Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík.'Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Tekjutenging í heil brigðiskerfi Frá því að núverandi ríkis- stjórn hóf markvissa við- leitni til þess að draga úr ríkisút- gjöldum hefur athyglin beinzt mjög að heilbrigðis- og trygg- ingakerfinu eins og vonlegt er, þar sem stór hluti heildarút- gjalda ríkisins gengur til heil- brigðismála og tryggingamála. Nánast allar tillögur, sem fram hafa komið um breytingar í heil- brigðiskerfinu hafa valdið mikl- um deilum. Sighvatur Björgvins- son, sem gegndi embætti heil- brigðis- og tryggingaráðherra í rúm tvö ár, stóð í eldlínu stöð- ugra átaka þann tíma, sem hann hafði yfirstjórn þessara mála með höndum. Guðmundur Árni Stefánsson, sem tók við þessu ráðherraembætti fyrir nokkrum mánuðum, hefur nánast frá upp- hafi ráðherraferils síns staðið í ströngu af sömu ástæðum. Að sumu leyti má segja, að emb- ætti heilbrigðis- og trygginga- ráðherra sé að verða eitt erfið- asta ráðherraembætti í ríkis- stjórn íslands, Ástæðan er auðvitað sú, að ráðherrar þessa málaflokks eru að fjalla um vandasömustu og viðkvæmustu þætti velferðar- kerfisins. Annars vegar vill þjóð- in halda uppi fullkomnu heil- brigðiskerfi og sanngjörnu tryggingakerfi, sem tryggir öldr- uðum og öryrkjum mannsæm- andi lífskjör, hins vegar er ljóst, að kostnaðaraukinn í þessu kerfi er svo mikill á hverju ári, að óhjákvæmilegt er að gera ráð- stafanir til þess a.m.k. að stöðva þessa stöðugu kostnaðaraukn- ingu. Þetta er vandasamt verk og enginn ráðherra öfundsverð- ur af því að hafa það með hönd- um. Núverandi ríkisstjórn hefur hækkað þjónustugjöld verulega í heilbrigðiskerfinu. Raunar svo mjög að Morgunblaðið hefur lát- ið í ljósi þá skoðun, að hugsan- lega væri búið að ganga of langt í þeim efnum. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra lýsir svipaðri skoðun í samtali við Morgunblaðið í fyrradag. Hann segir m.a.: „Ég held, að við séum komnir að ákveðnum mörkum með þjónustugjöldin, sem tekjuöflunarkerfi fyrir heil- brigðisþjónustuna en sem stjórn- tæki í eftirliti held ég að við ættum ætíð að vera opin fyrir því að halda þjónustugjöldum úti.“ Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins komu fram hugmyndir um tekjutengingu í heilbrigðis- kerfinu, þ.e. að fólk greiði kostn- að af heilbrigðiskerfinu í sam- ræmi við tekjur sínar. Á síðustu tveimur árum hefur Morgun- blaðið í ritstjórnargreinum hvað eftir annað hvatt til þess, að tekin verði upp víðtæk tekju- tenging bæði í heilbrigðiskerfinu og tryggingakerfinu og m.a. vís- að til reynslu Nýsjálendinga af slíku fyrirkomulagi. í fyrrnefndu samtali við Morgunblaðið í fyrra- dag sagði heilbrigðisráðherra m.a.: „í ágústmánuði, þegar ver- ið var að undirbúa fjárlagafrum- varpið lýsti ég því yfir, að spam- aður i heilbrigðis- og trygginga- málum næðist tæplega þriðja árið í röð, jiema nýjar tekjur kæmu inn. Ég lagði til, að inn- heimt yrði sérstakt sjúkratrygg- ingaiðgjald sem legðist á fólk eftir tekjum þess. Það var ekki orðið við þeim hugmyndum á þeim tíma og niðurstaðan var hugmynd um valkvætt nefgjald, sama gjald, sem allir greiddu. Svo þegar landsfundur sam- starfsflokksins var með svipaðar tillögur og ég kynnti í ágúst þótti mér eðlilegt að rifja þær upp og taka þær upp á nýjan leik.