Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 23
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson, ■"
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Gjaldtaka án
lagaheimildar
Umboðsmaður Alþingis hefur í
skýrslu fyrir árið 1992 gert
athugasemdir við það að stjórn-
völd setji oft reglugerðir m.a. um
gjaldtöku og skattheimtu án þess
að lagaheimild sé fyrir. Þetta kem-
ur óneitanlega á óvart og bendir
til að framkvæmdavaldið búi ekki
við nægilegt aðhald, hvorki frá
Alþingi né almenningi.
I fréttaskýringu í Morgunblað-
inu í gær um þetta mál er vitnað
til sératkvæðis Magnúsar Thor-
oddsens í hæstaréttardómi frá ár-
inu 1986 um álagningu þunga-
skatts en í sératkvæðinu sagði:
„Skattþegnar almennt líta svo á
að þeir skattar sem þeim er gert
að greiða, séu löglega á lagðir. í
þessu efni gildir hið fornkveðna
„Konungurinn gerir ekki rangt“.
Því er það svo að skattborgarar
eru seinþreyttir til vandræða í
þessum efnum og greiða almennt
skatta sína fyrirvaralaust í þeirri
trú að þeir séu löglega á lagðir."
Þetta er áreiðanleg rétt lýsing
á afstöðu almennings til gjaldtöku
og skattlagningar hins opinbera.
Þess vegna kemur það óþægilega
á óvart að allmörg dæmi virðast
vera um gjaldtöku án þess að laga-
heimild sé fyrir henni. Athuga-
semdir og ábendingar umboðs-
manns um þetta mál verður að
taka alvarlega. Þar verður Alþingi
sjálft að hafa forystu. Fram-
kvæmdavaldið starfar í umboði
Alþingis og getur ekki tekið í sín-
ar hendur skattlagningarvald.
Þingið hefur bersýnilega látið
framkvæmdavaldið fara of langt
inn á sitt starfssvið. Athugasemd-
ir umboðsmanns um gjaldtöku án
lagaheimildar eru ekki eina dæmið
uip það. í raun og veru má segja
að þróun síðustu áratuga hafi ver-
ið sú að framkvæmdavaldið hafi
sífellt dregið til sín meira og meira
af því valdi sem að réttu er hjá
Alþingi. Þetta hefur þingið látið
gerast möglunarlaust eða möglun-
arlítið þar til á allra síðustu árum
að breytt viðhorf hafa skapast hjá
þingmönnum.
Gjaldtaka án lagaheimildar er
einungis eitt af fjölmörgum málum
sem snerta almenning í landinu,
þar sem ekki hefur verið gætt sem
skyldi hagsmuna hins almenna
borgara en sérhagsmunir látnir
sitja í fyrirrúmi. Þetta hefur verið
að breytast smátt og smátt. Neyt-
endasamtökin eiga ríkan þátt í að
skapa það viðhorf að fólk eigi
ekki að láta bjóða sér hvað sem er
í sambandi við kaup á vöru og
þjónustu. Þær kröfur sem nú eru
gerðar tii seljenda vöru og þjón-
ustu eru margfalt meiri en fyrir
áratug. Þetta á við um verzlun og
þjónustufyrirtæki almennt.
Hins vegar hafa stjórnarstofn-
anir ekki sætt sama aðhaldi að
nokkru marki fyrr en þá nú. I
fréttaskýringu Morgunblaðsins í
gær kom fram að fjármálaráðu-
neytið hefði tekið þá stefnu að
endurgreiða ekki gjöld sem ekki
var lagaheimild fyrir að taka,
nema greiðendur hefðu gert sér-
stakan fyrirvara þegar greitt var.
Byggir þessi'afstaða á fyrrnefnd-
um hæstaréttardómi. Hún stríðir
hins vegar gegn réttlætiskennd
almennings. Hafí menn greitt í
góðri trú opinber gjöld sem síðar
kemur í ljós að hið opinbera hafði
ekki heimild til að leggja á, er það
auðvitað skylda ríkisvaldsins eða
annarra opinberra aðila að endur-
greiða þau gjöld. Hvar eru nú full-
trúar þjóðaripnar sem sitja á Al-
þingi og eiga að veita fram-
kvæmdavaldinu aðhald?
