Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
C 3
fara á einhvers konar pyntinga-
sirkus, Jim Rose’s Circus, þar sem
menn borða rakvélablöð og gler,
lyfta straujámum með geirvörtun-
um og kveikja á ljósaperu með því
að láta leiða rafstraum í gegnum
sig. Mér skilst að lífaldurinn í þess-
ari grein sé ekki hár. Á götunum
voru hljóðfæraieikarar, útimarkaðir
og götuleikhúsfólk og er mér einna
minnisstæðastur maður sem gekk
á slakri línu og spilaði á rafmagns-
fiðlu. Hann var vel skítugur af sóti
og götunni og hefur búið í flutn-
ingabíl síðust 7 árin og ferðast á
honum um Evrópu. Þá er einnig
kvikmyndahátíð í gangi og bók-
menntahátíð, svo af nógu er að
taka. í lok hátíðarinnar var síðan
stórfengleg flugeldasýning við Ed-
inborgarkastalann, The Glenlivet
Fireworks Concert við undirspil The
Scottish Orchestra. I miðborginni,
á Caltin Hill og Arthur’s Seat, söfn-
uðust saman um tvöhundruð þús-
und manns til að sjá og heyra.
Þegar ég lít til baka og hugsa
um listahátíðina finnst mér eins og
ég hafi fullkomlega náð að skynja
hana í öllu sínu veldi. Það er eins
og hún hafí sprengt utan af sér
heildartilfinninguna og sé þúsund
hlutir púslaðir saman, þar sem djúpt
er á kjarnanum. Hátíðin varir í þijár
vikur en margir eru farnir að teygja
hana upp í fjórar. í vikunni áður
en hún hófst opinberlega voru ýms-
ar uppákomur, til að mynda jazz-
hátíð. Er þessi vika þá nefnd 0 vika
eða forvika. Magnið er mikið og
alltaf að aukast, en ég er ekki viss
um að gæðin aukist að sama skapi.
Alltof margir peningamenn eru
komnir í spilið og gríniðjan blómstr-
ar.
Edinborg er ákaflega rómantísk
og falleg borg og sérstakur andi
er yfir henni með öllum þessum list-
þyrstu ferðamönnum.
Höfundur er leiklistamemi í Edinborg
Jónas Bragi Jónasson sýnir glerskúlptóra í Listhósinu í LaugardaI
ÍSNÁLAR, jökulbrot og kristallar. Svalt
og fágað. Aldrei gróft eða hrátt, heldur
unnið af natni og nákvæmni. Þannig er
glerið hans Jónasar Braga Jónassonar sem
nú sýnir í Listhúsinu í Laugardal. Hann
segir að glerið sé stóra ástin í lífi sínu,
þessi vökvi sem geti eins og vatnið tekið
á sig ótal myndir þegar hann kólnar. Þó
láti hann nægja örfá einföld form til að
móta úr klakamyndir; þríhyming og fer-
hyming auk hríngsins. „Ég hef alltaf ver-
ið í þessum hvössu línum,“ segir hann,
„teiknað svona síðan ég var lítill. En svo
vind ég þær til og beygi í glerinu þannig
að mýktin verður ef til vill aðaleinkenni."
Jónas Bragi Jónasson
Morguiiblaðið/Kristinn
Jónas Bragi lauk í fyrra meistaragráðu í
glerlist við Lista- og hönnunarháskól-
ann í Edinborg. Hann er 28 ára gam-
all og hefur tekið þátt í tíu sýningum
síðan hann útskrifaðist úr Myndlista- og hand-
íðaskólanum 1989. Þar á meðal er alþjóðleg
glerlistasýning sem haldin var í Japan 1990,
sýning í Smith’s Gallery í London sama ár
og „New Designers" - sýning nýrra hönnuða
í London á síðasta ári. Það var raunar gott
ár hjá Jónasi Braga, hann fékk fyrstu verð-
laun í samkeppni nemenda úr glerdeildum
listaháskóla í Bretlandi fyrir Öldur sem gefur
að líta í Listhúsinu. Um fimmtíu verk voru
send til keppninnar sem haldin var í tengslum
við stóra glersýningu, „Crystal ’92“, í borg-
inni Dudley skammt frá Birmingham.
