Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Extatic með sýninguna „1080 Original Gravity" Giuseppe Verdi í Playhouse. Stein setti upphaflega upp Júlíus Sesar á listahátíðinni í Salzburg árið 1992. Sýningin var leikin á þýsku og voru fjöldasenumar með yfir 200 leikur- um. Þjóðverjar sýndu einnig Dr. Faustus Lights the Lights eftir i Gertrude Stein. Það var Hebbel Theater frá Berlín sem setti það upp, en leikstjórinn er Robert Wil- son frá Bandaríkjunum. Sjónrænt séð var sýningin flott. Lýsingin var listræn og val á búningum og leik- mynd skapaði oft skemmtilega mynd. Tónlistin átti vel við en hún var eftir Hans Peter Kuhn. Fyrir utan það fannst mér sýningin hálf innantóm. Sýningin var mjög stíl- ; ræn, enginn hreyfði sig eðlilega eða ; leit eðlilega út. Oft var það stíllinn : stflsins vegna en ekki af því að það j gæfí verkinu frekari dýpt eða gildi. Þá setti Peter Sellars upp fom- • gríska harmleikinn The Persians 1 eftir Aiskýlos í Lyceum Theatre. Hann notaði kórinn mjög skemmti- p lega og var kórinn ekki aðeins þjóð- in heldur mannfólk almennt. í kóm- um vom þrír einstaklingar: Einn þeirra svartur maður, óhugnanlega stór með ótrúlega rödd og breitt raddsvið, annar var austurlenskur dansari sem hreyfði sig allan tím- ann hægt og sterkt, túlkandi þján- : ingar manna í stríði, svo loks ungur amerískur strákur sem talaði í hljóðnema þanni að röddin kom aftan að áhorfendum. Tónlistin er •mjög sérstök, samin af Hanza E1 Din frá Núbíu, og notkun á hljóð- kerfinu var áhrifamikil. Sýningin í heild var þó full löng og hæg. Sýningar Mark Morris Dance Group voru lofaðar í hástert af gagnrýnendum og var aldrei klapp- að meira en eftir þær. Mér leið eins og snobbið næði hátindi sínum á lókasýningu þeirra. Það var klappað svo mikið að dansaramir kunnu ekki fleiri „kóreograferaðar" útgáf- ur á því hvemig þau ættu að hneigja sig og gláptu vandræðalega út í sal. Þetta var ágætis sýning, falleg- ir búningar, menn komu og fóru, falleg uppröðun á fólki og tónlistin var flutt á staðnum. Tónlistarmönn- um var þó potað út í hom, þó svo að Mark Morris segist dansa „við tónlist ekki á henni“. Mark Morris hefur greinilega vald yfír ólíkum dansstílum og gott auga fyrir kóreografíu, en mér fínnst sumir dansaramir ekki ná að tileinka sér sporin. Hreyflngamar komu ekki innan frá heldur dönsuðu þeir spor- in af því að þeim hafði verið sagt að dansa þau. Það sem er hvað vinsælast á The Edinburgh Intemational Festival er The Tattoo. Þetta er svakaleg her- sýning við Edinborgarkastalann en herinn hefur aðstöðu þar. Edinburgh Festival Fringe er mun stærri hátíð og að mörgu leyti alþjóðlegri, því þar koma fram lista- menn frá Austur-Evrópu, Afríku og öðmm löndum utan Evrópu. Hver sem er getur tekið þátt í Fringe-hátíðinni og í ár auglýstu þau hátt í 600 sýningar. Margir frægir höfundar og leikarar hafa birt verk sín eða komið fram á Fringe-hátíðinni. Megin áhersla er lögð á leiksýningar, kabaretta, stand-up comedies, o.s.frv. Einnig auglýsa þeir ljósmynda- og mynd- listasýningar, skartgripa- og skúlptúrgerð og sýningar sem tengjast menningu ýmissa þjóða. Það má segja að á þessari hátíð sé allt á milli himnaríkis og helvítis, þar sem þama geta verið mjög áhugaverðar sýningar en innan um algjört msl. Fjórar sýningar sem ég sá lifa sterkt í mér, One Man með Steven Berkoff, einum frægasta leikhús- manni Breta eftir stríð, Ela Boj- anowska með d’auteur, 1080 Orig- inal Gravity og The Legend of St. Julian. Berkoff fór með þijú eintöl, tvö eftir sjálfan sig og eitt byggt á sögu eftir Edgar Allen Poe, Tell Tale Heart. Berkoff hefur mjög sérstakan stíl og streymir ótrúleg orka frá honum á sviði. Hann leikur sér mikið með orð og notar allt raddsviðið eins og það leggur sig. Á sviðinu var engin leikmynd, að- eins eitt kastljós og tónlistarmaður sem sá um lifandi tónlist og leik- hljóð á meðan sýningunni stóð. Berkoff notar mikið látbragð og er túlkun hans mjög öfgakennd og langt frá því að vera raunsæisleg. Þó að sýningin sé unnin niður í smáatriði er hann fijáls innan henn- ar og verða viðbrögð áhorfenda og utanaðkomandi hljóð hluti af sýn- ingunni. Fólk væntir mikils af hon- um og kemur sérstaklega til að sjá stfl hans. Hann uppfýllti þær kröfur fyllilega, en varð kannski um leið meira Berkoff en Berkoff, einhvers konar „karekatúr" af sjálfum sér. í lítilli kjallarakompu sá ég svo Ela Bojanowska, pólska konu sem var að túlka stuttar senur og eintöl eftir ýmsa höfunda, svo sem T.S. Eliot, Shakespeare og Dostoevski. Það sem hreyf mig mest við þessa sýningu var einlægni hennar. Hún talaði mest allan tímann á pólsku, en maður fann að hún gaf allt frá hjartanu. Einnig notaði hún rýmið mjög vel, það var eins og það var, engin falsheit. Ef það var gluggi á herberginu þá opnaðist hann þegar hún þurfti ferskt loft, hún fór fram á gang til að ná í búninga o.s.frv. Umhverfið hafði mikil áhrif á hana og leyfði hún sér að vera fullkom- lega fijálsri, ef hana langaði að dansa þá dansaði hún. Hún notaði ljós og skugga á mjög skemmtileg- an hátt og varð ljósið oft eins og áþreifanlegur hlutur. 