Morgunblaðið - 03.10.1993, Page 20

Morgunblaðið - 03.10.1993, Page 20
Viðtfll og Ijósmyndir Agnes Bragodóttir MIKIL umskipti hafa orðið í jap- önskum stjórnmálum við það að Fijálslyndi demókrataflokkur- inn (LDP) missti í sumar þing- meirihluta, sem hann hefur haldið í 38 ár og samsteypu- stjórn sjö stjórnmálaflokka og eins þingflokksbrots var mynd- uð. Herra Kozo Watanabe, mik- ill valda- og áhrifamaður í jap- önskum stjórnmálum um langt skeið, m.a. sem viðskipta- og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn LDP var einn þeirra sem sagði skilið við LDP í kjölfar upp- Ijóstrana og umfjöllunar um mútuþægni og spillingu innan LDP og gekk til liðs við Shin- seito, sem í kosningunum í sum- ar fékk lgörna 60 þingmenn í neðri deild japanska þingsins (Diet) og 8 í efri deild þingsins. Shinseito er þriðji stærsti flokk- urinn í hinni kornungu sam- steypustjórn Hosokawas forsæt- isráðherra, sem um þessar mundir nýtur mikillar hylli al- mennings í Japan. Hann hlaut 75% stuðning aðspurðra í ný- legri skoðanakönnun sem gerð var í Japan. í viðtali því sem hér fer á eftir, og tekið var í höfuðstöðvum Shinseito flokks- ins í Tókýó ræðir Watanabe um tilurð hins mikla efnahagsund- urs Japans og hvernig grund- völlur skapaðist í Japan fyrir því að á örfáum áratugum eftir síðari heimsstyijöldina varð Japan að efnahagsstórveldi, sem að margra mati hefur þegar tekið við efnahagslegri forystu af Bandaríkjunum. Hann ræðir einnig um pólitíska spillingu í japönskum stjórnmálum og hvernig hann sér fyrir sér efna- hagslega og stjórnmálalega þró- un í Japan fram yfir næstu alda- mót. - Watanabe. Hveijar teljið þér vera helstu skýringar þess að Japan hefur á undanfömum áratugum náð gífurlega sterkri stöðu í iðnaðar- framþróun og efnahagslegri forystu á alþjóðlegan mælikvarða? „Þar að baki býr bæði löng og flókin saga. Japan býr ekki yfir neinum náttúrulegum auðlindum, og þar sem 75% lands í Japan eru óbyggileg, býr japanska þjóðin afar þétt á þeim 25% landssvæðis sem byggileg teljast. Eins og kunnugt er var Japan gjaldþrota í lok síðari heimsstyijaldar, þannig að upp- byggingarstarf það sem hafíð var þá, varð að hefjast frá grunni. Ég vil skipta tímabilinu frá lokum heimsstyijaldarinnar í tvennt: Fyrstu fimmtán árin eftir striðslok, eða fram til ársins 1960, vann gjör- völl japanska þjóðin hörðum hönd- um að framförum, umbótum og uppbyggingu efnahags- og atvinnu- Iífsins. Það var ekki fyrr en eftir þann tíma, sem laugardagar og sunnudagar urðu almennir frídagar launþega í Japan! Á þessu sama tímabili átti sér einnig stað mark- viss stefnumörkun til framtíðar, sem við höfum á undanförnum 30 árum eða svo verið að hrinda í fram- kvæmd, lið fyrir lið og skref fyrir skref. Stefnt var að því að stofna fjölmargar nýjar atvinnugreinar, einkum og sér í lagi hvers konar iðnaðaruppbyggingu í stórum og smáum stíl, þróa tækninýjungar sem byggðust á japönsku hugviti, sem er jú japanska náttúruauðlindin sem öll okkar uppbygging hefur byggt á. Með sameiginlegu átaki þjóðarinnar, stjórnvalda og fyrir- tækja tókst þetta. En vinnan var gífurleg og samhugur þjóðarinnar sömuleiðis. Áhersian var jafnan lögð á hag heildarinnar, sem segja má að sé einskonar þjóðareinkenni japansks hugsunarháttar enn í dag, þótt þar hafi vissulega orðið ákveð- in breyting á. MITI (The Ministry of Internat- ional Trade and Industry) hefur verið leiðandi afl í stefnumótun og ákvarðanatöku allt frá stríðslokum. Ráðuneytið hefur haft með höndum stjórn á alþjóðlegum viðskiptum Japans, iðnaðarákvörðunum, upp- lýsingaiðnaði, hátækniiðnaði, iðn- aðarstaðsetningum, umhverfls- vemd, orkuvæðingu og fleiru, þann- ig að verksvið ráðuneytisins er geysilega víðfeðmt. En starfssvið MITI hefur eðli málsins samkvæmt verið með þeim hætti að um mjög náið samstarf og samráð hefur ver- ið að ræða við fyrirtækin í landinu, því án slíks samráðs, hefði árangur- inn ekki orðið sá sem hann er orð- inn.