Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 C 7 hver söngfugl þylur engilmál. Það risa hallir, akrar engi og iðjagrænt er hvert eitt tún - og syngjum nætur sætt og lengi uns sólin skín á fjallabrún. „Viltu heyra ljóð?“ Er hægt að vera skáld án þess að yrkja um ástina? „Ef ástin lifir / - þá er hvergi háski,“ fullyrðir Sigurður frá Arnarholti. Hann orti töluvert um ástina, stundum í tóm- um gáska, sérstaklega þegar leið á ferilinn. Stundum í alvarlegum, hátíðlegum tón, „almáttug er ástin himinborin". En bestu ástarkvæði hans eru Mansöngvar og Stína. í Mansöngvum heyrir skáldið kven- mannsrödd berast út um opinn glugga og er eftir það fanginn. Kvæðið er eins og ástin - hátíð- legt; „í myrru stað ég kvað þér þetta kvæði“, gáskafullt; „Varst þú kannski á Akyreyri stærri / og yndislegri þar þín göngu spor“, og auðvitað biturt: Ég sé þú elskar alltaf mest þig sjálfa og enn er sama héla um svipinn þinn. þú teygar sólskin, sem við hinir borpm, og sama hér um bil um guð og menn. Eftir mikil tilfinningagos endar kvæðið einfaldlega á spurningunni, „Ertu til?“. Og lesandinn situr eftir furðu lostinn, grunar kannski að skáldið sé að draga hann á asnaeyr- um og spyr; er verið að yrkja um loftsýn? Hafnar þó þeirri grunsemd um leið og lína eftir Sigurð kemur uppí hugann, „Heldur þú kona, að ég kveini / í kvæði, en meina ekki neit,t?“ í Stínu seilist Sigurður í þjóð- kvæðistílinn og yrkir um samnefnda konu sem eitthvað amar að; hún heyrir aldrei framar, brosir aldrei framar, hlær aldrei framar, grætur aldrei framar, sama hvemig ljóð- mæiandi lætur. Til að byija með átti ég í vandræðum með að skilja hvað amaði að henni Stínu, en sá síðan að hún er látin og kvæðið örvæntingarhróp elskugans - skáldsins sem reynir áð bijóta dauð- ann á bak aftur með kvæðum sín- um: Stína litla, Stína mín! Viltu heyra ljóð? Það eru vökudraumar um hvað þú sért góð. Komdu fram í dalinn og dreymdu með mér; þar á ég kvæði falin - og öll handa þér. En Stínu dreymir aldrei framar eitthvað er það, sem að henni amar. „í dag er ég ríkur“ Það væri allt að því glæpur að líta framhjá frægasta kvæði Sig- urðar. Nóg ér samt að sleppa Úti- legumanninum; en það kvæði las ég stráklingur í Bláu skólaljóðunum og síðan hafa útilegumenn allra tíma átt samúð mína. í dag er bæði fantagott kvæði, og um leið nýrómantísk uppskrift af lista- manninum. Samkvæmt henni er listamaðurinn hin algera andstæða hversdagleikans, andstæðurnar búa í honum og hann þekkir engar hömlur: í dag er ég ríkur - í dag vi! ég gefa demanta, perlur og skínandi gull. Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa, uns sál þin er mettuð og barmafull. Það er ókeypis allt, og með ánægju falt - og ekkert að þakka, því gullið er valt! Þetta er fýrsta erindið af fimm. Næsta erindi hefst á línunni „í dag er ég snauður og á ekki eyri“ og er ranghverfa fyrsta erindis. í þriðja erindinu er hann óendanlega'glað- ur, þá svo reiður að hann vill bijóta allt og brenna „hengja og skjóta alla helvítis þijóta". Loks er hann gamall, þreyttur, „drúpi nú yfir tæmdum sjóð ... / og mitt silfraða hár / í særokum litaðist hvítt fyrir ár.