1080 Original Gravity var nokk- urs konar sirkus/leiksýning. Þáttur- inn var settur upp á „trapísum" eða sirkusrólum. Sagan gerist um borð í skipi og allar hreyfingar þess og fólksins voru samtvinnaðar við sirk- usatriði á rólum. Engin hreyflng var gerð til að sýna hvað þau voru klár, allt hafði tilgang innan verks- ins og rólurnar hættu að vera sirk- us-rólur og urðu leikmyndin eða hluti af skipinu. Leikurinn var mjög góður miðað við það að leikaramir vom meira sirku-fólk en atvinnu- leikarar. Skoski leikhópurinn The Com- municado setti upp The Legend of St. Julian eftir Gustave Flaubert. Þessi leikhópur flokkar sig undir svokallað Physical Theatre. Þetta var mjög falleg og sterk sýning. Það var lítið talað með orðum, en mikið sagt með líkama, myndum og hljóði. Fyrir utan alþjóðlegu listahátíð- ina og The Fringe vom ýmsar uppá- komur. Til að mynda var hægt að B r y n h i I d ii r Þorgeirsdóttir s ý n i r s k 01 p t ú r a íí r s t e y p u o o 01 e r i í N ý I i s t a s a í n i n u UPP ÚR DJÚPI UNDIRDJÚPIN eru uppsprettur kynjamynda Brynhildar Þorgeirsdóttur. Kuðunga, ígulkera og sorfins gijóts, gim- steina í klettum. Úr sementi, sandi, tilfinningum og gleri. „Þetta eru allt einstaklingar,“ segir hún, „með sitt ákveðna kyn og sín sérkenni. Yfirleitt eiga þeir saman tveir og tveir - hafa afstöðu hvor gagnvart öðrum. Mér finnst ég þekkja suma strax en aðrir eru framandi og ef til vill óþægilegir. Þá læt ég kannski vera þar til allt í einu að ég rekst á þá aftur og veit skyndilega hvað þeir vilja. Annars er ég ekki mikið i pælingum, verð bara fyrir áhrifum af umhverfinu og fólki sem ég hitti og finn að mig langar að gera svona verk. g er alveg hissa hvað fólki þykir þau erótísk, mín vinna hefur stjórnast af tilfinningu og útkoman oft form sem maður sér ítrek- að í náttúmnni og mannslíka- manum. Verkin em grófari ytra en mýkri innra og ég vinn út frá þessu þarna inni sem glittir í. Það er yfirleitt gler, sem ég móta í sand, og steypi svo verk- ið utan um. Þannig vísar glerið inn og getur eflaust verið eins og op á líkama. En ég hugsa þá frekar um auga heldur en kyn- færi. Annars horfír hver fyrir sig. Mig langar kannski að spyija hvað sé þarna á bak við og hvort það endi einhvers staðar." Brynhildur er mörgum mynd- listamnnendum að góðu kunn. Hún hefur haldið flmm einkasýn- ingar í Reykjavík og fjórar í Bandaríkjunum og Finnlandi, tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum og veitt Myndhöggvarafé- laginu í Reykjavík formennsku að undanfömu. Hún stundaði framhaldsnám í Hollandi, Sví- þjóð og Bandaríkjunum og hefur síðan 1982 unnið bæði hér heima og í New York. Hún sýnir þessa dagana í Nýlistasafninu við Vatnsstíg og segir að þar sé vinna hennar frá því síðasta haust og fram til 'þessa. Hún hafi verið hálft ár á eynni Sveaborg í Finnlandi og farið að garfa í skeljum og þör- ungum. „Ég gekk þama í flæðar- málinu og spáði í dularfull neð- ansjávarfyrirbæri. Svo fékk ég öðm hvom inni á glerverkstæði þar sem ég vann hratt úr óljósum hugmyndum, mótaði beint í sandinn og hellti gleri yfír. Út- koman kallaði oft á eitthvað ákveðið framhald, allt eftir til- finningu, sjáðu, en svona er þetta einfalt: Vinnan endurspeglar hvar maður er og hveija maður umgengst. Leitin að efnivið er endalaus og stöðug og sem betur fer oftast ómeðvituð." Skúlptúrar Brynhildar í Ný- listasafninu em ýmist upp á vegg eða á gólfinu, straumlínulaga og lífrænir eða kantaðir eins og demantar. Og í neðri salnum er fjara, með smáum og stórum skeljum í sandinum. Brynhildur viðurkennir að sig hafi langað Brynhildur Þorgeirsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn að búa til eitthvað fallegt. „Pönk- ið er búið,“ segir hún, „og ég ekki lengur svona rosalega hörð með hárið upp í loft. Þessi strönd er líka eitthvað svo dularfull. Ég kalla sýninguna strandhögg af því hún er óvænt innrás úr sjón- um upp á land. En næst langar mig ekki ofan í sjóinn eftir efni heldur svörð- inn. Helst út úr sýningarsal og niður í jörðina. Auðvitað er þetta allt saman til sem maður er að gera, ein- hvers staðar í náttúrunni. Én þú þarft ekki að spyija: Ég vil sjálf vera meistarinn." Þ.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.