Morgunblaðið - 03.10.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.10.1993, Qupperneq 2
2 FRETTIR/IIMNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 EFNI Borvinna í Botnsdalsgöngum er samkvæmt áætlun þrátt fyrir erfiðleika Smíði forskála í Breiðadal er lokið ísafirði. SMIÐIR luku smíði forskála við Vestfjarðagöng í Breiðadal á föstudag. Vegagerð í Botnsdal og fyrir mynni Engidals við Isafjörð gengur mjög vel að sögn gangamanna, en fram- kvæmdir við borun í Botnsdal ganga misjafnlega vegna vatns og slæmra jarðlaga. Borvinnan er engu að síður sam- kvæmt upphaflegri áætlun og var búið að grafa alls um 4.730 metra að kvöldi fimmtudags. Forskálinn í Breiðadal er 180 metra langur og lengstur þeirra þriggja skála sem gera þarf vegna verksins. Áður var lokið skálagerð í Tungudal, en á næsta ári er áætlað að smlða skála í Botnsdal. Vinna við skálagerðina hefur gengið mjög vel að sögn forsvarsmanna Vesturíss og sama er að segja um vegagerð í Botnsdal frá gangamunnanum að tengingu við núverandi veg rétt hjá bænum Botni. Unnið er af krafti við gerð vegar yfir léirurnar fyrir mynni Engidals við ísafjörð og er notað til þess efni úr jarðgöngunum. Nokkrar tafir hafa verið í Botnsdalsgöngunum vegna vatn- saga og slæmra borlaga og hafa verið boraðir frá 20-70 metrar á viku. Þrátt fyrir það gengur verkið samkvæmt upphaflegri áætlun þannig að 4.700 metra var búið að grafa á nákvæmlega réttum tíma. Á síðasta vetri gekk vinnan svo vel að gerð var ný áætlun sem gerði ráð fyrir að ljúka sprengingum til Súganda- fjarðar um næstu áramót og til Flateyrar síðla hausts 1994. Nú er orðið nokkuð ljóst að það næst ekki og tala menn um að ná í gegn til Súgandafjarðar seint í mars á næsta ári, eins og upp- hafleg áætlun gerði ráð fyrir, en þar eru nú ógrafnir 820 metrar. Nú eru að hefjast framkvæmd- ir ísafjarðarmegin í Breiðadals- göngum þar sem vatnsæðin opn- aðist í sumar. Búið er að koma vatnsrennslinu fyrir í opnum skurði, en við það þrengist svo vinnuaðstaðan þar að ákveðið hefur verið að breikka göngin um 1,5 metra þeim megin sem útskotin eru á 550 metra kafla. Var byijað að sprengja þarna á föstudagskvöld og verður unnið þar með öðrum bor á sólarhrings- vöktum þótt unnið sé af fullum krafti í Botnsdal. Heiðarvatn hef- ur enn minnkað, en sérfræðingar eru ekki enn fullvissir um að það sé vegna rennslisins í göngunum þótt slíkt gæti verið. Vatnsmagnið í stóru vatnsæð- inni er mælt reglulega, en vatns- rennslið hefur ekkert minnkað síðustu vikumar. - Úlfar. Forskálinn í Breiðadal er mikið mannvirki 180 metra langur. Smíði hans var lokið á föstudag og tókst að Ijúka honum áður en frost náðu að tefja verkið. Munnar forskálanna eru með nýjum og óveiy'ulegum hætti, en Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt á ísafirði hannaði þá sérstaklega fyrir Vegagerðina. Hlutabréfavíðskíptín námu 560 milljónum fyrstu níu mánuðina HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI sem fóru í gegnum viðskiptakerfi Verð- bréfaþings Islands fyrstu níu mánuði ársins voru samtals að fjárhæð 559 milljónir króna. Mikil meirihluti þessara viðskipta átti sér stað í hlutafélögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi, eða 364 milljónir. Á Opna