Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
í boði forsetans Hjálmars R. Bárðarsonar I tilefni þings IMO: Mont-
batten lávarður, Igor Averin, stjórnarformaður IMO, Hjálmar R.
Bárðarson forseti þingsins og Colin Goad aðalritari IMO.
llpphefóin
kemui'
að iitan
sem kominn var í ms. Gjafar. Þegar
kippt var í handfangið við mynda-
tökuna þann 26. júní 1982 hreyfð-
ist ekkert og endaði með því að
sjósetningarbúnaðinum var ýtt út
með hendi sem ekki sást. „Þetta
voru fyrstu vonbrigðin varðandi
þennan sjósetningarbúnað gúmmí-
björgunarbáta, en því miður ekki
þau síðustu", segir Hjálmar. Strax
2. júlí 1982 voru tveir eftirlitsmenn
sendir til Vestmannaeyja til að
kanna ástand þessa búnaðar í físki-
skipum þar. Kom þá í ljós að mörg
atriði þessa búnaðar þurfti að end-
urbæta svo að hann virkaði.
En ádeilan á siglingamálastjóra
fyrir að telja þörf á meiri prófunum
á ýmsum atriðum búnaðarins áður
en hans yrði krafist í öll íslensk
skip, voru með ólíkindum óvægin.
„Einstakir alþingismenn virtust
telja að það yrði þeim til stuðnings
í kosningum að segjast harðsæknir
baráttumenn um öryggismál sjó-
manna, siglingamálastjóri væri aft-
ur á móti dragbítur á framfarir til
bjargar ótöldum mannslífum. Án
frekari prófana undirritaði ráðherra
fyrstu reglur um Sigmundsbúnað-
inn, eins og hann var nefndur, 25.
júní 1982. Þótt reglugerðin frá
1982 væri miðuð við þennan búnað
útilokaði hún ekki að viðurkenna
mætti aðrar gerðir, smíðaðar ann-
ars staðar, ef þær uppfylltu kröf-
urnar og olli það líka heiftúðugum
ádeilum. Breytingar á ákvæðum
voru svo áftur út gefnar 1985 og
1987. Þar eru líka ákvæði um sjálf-
virkni, þannig'að ef skipinu hvolfí
eða það leggst á hlið sem gúmmí-
báturinn er staðsettur á, skuli bún-
aðurinn losa gúmmíbjörgunarbát-
inn sjálfvirkt og tryggja jafnframt
að báturinn byiji að blásast upp um
leið og hann losnar og loks að bún-
aðurinn skuli tryggja að gúmmí-
björgunarbáturinn fari út fyrir
borðstokk þótt hann sé ísbrynjaður
og á kafí í sjó hvemig sem skipið
snýr. Þótt þessi ákvæði væru sett
í reglugerðina höfðu engar prófanir
þá farið fram til að sannreyna að
sjósetningarbúnaður væri til sem
uppfyllt gæti þessar kröfur.“
„Staða málsins nú er sú að ekki
er vitað til að neinn sá búnaður sé
til, sem uppfýllt geti gildandi reglu-
gerð um sjálfvirkan sjósetningar-
búnað gúmmíbjörgunarbáta. Sam-
kvæmt síðustu reglugerð áttu þessi
ákvæði að taka gildi 1988, en var
frestað nokkrum sinnum af ráð-
herra þar til 1990 að reglumar tóku
formlega gildi. Hins vegar hefur
Siglingamálastofnun ekki síðan
getað gert kröfur um sjósetninga-
búnað gúmmíbjörgunarbáta þar eð
enginn búnaður er til sem uppfyllir
gildandi reglugerð. Ekki verður
betur séð en að eina raunhæfa lausn
þessa máls nú sé að fella í bili nið-
ur úr reglunum kröfuna um sjálf-
virka losunarbúnaðinn, en láta
standa kröfu um handvirka fjar-
stýrða losun og sjósetningu gúmmí-
björgunarbátsins auk handvirkrar
losunar á geymslustað hans“, segir
Hjálmar. „Þegar horft er yfír farinn
veg, þá verður varla komist hjá því
að leiða hugann að því, hvort ekki
hefði verið vænlegra til árangurs
varðandi aukið öryggi sjófarenda
að skoða og prófa þessar sjósetn-
ingarhugmyndir betur í upphafí og
starfa saman að því að þróa þann
búnað sem allra best í stað þess
að eyða kröftum í að gera tortryggi-
lega fyrirætlun Siglingamálstofn-
unar ríkisins um að vinna mark-
visst að prófun og þróun búnaðarins
áður en kröfur yrðu settar um hann
í reglugerðum sem síðan reyndust
óframkvæmanlegar. Ekki tel ég lík-
