Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
+
Gunnlaugur Blöndal
LJOMILITANNA
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Þegar menningarmál eru annars
vegar er sjaldan minnst á að íslend-
ingar eru langt frá því að vera sam-
stæður hópur hvað varðar aðstæður
til að njóta þess sem er efst á baugi
hverju sinni. Þar koma ekki aðeins
til mismunandi aðstæður einstakl-
inga í uppeldi og menntun, heldur
ekki síður kynslóðaskipti; það sem
einni kynslóð kann að vera almenn
þekking, er hinni næstu ef til vill
hulinn leyndardómur. Einnig kann
ákveðinn aldurshópur að vera háður
aðstæðum og fordómum liðinna
tíma, sem yngra fólk þekkir ekki
og hefur því enga ástæðu til að
setja fyrir sig.
Þetta er vert að hafa í huga þeg-
ar skoðuð er sú yfirlitssýning á
verkum listmálarans Gunnlaugs
Blöndal, sem nú hangir uppi í Lista-
safni Reykjavíkur að Kjarvalsstöð-
um. Gunnlaugur var fæddur 27.
ágúst 1893, og því er þessi sýning
haldin á aldarafmæli listamannsins;
jafnframt eru þrjátíu ár liðin frá
því síðast var haldin sýning á verk-
um hans hér á landi. Þó stöku
málverk Gunnlaugs hafi ratað inn
á samsýningar umliðinna áratuga,
má segja að nú sé uppkomin heil
kynslóð íslendinga, sem hefur ekki
fyrr fengið tækifæri til að sjá yfír-
lit yfir verk þessa listamanns og
draga eigin ályktanir um stöðu
hans í íslenskri myndlist af þeim
kynnum. Því hlýtur þessi sýning
sérstaklega að vekja athygli yngra
fólks, sem hefur áhuga á að leggja
eigið mat á íslenska listasögu, í
stað þess að taka gagnrýnilaust við
fullyrðingum fyrri tíma um stöðu
einstakra listamanna.
Við undirbúning sýningar af
þessu tagi eru skipuleggjendur
hennar ávallt í þeirri aðstöðu að
þurfa að framkvæma ákveðið val.
Hér hefur verið farin sú leið að láta
myndefnin ráða mestu, þó þannig
að sýningin myndar sterka heild,
og tímaröð verður fljótt ljós innan
hvers efnisflokks fyrir sig. Með
þessu fá sýningasgestir einnig
glögga mynd af þeim viðfangsefn-
um sem Gunnlaugur Blöndal lagði
mesta áherslu á, og áttu drýgstan
þátt í að skapa honum þann sess,
sem íslensk listasaga hefur hingað
til ætlað honum. Hér er fyrst og
fremst um að ræða fjölmargar
módelmyndir, en myndir af konum
hafa verið ein helsta leið hans til
að ná fram því samspili lita og
forma, sem hann leitaðist við að
by&aa upp; einnig má nefna til
myndir frá Parísarárum lista-
mannsins, nokkrar hafnarmyndir
og landslagsverk, og loks uppstill-
ingar og persónumyndir, þar sem
sjálfsmynd frá síðasta æviári hans
trónir einna hæst. Alls eru á sýning-
unni hálfur fimmti tugur listaverka,
og er það hæfilegur fjöldi til að
draga fram kosti listamannsins;
fleiri verk hefðu þar litlu bætt við.
Gunnlaugur var umdeildur síð-
ustu áratugi ævi sinnar og list hans
hefur að miklu leyti legið í þagnar-
gildi allt frá dauða hans 1962, en
þarf endurskoðunar við í ljósi þess-
arar sýningar. Hér verður ferill
Gunnlaugs Blöndals ekki rakinn,
enda fjallað skilmerkiiega um hann
í ritgerð Gunnars Kvaran í sýning-
arskrá. Samt er rétt að benda á,
að eftir að eiginlegu listnámi lauk,
bjó og starfaði Gunnlaugur árum
saman erlendis, fyrst í París á þriðja
áratugnum, og síðan í Kaupmanna-
höfn á þeim fjórða; hann ferðaðist
talsvert og tók þátt í sýningum víða
um lönd, og var orðinh þekktur
listamaður, einkum þó í París og
Danmörku. Á þessum árum kom
Gunnlaugur oft til íslands, starfaði
hér um tíma og hélt sýningar, en
hann settist ekki að á íslandi fyrir
fullt og allt fyrr en í upphafi síðari
heimsstyrjaldar.