tilboðsmarkaðinum nam heildarfjárhæð viðskiptanna 195 milljón- um. Ef borið er saman gengi nokkurra stærstu fyrirtælya á hlutabréfa- markaði í upphafi árs og í lok september kemur 1 Ijós að gengið hefur í flestum tilfellum lækkað á þessu tímabiii. Lækkunin var mest fram- an af árinu, en gengi flestra hlutabréfa hefur farið hækkandi síðustu vikur. Verð hlutabréfa virðist almennt vera að þokast upp á við. Þá hafa viðskipti með hlutabréf glæðst und- anfarnar vikur í kjölfar þess að árs- hlutareikningar stærstu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hafa verið birtir. Gengi hlutabréfa í Eimskipum var 4,20 í fyrstu viðskiptum ársins um JHflrgtmblaMb Sérblað um tölvur Sérblað um tölvur og ýmis málefni er þeim tengjast fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar er m.a. ljallað um hönnunarsam- keppni, tölvuböm, hugbúnað- arstuld og stafrænar raddir. Sjá Blað-D. miðjan janúar, en í septemberlok var gengið 3,97. Á aðalfundi félagsins 4. mars sl. var samþykkt tillaga um útgáfu 10% jöfnunarhlutabréfa og að teknu tilliti til þess hefur gengi Eimskipabréfanna hækkað fyrstu níu mánuði ársins um 3,9%. Fyrstu viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum á þessu ári áttu sér stað 9. febrúar á genginu 1,20, en síð- ustu viðskipti septembermánaðar voru á genginu 0,97. Gengi Flug- leiðabréfa hefur því lækkað um 19,2% fyrstu þrjá ársfjórðungana, en ekki var um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa að ræða á tímabilinu. Gengi íslandsbankabréfa hefur lækkað mikið undanfarið ár, en síð- ustu vikur hefur verið þróun í átt til hækkunar þó lítil sé. I fyrstu við- skiptum ársins um miðjan janúar var gengið 1,07 en í 0,88 í lok septem- ber. Lækkunin nemur 17,8%. BANDARÍSKI pilturínn, sem hrapaði úr hamraklettum á Vogastapa síðastliðinn föstudag, lést af sárum sínum í Borgarspít- alanum að kvöldi föstudags. Pilturinn, sem var fjórtán ára gamall, var að leik ásamt þremur félögum sínumif fjörunni á Voga- Misjafnt gengi olíufélaganna Verð á hlutabréfum í Skeljungi hefur hækkað töluvert fyrstu níu mánuði ársins. Þannig var gengið 4,00 í lok janúar þegar fyrstu við- skipti ársins áttu sér stað og í lok september voru viðskipti á genginu 4,10. Þá var samþykkt tillaga á aðal- fundi félagsins 12. mars um útgáfu 10% jöfnunarhlutabréfa og að teknu tilliti til þess nemur hækkunin 12,75%. Gengi á hlutabréfum ESSO hækk- aði líka. í fyrstu viðskiptum ársins var gengið 5,00 samanborið við 4,85 í lok september. Útgáfa 10% jöfnun- arhlutabréfa sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 26. mars sl. ger- ir hins vegar að verkum að gengi bréfanna hækkaði um 6,8% á tíma- bilinu. Gengi bréfa í Olís lækkaði um 13% fyrstu níu mánuði ársins. í byrjun janúar áttu sér stað viðskipti með bréfin á genginu 2,09 en 1,80 í lok september. Ekki var um útgáfu jöfnunarhlutabréfa að ræða. Hlutabréf í Granda lækkuðu einn- ig töluvert fyrstu níu mánuði ársins eða um 15,5%. í janúarlok fóru bréf í félaginu á genginu 2,25 samanbor- ið við 1,90 í lok september. Þá voru viðskipti með bréf í Útgerðarfélagi stapa á föstudag og klifraði hann upp í hamravegginn. Hann missti fótanna í um tíu metra hæð og hrapaði í stórgrýtið í fjörunni..Hann var fluttur með