Þó að Jónas Bragi hafi komið sér upp vinnu-
stofu við Laugaveg segist hann ekki vilja
missa tengslin úti í Englandi og þurfi hvort
sem er að fara öðru hvoru til að ná sér í gler.
„Glerheimurinn er enn frekar lítill, þar skipta
menn hundruðum en ekki þúsundum eins og
í annarri myndlist. Mér finnst bæði nauðsyn-
legt og sjálfsagt að fara að hitta fólk og taka
þátt í leiknum."
Ung listgrein
Gleriðn á sér afar langa sögu og listin
sækir í hana. Jónas notar til dæmis foma
rómverska aðferð við handslípun. „En það
var ekki fyrr en 1960 að glerlist hóf að vinna
sér sess,“ segir hann. „Þá fóru fyrstu lista-
mennirnir, Toleido-hópurinn, að vinna með
heitt gler. Þannig að glerið sem sjálfstætt
listform er rétt að ná fullorðinsaldri og vin-
sældir þess hafa aukist mjög á allra síðustu
árum. Neues Glas heitir glerlistarblaðið sem
hvað mest er skoðað og þar er eitt dæmið
um þessa sprengingu, það birtir árlega mynd-
ir af hundrað verkum og hefur til skamms
tíma fengið svona 4-500 sendar frá lista-
fólki. En i fyrra bárast því yfir 3.000 myndir
af glerlistaverkum."
Ekkert strokleður
Jónas Bragi varð hrifinn af glerinu í Mynd-
listaskólanum hér heima og langaði að ná á
því betri tökum. Síðan hefur hann komið sér
upp ákveðinni aðferð við glermótun, í skólun-
um í Surrey og eftir það Edinborg. „Fyrst
finn ég form sem mér finnst fallegt, segir
hann, „og gef mér góðan tíma til að átta mig
á hugmyndinni sem ég vinn nú orðið beint í
vax. I glerinu er nefnilega ekkert strokleður
og maður verður að vera alveg ákveðinn. En
þegar því er náð steypi ég mót um frummynd-
ina úr gifsi og muldum tinnusteini og strengi
stálnet yfir. Bræði síðan vaxið út með gufu
og leyfi mótinu að þorna í nokkrar vikur.“
Þolinmæði
„Þá fer það inn í ofn, ýmist með köldum
glermolum, eða þá að 1200 gráðu heitu gleri
er hellt í þegar mótið er orðið um 900 gráðu
heitt. Þama strái ég líka lit í glerið og læt
það svo vera í hitanum nokkrar klukkustund-
ir. Síðan er ofninn opnaður til að kæla glerið
snögglega niður í svona 600 gráður þannig
að öll hreyfing hætti og eftir það er honum
lokað aftur og glerið látið kólna hægt að stofu-
hita eftir kúnstarinnar reglum í margar vikur.
Þá þarf að ná mótinu utan af og slípa það
þangað til uppranalegri hugmynd er náð.
Þetta tekur nokkrar vikur í viðbót - þolin-
mæði er algert lykilatriði í vandaðari glerlist."
Þ.Þ.
Norræna húsid
Listaverk f rá Skagen-
saf ninu í Danmörku
í SÝNINGARSÖLUM Norræna hússins verður opnuð sýning, laug-
ardaginn 25. september kl. 15 sem ber yfirskriftina Skagen -
norrænt menningarsamfélag fyrir einni öld. Þetta er sýning á
úrvali listaverka frá Skagensafninu á Jótlandi, málverk, vatnslita-
myndir og teikningar. ’I Lesbók er fjallað um Skagen-málarana.