legt að þetta ofurkapp hafí bjargað
neinum mannslífum á árunum
1982-1993.“
Mengun á höfunum
Með auknum siglingum um heims-
höfín með olíufarm og lausafarm
hættulegra kemískra efna í skipum,
hóf IMO fljótlega að fjalla um
ákvæði og kröfur til varnar gegn
aukinni megnun hafsins og voru
margar ráðstefnur haldnar um það
1962-72. „Þessa fundi reyndi ég
að sækja sem flesta til að fylgjast
sem best með þróun þessa mála-
flokks, sem ég taldi þá og tel enn
vera mikilvægan fyrir íslendinga
sem fískveiðiþjóð. Hafið er eitt og
mengun hafs hvar sem er í heimin-
um getur orðið afdrifarík fyrir físk-
veiðar“, segir Hjálmar. Upp úr 1970
fóru menn að gera sér ljóst að los-
un úrgangsefna í hafíð væri að
verða vandamál, sem brýn nauðsyn
væri á að taka til alþjóðlegrar úr-
lausnar án tafar. Var á vegum
Sameinuðu þjóðanna miðað að því
að leggja fram alþjóðasamþykkt
fyrir umhverfisráðstefnuna í Stokk-
hólmi 1972, sem ekki voru miklar
líkur taldar á að mundi nást, enda
engin frumdrög þá til. Að beiðni
nokkurra ríkja kannaði íslenska rík-
isstjórnin hvort áhugi nægilega
margra ríkja væri fyrir því að halda
undirbúningsráðstefnu í Reykjavík
vorið 1972 til að freista þess að
ganga frá frumtexta. Var ráðstefn-
an haldin á Hótel Loftleiðum i apríl.
Einar Ágústsson utanríkisráðherra
setti ráðstefnuna en forseti var
kosinn Hjálmar R. Bárðarson. Tími
var mjög naumur en þar tókst að
ganga frá drögum að einstökum
greinum alþjóðasamþykktar um
varnir gegn mengun hafsins, svo
og viðaukum við slíkan samning. Á
ráðstefnunni var samþykkt ályktun
þess efnis að Reykjavíkurtextinn
skyldi af Islands hálfu kynntur og
lagður fyrir Stokkhólmsfáðstefnu
SÞ um umhverfí mannsins í júní
1972. „Reykjavíkurtextinn ásamt
viðaukum frá fundi í London, sem
ég sótti á leiðinni til Stokkhólms,
var ræddur nokkuð í heildarnefnd
á Stokkhólmsráðstefnunni, og síðan
í sémefnd þar sem ég gegndi for-
mennsku. Þar sem vonlaust var að
geta gengið frá alþjóðasamþykkt
um mengun hafsins innan um svo
mörg mál almenns eðlis bauð
breska ríkisstjómin til sérstakrar
ráðstefnu í London um þetta mál í
október með fulltrúum 80 ríkja og
20 áheyrnarfulltrúum frá ríkjum
og alþjóðastofnunum. í öllum meg-
inatriðum varð Reykjavíkurtextinn
svonefndi kjarni alþjóðasamþykkt-
arinnar í London, sem gekk í gildi
30. ágúst 1975. Á fundi í desember
það ár var IMO einróma falið að
annast ritarastörfín. Alþjóða sigl-
ingamálastofnunin boðaði því til
fyrsta fundar aðildarríkjanna í sept-
ember ,1976. Hugmyndin var sú að
ég yrði fýrstu tvo dagana á ráð-
stefnunni um vamir gegn mengun
sjávar og héldi svo áfram á fund
FAOs í Róm um hönnun fískiskipa,
en Magnús Jóhannesson, yfírmaður
mengunarvarnadeildar Siglinga-
málastofnunar, sæti áfram. Áður
en við fórum af stað til London
barst fyrirspurn frá Bretum til ut-
anríkisráðneytisins um hvort ég
yrði ekki fulltrúi á þessum fyrsta
fundi. Þegar ég kom á fundinn var
lagt fast að mér að vera í kjöri sem
forseti samstarfsfundar aðildarríkj-
anna. Þeirri málaleitan lauk þannig
að ég var kosinn forseti þessarar
samstarfsnefndar í London og síðar
var mér tjáð að IMO-menn hefðu
tjáð FAO-mönnum að mér hefði
verið rænt í London og settur í for-
setastól og gæti því ekki komið á
ráðstefnuna í Róm. Ég var að sjálf-
sögðu ekki ófús að taka að mér
þetta áhugaverða verkefni," að
gegna forsæti í fyrstu samstarfs-
nefnd samningsins um varnir gegn
mengun sjávar. Ég gegndi síðan
þessu forsetastarfi í fjögur ár, end-
urkjörinn árlega, til ársins 1979,
en ekki skal sami einstaklingur
gegna embættinu lengur."