TF-Sif, þyrlu Land- helgisgæslunnar, en lést í Borgar- spítalanum á föstudagskvöld. Ekki er hægt að skýra frá nafni piltsins að svo stöddu. Akureyrar á genginu 3,50 í lok jan- úar miðað við 3,25 í septemberlok og nemur lækkunin 7,1%. I Hampiðj- unni áttu sér stað viðskipti 19. febr- úar á genginu 1,25. Síðustu við- skipti á níu mánaða tímabilinu voru á sama gengi. Skotið á gervigæsir Hnausum í Meðallandi. NÚ ER gæsavertíð í hámarki og veiðimenn mikið á ferð. Lítið veiðist þó og kemur gæsin ekki mikið í túnin. í morgun leyfði ég Guðmundi Óla, kennara við Klausturskóla, að reyna að veiða. Voru þrír menn með honum. Settu tveir þeirra upp gervigæsir í túninu við aðalveginn og biðu í ljósa- skiptunum. Allt í einu kemur hvítur nokkuð stór jeppi vestur veginn. Hann snýr við skammt vestan við gervigæsirnar og ek- ur til baka þannig að bílljósin lýsa þær upp og skýtúr á þær a.m.k. tveimur skotum. í því fer bíllinn út í kantinn og munaði litlu að honum hvolfdi, en náði sér upp á veginn með miklu spólverki, ók síðan á miklum hraða austur veginn og sáu þeir hann ekki meir. Hagladrífa fór mjög nærri veiðimönnunum. Þeir sáu ekki hvað margir voru í bílnum og þeir sem þar voru létu ekki svo lítið að vitja um hvort þeir hefðu sært eða drepið einhvem. Það er orðinn allalvar- legur hlutur að fara til gæsa- veiða I Meðallandi. Sýnist ekki veita af að þeir sem hér koma ókunnugir klæðist skotheldum vestum. Vilhjálmur. Engum til gagns ► Fórnarlömb Stalínismans í Sov- étríkjunum eru eins og villuráfandi sauðir í nýja ríkinu./lO Hugsa jákvætt og ein- beiti mér að því að ná heilsunni á ný ►Segir Jóhannes Sturla Guðjóns- son, sem slasaðist I viðureign við eiturlyfjasala./14 Rokkari af guðs náð ►Rætt við breska söngvarann og lagasmiðinn Mickey Jupp, sem væntanlegur er hingað til lands I vikunni./ 17 Japanska þjdðin sagði hingað og ekki lengra ►Kozo Watanabe fyrrverandi við- skipta- og iðnaðarráðherra Japans og núverandi þingmaður og að- stoðarframkvæmdastjóri Shinseito flokksins í viðtali við Morgunblað- ið./20 Upphefðin kemur að utan ►Hjálmar R. Bárðarson beitti sér í áratugi að öryggismálum sjó- manna og vörnum gegn mengun sjávar, heima og á alþjóðavett- vangi./24 ► B ► 1-24 í iðrum eldeyjunnar ►Hin unga eldfjallaeyja Surtsey hefur að geyma marga af óvenju- legustu hraunhellum landsins./l Hús sem var ► Sigríður Eyþórsdóttir kennari og leikstjóri segir frá æskuheimili sínu, Torfabæ í Selvogi./8 BÍLAR ► 1-4 Einn með öllu - ekki síst 100%driflæsingu ►Hafravatnshringurinn ekinn á upphækkuðum Land Cruiser GX neyðarbíl hjálparsveitanna./l Ódýr Fiat Uno fyrir norðlægar slóðir ►Fiat Uno hinn ítalski hefur nú fyllt áratug en er enn síungur með ýmsum stórum og smáum breyt- ingum I útliti og á tæknisviðinu./2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Fólk í fréttum 14b Leiðari 22 Myndasögur 16b Helgispjall 22 Brids Í6b Reykjavíkurbréf 22 Stjömuspá 16b Minningar 27 Skák 16b íþróttir 38 Bíó/dans 17b Útvarp/sjónvarp 40 Bréf til blaðsins 20b Mannlífsstr. 6b Velvakandi 20b Kvikmyndir 12b Samsafnið 22b Dægurtónlist 13b INNLENDAR FP ÆTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 Bandaríski pilturinn lést af sárum sínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.