Tilhneigingin til að leggja út-
gjöld á almenning hér og þar er
rík. Sem dæmi má nefna þær
umræður sem fram hafa farið um
svonefnd debetkort á undanförn-
um vikum, þar sem útgefendur
kortanna hyggjast taka prósentu-
gjald af viðskiptum, þótt augljós-
lega séu ekki rök fyrir öðru en
að taka ákveðna krónutölu fyrir
hveija færslu, hvort sem viðskiptin
eru mikil eða lítil. Þörfin fyrir að
veija fólk gegn þessari ásókn er
orðin mjög brýn. Þar ættu alþing-
ismenn, fulltrúar fólksins á þjóð-
þinginu, að vera fremstir í flokki.
Því miður hefur sú hefð ekki skap-
ast hér nema að litlu leyti en hins
vegar æskilegt að hún verði til.
Skýrsla umboðsmanns Alþingis
um gjaldtökur opinberra aðila án
lagaheimildar vekur til umhugsun-
ar. Fróðlegt verður að fylgjast
með því, hvort einhveijir alþingis-
menn verða til þess að taka upp
hanzkann fyrir hinn almenna
borgara í umræðum um þessi mál
og áþekk mál á þinginu í vetur.
Q1
Oli erfið tákn og
líkingar í Tímanum og
vatninu einsog í Sorg
og á þeim tíma mikil
nýjung í íslenzkri ljóð-
list; ekkisíður en nýstárlegar mynd-
ir. Yfirborðið órætt einsog sagt var
og dularfull myndhvörf eða hálf-
myndir einsog Sigurður skólameist-
ari Guðmundsson kallaði það, að
sögn Kristjáns Karlssonar. Þá eru
kvæðin byggð á þverstæðum eða
andstæðum til áherzluauka. En ég
sé engar sundraðar setningar eða
samhengislausar í þessum kvæðum
því vísanirnar og táknin eiga að
skýra það sem ósagt er. Þessi
kvæði eru í raun táknrænn skáld-
skapur og heyra symbólismanum
til, fyrstogsíðast. Kvæði af þessum
skóla eru að sjálfsögðu einn helzti
þáttur módernismans en þá mætti
alvegeins nefna ljóð eftir aðra sym-
bólista einsog Einar Benediktsson
sem er einn sá fyrsti og ýmis ljóð
nýrómantískra skálda einsog
Huldu, Siguijóns á Laugum Frið-
jónssonar, Jónasar Guðlaugssonar,
Jóhanns Gunnars, Jakobs Jóhann-
essonar Smára, Guðmundar skóla-
skálds og fleiri. Öll eru þessi skáld
fulltrúar táknmyndastefnunnar,
hvert með sínum hætti; ekkisízt
Einar Benediktsson sem er einn
helzti symbólisti íslenzkrar tungu
fyrrogsíðar. Kristján Karlsson hef-
ur bent mér á einhveija eftirminni-
legustu hálfmynd sem við eigum í
íslenzkri ljóðlist, en hún er í kvæði
Einars um Egil Skallagrímsson:
Frá brotsjónum yzta að bergássins
lind,
sem brynnir andavarans þyrstu
hind...
HELGI
spjall
Hér er andvaranum
líkt við þyrsta hind;
þannig verður andvar-
inn mjúkur og hlýr;
mjúkur einsog öldu-
faldur.
í raun og veru eru kvæði einsog
Tíminn og vatnið og Sorg engu
auðveldari en þau tvö kvæði Jónas-
ar Hallgrímssonar sem hvað ill-
skiljanlegust eru, Alsnjóa og Svo
rís um aldir en þau hafa fullkomin
einkenni táknlegs skáldskapar og
hefðu getað verið ort af yfirlýstum
symbólista, einkum hið fyrrnefnda.