“ Þær sviptingar, sem orðið hafa slðustu tvö árin í hvert sinn, sem tillögur hafa verið lagðar fram um sparnað eða nýja tekju- öflun í heilbrigðiskerfinu undir- strika nauðsyn þess, að hugsa allt þetta mál upp á nýtt. Heil- brigðisráðherra hefur sett fram hugmyndir um tekjutengt sjúkratryggingariðgjald. Spurn- ing er, hvort unnt sé að koma á víðtæku tekjutengdu kerfí í heil'- brigðismálum, sem nái til þjón- ustugjaldanna sjálfra, þ.e. að þeir borgi meira fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins, sem það geta en hinir minna. Er ekki til- efni til þess að kanna skipulega reynslu Nýsjálendinga af slíku kerfi? Þá er ástæða til að ítreka þær hugmyndir, sem Morgunblaðið hefur áður sett fram um fleiri valkosti í heilbrigðiskerfinu, þ.e. að þeir, sem þess óska geti feng- ið að kaupa ákveðna þjónustu og greiða hana fullu verði. Það myndi létta á hinu opinbera kerfi fyrir aðra. Það er augljóst, að umræður um umbætur í heilbrigðiskerfinu eru komnar í sjálfheldu og það er áreiðanlega rétt hjá Guð- mundi Árna Stefánssyni, að það verður tæpast lengra komizt á þeirri leið, sem farin hefur verið undanfarin misseri. Þess vegna er full ástæða til að taka til rækilegrar umræðu þær hug- myndir, sem fram komu á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins og hjá heilbrigðisráðherra sjálfum um tekjutengingu í heilbrigðiskerf- inu og sjá, hvort slíkar umræður geta leitt til meiri árangurs en náðst hefur fram að þessu, þótt ekki skuli lítið gert úr honum. Seðlabankinn tilkynnir breytingar á bindiskyldu og lausafjárkvöð Ákvæðum breytt til að stuðla að lækkun vaxta HÉR fer á eftir í heild fréttatil- kynning Seðlabanka, sem lögð var fram á blaðamannafundi í gær: Seðlabankinn hefur í dag breytt ákvæðum um bindiskyldu og lausaf- járkvöð banka og sparisjóða í því skyni að _stuðla að lækkun vaxta hjá þeim. í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar um aðgerðir til lækkunar vaxta frá 29. október sl. var því m.a. beint til Seðlabankans að end- urskoða þessi ákvæði. Eins og fram kom í fréttatilkynningu Seðlabank- ans frá 1. nóvember sl. hefur banka- stjórnin að undanförnu haft þessi atriði til athugunar og haft samráð við viðskiptaráðherra, bankaráð Seðlabankans og fulltrúa viðskipta- banka og sparisjóða. í framhaldi af því hefur banka- stjórn Seðlabanka Íslands í dag ákveðið eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi bindiskyldu og lausafjárhlutfalls: * Bindiskylda:- Bindiskylduhlut- fall verður almennt lækkað um 1%, en bindiskylda á bundnum innistæð- um og verðbréfum verður lækkuð um 2,5%. Eftir þessa breytingu verður almenn bindiskylda 4%, en bindiskylda á bundnum innistæðum og verðbréfum 2,5%. * Bindiskylduvextir: Greidd verður sérstök vaxtauppbót, 1,5% á bundnar innistæður á þessu ári. * Lausafjárblutfall: Lausafjár- hlutfall verður lækkað um 2% og verður 10% í stað 12% áður. * Hæfar eignir til að sinna lausafjárkvöð: Ákveðið hefur verið að húsbréf teljist til lausafjár með sama hætti og spariskírteini ríkis- sjóðs. Jafnframt hefur verið ákveðið að spariskírteina-, ríkisbréfa- og húsbréfaeign teljist 100% til lausafj- ár sé hún innan við 2,5% af reikni- grunni lausafjárhlutfalls, í stað 2% sem gilt hefur, og að 60% í stað 50% af slíkri eign umfram þessi mörk teljist hér eftir vera laust fé. Ákvarðanir þessar voru