Sendiherra Danmerkur, Villads
Villadsen, flytur ávarp og opn-
ar sýninguna. Claus Olsen, for-
stöðumaður Skagensafnsins, held-
ur fyrirlestur með litskyggnum í
fundarsal Norræna hússins sama
dag kl. 16. Hann ijallar þá um
menningarsamfélagið á Skagen
sem myndaðist fyrir síðustu alda-
mót. Meðal þeirra listamanna sem
mynduðu þetta samfélag voru
Holger Drachmann, sem málaði
sjávarmyndir, Carl Locher, Mich-
ael Ancher og kona hans Anna
Ancher, Viggo Johansen, P.S.
Kroyer og Karl Madsen; frá Nor-
egi komu Fritz Thaulow, Christian
Skredsvig, Eilif Petersen og
Christian Krogh.
Meðal Skagen-málaranna þró-
aðist norræn raunsæisstefna og
vora viðfangsefnin daglegt líf
fiskimanna og listamannalíf.
En það vora ekki eingöngu list-
málarar sem settust að eða heim-
sóttu Skagen. Nefna má gagnrýn-
andann Georg Brandes og skáldin
Henrik Pontoppidan og Gustav
Wied, tónskáldin Hugo Alfvén og
Carl Nielsen komu þar einnig við
sögu.
Á sýningunni í Norræna húsinu
eru m.a. verk eftir Önnu og Micha-
SIGRÍÐUR Björnsdóttir held-
ur verklegt kvöldnámskeið á
Brekkustíg 8 í myndþerapíu.
Námskeiðið er fyrst og fremst
ætlað kennuram, fóstrum,
þroskaþjálfum, hjúkrunarfólki, og
öðru fagfólki á uppeldis-, kennslu-,
félags- og heilbrigðismálasviðum
og einnig þeim sem áhuga hafa á
að kynnast myndþerapíu af eigin
raun.
el Ancher, Holger Drachmann,
Viggo Johanesen, P.S. Kroyer,
Carl Locher, Laurits- Tuxen,
yiggoi Johansen og Carl Madsen.
Á sýningunni er einnig vatnslita-
mynd eftir Svavar Guðnason frá
1964.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 14-19 og stendur til sunnu-
dagsins 24. október.
Á námskeiðinu gefst þátttakend-
um kostur á að taka þátt í virkum
æfingum í eigin myndsköpun og
gagnkvæmum umræðum þar að
lútandi.
Sigríður Bjömsdóttir er löggilt-
ur félagi í Hinu breska fagfélagi
myndþerapista (BAAT). Hér á
landi hefur menntamálaráðuneytið
metið námskeið Sigríðar til stiga.
Námskeið í
myndþerapíu
veitir fé til norrænna samstarfsverkefna á sviði rann-
sókna, menntamála og menningar í breiðri merkingu
þess orðs. Styrkir eru einnig veittir til samstarfs á al-
þjóðlegum vettvangi sem á sér það markmið að kynna
norræna menningu og menningarstefnu.
Fé er fyrst og fremst veitt til tímabundinna verkefna
með breiðri norrænni þátttöku, þar sem að minnsta
kosti þrjú lönd eiga hlut að máli.
Með styrkveitingu óskar stjórn sjóðsins að stuðla að
• aukinni þátttöku almennings í norrænu menningar-
samstarfi,
• þróun menningarlífs á Norðurlöndum,
• nýsköpun, tilraunastarfi og þverfaglegu samstarfi.
Sjóðsstjórnin leggur sérstaka áherslu á
• samstarfsverkefni fyrir og með börnum og ungling-
um, sérstaklega þar sem lögð er áhersla á beina
þátttöku þessa hóps,
• menningarmiðlun Norðurlandanna á milli, þ.á.m.
stærri sýningar,
• samstarfsverkefni sem stuðla að auknum málskiln-
ingi á Norðurlöndum,
• samnorrænt menningarstarf sem dregur úr tor-
tryggni gagnvart útlendingum og kynþáttahatri.
Umsóknareyðublöð með leiðbeiningum og frekari upp-
lýsingum um styrkveitingar sjóðsins fást hjá Norræna
menningarsjóðnum:
Nordisk Kulturfond,
Store Strandstræde 18,
DK-1255 Kobenhavn K.
Sími +45 33 96 02 OO.
eða Menntamálaráðuneytið,
Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík.
Sími 91-60 95 00.