Vandtúlkuð kvæði síðari ára eru
mun auðveldari til skilnings en
Alsnjóa án þess nokkrum manni
detti í hug að kalla Jónas Hall-
grímsson módernista því hann er
fyrstogsíðast rómantískt skáld. En
táknmyndaleikur hans í þessum
kvæðum gerir hann að einhvers-
konar symbólista löngu fyrir daga
þessarar bókmenntastefnu, enda
eru öll mikilvæg skáld symbólistar
í aðra röndina og raunar er tungu-
málið og hugsun okkar öll hlaðin
táknum og líkingum án þess talað
sé sérstaklega um symbólisma eða
módernisma. Fomskáldin unnu öll
með tákn og líkingar og notuðu
þau með ýmsu móti; og í tungu
indíána var myndmálið svo inngró-
ið að segja má með nokkrum sanni
að indíánar hafi talað í táknrænum
skáldskap hvert skipti sem þeir
tóku til máls; mannsnafnið Arn-
arkló nægir sem lítið dæmi.
Það er annað en þessi atriði sem
úrslitum ræður um þróun nútíma-
ljóðlistar; en þó einkum yfirbragðið
og hugblærínn.
Segja má með nokkrum sanni
að Eliot og Pound yrki útúr heim-
ildumr-en Steinn úr hugmyndum.
í Tímanum og vatninu eru mikil
litaáhrif frá nútímamyndlist, ekk-
isízt ljóðrænni afstraktlist einsog
Nína Tryggvadóttir málaði á tíma-
bili. Tíminn og vatnið er ekki hefð-
bundinn súrrealismi en stendur
symbólisma nær. Steinn hefur
kynnzt þessum módernisma og
notar hann ókerfisbundið. Ekki
veit ég samt hvort hann kynnti sér
ljóð Rimbauds eða Beaudlaires, en
þó er það líklegt því Steinn drakk
í sig umhverfið án þess hafa mikið
fyrir því. En Tíminn og vatnið á
þó ekkert skylt við einfaldan ex-
pressjónisma í málaralist sem er
einskonar einfaldur realismi og
gæti minnt á meðvitaðan naivisma
einsog við sjáum í myndum Louisu
Matthíasdóttur sem átti um skeið
samleið með Nínu. í þessum tákn-
lega skáldskap er margt sagt án
þess að nefna það beinlínis. Það er
í raun gert með nákvæmlega sama
hætti og skapferli manns er lýst
án þess að nefna það; tilaðmynda
Arnarkló.
Á sama hátt og hálfkveðnar vís-
ur symbólistanna sem fyrr eru
nefndir eiga ekkert skylt við sundr-
aðan módernisma í þeim skilningi
sem Örn Ólafsson leggur áherzlu
á, þá er ég ekki frekar viss um að
hálfkveðnar vísur í Tímanum og
vatninu eigi eitthvað skylt við órök-
legan módernisma sem byggist á
sundraðri framsetningu. Tíminn og
vatnið er einfaldlega margrætt ljóð
með táknlegum vísunum en það
er ekkert erfiðara til skilnings og
veitir ekkert færri tækifæri til túlk-
unar en Alsnjóa Jónasar Hall-
grímssonar.
M
(meira næsta sunnudag)
+
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 2. október
Alþingi hefur HAF-
ið störf á nýjan leik og
ekki ólíklegt, að mikil
átök verði í þingsölum
framan af vetri.
Stj órnarandstaðan
metur hina pólitísku
stöðu áreiðanlega á
þann veg, að ríkisstjórnin, stjórnarflokk-
arnir og einstakir ráðherrar liggi vel við
höggi. Sumarið hefur verið stjórninni erf-
itt og deilur innan hennar, og þá ekki sízt
á milli stjórnarflokkanna, tvímælalaust
skaðað hana verulega. Það var ofmælt hjá
Svavari Gestssyni í umræðuþætti í Stöð 2
í gærkvöldi, föstudagskvöldi, að deilur á
milli ráðherra minntu á ástandið í seinni
vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem
sat frá hausti 1978 fram á haust 1979,
I en það er hins vegar líka of mikið til í því.
Þetta er eins og svo margt annað spurn-
ing um hugarfar. Samstarf þessara
tveggja flokka á árunum 1959-1971 ein-
kenndist af trausti og samheldni. Það var
ákaflega sjaldgæft að veruleg átök eða
orðahnippingar yrðu á opinberum vett-
vangi. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins
lögðu sig fram um að halda gagnrýni á
samstarfsflokkinn í skeíjum í umræðum
innan flokksins. Sjálfsagt hefur það einnig
gerzt innan Alþýðuflokksins. Þó gætti á
þeim árum töluverðrar andúðar á Alþýðu-
flokknum innan Sjálfstæðisflokksins. Ekki
sízt í byggðarlögum þar sem sjálfstæðis-
menn höfðu áratugum saman átt í hörðum
átökum við Alþýðuflokkinn. Það var t.d.
