Morgunblaðið - 03.10.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
11
KRAFTAVERK AÐ
ÉG SKYLDIHALDA LÍFI
VOLJA Lebedinskíj sat í
sovéskum fangelsum og
fangabúðum í samtals 17 ár.
Hann telur það sjálfur óskilj-
anlegt, eiginlega kraftaverk
að hann skuli hafa komist
Iífs af.
R Qhann var fyrst settur
rLUllll 'nn var hann 17 ára.
Það var árið 1944. „Ég er oft
spurður hversvegna ég hafi upp-
haflega verið tekinn fastur, en því
er eiginlega ómögulegt að svara
með öðru en að yppta öxlum. Fólk
var fangelsað að geðþótta. Veistu
hvað það þýðir? Þótt fólk skilji að
einhveiju leyti það sem við það
er sagt, þá held ég að raunveruleg-
ur skilningur á ógnarstjórn af
þessu tagi sé ómögulegur. Við sem
upplifðum hana skiljum þetta varla
sjálf. Það tók ótrúlega stuttan tíma
að gera út um örlög fólks. Kannski
bara eitt símtal.
Það sem var athugavert við mig
voru foreldrar mínir. Ég er úr fjöl-
skyldu byltingarfólks. Faðir minn
komst upp á kant við flokkinn
eftir byltinguna og var fangelsað-
ur 1923. 011 fjölskyldan fékk að
kenna á því eins og fjölskyldur
milljóna annarra sem með ein-
hveijum hætti voru yfirvöldunum
þyrnir í augum.“
Lebedinskíj segist hafa verið
þijóskur og uppreisnargjarn í eðli
sínu og það hafi ekki gert sér
fangabúðavistina auðveldari. „Ég
var ekki neinn menningarviti og
það þýddi að mér var ekki sýnd
linkind. Rithöfundar og mennta-
menn fengu oft þægilegustu störf-
in í fangabúðunum. Svoleiðis fólk
gat jafnvel fengið einhvern starfa
inni við á meðan strákar eins og
ég voru miskunnarlaust sendir í
verstu verkin“
Lebedinskíj var fyrst í fangabúð-
um í norðurhluta Rússlands, en
síðar var hann sendur til Síberíu.
Hann var í fangabúðum í Magadan
og í Kolyma og á ýmsum fleiri stöð-
um í Austur-Síberíu og við Kyrra-
hafið. Það sem gerir hans sögu
sérkennilega eru flótatilraunirnar.
Lebedinskij segist oftar en tíu sinn-
um hafa reynt að stijúkar úr fanga-
búðum. „Það var auðvitað hrein-
asta geggjun. Enda var það full-
komin örvænting sem hratt manni
út í slíkar tilraunir. Það var nokk-
urn veginn útilokað að sleppa úr
flestum sovésku fangabúðanna.
Þær voru yfirleitt svo fjarri byggðu
bóli og eftirlit svo nákvæmt á stóru
svæði umhverfis þær að þetta átti
ekki að vera hægt.“ Samt tókst
honum nokkrum sinnum að komast
burtu og fara huldu höfði um tíma.
Erfiðisvinnan í fangabúðunum
var vissulega ótrúleg þolraun seg-
ir Lebedinskíj. Samt hafi verið
miklu verra þegar fangarnir voru
alls ekki látnir vinna. „Ég var í
hópi 3000 fanga sem voru fluttir
í nýjar búðir eftir uppreisn í fanga:
búðum við Magadan árið 1950. í
nýju búðunum vorum við ekki látn-
ir gera neitt. Geturðu ímyndað þér
hvernig það er að láta ,3000 karl-
menn híma á þröngu svæði án
nokkurs aðbúnaðar? Þannig voru
þessar nýju búðir. Vandlega afg-
irtur ferhyrningur þar sem sjö
skálar höfðu verið byggðir. Það
var ekkert gert við fangana annað
en að halda þeim inni á þessu
svæði. Af og til var komið með
einhvern mat handa okkur, reynd-
ar lítið annað en brauð. Við vorum
sendir í nýju búðirnar í spetem-
ber. Það segir það sem segja þarf
að sjö mánuðum síðar, í mars
1951 voru aðeins 600 á lífi. 80
prósent fanganna höfðu dáið úr
kulda og vosbúð. Við höfðum ekk-
ert. Það var ekki einu sinni kynt.
Yfir veturinn voru skálarnir
i var17
ár í Gúlaginu. Hann var
lyrst setturinn begasr
hann var 17 ára
höggnir í eldinn einn af öðrum.“
Lebedinskíj hefur verið fijáls
maður síðan snemma á sjöunda
áratugnum og segir að sér hafi
bara vegnað sæmilega eftir að
hann slapp. Hann er maður sem
bjargar sér. En hann óttast fram-
tíðina. „Ég sé ekki að þetta samfé-
lag eigi eftir að batna um fyrir-
sjánlega framtíð. Lýðræði á ekki
eftir þrífast í Rússlandi. Nú er
hver höndin upp á. móti annarri
og það endar bara með nýrri ógn-
arstjórn" segir hann.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Volja Lebed-
inskij: „Ég var
ekki neinn
menningarvili
og það þýddi
að mér var
ekki sýnd lin-
kind."
■ r
w ■
Kynnisferðir * Unaðsleg haustsólin * Glæsilegir gististaðir
* Frábær verslunartækifæri * íslenskir fararstjórar
L99Ukr
llum sköttum!
Aðeins
17sæti
Ótrúlegt tilboð í haustsólina!
4 í íbúð:
29.990 kr. með öllum sköttum.
3 í íbúð:
31.990 kr. með öllum sköttum.
2 í íbúð:
34.990 kr. með öllum sköttum.
1 í stúdíói:
44.990 kr. með öilum sköttum.
Gist á Tropical, mjög vel staðsettu
og skemmtilegu íbúðahóteli.
Golftilboð ársins
Vegna forfalla eru örfá sæti laus í hina glæsilegu golfferð 13.-24. október!
Fararstjórar verða Peter Salmon og Sigurjón R. Gíslason.
10 Itringir á bestu
golfvöllum í Evrópu!
s\aBr
Verðfrá ,
58.690 kr. úrvM-*0!8?!*.
m.v. fjóra í íbúð. VJ■*SLtllllVI V»w
63.690 kr. m.v. tvo í íbúð.
Innifalið:
Flug, gisting,
akstur til og frá flugvelli erlendis,
öll vallargjöld, akstur á golfvelli
og allir skattar og skyldur.
Stórmót Urvals-Utsýnar 22. október
á Quinta Do Lago vellinum.
Glæsileg verðlaun.
MÚnVALÚTSÝN
Lágmúla 4: sími 699 300, við Austurvöll: sími 2 69 00,
í Hafnarfirði: sími 65 23 66, við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00
- og hjá umboðsmönnum um land allt.
—--1------------*-----:-