“ Kvæðið, sem Sigurður orti snemma á ferlinum, er kröftugt og skemmtilegt. Síðar gerði hann þá kröfu til sín að yrkja kvæði á ein- földu máli, jafnvel alþýðlegu. Flest- ir eru sammála um að skáldinu hafi ekki tekist að ná fyrri hæðum með þeirri aðferð. I dag er ekki ort á alþýðlegu máli, en einfalt er það og auðskiljanlegt. Stundum óskar maður þess að Sigurður Sigurðsson frá Amarholti hefði gengið út frá þessu kvæði þegar hann tók að breyta stíl sínum. Eða getur maður annað en hrifist af svona skáldskap? í dag er ég glaður - í dag vil ég syngja og dansa til morguns við hveija sem er. Við flakkarann allt eins og kóng vil ég klingja - ég kæri mig ekkert um nafnið á þér. Þú ert vinur minn, víst eins og veröldin snýst - á víxla ég skrifa nú eins og þér líst! Jón Stefánsson Mussorgskíj. Verkið er samið 1877 og var upphaflega samið vegna áhrifa frá Valborgarnóttinni úr Faust eftir Goethe. Seinna ætlaði tónskáldið að nota verkið til að túlka maitröð úkraínsk bónda, í óperuverki sem hann hugðist semja. Fantasían var ekki upp- götvuð fyrr en eftir dauða tón- skáldsins og það var Rimsky-Kor- sakov sem gekk frá því til flutn- ings. Næturmartröðinni í verkinu lýkur með því að kirkjuklukkur hringja inn nýjan dag og lýkur á mjög fallegri morgunbæn. Það var margt vel gert í þessu sérstæða verki og þar mátti heyra fallega mótun stjórnandans á morgun- bænini, sem var þó í hægara lagi en hefði ef til vill mátt vera gædd meiri fögnuði þess sem vakandi fagnar nýjum degi og veit að martröðin var ímyndun og er horf- in í myrkur minninganna. Sólrún Bragadóttir söng aríu úr Mímí úr La Bohéme eftir Pucc- ini og stóraríuna Sempre libera úr La Traviata eftir Verdi. Báðar aríurnar söng Sólrún af glæsibrag og er hún tvímælalaust ein af okkar allra bestu söngkonum í dag. Við stjóm hljómsveitarinnar í aríunum, fantasíunni eftir Mus- sorgskíj, forleiknum af La Tra- viata og La Valse eftir Ravel, sýndi Osmo Vásnká að hann er góður hljómsveitarstjóri, leggur bæði áherslu á nákvæmni í leik ög túlk- un, sem kom hvað fallegast fram í forleiknum að La Traviata og í niðurlagi fantasíunnar. Norræna húsiö Dcmskur djass- kvarteft DJASSTÓNLEIKAR verða í fundarsal Norræna hússins þriðjudaginn 28. september. Það er Christian Vuusts Nordic Quartett sem leikur frumsamda djasstónlist og nýjar útsetningar á norrænum og bandarískum lög- um. Kvartettinn skipa: Christian Vuust seni leikur á tenórsaxófón, Claus Gade trommuleikari, Tobi- as Sjögren leikur á gítar og Jo- hannes Lundberg bassaleikari sem kemur frá Svíþjóð. Það er Norræna húsið og Nor- ræna félagið í Reykjavík sem standa að heimsókn djasskvartetts- ins, en auk þess styrkir Norræni menningarsjóðurinn ferð þeirra hingað til lands. Aðgöngumiðar að tónleikunum í Norræna húsinu verða seldir á mánudag og þriðju- dag við innganginn. Aðgangsverð er krónur 1.000. Auk tónleikanna í Norræna hús- inu á þriðjudag leika þeir fyrir nem- endur í Menntaskólanum við Sund og hjá Tónlistarskóla FÍH. Þeir fara einnig til Akureyrar þar sem þeir spila á föstudagskvöld. Morgunblaðið/Þorkell Oddur Björnsson í hópi leikara: „Þetta er besta leikhúsreynsla sem ég hef gengið í gegnum.