áberandi að sjálfstæðismenn í Hafnarfirði
voru mjög gagnrýnir á samstarfið við Al-
þýðuflokkinn á Viðreisnarárunum og allt
annar tónn í þeim en sjálfstæðismönnum
í Reykjavík. Astæðan var auðvítað sú, að
þessir tveir flokkar höfðu barizt um völdin
í Hafnarfirði áratugum saman. Það var
einfaldlega í blóðinu í sjálfstæðismönnum
í Hafnarfirði að vera á móti krötum!
Kannski má segja að þessi átök hafi náð
hámarki í kosningunni á milli Emils Jóns-
sonar, formanns Alþýðuflokksins, og Matt-
híasar Á. Mathiesen, kornungs frambjóð-
anda Sjálfstæðisflokksins, í Hafnarfirði í
fyrri kosningunum 1959, þegar Matthías
vann frægan sigur.
Afstaða sjálfstæðismanna í Hafnarfirði
var undantekning á þessum árum en ekki
regla. Yfirleitt einkenndist Viðreisnarsam-
starfið af þeirri vináttu á milli manna, sem
var forsenda þess að það hélzt svo lengi.
Fróðlegt verður að kynnast viðhorfum dr.
Gylfa Þ. Gíslasonar til þessa samstarfs en
bók eftir hann um Viðreisnarárin kemur
út á næstu vikum og verður vonandi gagn-
leg kennslubók fyrir þingmenn og ráð-
herra núverandi stjórnarflokka. Vandamál
Alþýðuflokksins á þessum árum var áreið-
anlega minnimáttarkennd gagnvart stærri
samstarfsflokki. Sjálfstæðismenn höfðu 4
ráðherra í ríkisstjórn en Alþýðuflokksmenn
3. Þessi munur á ráðherrafjölda svo og
sú staðreynd að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins vorum langtum fleiri hafði auð-
vitað þau áhrif á Alþýðuflokksmenn að
þeir töldu sig þurfa að ganga enn lengra
í kröfugerð á hendur samstarfsflokknum
en ella og vafalaust hefur það einnig verk-
að þannig á forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins á þessum árum að þeir töldu sig
þurfa að gefa meira eftir við samstarfs-
menn sína en ella. Minnimáttarkennd Al-
þýðuflokksmanna jókst við ófarir þeirra í
kosningunum 1971 og 1974 og átti áreið-
anlega einn stærsta þátt í því að þegar
Viðreisnarmeirihluti varð til á Alþingi eft-
ir kosningarnar 1978 voru Alþýðuflokks-
menn ófáanlegir í slíkt samstarf, jafnvel
þótt til boða stæði að það yrði undir þeirra
forsæti.
Með þessa forsögu í huga var það áreið-
anlega snjall leikur hjá Davíð Oddssyni,
formanni Sjálfstæðisflokksins, að bjóða
Alþýðuflokksmönnum jafn mörg ráðherra-
embætti í núverandi ríkisstjórn og sjálf-
stæðismenn fengu. Það leiddi á svipstundu
til meira jafnræðis á milli flokkanna en
var á ViðreÍ8narárunum fyrri. Hins vegar
hefur ekki skapast það traust og sú vin-
átta á milli manna, sem einkenndi Við-
reisnarstjórnina fyrri. Það er rétt sem fram
kom hjá Svavari Gestssyni í fyrrnefndum
sjónvarpsþætti að slík tengsl skipta miklu
á milli manna sem starfa saman í ríkis-
stjórn. Alveg sérstaklega á þetta þó við
um forystumenn stjórnarflokkanna og má
óhikað fullyrða að traust vinátta var fyrir
hendi á milli Ólafs Thors og Bjarna Bene-
diktssonar annars vegar og Emils Jónsson-
ar og Gylfa Þ. Gíslasonar hins vegar.