teknar að loknum fundum með fulltrúum banka og sparisjóða, verðbréfafyrir- tækja og lífeyrissjóða. Gott sam- komulag virðist vera um þessar ákvarðanir. Fulltrúar banka og sparisjóða höfðu uppi varnarorð um upptök vaxtaskatts á sama tíma og stjórnvöld beita sér fyrir lækkun vaxta. Seðlabankinn getur tekið undir þetta sjónarmið. Þá hefur bankastjórnin ákveðið að tvöfalda mögulega fyrirgreiðslu Seðlabankans við viðskiptavaka rík- isverðbréfa. Nýjar reglur um þessi efni hafa verið gefnar út i dag í samræmi við þessar ákvarðanir. Reglurnar mun gilda þar til aðstæður á lánamark- aði gefa tilefni til endurskoðunar á þeim. Á þessum grundvelli er þess að vænta að vextir banka og sparisjóða lækki í þessari viku í hátt við þá vaxtalækkun sem þegar er fram komin á verðbréfamarkaði. Vaxtaþróun síðustu daga Með markaðsaðgerðum Seðla- bankans hefur tekist að ná fram verulegri lækkun vaxta á peninga- og verðbréfamarkaði siðustu daga. Á Verðbréfaþingi hafa sölutilboð Seðlabankans í nýjustuilokka spari- skírteina lækkað um 2% frá 25. október, úr 6,95% í 4,95%. Meðal- ávöxtun viðskipta með spariskirteini er 5,49% þar sem af er nóvember en var 6,84% að meðaltali í októ- ber. Mikil viðskipti hafa átt sér stað með spariskírteini á þinginu síðustu daga og hefur Seðlabankinn keypt skírteini fyrir 1.052 m.kr. en selt fyrir 949 m.kr. frá 28. október sl. Á uppboði spariskírteina í dag var tekið tilboðum fyrir 260 m.kr. og var meðalávöxtun í þeim 5%, sem er um 2,2% lækkun frá síðasta upp- boði. Sölutilboð Seðlabankans í nýjustu flokka 3ja mánaða ríkisvíxla hafa lækkað um 0,4% _frá 25. október, úr 7,2% í 6,8%. Á víxluppboði 3. nóvember sl. varð meðalávöxtun tekinna tilboða 6,92%, sem var um 1,2% lækkun frá fyrra uppboði. Ennfremur náðist veruleg lækkun á 6 og 12 mánaða ríkisvíxlauppboði, en þeir flokkar ríkisvíxla koma í stað 6 og 12 mánaða ríkisbréfa. Miðað við uppboð 6 mánaða ríkis- bréfa í september varð lækkun rúm- lega 2,2%, en 12 mánaða bréfa um 2,6%. Með þeim vaxtalækkunum sem Seðlabankinn hefur beitt sér fyrir á eftirmarkaði hefur náðst það mark- mið sem stefnt var að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 29. október sl., að vextir á verðtryggðum ríkis- skuldabréfum lækki I 5%, eins og staðfest var á uppboði spariskírteina í dag. Með þeim aðgerðum sem Seðlabankinn hefur nú tilkynnt hafa verið skapaðar nægilegar forsendur til að bankar og sparisjóðir fylgi fyrir sitt leyti eftir þeirri vaxtalækk- un sem orðið hefur á markaðnum. Það er athyglisvert I þessu sam- bandi að verðbólga er nú afar lltil, t.d. hækkaði framfærsluvlsitala ekki I nóvember. Hversu varanleg lækkun vaxta verður veltur, auk alþjóðlegrar vaxtaþróunar, á inn- lendri lánsfjáreftirspurn rlkisins og annarra opinberra aðila á næsta mánuðum og misserum. í því efni er mikilvægt að draga úr halla- rekstri ríkissjóðs og lánsfjáreftir- spurn húsnæðiskerfisins. Seðla- bankinn mun fylgja eftir þessari stefnu I vaxta- og peningamálum meðan ekki sjást merki um ofþenslu og verðbólgu. Bindiskylda í Seðla- banka á bilinu 3-8% VIÐSKIPTARÁÐHERRA ákvað 6. nóvember 1993 að veita Seðlabank- anum rýmkaða heimild til að ákveða bindiskylduhlutfall banka og sparisjóða, samkvæmt þvf sem fram kemur í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu frá því f gær. Orðrétt segir I frétt