Síðasti ársfundur Lundúnasamn-
ingsins um varnir gegn mengun
sjávar var haldinn í aðalstöðvum
IMO í London dagana 9.-13. sept-
ember 1992. Þá voru 20 ár liðin frá
því að samningurinn var gerður. í
tilefni þessa afmælis var Hjálmari
R. Bárðarsyni boðið að sitja sér-
staka hátíðarsamkomu þessa fund-
ar og flytja þar ávarp. Þar rakti
hann upphaf samningsins og fyrstu
árin eftir að hann tók gildi. Land-
búnaðar- og sjávarútvegsmálaráð-
herra Bretlands, John Gummer
bauð svo til móttöku í Lancaster
House í London, þar sem ráðstefnan
var haldin árið 1972.
Wésper
SnyderGenerol Corporotion
HITABLASARARNIR, voru ekki á sjávarútvegssýningunni, en þeir eru
í notkun, í öllum sjávarplássum landsins og hafa verið í hart nær 30 ár.
Þeir eru líka og hafa verið í notkun íflestum
greinum íslensks atvinnulífs, í jafn mörg ár.
Pípurelementanna ÍWESPER blásurum, eru
úr „CUPRO NICKEL" - blöndu, sem er snöggt-
um sterkari en pípur annarra gerða.
Nokkurstykki, af 7 kw., 10 kw., og 19/24
kw., eru fyrirliggjandi, á óbreyttu verði, frá því
fyrirgengislækkun.
Ný sending sem er væntanleg í næsta mán-
uði kemurtil með að hækka svolítið íverði,
því miður.
Element og mótorar, eru oftasttil á lager.
WESPER UMBOÐIÐ Sólheimum 26,104 Reykajvík, sími 91-34932, fax 91-814932.
í sjónvarpsþættinum „Milli svefns og vöku“ úr þáttaröðinni „The Nature of Things"
var fjallað um síþreytu (sýndur 25.08.93).
Eina efnið sem nefht var að kæmi að gagni gegn síþreytu
er EFAMOL og höfðu þeir sjúklingar sem við var rætt
fengið veruiegan bata með EFAMOL. Einnig kom fram
að rannsóknir skoskra vísindamanna hafa
staðfest virkni EFAMOLS gegn síþreytu.
EFAMOL er hrein náttúruafurð, unnin úr náttljósarolíu.
Éh
Gull miðlnn trvggir gæðin.
Fœst í heilsubúðum, lyjjabúðum og
heilsuhillum matvöruverslanna.
eilsuhúsið
Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 229
Ég sendi öllum sem glöddu mig á fimmtugs-
afmœli mínu með heillaskeytum, heimsóknum
og gjöfum, innilegustu þakkir.
Björn Ingi Björnsson, Selfossi.
VA TNSLEIKFIMI
í Suðurbæjarlaug Hafnarjjaðar
Ný námskeið hefjast 4. október.
Innritun í síma 46208 (Guðrún).
Tannlæknir
Ingibjörg Benediktsdóttir hefur hafið störf á
tannlæknastofu Sigurgísla Ingimarssonar,
Garðatorgi 3, Garðabæ.
Viðtalstímar eftir samkomulagi í
síma 656588.
Stór sending af kínverskum
og sþönskum dúkum
Vorum að taka upp stórkostlegt úrval af dúkum á
hreint ótrúlegu verði. Sjón er sögu ríkari.
Verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur,
Klapparstíg, v/hliðina á Pipar & Salt, sími 16088.
|.mmmmmM.
, ' . . ■ • • '• i