“ Þretlánda ktossfeiðin eftii Odd Biöiosson VIGVOLLURINN ERIÞÚ SJÁLFUR Þrettánda krossferðin nefnist nýtt leikrit eftir Odd Björnsson sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 1. október. Þetta er með viða- meiri verkefnum Þjóðleikhússins og stærsta verk Odds, en nýtt verk eftir hann hefur ekki komið á svið síðan Eftir konsertinn fyr- ir tíu árum. Tónlistin er eftir Hjálmar H. Ragnarsson, lýsing er verk Páls Ragnarssonar, leikmynd og búningar eftir Sigurjón Jó- hannsson. Leikstjóri er Þórhildur. Þorleifsdóttir. Oddur Bjömsson sagði að fyrstu hugmyndir að Þrettándu krossferð- inni hefðu kviknað um það leyti sem Eftir konsertinn var leikið, þær hefðu verið í mótun í mörg ár. Hann hefði einsett sér að viða að sér hugmyndum, viljað hafa það á hreinu hvað hann vildi gera í hveiju tilviki. Var verkið þá búið að taka á sig fullnaðarmynd áður en það var skrifað? „Það var ekki endilega skrifað í réttri röð, með einhverri drama- tískri framvindu. Snemma var ég búinn að ákveða upphaf og endi og jafnvel milliþætti, en verkið varð smám saman flóknara og stærra í sniðum en ég hélt í upphafi." Þetta er þitt stærsta verk. „Langstærsta verkið og ólíkt fyrri leikritum mínum í fullri lengd.“ „Hljómbotninn" Þú varst fljólega kenndur við absúrdleikritun. „Ég kom heim frá námi í Vínar- borg 1956 þar sem ég hafði kynnst tilraunaleikhúsum sem kveiktu í mér, höfundar eins og Beckett, Artaud og fleiri. Við Guðmundur Steinsson, Erlingur E. Halldórsson og Magnús Jónsson vorum að dand- alast í Evrópu á svipuðum tíma, enda virðist mér að upp úr 1960 sé merkilegur tími að því leyti að þá komi hér fram öðruvísi leikrita- höfundar en áður. Það var uppbrot með stofnun Grímu, höfundar fóru að gefa leikhúsinu gaum sem slíku, spyija sig að því hvernig miðill það væri. Kvikmyndir tóku við raun- sæishlutverkinu. Við leituðum ef svo má segja að „hljómbotninum", leikhúsinu sjálfu." Riddarinn . Miðaldir eru þér hugleiknar. „Ég hef alltaf verið veikur fyrir miðaldatilburðum í leikhúsi, Commedia dell’arte og slíku, tíma- bilið er athyglisvert og nær okkur en við gerum okkur grein fyrir. A tímum Alexanders Borgia voru mörg ríki á Ítalíu og allt snerist um peninga og samkeppni. Hvað þessa tíma varðar hef ég alltaf ver- ið heillaður af riddaratákninu, það er bæði absúrd og mikilfepglegt og dulúðugt. Sama er að segja um mystík krossferðanna." Er riddari verksins tákn? „Hann er eins og einhver þráður í verkinu, heldur áfram sinni reið gegnum verkið, vill skila einhveiju sem hann kemur þó ekki í orð. Hann er ekki að ríða til borgarinn- ar helgu, hann er á heimleið." Er hann ekki tákn dauðans? „Hann getur verið það að ein- hveiju leyti, ekki síst vegna þess að hann er alltaf á heimleið." „Skáldin skildu að tíminn er naumur," er ein af setningum verksins, eitt af því sem hinn svo- kallaði skemmtistjóri lætur frá sér fara, en hann virðist boða ehdalok mannsins eða samfélagsins. „Þetta er atriði þar sem mikið uppbrot er í verkinu sjálfu. Þetta er einhvers konar örvæntingar- ræða. Ég kalla