðjud. kl. 13
í Hnitbjörgum, Raufarh., miðv. kl. 11,
14 og 16 á Húsav., fös. 1. október kl.
9.30 í Stórutjamarsk. og kl. 13 í Skjól-
brekku, Mývatnssveit
KVIKMYNDIR
MÍR
„Spaðadrottningin" sun. 26. sept.
Hreyflmyndafélagið
Sýning þriðjud. kl. 9, fimmtud. kl. 5
og helgarsýning fostudag ki. 9
SOFN
Nútíð við fortíð
I Þjóðmipjasafni v. Suðurgötu, opið
sun., þri., fim. og lau. kl. 12-17
Umsjónarmenn listastofnana og sýn-
ingarsala!
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birta í þessum dálki verða
að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á
miðvikudögum merkt: Morgunblaðið,
menning/listir, Kringlan 1, 103 Rvk.
Myndsendir: 91-691222.
Ténlist
Jón Ásgeirsson
Sinfóníuhijómsveit Islands hóf
vetrarstarfið með tvennum opn-
unartónleikum og var undirritaður
á þeim seinni, sl. fimmtudag. A
efnisskránni vom verk eftir Gers-
hwin, Bernstein, Mussorgskíj,
Puccini, Verdi og Ravel. Kynnist
var Jóhann Sigurðarson, leikari,
og söng hann einnig tvo dúetta
úr söngleikjum með Sólrúnu
Bragadóttir, sem auk þess söng
aríur eftir Puccini og Verdi.
Tónleikamir hófust á Kúbanska
forleiknum eftir Gershwin, sem
hann samdi eftir sumarheimsókn
á Kúbu 1932 og hreyfst þá af létt-
um leik kúbanskra dansspilara.
Verkið var fyrst flutt undir nafn-
inu Rúmba en síðar gefið konsert-
nafnið Kúbanskur forieikur. Það
er sniðuglega samið og hrynrænt
mjög erfitt og hefði flutningur
þess mátt vera bæði hrynfastari
og nákvæmari.
Sólrún Bragadóttir og Jóhann
Sigurðarson sungu lag úr óperunni
Porgy og Bess og gerðu það af
þokka og síðasta lagið eftir
Gershwin var Summertime og
söng Sólrún þessa fallegu vöggu-
vísu frábærlega vel. Candide for-
leikurinn eftir Bernstein er snjöll
tónsmíð, eins konar nútíma
„buffaforleikur" og var hann oft
mjög vel leikinn af hljómsveitinni.
Glitter and be gay er feikna vel
gerð ópemstæling úr söngleiknum
Candide og var þessi skemmtilega
gamanaría mjög vel sungin af
Sólrúnu. Tonight úr West Side
Story er svo þvældur söngur að
hann hefði mátt missa sig.
Fyrir hlé lauk tónleikunum með
fantasíunni Nótt á eyðifjalli eftir