En þótt jafnræði sé nú meira á milli
stjórnarflokkanna að því er varðar fjölda
ráðherra í ríkisstjórn hefur stjórnarsam-
starfið að undanförnu verið meira í ætt
við samskipti sjálfstæðismanna og Alþýðu-
flokksmanna í Hafnarfirði á viðreisnarár-
unum fyrri en samstarf þessara flokka í
ríkisstjórn á þeim árum. Og það býður
hættunni heim, þegar orðahnippingar hefj-
ast á milli formanna flokkanna á opinber-
um vettvangi. Þeir geta rifizt eins og þeim
sýnist inn á við en þeim ber skylda til að
standast þá freistingu út á við.
Ðeilurnar á milli stjórnarflokkanna á
undanförnum vikum hafa skaðað ríkis-
stjórnina og stjórnarsamstarfið. En þær
geta líka orðið til góðs, ef bæði ráðherrar
og þingmenn flokkanna átta sig á því að
samstarf í þessari tóntegund gengur aldr-
ei til lengdar. Á næstu vikum mun stjórnar-
andstaðan leggja sig fram um að undir-
strika þessar deilur í umræðum á Alþingi
ekki sízt í sambandi við landbúnaðarmálin.
Það verður til marks um, hvort samstarf
þessara flokka er vænlegt til lengdar, hvort
t.d. utanríkisráðherra og landbúnaðarráð-
herra tekst að mynda sterka samstöðu
gegn fyrirsjáanlegri sókn stjórnarandstöð-
unnar. Það sýnir litla stjórnvizku af þeirra
hálfu, ef þeir láta Ólaf Ragnar og Stein-
grím Hermannsson etja sér saman á Al-
þingi og hleypa öllu í bál og brand í stjórn-
arsamstarfinu.
Fjárlög og
hugarfar
HUGARFAR
skiptir máli í öðrum
efnum en þeim sem
snúa að samstarfi
stjórnarflokkanna.
Eitt helsta verkefni Alþingis á næstu vik-
um verður afgreiðsla fjárlaga fyrir árið
1994. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið
sleitulaust að því í tvö ár að draga úr
hallarekstri ríkissjóðs með takmörkuðum
árangri. En hún hefur reynt. Þetta er hins
vegar erfitt verk. í hvert skipti, sem ámálg-
að er að draga úr útgjöldum rísa þeir upp
sem hafa hagsmuni af því að útgjöldunum
verði haldið áfram. Hér er spurningin ekki
bara sú, hvar hægt er að finna sparnaðar-
leiðir, heldur hvort hægt er að breyta
hugarfari fólks til peningagreiðslna úr
sameiginlegum sjóði. Umræður sem fram
hafa farið hér á síðum Morgunblaðsins
undanfarna daga um smávægilegan út-
gjaldalið á fjárlögum sýna þetta vandamál
í hnotskurn.
Morgunblaðið hefur gert athugasemdir
við það að Alþýðusamband íslands, sem
er heildarsamtök verkalýðsfélaganna í
landinu, fái um 13 milljónir króna úr ríkis-
sjóði til starfsemi sinnar. Nýlegar upplýs-
ingar sem komu fram hér í blaðinu benda
til þess að verkalýðshreyfingin í heild sé
að verða eitt mesta fjármálaveldið í land-
inu. Lára V. Júlíusdóttir, framkvæmda-
stjóri ASÍ, svaraði þessari gagnrýni í
Morgunblaðinu í dag, laugardag. Hún seg-
ir m.a.:
„Alþýðusamband íslands gegnir ekki
einungis mikilvægu hlutverki í þágu um-
bjóðenda sinna heldur hefur það mikilvægu
þjóðfélagslegu hlutverki að gegna. Það er
til ráðuneytis og aðhalds stjórnvöldum í
öllum málum sem lúta að heill almennings
og tekur þátt í mótun reglna sem brýnt
er að þjóðfélagssátt sé um. Það tekur til
umfjöllunar aðgerðir stjórnvalda, bæði
fræðilega og tæknilega, og veitir pólitískt
aðhald. Sem dæmi um slíkt starf er undir-
búningsvinna að samningi um evrópskt
efnahagssvæði. Án virkrar þátttöku full-
trúa ASÍ í því starfi hefði ekki tekizt að