Eins og á við um alla þá íslensku
listamenn sem fóru erlendis til náms
á fyrri hluta aldarinnar og dvöldu
langdvölum í Evrópu, er ljóst að
Gunnlaugur varð fyrir ýmsum
áhrifum af því sem þar gat að líta.
í ritgerð sinni nefnir Gunnar Kvar-
an nokkra þá listamenn, sem helst
er hægt að tengja myndgerð Gunn-
laugs við og kennir þar ýmissa
grasa. Víst er að hann hreifst
snemma af verkum frönsku málar-
anna Auguste Renoir (1841-1919)
og Henri Matisse (1869-1954) þeg-
ar hann sá þau á námsárum sínum
í Noregi, og þegar hann kom sunn-
ar í álfuna urðu áhrifin enn marg-
víslegri; Gunnlaugur hefur sjálfur
nefnt til verk þeirra Maurice Utrillo
(1883-1955) og Amedeo Modigliani
(1884-1920) og frönsku Fauvist-
anna. Auk þessara áhrifavalda hef-
ur pólski málarinn Moise Kisling
(1891-1953) verið nefndur, en list
hans er að mörgu leyti tengd Mod-
igliani á annan veginn og Gunn-
laugi á hinn, einkum í módelmynd-
unum. Þessu til viðbótar má ef til
vill vísa til litameðferðar Auguste
Macke (1887-1914) og annarra í
hinum þýska „Blau Reiter"-hóp,
sem vissulega má fínna skyldleika
við í ýmsum verkum Gunnlaugs.
Þessi langa upptalning getur þó
aðeins leitt til einnar niðurstöðu:
Gunnlaugur fylgdist vel með því
sem var að gerast í myndlistinni,
lærði af sumu og hafnaði öðru, og
þróaði þannig smám saman þá
myndsýn, sem hentaði honum. Þar
var ekki að fínna yfírgnæfandi áhrif
úr einni átt, heldur uppsafnaða
reynslu, sem einkum beindi athygli
hans að meðferð litarins í málverk-
inu.
Það verður fljótt ljóst við skoðun
verka Gunnlaugs, að liturinn var
alla tíð hans helsta viðfangsefni,
og þá einkum sem tjáningarmiðill
fyrir þá hugsýn, sem endurspeglast
í myndefninu hverju sinni, því verk
hans standa ætíð nær draumi en
raunveruleikanum. Jafnframt má
greina vissa þróun I beitingu lista-
mannsins á litunum í verkum á
sýningunni, allt frá mýkt fyrstu
myndanna frá Parísarárunum á
þriðja áratugnum, til vissrar hörku
tjáningarinnar í litnum í myndurh
frá síðustu árum listamannsins.
Loks er ávallt til staðar eitthvert
ljóðrænt stef í þeim expressionisma,
sem birtist í verkum hans, og þann-
ig stendur hvert verk fyrir sig full-
komnlega undir því að áhorfandinn
sökkvi sér í það.
Parísarborg birtist í tindrandi
birtu grámóskunnar í myndum eins
og „Notre Dame", þar sem mildir
litirnir leiða skoðandann niður á
árbakkann, þar sem tvær mannver-
ur njóta umhverfisins og árinnar,
sem reyndar birtist ekki sem fljótið
Signa, heldur sem endurspeglun
regnbogans, loftkennd fremur eri
áþreifanleg. Svipað má segja um
pastelmyndina „Reykjavíkurhöfn",
sem listamaðurinn gerði 1928; haf-
flöturinn ber með sér speglun um-
hverfisins fremur en eigin giidi, og
fyrir vikið svífur þessu draumsýn
fyrir augum áhorfandans í stað
þess að bera með sér þunga skip-
anna eða fjallanna sem loka mynd-
sviðinu. í gagnsæjum litum þessara
verka er varla hægt að tala um
veður, heidur virðist myndefnið í
stóískri ró hafið yfir jarðneska til-
veru, óháð duttlungum náttúrunn-
ar.