ráðuneytis- ins: „Samkvæmt fyrri heimild við- skiptaráðherra frá 23. nóvember 1992 gat Seðlabankinn ákveðið bindiskylduhlutfallið á bilinu 4%-8% án þess að leita sérstakrar heimildar hveiju sinni fyrir breytingum innan þessara marka. í þeirri breytingu sem nú hefur verið gerð felst að Seðlabankinn getur ákveðið al- mennt bindiskylduhlutfall á bilinu 3-8% og 2-8% á bundnum innlánum og verðbréfum. Seðlabankinn fær því aukið svigrúm til að lækka bindi- skylduna auk þess sem sú nýjung er tekin upp að heimila bankanum að hafa hana lægri á tilteknum skuldbindingum bankanna, þ.e. bundnum innlánum og verðbréfum. Er þessi nýjung I samræmi við það sem þekkist erlendis þar sem bindi- skylduhlutfallið er mismunandi eftir tegundum skuldbindinga." I fréttinni segir að með þesBum breytingum sé íagður grunnur að þvl að útlánsvextir banka og spari- sjóða breytist strax I þessari viku til samræmis við „þá miklu vaxta- lækkun sem þegar hefur orðið á verðbréfamarkaði. Þessar breytíngar bæta afkomu banka og sparisjóða til þess að gera þeim kleift að fylgja eftir vaxta- lækkun á markaðnum sem annars hefði komið fram I verulegri lækkun vaxtamunar og þar með verri af- komu þeirra," segir í niðurlagi fréttatilkynningar ráðuneytisins. Rekís hefur hamlað veiðum íslensku skipanna í Smugunni Vilja reyna fyrir sér á svæðinu við Svalbarða ÚTLIT er fyrir að veiðum ljúki x Smugunni í Barentshafi áður en langt líður þar sem rekís er farinn að hamla veiðum þar. Um tylft skipa er á veiðum í Smugunni og hafa skipstjórnarmenn fullan hug á því að einhver skipanna reyni fyrir sér með veiðar á Svalbarðasvæðinu. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, eru veiðar þar á ábyrgð hvers og eins en hann segir að réttarstaða Norðmanna á svæðinu hvíli ekki á traustum grunni. Um tylft skipa er nú að veiðum í Smugunni og þrjú eru á leið þangað. Kambaröst SÚ og Barði NK eru á leið heim úr Smugunni. Að sögn Jónas Ragnarssonar, framkvæmda- stjóra hjá Gunnarstindi hf. sem ger- ir út Kambaröstina, hefur skipið fískað lítið að undanförnu, fengið frá nokkur hundruð kílóum upp í 2 tonn í hali. Hann sagði að rekís hefði komið í veg fyrir að skipin kæmust á svæðið þar sem mikið fiskirí var fyrir skömmu. Jónas sagði að aðstæður í Smug- unni væru orðnar svo erfiðar að Iík- lega færi að styttast í veiðunum þar. Hann sagði að skipstjórar og útgerðarmenn hefðu mikinn hug á að reyna fyrir sér á Svalbarðasvæð- inu en ljóst væri að því fylgdi nokk- ur áhætta. Stjórnvöld áhugalaus Runólfur Guðmundsson skipstjóri á Runólfi SH sagði í skeyti fyrir helgina sama áframhaldi verði veið- um senn lokið í Smugunni. Hann segir að skipstjómarmenn velti mikið fyrir sér þeim möguleika að skip fari til veiða inn á Svalbarðasvæðið til að fá úr því skorið hver réttur íslendinga er til veiða þar. Þyki þeim að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt áhuga á úthafsveiðum og benda á framgang stjórnvalda þegar veiðar hófust í Smugunni og varðandi veið- ar á fleiri úthafssvæðum. Útlit sé því fýrir að sjómenn verði að taka frumkvæði í þessu máli. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landsambands ís- lenskra útvegsmanna, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að LÍU hefði ekki mælt með því að íslensk skip færu til veiða á Svaibarðasvæðið og væru veiðar þar á ábyrgð skipstjórn- armanna sem þær reyndu. Leitað hefði verið svara um rétt íslendinga til veiða á Svalbarðasvæðinu í haust og neikvæð svör komið frá þremur ráðuneytum; sjávarútvegs, utanrík- is- og forsætisráðuneyti. Ráðuneyt- unurn hefði borið saman um að rétt- arstaðan á friðunarsvæði • Norð- manna við Svalbarða væri óljós og mælt gegn því að íslensk skip færu þangað til veiða. Ótraust réttarstaða Kristján sagði að það væri hins vegar ljóst að réttur Norðmanna á þessu svæði hvíldi á mjög veikum grunni og hefði það verið undirstrik- að í svari íslenskra stjórnvalda á sín- um tíma. Ekki væri útlit fyrir að neitt gerðist í málinu nema íslensk skip gerðu tilraun með að fara inn á svæðið. Veiðar íslenskra skipa við Svalbarða væru brot á norskum lög- um en spurning væri hvort um brot á alþjóðalögum væri að ræða. Noi'ð- menn hefðu aldrei fylgt þeim rétti, sem þeir hefðu tekið sér þarna, með því að taka skip fyrir ólöglegar veið- ar heldur hefðu þeir farið samninga- leiðina, sem benti til þess að þeir teldu réttarstöðu sína ekki trausta. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR FRA fundi stjórnenda Seðlabankans með fréttamönnum í gær. Frá hægri eru: Jón Sigurðsson, seðla- bankastjóri og formaður bankastjórnar Seðlabankans, Yngvi Örn Kristinsson og Már Guðmundsson. Starfskjör viðskipta- banka bætt umtalsvert ÞÓTT viðskiptabankar og sparisjóðir komi til með að verða fyrir miklum tekjumissi, vegna 2% raunvaxtalækkunar, sem taka mun gildi næstkomandi fimmtudag, gera nýjar ákvarðanir Seðlabanka Islands um lækkun bindiskyldu, hækkun vaxta á bindiskyldu og lækk- un lausnfjárkvaðar það uð verkum, að starfsskilyrði banka og spari- ^jóða batna með umtalsverðum hætti. Samtals losar Seðlabankinn um 8,4 miiyarða króna, sem þjálpar bönkum hvað afkomu varðar um nálægt 400 miiyónlr króna á þessu ári, en rýrir afkomu Seðla- bankans að sama skapi. Bankarnir fá nú helmlld til þess að te|ja húsbréfaeign að ákveðnu marki tit lausafjár. Litið er þannig á að þesBar ákvarðanir eru staðfesting þess að veruiegar breytingnr hafa átt sér stað i efnahugsiifi og á fjárinagnsmarkaðinum, Stjórnendur Seðlabanka og viðskiptabanka og spuritjóða funduðu um helgina, fyrst á laugardag og svo aftur á sunnudug, þar sem samkomulag tókst með aðilum með hvaða hætti Seðiabanki breytir og bætir starfs- kjör viðskiptabanka. Það að bindiskylda bankanna í Seðlabanka er lækkuð úr 5% í 4%, jafngildir 20% lækkun bindiskyld- unnar. Auk þess lækkar bindiskylda niður í 2,5% á bundnum innstæðum og verðbréfum. Miðað við að tæplega 10 milljarðar króna eru bundnir I Seðlabanka, samkvæmt reglum um bindiskyldu, jafngildir þessi lækkun því að losað er um 2,9 milljarða króna, sem bankar og sparisjóðir fá þannig til betri ávöxtunar en þeir íjármunir hafa notið hingað til. 150 milljóna króna afturvirkar vaxtabætur sem eingreiðsla Þá hefur Seðlabankinn fallist á þá ósk viðskiptabankanna að hann greiði hærri vexti af bindiskyldunni í ár. Vextir á bindiskyldu hafa verið 3,5%, en verða nú 5%. Jafnframt fellst Seðlabankinn á að vaxtahækk- un þessi verði afturvirk, aftur til 1. janúar síðastliðins. Þetta þýðir í auknum tekjum bankanna á þessu ári samtals um 150 milljónir króna. Um 55 milljónir þessara greiðslna munu koma í hlut Landsbankans og um 30 til íslandsbanka, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Hér