aðlaga okkar reglur þeim kröfum, sem þar
voru gerðar. Annað dæmi um hlutverk
ASÍ er þátttaka í mótun landbúnaðar-
stefnu. Þar var um afar viðkvæmt verk-
efni að ræða sem nauðsyn var á að næðist
breið samstaða um, verkefni sem stjórn-
málamenn höfðu löngu gefizt upp á, en
nú hefur náðst bærileg sátt um. Sú víð-
tæka sátt sem náðist með þjóðarsáttar-
samningum stuðlaði að hagsbótum fyrir
þjóðfélagið í heild.“
Þetta eru m.a. rök framkvæmdastjóra
ASÍ fýrir því, að skattgreiðendur eigi að
greiða 13 milljónir króna til öflugustu fé-
lagasamtaka landsmanna. En fleiri fá
borgað úr vösum skattgreiðenda en verka-
lýðshreyfingin. Það fær Vinnuveitenda-
sambandið líka skv. frétt í laugardags-
blaði Morgunblaðsins. Vinnuveitendur fá
sjö milljónir greiddar úr ríkissjóði. Rök
þeirra fyrir því að taka við þessum greiðsl-
um eru ekki síður forvitnileg en rök Láru
V. Júlíusdóttur. í samtali við Morgunblað-
ið í dag, laugardag, segir Hannes G. Sig-
urðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSI:
„Við höfum margítrekað að þetta verði
fellt niður, en við viljum að sjálfsögðu
vera þarna inni meðan aðrir .fá þessi fram-
Iög.“
Hér er um að ræða 20 milljónir króna
af fjárlögum, sem nema um 110 milljörð-
um, svo að ekki skipta krónurnar máli en
hugarfar og afstaða þeirra, sem við þeim
taka skipta öllu máli og óhætt að fullyrða,
að það er einkennandi fyrir afstöðu, sem
liggur að baki mörgum milljörðum króna
í útgjöldum ríkissjóps.
Alþýðusamband íslands er heildarsam-
tök sem verkalýðsfélögin í landinu hafa
myndað til þess að geta sameiginlega bar-
izt fyrir bættum kjörum, ef þeim sýnist
svo. Til þess að undirbyggja þessa hags-
munabaráttu hafa verkalýðsfélögin ráðið
í sína þjónustu sérfræðinga á ýmsum svið-
um m.a. lögfræðinga og hagfræðinga.
Þessir sérfræðingar vinna að hagsmuna-
baráttu launafólks með sama hætti og
vinnuveitendur hafa myndað með sér sam-
tök og ráðið sérfræðinga í sína þjónustu
til þess að vinna að hagsmunamálum at-
vinnufyrirtækjanna. Við skulum vona að
það starf sem þessi samtök inna af hendi
fyrir umbjóðendur sína „stuðli að hagsbót-
um fyrir þjóðfélagið í heild“ eins og fram-
kvæmdastjóri ASÍ talar um, en það breyt-
ir ekki því að hvorki ASÍ né VSÍ hafa
verið sett upp til þess að vinna að heildar-
hagsmunum þjóðarinnar heldur að sér-
hagsmunum. Og þeir sem njóta góðs af
sérhagsmunabaráttu þessara samtaka:
eiga auðvitað að greiða allan kostnað af
hénni. Þess vegna eru röksemdir^ fram-
kvæmdastjóra Alþýðusambands íslands
fáránlegar. Ríkisvaldið hefur yfir nægileg-
um fjölda sérfræðinga og stofnana að ráða
til þess að tryggja allt það upplýsinga-
streymi sem stjórnmálamenn og embættis-
menn þurfa á að halda til þess að taka
mikilvægar ákvarðanir. Þessir aðilar þurfa
ekki á aðstoð ASÍ að halda í þeim efnum.
ASÍ er hins vegar samningsaðili fyrir
ákveðinn þjóðfélagshóp en sá þjóðfélags-
hópur hlýtur að greiða sjálfur það sem að
honum snýr.
Ekki eru röksemdir talsmanns Vinnu-
veitendasambandsins betri. VSÍ gerir
kröfu til þess að vera tekið alvariega í
umræðum um hagsmunamál íslenzks at-
vinnulífs og hefur uppi margs konar kröfu-
gerð á hendur stjórnvöldum. Er hægt að
taka menn alvarlega sem taka við pening-
um úr ríkissjóði bara af því að aðrir gera
það?!