“ Þjóðin vann geysileot starf - Japanska efnahagsundrið hef- ur orðið mörgum Vesturlandabúan- um mikið umhugsunarefni. Hvað var það sem gerði það að verkum að þessi uppbygging úr engu í allt var möguleg hér í Japan, en ekki annars staðar - í landi eins og þér bendið réttilega á, að býr ekki yfir neinum náttúrulegum auðlindum, ef undanskilið er japanska hugvitið? „Eins og ég sagði áðan, þá vann japanska þjóðin geysilegt starf fyrstu fímmtán árin eftir stríð, til þess að bæta lífskjör sín og efnahag landsins. Það var ekki fyrr en árangur erfiðisins var Ijós sem þjóð- in fór aðeins að slaka á og huga að því að góð lífskjör, þægindi, frí- tími og neysla eru allt grundvallar- þættir í því mannlífi sem japanska þjóðin vill byggja upp. Lífsstíllinn í Japan seinni hluta tímabilsins frá stríðslokum hefur því smám saman verið að færast í vestrænt horf, á þann veg að launþegar eru famir að njóta lífsins meira en þeir gerðu þegar öll orka japönsku þjóðarinnar fór í uppbygginguna sem ég lýsti hér áðan í grófum dráttum. Nú er til dæmis verið að ræða enn frek- Xozo Watanabe, fymim viðskipta- og iðnaðarráðherra Japans og nnver- andi bingmaður og aðstoðarfram- kvæmdastjöri Shinseito flokks- ins (Japanska end- urnýjnnarflok- ksins) í viðtali við Morgunblaðið ari styttingu vinnutíma í Japan, þannig að unnar ársstundir verði ekki nema 1.800 talsins. Með þess- ari stefnubreytingu, leggja japönsk stjómvöld aukna áherslu á fjöl- skylduna og fjölskyldulífið, fremur en fyrirtækin og atvinnulífið. En á sama tíma og við viljum halda þeim lífskjörum sem við höf- um áunnið okkur þá gerum við okkur grein fyrir að til þess að svo megi verða, verðum við að auka enn þróunarstarf okkar og áherslu á nýjungar í tækni og bæta þá tækni- kunnáttu sem við búum yfir, svo hún skili okkur hinu sama, þótt vinnuframlag hvers og eins verði mun minna en það áður var. Við eigum að leggja áherslu á þau tæknisvið, þar sem við stöndum Vesturlöndum framar, til þess að halda forystu okkar, a.m.k. á ákveðnum sviðum. Aðeins þannig getum við tryggt áframhaldandi efnahagslegan vöxt Japans. Japan er nú orðið hálaunaland miðað við það sem áður var, og það eitt gerir það að verkum að vöxtur okkar getur í framtíðinni ekki orðið sá sem hann hefur hingað til orðið. Framþróun okkar mun því frekar eiga sér stað í öðrum löndum Asíu þar sem launakostnaður er mun lægri en hér í Japan, þar sem jap- önsk fyrirtæki hafa sett á stofn dótturfyrirtæki og munu í ríkari mæli halda áfram á þeirri braut í framtíðinni. Kína og önnur Asíulönd eru því á þann hátt framtíðarmarkaður Japans, en þannig mun Asía sem heimsálfa njóta góðs af þeim efna- hagsbata sem við enn getum náð.“ Hagvöxtui í Asíu mun aukast - Japan sem iðnaðarstórveldi hefur tekið afdráttarlausa forystu í ýmissi framleiðslu, svo sem í bíla- iðnaðinum. Hvernig sjáið þér fyrir yður-nánustu framtíð Japans í al- þjóðlegu efnahagslegu samhengi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.