er um eingreiðslu að ræða, þannig að frá 1. janúar 1994 verða aftur greiddir 3,5% vextir af bindi- skyldunni. Lausafjárkvöð er lækkuð úr 12% í 10%. Samtals hafa bankar og sparisjóðir verið með það sem skil- greint er sem laust fé upp á 24 milljarða króna. Við þessa breytingu lækkar lausafjárskyldan um 3,5 milljarða króna, auk þess sem bank- arnir fá nú heimild til þess að telja til lausafjár húsbréfaeign sína, sé hún innan við 2,5% af reiknigrunni lausaijárhlutfalls I stað 2% sem gilt hefur, og 60% húsbréfaeignarinnar umfram 2,5% teljast til lausafjár í stað 50% slíkrar eignar hingað til. Er áætlað að um 2 milljarðar króna í húsbréfaeign nýtist bankakerfinu sem laust fé, samkvæmt þessum nýju reglum. Þar er hreint ekki um svo lítinn ávinning að ræða, því til dæmis Landsbankinn, sem er við- skiptavaki fyrir húsbréf, þarf að kaupa húsbréf fyrir allt að 500 millj- ónir króna á mánuði ef svo ber undir. Missa nálægt 200 milljónuni í tekjur Bankarnir hafa látið reikna út hversu mikið þeir koma til með að missa I tekjum við það að lækka raunvexti um tvo hundraðshluta, og samkvæmt þeim útreikningum munu bankarnir tapa nálægt 200 milljónum króna á mánuði, vegna lækkunar á verðtryggðum reikning- um. Að vísu verður að hafa ákveð- inn fyrirvara, í sambandi við þessar ’tölur, vegna þess að bankarnir munu nú á næstunni skoða ákveðin atriði og taka á, samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar frá því 29. október síðastliðinn. Þar má nefna atriði eins og að taka upp markaðsviðmiðun á óverð- tryggðum inn- og útlánum; að ákveða fasta vexti á verðtryggðum lánum til lengri tíma; að samræma út- og innlánakjör, þannig að áhætta og eðli inn- og útíánaviðskipta end- urspeglist í vöxtum einstakra inn- og útlánsflokka. Auk þess munu bankamir leita enn frekari hagræð- ingar í rekstri, til þess að draga úr rekstrarkostnaði- Talsmenn banka- kerfisins segja að því sé ekki hægt að slá föstu nú, hversu mikill tekju- missirinn verður af raunvaxtalækk- uninni. Segja að þegar þau atriði sem hér að framan voru nefnd hafi verið undirbúin og þeim verið hrint $ framkvæmd, ættu linur að skýrast að því leyti. Áð þvl er varðar spurninguna um hvort ákveða beri fasta vexti á verð- tryggðum lánum til lengri tlma, er það mat Seðlabankans, samkvæmt þvt sem Jón Slgurðsson sagði á fundl með fréttamönnum t gœr, að ekki sé hyggilegt að taka sltka ákvörðun á meðan mönnum finnist raunvaxta- stigið vera mjög hátt. „Ég held uð sltka ákvörðun ætti ekki að taka, fyrr en menn eru sammála um að vextifnir séu komnir í langttmajafn- vægi, hvenær sem það nú verður," sagði Jón. Jákvæð áhrif til lengri tíma Það er mat bankanna, að þótt tekjumissirinn vegna raunvaxta- lækkunar verði meiri til að byija með en vaxtabótin frá Seðlabanka upp á 150 milljónir króna, muni já- kvæðu áhrifin af raunvaxtalækkun skila sér og rfflega það, þegar til lengri tíma er litið. Þannig meta bankamir að raunvaxtalækkun, nú um 2% og ef væntingar ganga eftir enn frekari raunvaxtalækkun síðar, muni skila sér í því að minna verði um útlánatöp en áður og auðveldara verði að selja eignir sem bankar hafa þurft að leysa til sín á uppboð- um. Það mun nú vera sameiginlegt mat bankakerfisins, viðskiptabanka, sparisjóða og Seðlabanka, að nú þegar raunvextir verða lækkaðir með svo afgerandi hætti, hafi pen- ingakerfíð lagt sitt af mörkum, en eftirleikurinn verði í höndum þeirra sem stýra ríkisfjármálunum. Hvort raunvaxtalækkunin verður viðvar- andi, sé algjörlega undir því komið að ríkinu takist að hemja lánsfjár- þörf sína og draga til muna úr henni. Það verði alfarið á ábyrgð rikisins að sjá til þess að raunvaxtastig ijúki ekki upp á nýjan leik. