Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
C 5
Gunnlaugur Blöndal: Módel. 1962.
heimkomuna til íslands verða tals-
verðar breytingar á list Gunnlaugs.
Módelmyndirnar sýna nú fullþroska
konur fremur en nettar stúlkur (sbr.
„Kona við þvottaskál"); formin
verða fyllri, litirnir smám saman
sterkari, andlitssvipir hörkulegri og
stellingar jafnvel djarfari (sbr.
„Liggjandi módel", 1961). Hvort
þessar breytingar eru eðlileg þróun
þess expressionisma sem hann var
alla tíð að takast á við, eða endur-
spegla viðbrögð listamannsins við
nýju (og á margan hátt andstæðu)
umhverfi, skal ósagt látið; hitt er
ljóst að þessi verk vöktu almennt
minni hrifningu hér á landi en eldri
verkin, og voru þá gjarna kennd
við ofhlæði og taumleysi litanna.
Hér skal ekki tekið undir þessi
viðhorf. Eflaust má að einhverju
leyti rekja þau til þess að nú sáu
landsmenn allt sem Gunnlaugur
gerði, hið góða jafnt sem það sem
síðra var, en meðan hann bjó erlend-
is barst aðeins það besta til lands-
ins á sýningar; lakari verkin sátu
eftir. Jafnframt gerði Gunnlaugur
síðustu árin mikinn fjölda andlits-
mynda eftir pöntun og hefur slíkt
sjaldan verið listamönnum til fram-
dráttar. Sá listamaður er hins vegar
ekki til, sem aðeins hefur gert góð
verk. Bestu verk Gunnlaugs frá síð-
ustu árum hans, eins og „Módel"
(1962) og sjálfsmynd hans frá sama
ári eru þannig afar sterk, allt að
því tregafull myndverk, þar sem
dirska litanna og skörp myndbygg-
ing ber vott um snilligáfu, sem
hver listamaður gæti verið stoltur \
af. Gunnlaugur Blöndal hélt því sínu
striki allt til enda.
I sýningarskrá er að finna ágæt-
ar ljósmyndir af mörgum helstu
verkum á sýningunni, auk rifgerðar
Gunnars Kvaran um listamanninn.
Skráin er í alla staði vel unnin, en
þar sem ferill Gunnlaugs hefur lengi
íegið í þagnargildi (eina bókin sem
gefin hefur verið út um Hstamann-
inn kom út 1963) hefði að skað-
lausu mátt leggja hér meira í verk-
ið. Skrá yfir æviferil listamannsins
og önnur grein um erfiða stöðu
hans í íslensku listalífi á fimmta
og sjötta áratugnum hefði verið
fróðleg lesning, einkum fyrir yngra
fólk; það er óvíst hvenær næst gefst
tækifæri til að fjalla um list Gunn-
laugs líkt og gefst hér.
Sumar sýningar verða öðrum
mikilvægari í minningunni, og þ'ó
stutt sé liðið á sýningartímann, má
leiða líkur að því að yfirlitssýning
Listasafns Reykjavíkur á verkum
Gunnlaugs Blöndal verði talin ein
markverðasta sýningin á íslenskri
myndlist á þessu ári. Einkum er
athyglisvert að skoða hana með
hliðsjón af verkum ýmissa listamál-
ara af yngri kynslóðinni, þar sem
meðferð litarins og expressionism-
inn hefur orðið sífellt mikilvægara
viðfangsefni hin síðari ár.
Yfirlitssýningin á verkum Gunn-
laugs Blöndal á Kjarvalsstöðum
stendur til sunnudagsins 17. októ-
ber og ber að hvetja listunnendur
og allan almenning til að láta sýn-
inguna ekki fram hjá sér fara.
Gunnlaugur Blöndal: Stúlka með greiðu. 1937.
list fyrir sjálfa sig þóttu eitthvað
skrítnir og alveg sér á báti í þjóðfé-
laginu.
Ungir líta hlutina nokkrum öðr-
um augum en við gerðum fyrir 30
til 40 árum, sem má vera óskóp
eðlilegt og sem fyrri daginn kemur
það meira fyrir áhrif að utan, en
breyttum og jarðtengdum viðhorf-
um hér heima. Á sýningu landslags-
málverka frá fyrri helmingi aldar-
innar á Kjarvalsstöðum fyrr á árinu
vöktu t.d. myndir þeirra Guðmund-
ar frá Miðdal og Kristinns Péturs-
sonar óvænta athygli og í opnunar-
hófi þar var mér sagt frá þekktum
útlendum málara, er hafði hrifist
meir af málverkum Gunnlaugs
Blöndals en nokkurs annars á landi
hér.