Þessi fjarlægi friður einkennir
raunar einnig landslagsverk Gunn-
laugs frá sjötta áratugnum eins og
„Frá Þingvöllum" og „í Grábrókar-
hrauni", þó þar megi fínna merki
árstíða í hömlulitlum litunum, gul-
um, grænum og rauðum, sem eru
lagðir á léreftið í þykkum og kröft-
ugum pensilstrokum. Þær myndir
eru um flest ólíkar því sem lands-
menn voru vanir um landslags-
myndir og leiða hugann að því að
í raun sé það annað, sem listamað-
urinn er fyrst og fremst að fást
við; myndvakinn úr náttúrunni er
fremur tilfallandi atriði en ráðandi
þáttur í sköpun verksins, en það
er ljómi litanna, sem skiptir öllu.
Síldarstúlkurnar sem Gunnlaug-
ur málaði á Siglufírði sumarið 1934
hafa löngum vakið mönnum undrun
og aðdáun í senn. Þarna stíga
hvorki fram á sjónarsviðið lúnar
verkakonur né beygðar bændadæt-
ur íslenskrar fátæktar kreppuár-
anna; myndefnið verður listamann-
inum tilefni til að laða fram dísir
draumanna, reisulegar, glæstar
stúlkur, hina væntanlegu heims-
borgara nýrrar þjóðar. Þessar stúlk-
ur gætu „hæglega leyst af sér
svunturnar og gengið beint inn á
Café Royal í París", eins og Björn
Th. Björnsson orðar það svo
skemmtilega í umfjöllun sinni um
Gunnlaug Blöndal í riti sínu, „ís-
lenzk Myndlist á 19. qg 20. öld."
Þannig verður myndefnið lista-
manninum tilefni til draumsýnar,
sem er undirstrikuð af átakaleysi
vinnunnar, tómlátum svip stúlkn-
anna, líkt og myndin sýni stolið
augnablik, sem aldrei kemur aftur.
Gunnlaugur Blöndal: Reykjavíkurhöfn. 1928.
Módelmyndirnar hafa oft verið
talinn sá flokkur mynda, sem leiði
best fram snilli Gunnlaugs í með-
ferð lita og forma, og margar mynd-
anna á sýningunni staðfesta þetta
vissulega. Hins vegar eru þessar
konur tæpast mannverur af holdi
og blóði, þar sem þær þvo sér,
greiða hár sitt eða stara fjarrænum,
gleðilausum augum fram úr mál-
verkinu, ómeðvitaðar um athygli
listamannsins og áhorfandans. Per-
sónugerðin verður til þess að leiða
athyglina enn frekar að munúðar-
fullum litunum, þar sem mótun
holdsins er framan af unnin með
viðeigandi tónum húðlita, en síðar
með sífellt djarfari litasamsetning-
um. Oftast er þrengt að módelinu
í myndfletinum, þannig að ekkert
getur dregið athygli áhorfandans
frá því litaspili, sem listamaðurinn
hefur sett þar saman; þetta sést vel
í myndum eins og „Sofandi kona"
og „Stúlka með greiðu", sem vænt-
anlega er eitt þekktasta verk Gunn-
laugs.
Af sýningunni má sjá, að eftir
MALARINN
OG SAMTÍD HANS
Myndiist
Bragi Ásgeirsson
Hver kynslóð hefur til að bera
sérstakt mat á fegurð og aldrei
hafa kynslóðaskiptin verið eins ör
og á þessari öld hraða og tækni-
legra umbyltinga.
Á tímum er mannsævin hefur
lengst til muna hafa umskiptin um
leið orðið sneggri og óvæntari í
þessum efnum og þannig ber það
vott um mikla grunnhyggju að ætla
sér að spá fram í tímann um þröun
lista almennt. Einungis - þróunar-
saga allra síðustu ára sýnir okkur
fram á, að hér á almenn getspeki
ekki heima og auk þess hefur kom-
ið fram að einstaklingskenndin er
sterkari en nokkur hélt og rís jafnt
upp gegn miðstýringu sem mark-
aðsáróðri annars vegar og forsjár-
hyggju og niðursuðuiðnaði hins
vegar.