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri sagði á fundi með fréttamönnum í gær, þegar hann var spurður hvort hann teldi að um enn frekari raun- vaxtalækkun gæti orðið að ræða á næstunni: „Við látum okkur þetta skref nægja að svo stöddu. Þetta er stórt skref og við viljum tryggja fótfestuna eftir að það hefur verið stigið, áður en við tölum um frekari lækkun.“ Vísitala óbreytt FRAMFÆRSLUVÍSITALÁN í nóvembermánuði er 170,8 stig samkvæmt útreikningi Kauplags- nefndar og er óbreytt frá október- mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,8%. Hækk- un hennar undanfarna þrjá og sex mánuði samsvarar 3,8 og 4,7% verðbólgu á heilu ári. Við útreikning vísitölunnar kom í ljós að matvörur hafa hækkað milli - mánaða um 0,3% sem olli 0,04% hækkun vísitölunnar og föt og skó- fatnaður hafa hækkað um 0,5% sem hafði í för með sér 0,03% vísitölu- hækkun. Á móti þessu lækkaði hús- næðiskostnaður um 0,4% er svaraði til 0,06% lækkun vísitölunnar og 1% lækkun á bensíni olli 0,04% lækkun hennar. ---» ♦—♦-- Töluverð síldveiði TÖLUVERÐ síldveiði var í fyrrinótt eftir brælu á síldarmiðunum við Austurland um helgina. Um 62 þús- und tonn af síld hafa borist á land á vertíðinni og eru mörg skipanna langt komin með kvóta sinn. Húnaröst RE landaði 300 tonnum á Höfn I gær. Að sögn Hákonar Magnússonar skipstjóra er síldin heldur smærri en verið hefur. Hann sagði að stærri skipin hefðu aflað vel I fyrrinótt en verr gengið hjá minni skipunum. Mörg skipanna eru nú langt komin með kvóta sinn á vertíðinni. Mikil atvinna Að sögn Jóhanns K. Sigurðssonar hjá Slldarvinnslunni hf. Neskaupstað hefur slld verið flökuð I B þúsund tunnur og söltuð I 8 þúsund tunnur lijá fyrirtækinu það sem af er vertlð- inni. Hann sagði að slldin hefði skap* að mikla atvinnu á staðnum og oft hefði verið yfirvinna vegna síldar- vinnslunar. ---♦ -♦ ♦ Rafmagnsveita Reykjavíkur 30% lækkun vinnuljósa- rafmagns RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur hefur lækkað verð á rafmagni til húsbyggjenda, svokallað vinnu- ljósarafmagn, og er það nú selt á sama taxta og til almennrar notk- unar. Lækkunin nær til um 2.350 orkukaupenda og er hún að með- altali um 27%. Á þriggja ára bygg- ingatíma er lækkunin um 20 þús- und krónur eða 31%, samkvæmt upplýsingum Rafmagnsveitunnar. í fréttatilkynningu frá Rafmagns- veitunni kemur fram að á undanförn- um árum hafi því markmiði að mestu verið náð að afhenda raforku í ný- byggingarhverfum frá varanlegu dreifikerfí. Umtalsverð hagræðing og breytingar verði nú á rafmagns- eftirliti. Fram kemur að óánægju hafi gætt hjá húsbyggjendum sem flutt hafi inn í hús en þurft að greiða hærra verð vegna þess að raflagnir hafi ekki verið að fullu frágengnar. Við það bætist umstand og óþægindi viðskiptavina vegna taxtabreytinga. Að dómi Rafmagnsveitu Reykjavíkur er hér ekki aðeins um verðlækkun að ræða heldur einnig bætta þjón- ustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.