En skyldi það ekki raunhæft í
heimi, þar sem gildismatið er á stöð-
ugri hreyfingu og kennir það ekki
einhverjum að fara varlega í dómum
sínum á samtímalist og dæma hana
fremur af yfirsýn og mildi en hroka
og yfirlæti?
Hvað sem öðru líður er það
ánægjulegt að slíkt gerist einmitt
er hundrað ár eru liðin frá fæðingu
Gunnlaugs, en hann var mjög um-
deildur meðal framsæknari málara
um miðbik aldarinnar og lengstum
síðan. Flestir viðurkenndu þó, að
hann hafí gert eftirminnilegar
myndir og að séstaða hans innan
íslenzkrar myndlistar væri ótvíræð:
Hér áður fyrr þótti það gamal-
dags að mála og teikna fyrirsætur
og almenningi þótti það satt að
segja hálf dónaleg athöfn, sem
ástæða þótti að hafa í flimtingum.
Jafnvel segir sagan, að er Gunn-
laugur málaði stúlku nokkra í föt-
um, en lét greinilega móta fyrir
brjóstunum í gegnum þau lá við að
upp spunnust málaferli út af því!
Sjálfur þekkti ég kornunga
stúlku, sem hann hafði augastað á
sem fyrirsætu vorið 1957, en sagði
við mig, að hún vildi ekki fyrir nokk-
urn mun taka þátt í jafn ósiðlegu
athæfi og að bera á sér brjóstin
fyrir gamlan karl ...
í útlöndum hefði mörg konan
vafalítið borgað jafn virtum lista-
manni stórfé fyrir að mála sig ber-
brjósta, enda varla tiltökumál er svo
var liðið á öldina. Lítið land er oft-
ar en ekki gróðurvin fyrir hvers
konar fordóma, sem skortir hvorki
áburð, ljós né aðra virkt til döngun-
ar. Jafnframt er undirróðurinn mun
afdrifaríkari en í stærri þjóðarheild-
um, sérstaklega ef hlutlægar upp-
lýsingar liggja ekki á lausu og
þannig þróast þar hvers konar óeðli
og trúboð betur en annars staðar.
Einkum í listum.
Gunnlaugur Blöndal var goðsaga
í vissum hópi manna, sem leit róm-
antískum augum á landið og sá það
í hillingum, en hér voru einmitt á
ferð menn ér voru ákafir fylgjendur
sjálfstæðis landsins og höfðu barist
fyrir því. Þetta voru tímar er söngv-
arinn Eggert Stefánsson nefndi-;,Is-
lands fata morgana". — Árdegishill-
ingar íslands, og þjóðin var gagn-
tekin frelsisþrá og drauminum um
lýðveldi, og á þeim tímum hljómaði
einnig slagorðið „samvirk framníng
þjóðreisnar" (Laxness).
Þetta var þannig kynslóð morg-
undagsins í íslenzkri sögu og ekk-
ert var eðilegra en að hún fæddi
af sér málara er spann glitvefi úr
litaspjaldi sínu, óf úr þeim gagnsæ
klæði regnbogans og breiddi yfir
landið.
Kynni mín af Gunnlaugi voru
næsta lítil, en á móttöku á franska
sendiráðinu 14. júlí 1961, kom hann
til mín að fyrra bragði og tók þétt-
ingsfast í hönd mér og er það atvik
mér einhvern veginn enn í ljósu
minni.
í sínum bestu myndum má segja
að Gunnlaugur Blöndal hafi verið
afar flínkur málari og fyrir það var
hann metinn af samtíð sinni og
enginn framúrstefnumálari gat tek-
ið það frá honum. Og nú er listin
virðist um sumt vera að losna úr
tröllahöndum ljótleikans má vera
eðlilegt að fram fari endurmat á
lífsverki hans.
Paavo Haavikko
Albióðlegasta skáld Finna
FÓSTURJÖRDIN
ERUÓDID
EFTIR JÓHANN HJÁLMARSSON
Finnsk Ijódlist hefur löngum verið þróttmikil og Finnar meðal
helstu brautryðjenda nútímaljóðlistar á Norðurlöndum. Þetta vita
margir íslendingar þótt ekki hafi alltaf verið kostur á að kynnast
finnskum skáldum í þýðingum.
i eðal þeirra sem þýtt hafa
finnsk ljóð á undanförn-
um^ árum er Lárus Már
Björnsson. I fyrra kom út eftir
hann þýðingasafnið Voraldir með
ljóðum eftir Solveigu von Schoultz
og Gösta Agren. Nýlega sendi
hann frá sér Veraldir, en þar eiga
ljóð Sirkka Turkka, Lars Huldén,
Paavo Haavikko og Martin Enc-
kell. Útgefandi beggja bókanna
er Bókmenntafélagið Hringskugg-
ar.