A örfáum árum hefur heims-
myndin tekið miklum breytingum
og risaveldi er teigði anga sína um
allan heim hefur liðið undir lok,
jafnframt hrundi blómlegur lista-
verkamarkaður, sem reis stöðugt
hærra og hærra og er nú loks eitt-
hvað að rétta við sér aftur. Þá eru
ný teikn á lofti um þróunina í Aust-
urlöndum og þaðan má búast við
miklum tíðindum á næstu árum,
sem kann enn að umbreyta heims-
myndinni og listmatinu um leið.
Eðilega hafa þjóðfélagslegar
umbreytingar alltaf drjúg áhrif á
mótun lista, en framrásin í listheim-
inum hefur þó orðið giska öðruvísu
en lærðir menn á þeim vettvangi
ætluðu og þeir hafa frekar mátt
beygja sig undir hana, en að þeim
hafi tekist að stýra henni eftir eig-
in höfði þrátt fyrir mikinn og góðan
vilja.
Sívaxandi straumur fólks á list-
viðburði hvers konar og söfn hefur
komið mörgum svo mjög í opna
skjöldu, að það hefur ruglað þá, en
um leið hafa þeir orðið að breyta
afstöðu sinni til hlutanna til að vera
samstiga framvindunni.
Fólk er upplýstara og áhugasam-
ara og tekur meiri þátt í umræðu
dagsins sem í sjálfu sér skapar
nýjar þarfir. Um leið og menn fara
að segja þessum hópi til, hvað sé
list og hvað ekki, er fólkið horfið á
braut og spekingarnir standa eftir
aleinir á kassanum.
Þannig eru aðrar og meiri kröfur
gerðar til safna en áður og listhús
er halda fram miðstýrðum staðli
hafa mörg lagt upp laupana. Söfn
þurfa að vera sveigjanleg og lifandi
og víða er mikil samkeppni á milli
þeirra á þá veru.
Þetta gerir líka að verkum, að
endurmat á sér stað á verkum
myndlistarmanna og þótt slíkt sé
ekkert nýtt hefur það aldrei verið
eins áberandi og á síðustu árum.
Orsökin er hrun miðstýringar-
aflanna og einnig, að nú er mun
erfíðara að fela verk listamanna og
virtir fjölmiðlar hafa stóraukið þjón-
ustu sína við myndlist og listvið-
burði almennt. Hér eru þeir þó ein-
ungis að sinna þeirri frumskyldu
að ná til j:ólks og þjóna óskum þess
og þannig verða menningarkláfarn-
ir stöðugt stærri og glæsilegri. Þar
með eru þeir í takt við tímann og
þróunina.
Á námsárum mínum var eitt blað
öðru frægara í myndlistarheimin-
um, sem hét „Art aujourd'hui"
(Listin í dag) og var gefíð út í Par-
ís og þótti einstakt í sinni röð, en
nú þjóna almenn dagblöð þessum
sama vettvangi jafnvel með enn
meiri glæsibrag og eru um leið mun
hlutlægari. Jafnframt er komin upp
ný staða sem engan óraði fyrir, sem
er, að þessi þjónusta almennra dag-
blaða við lesendur er farin að veita
sígildum listtímaritum harða sam-
keppni!
Hér á sér þannig stað mikil upp-
stokkun gilda og hugmynda og það
verður hver sá var við, sem flettir
í listtímaritum að staðaldri og hefur
aðgang að erlendum dagblöðum.
— A íslandi höfum við ekki í
sama mæli orðið vör við þessa
umbyltingu, nema að því leyti að
listaverkamarkaðurinn er í mikilli
lægð, en hann var nú aldrei að
marki blómlegur né skipulagður.
Þó er mikill munur á honum og
í þá tíð er þeir sem keyptu mynd-
_±