Þetta mál er ekki gert hér að umtals-
efni vegna þess að það sé svo stórt í krón-
um talið. Morgunblaðið gerir þessar
greiðslur að umtalsefni vegna þess að af-
staða móttakenda peninganna sýnir í skýru
ljósi þann vanda sem við er að etja í fjár-
málum ríkisins. ASÍ og VSÍ mundu sýna
gott fordæmi með því að óska eftir því
að þessi fjárframlög verði lögð niður frá
og með næstu áramótum. Hið sama ættu
Búnaðarfélag íslands, Fiskifélag, BSRB
og aðrir aðilar sem með þessum hætti fá
greiðslur úr vösum skattgreiðenda að gera.
HUGARFARS-
breytingin þarf að
verða hjá fleirum
en forráðamönnum
þeirra félagasam-
taka sem hér eiga hlut að máli. Hún þarf
að verða hjá þingmönnunum sjálfum sem
taka ákvarðanir um fjárlög næsta árs. Það
Afstaða
þingmanna
hefur lengi verið talið til marks um dugn-
að þingmanna hvað þeir hafa náð miklum
árangri í að ná fjármunum úr opinberum
sjóðum til kjördæma sinna.
Sama afstaða hefur ríkt í Færeyjum.
Þar hafa stjórnmálamenn verið afar dug-
legir við að útvega fé til margvíslegra
framkvæmda hingað og þangað um eyj-
arnar. í frétt í Morgunblaðinu í dag, laug-
ardag, segir svo um árangurinn af þessum
dugnaði færeyskra stjórnmálamanna:
„Þeirri skoðun vex fylgi í Færeyjum að
vænlegra hefði verið að fara strax gjald-
þrotaleiðina, lýsa færeyskt samfélag og
landssjóðinn gjaldþrota, í stað þess að
þiggja mikil lán frá-Dönum. Þau hafa að
mestu farið aftur til Danmerkur, til
danskra kröfuhafa, en ekki til uppbygging-
ar í Færeyjum. Fjármálanefnd danska
þingsins er nú í Færeyjum og í gær var
hún á borgarafundi með 800 manns. Kom
þar fram mikil reiði í garð færeyskra
stjórnmálamanna, ekki sízt Atla Dams, og
margir höfðu á orði að betra hefði verið
að lýsa samfélagið allt gjaldþrota strax
og ljóst var til hvers fjármálaóreiðan og
lántökur erlendis höfðu leitt. Þá hefðu
landsmenn orðið að byija aftur og leiðin
aðeins geta legið upp á við. Kirsten Jakobs-
en, þingmaður danska Framfaraflokksins,
styður þetta sjónarmið margra Færeyinga
og vill að færeyskir stjórnmálamenn verði
dregnir til ábyrgðar á óreiðunni. Dönsku
þingmennirnir voru mjög snortnir af máli
fólks á borgarfundinum, einkum unga
fólksins sem á sér enga framtíð í landi
sínu. í fyrra fluttu 4% Færeyinga burt og
búizt er við, að brottflutningurinn verði
6% á þessu ári. Sumir sem vilja fara segj-
ast ekki geta það vegna skulda en aðrir
senda bara bankanum húslykilinn í pósti
og kveðja ættjörðina.“
Þegar þingmenn, ráðherrar og allir þeir
sem telja sig hafa hagsmuni af því að ná
sem mestum peningum úr ríkissjóði, að
ekki sé talað um þá sem vilja fá peninga
af því að aðrir fá þá, setjast niður á næstu
vikum til þess að fjalla um fjárlög íslenzka
ríkisins, ættu þeir að hafa þessa frásögn
frá Færeyjum í huga. Það er styttra á
milli íslands og Færeyja en margan grun-
ar.
Morgunblaðið/RAX
„Hér er um að
ræða 20 milljónir
króna af fjárlög-
um, sem nema um
110 milljörðum,
svo að ekki skipta
krónurnar máli
en hugarfar og
afstaða þeirra
sem við þeim taka
skipta öllu máli
og óhætt að full-
yrða að það er
einkennandi fyrir
afstöðu sem ligg-
ur að baki mörg-
um milljörðum
króna í útgjöldum
ríkissjóðs.“