Nýsköpunarmaður
Ljóð Paavos Haavikkos eru orð-
mörg og myndrík í fyrstu bókun-
um, en orðfá og myndrík í seinni
bókum. „Styrkur hans liggur í
myndsköpun máls og myndhverf-
inga", skrifar Lárus Már um þenn-
an „helsta nýsköpunarmann í
finnskri ljóðlist á þessari öld".
Þótt ekki sé unnt að segja að
ljóð Haavikkos séu aðgengileg eru
í þeim töfrar sem laða lesandann
að. Haavikko yrkir oft um náttúr-
una. í einu ljóðanna sem Lárus
Már þýðir kemur fram sérkennileg
afstaða til gróðursins sem vert er
að kynnast á umhverfisverndar-
tímum:
Trjágarðurinn þarf hjálparhönd til að vaxa
úr grasi, '
grenitrén.
I tvð, kannski fimm ár eru þau okkur þakk-
lát
Síðan hljótum við að veita grasinu lið á fiótta
þess undan trjánum.
Umhverfis þau verður allt autt,
tignarlegt.
Og furan sem óx ein fímmtán ár í kjarri
skrýddum lundi
einn faðmur á hæð, tággrönn, vindbarin,
sliguð afsnjó,
gerist ræktarleg um síðir.
Hún deyðir allt sem hún nær í
næstu tvö hundruð árin, árvisst.
Þar sem rætur hennar eru hlýtur hún að
vaxa.
Ekki orð um að það vaxi á röngum stað,
tréð.
Hvað sem öilum gróðri líður
hlýtur Paavo Haavikkoo að taka
undir með mörgum öðrum skáld-
um: „Ljóðið, ó aðeins ljóðið er fóst-
urjörð mín." Sálin er að vísu tóma-
rúm og maðurinn tóm, jafnt í stríði
sem friði, en sú ógnvænlega niður-
staða kallar ekki á algjört von-
leysi eða örvæntingu.
Annað starf nauðsynlegt
Paavo Haavikko starfaði lengi
sem útgáfustjóri hjá einu af
stærstu forlögum Finnlands. Nú
er hann forstjóri eigin útgáfufyrir-
tækis. Hann hefur látið svo um-
mælt að óhugsandi sé að fást ein-
vörðungu við ritstörf. Nauðsynlegt
sé fyrir rithöfund að hafa annað
starf til þess að verða ekki bráð s
algjörrar einangrunar.
Þegar Haavikko fékk alþjóðlegu
Neustadt-verðlaunin 1984 sagðist
hann í blaðaviðtali nota helgarnar
til að semja, en þær nægðu ekki
alltaf. Hann er kunnastur fyrir ljóð
sín (að blaðagreinum slepptum),
en er einnig skáldsagnahöfundur,
leikritaskáld og óperutextasmiður.
Sérkenni
Kai Laitinen skrifar í sögu sinni
um finnskar nútímabókmenntir að
frá alþjóðlegum sjónarhóli sé
Haavikko afar mikilvægur höf-
undur. Það stafi þó ekki af því að
hann eigi sér marga líka í bók-
menntum annarra þjóða heldur sé
ástæðan sérkenni hans. Laitinen
nefnir hreyfinguna í ljóðunum,
óvænta samsetningu mynda, leik
að þverstæðum, hvernig skáldið
getur líkt og talað mörgum rödd-
um Lsenn.
Jafn persónulegur er Haavikko
í sögum sínum og leikritum að
dómi Laitinens. í leikritunum var
hann absúrdisti áður en sú stefna
í leikritagerð náði til Finnlands.
Óöryggi og afstæði tímanna
hefur ekkert finnskt skáld eftir-
stríðsáranna túlkað betur en Haa-
vikko samkvæmt Laitinen. Hann
bendir einnig á söguleg yrkisefni '
skáldsins, fornöld og barokk sem '*
rennur saman við nútímann í ljóð- j
um þess.
Skáldskapurinn
tælir lesandann *.
í kunnu ljóði um keisarann sem V
Lárus Már Björnsson hefur tekið
upp í þýðingasafn sitt er fjallað
um raunveruleika og ímynd, um
hugmyndir okkar sem standast
ekki alltaf: „ég hef tælt þig af
leið, ljúktu upp augum og hlustaðu
ekki / á mig/ styrkur keisaradæm-
isins býr í hjarta þér, þar býr það/
þróttmikið,/ keisaradæmið sem ris
og hnígur um leið og deplað er
auga.// Það deyr þegar augun
opnast."
í ljóðinu er vikið að því hvernig
skáldskapurinn tælir lesandann,
blekkir hann, einkum í því skyni
að hann geti horfst í augu við sjálf-
an sig og kannski numið brot af
sannleika.
14-