persónuna skemmti- stjórann, hann er þjóðhöfðingi eða ráðamaður." Stríðið Þrír hermenn leita að „stríðinu". Einn þeirra, Stefán, lætur svo ummælt að það að verða fullorðinn sé að fara í hernað. „Það er þessi eilífa leit að stríði sem liggur ekki alveg í augum uppi. Það eru búnar að fara fram langar samræður um hvert hermennimir séu að fara og hvað þeir séu að gera. Eru þeir þrír óháðir einstakl- ingar eða þríeinir? Hlutverkin þijú eru mjög erfið. Það hefur verið einstaklega skemmtilegt að vinna með leikur- unum, taka þátt í lifandi og gjö- fulli umræðu þeirra.“ Þú ert þá sáttur við túlkunina? „Mjög svo. Leikararnir hafa látið ganga yfir sig ýmsa geminga. Ég ímynda mér að það sé óhjákvæmi- legt að þeir hafi þurft að standa í einhveiju svipuðu til þess að vita hvað þeir eru að gera og hvers full- trúar þeir eru. Ymislegt í seinni hluta verksins kallar á miklar rök- ræður. í stuttu máli lenda þeir í ýmsum hremmingum, tíminn er afstæður í verkinu.” .Já, fortíð og nútíð renna saman, eru tímarnir líkir? „Maður botnar ekki alltaf í mannsöldmm, það er styttra milli þeirra en maður áttar sig á. Tækn- in er það eina sem breytist." Hreinsunareldur Hefur stríðið unnist að lokum? „Persónulega lít ég svo á, en get ekki tjáð mig nákvæmlega um það. Þetta hefur verið hreinsunareldur fyrir sjálfan mig. Þrátt fyrir allt hefur einhver sigrað.“ Það er áhorfandans að geta í það? „Já,“ sagði Oddur Bjömsson og bætti við: „Það em bráðum tvö ár síðan við fómm að vinna að upp- setningunni, en gerð verksins hefur þróast í þessari löngu samvinnu. Manni verður ýmislegt Ijóst þegar maður sér verkið á sviði, enda hef- ur það verið tekið mjög föstum tök- um frá byijun. Þetta er besta leik- húsreynsla sem ég hef gengið í gegnum, með þessu fólki sem hefur mikinn metnað. í mínum huga er til dæmis leikmyndin viðburður, ekki bara tímamótaverk fyrir Sigur- jón Jóhannsson, heldur þaulhugsað listaverk í mínum huga. Tónskáldið hefur líka kafað djúpt í verkið. Gert er ráð fyrir að tónlistin víkki tjáningarsvið verksins, t. d. hvað snertir hlut riddarans." Tónlist hefur löngum verið áhrifavaldur hjá þér. „Ég hef sagt í gamni að ég hafi lært mest af Beckett og Beethoven, einkum síðustu verkum tónskálds- ins. Þau hafa kennt mér mikið um formskyn og það að bijóta upp form. Eg hef alltaf verið fylgjandi því að form og innihald séu eitt, en það getur verið strítt." Kynlífsefni og ofbeldi setja svip á verkið. „Ofbeldi er ekki bara fréttir utan úr heimi heldur allt í kringum okk- ur. Myndbandið, auglýsingasamfé- lagið, afhjúpar þetta. Það er áber- andi að allir þurfa að láta á sér bera, veifa einhveiju tré, frekar röngu en engu. Athyglissýkin og það að allt þarf að gerast á skömm- um tíma eru kennimerki okkar.“ Heimssýn Verkinu er þá stefnt gegn þessu? „Ég skal fallast á að ég er að reyna að birta einhveija heimssýn í hnotskurn í verkinu, en þá er líka nauðsynlegt að bæta við að verkið leitar inn á við þegar á líður. Fyrri hlutinn virðist kannski skrautlegur inngangur, síðari hlutinn snýst um eintsaklinginn.“ - J. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.