Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 Tillögur um framkvæmd kvótakerfis- ins á 52. Fiskiþingi Ytir undir brask með aflaheimildir NÝAFSTAÐIÐ Fiskiþing samþykkti meðal annars ályktun þar sem mótmælt var núvfcrandi framkvæmd á kvótakerfinu, „sem ýtir undir brask með afiaheimildir." í greinargerð með þessari tillög- ur, sem samþykkt var með 16 atkvæðum gegn 10 segir svo: „Ljóst er að mikil óánægja er meðal sjómanna með kaup og sölu á afla- heimildum og þá sérstaklega hvernig sjómenn eru látnir taka þátt í slíkum kaupum. Þá er einnig talið óeðlilegt að einstakar útgerð- ir geti liagnazt verulega á sölu aflaheimilda. í núverandi fram- kvæmd ríkir nánast frumskógarlögmálið eitt í þessum viðskiptum.“ Hér fara á eftir þær tillögur á Fiskiþingi, sem fjölluðu um fram- kvæmd kvótakerfisins og afdrif þeirra: 52. Fiskiþing skorar á á sjávar- útvegsráðuneytið að sala á inn- fjarðarrækju verði .gefin ftjáls. - Samþykkt með 16 atkvæðum gegn 4. 52. Fiskiþing styður þá tillögu, sem komið hefur fram að skip, sem eru í eigu íslendinga en hafa ekki veiðileyfi í íslenzkri fiskveiðilög- sögu, verði skráð á íslandi. - Sam- þykkt samhljóða. 52. Fiskiþing leggur til að út- færsla á veiðiheimildum króka- leyfisbáta verði heildardagafjöldi 160 dagar miðað við núverandi heildaraflaQiark á þorski. Föst sókn telst 92 dagar í mánuðunum maí, júní og júlí. - Samþykkt með 17 atkvæðum gegn 9. 52. Fiskiþing leggur til að bátar undir 10 tonnum með aflaheimild geti fengið heimild til til hand- færa- og línuveiða í júlí og ágúst unz 25 tonna heildarafla á fisk- veiðiárinu er náð. Enda hafi þeir ekki selt frá sér kvóta og fiskað sjálfir upp sínar aflaheimildir. - Felld með 16 atkvæðum gegn 14. 52. Fiskiþing leggur til að línu- veiðar í nóvember, desember, jan- úar og febrúar verði óbreyttar áfram eins og verið hefur, það er afli að hálfu utan kvóta. - Sam- þykkt með þorra atkvæða gegn 4. 52. Fiskiþing leggur til að fijáls sókn verði í þær fisktegundir, sem ekki er útlit fyrir að veiðist upp í leyfilega heildarkvóta af ýsu, ufsa, skarkola, úthafsrækju og loðnu. - Felld með 12 atkvæðum gegn 10. 52. Fiskiþing samþykkir að heimild til að framselja leigukvóta verði afnumin, nema þegar um er að ræða jöfn skipti á kvóta milli skipa. - Felld með 16 atkvæðum gegn 10. Eftirfarandi tillaga kom frá Fiskfélagsdeildinni á Vestfjörðum og var hún borin undir atkvæði. Aðalfundur Fiskifélagsdeildar Vestfjarðar haldinn 23. október 1993, telur að meðan kvótakerfi er við lýði sé eðlilegt að sala og andvirði sölu veiðiheimilda verði á 'höndum ríkissjóðs. - Felld með þorra atkvæða gegn 5. Við umræður um ofangreindar tillögur fluttu síðan Gísli Svan Einarsson frá Sauðárkróki og Jón- as Haraldsson, formaður stjórnar Fiskifélagsins, eftirfarandi tillögu: „52. Fiskiþing styður núverandi aflamarkskerfi og fijálsan Jfram- salsrétt á aflaheimildum." Flutt var tillaga um frávísun hennar og var hún samþykkt með 18 atkvæð- um gegn 3 og kom tillagan því ekki til umræðu. Menntamálaráðherra á alþingi um mál Hrafns Gunnlaugssonar Umfang styrkveit- inga ekki óeðlilegt í UTANDAGSKRÁRUMRÆÐU á Alþingi a fimmtudag um tengsl setts framkvæmdasijóra Sjónvarps við ýmsar opinberar stofnanir og sjóði urðu snarpar umræður um skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið. Bent var á að samstarfsörðugleikar væru í stjórn Ríkis- útvarpsins þar sem uppgjör fjármáladeildar hefði verið sent til endurskoðunarfyrirtækis vegna þess að framkvæmdastjórinn bæri brigður á það. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, bar upp fyrirspur til Ólafs G. Einarssonar mennta- málaráðherra og vitnaði til skýrlu Ríkisendurskoðunar um fjármálaleg samskipti Hrafns Gunnlaugssonar við ýmsa opin- bera aðila. Engar sakir í svörum menntamálaráðherra kom m.a. fram að ekkert í skýrsl- unni benti til að Hrafn Gunnlaugs- son hefði brotið af sér í starfí eða dregið sér fé. í skýrslunni eru kaup menntamálaráðuneytis á kvikmyndum eftir Hrafn Gunn- Iaugsson átalin, þar sem þau voru gerð án sérstakrar heimildar frá Alþingi. Ólafur G. Einarsson sagð- ist vera ósammála þessu og telja að ráðherra gæti ákveðið slík kaup án þess að bera þau undir Alþingi og benti á að slíkt hefði verið gert og látið átölulaust allt frá árinu 1983. Hann benti á að í skýrslu Ríkis- endurskoðunar segði að ekki verði með réttu sagt þegar á heildina er litið að Hrafn Gunnlaugsson skeri sig sérstaklega frá öðrum styrkþegum Kvikmyndasjóðs hvað varðaði fjárhæð styrkja. Umfang styrkveitinga til hans væri ekki óeðlilegt í Ijósi þess fjölda mynda sem hann hefði gert og þess hve lengi hann hefði starfað að kvik- myndagerð. Samstarfsörðugleikar Valgerður Sverrisdóttir, Fram- sóknarflokki, kom í máli sínu inn á samstarfsörðugleika innan Rík- isútvarpsins. Sagði hún að komið hefði fram á útvarpsráðsfundi að settur framkvæmdastjóri sætti sig ekki við mánaðarlegt uppgjör íjár- máladeildar og til þess að fá ein- hveija niðurstöðu í málið hefði útvarpsstjóri brugðið á það ráð að senda uppgjörið til endurskoðun- arfyrirtækis. Þetta virtist eina leið- in til að sátt yrði um niðurstöður uppgjörsins og sýndi ljóslega að ágreiningur væri í stjórn stofnun- arinnar. Fimm sluppu úr hörðum árekstri á brúnni yfir Stóru-Laxá * # Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. I heimsokn ADOLF Ingvi Bragason til vinstri og Baldur Óskarsson til hægri í heimsókn hjá Viktori Steingríms- syni á Sjúkrahúsi Suðurlands. Fyrsta sem ég gerði eftir áreksturinn var að fara með faðirvoriö Selfossi. „ÞAÐ FYRSTA sem ég gerði eftir áreksturinn var að fara með faðirvorið," sagði Sævar Már Þórisson 13 ára Selfyssing- ur. Hann var farþegi í fram- sæti Toyotabíls sem lenti í hörð- um árekstri við Subarubifreið á brúnni yfír Stóru-Laxá í Hrunamannahreppi. Árekstur- inn varð um níuleytið á laugar- dagsmorgun. Auk ökumanns voru þrír farþegar í Toyota- bílnum en ökumaður Subaru- bifreiðarinnar, ung kona, var ein í bílnum. Fólkið var flutt á Sjúkrahús Suðurlands og fékk að fara heim utan einn sem var lagður inn vegna meiðsla í baki. Bílamir eru báðir ónýtir eftir áreksturinn. Þessi árekstur mun vera sá þriðji í röðinni á brúnni og í sum- ar mátti litlu muna að árekstur yrði þar en ökumenn forðuðu því með því að nauðhemla á miðri brúnni. Kunnugir benda á að merkingar þurfi að vera greini- legri vestan brúarinnar svo þeir sem eru ókunnugir átti sig betur á aðstæðum. Vissi ekkert af brúnni „Það er alveg á hreinu að belt- in björguðu okkur,“ sagði Baldur Óskarsson, 17 ára Hvergerðingur, ökumaður Toyotabifreiðarinnar. Hann tók bílpróf fyrir tveimur mánuðum og var á leið frá Sel- fossi að Flúðum á badmintonæf- ingu ásamt Sævari Má sem sat í framsætinu og Adolfi Ingva Bjamasyni, 15 ára, og Viktori Steingrímssyni, 24 ára, eiganda bílsins. Baldur segir að lítil umferð hafi verið á leiðinni og hann ekið á 80-90 kfiómetra hraða. „Ég sá ljósin á bílnum löngu áður en við rákumst saman en ég vissi ekki að það var brú þarna og sá ekki nein merki. Ég hægði á til að mæta bílnum en sá þá allt í einu brúna, bremsaði og lenti á hon- um,“ sagði Baldur. Vöknuðu við öskrin Adolf Ingvi sagðist hafa litið upp þegar hann heyrði öskrin í félögum sínum í framsætinu, rétt áður en áreksturinn varð. Hann var hálfsofandi í aftursætinu með hnén skorðuð við sætið fyrir fram- an. Sama er að segja um Viktor og báðir voru þeir hálfsofandi. „Eg vaknaði við ópin í þeim, leit þá upp og sjá ljósin á hinum bíln- Heima SÆVAR Már Þórisson í stof- unni heima hjá sér en greini- legt far er á bijósti Sævars Más eftir bílbeltið. um en henti mér þá niður aftur áður en höggið kom,“ sagði Vikt- or Steingrímsson. „Maður þakkar auðvitað fyrir að hafa sloppið svona vel eftir þetta harðan árekstur og það er alveg á hreinu að það bjargaði okkur í aftursæt- inu hvað við vorum skorðaðir af en hér eftir verða beltin ekki látin ónotuð í aftursætinu," sagði Vikt- or. Hugsaði um hvort enginn hefði dáið „Ég sá bílinn löngu áður en við rákumst á hann en maður gat ekki áttað sig á því að þama væri brú með einni akrein. Það fyrsta sem ég gerði eftir árekstur- inn var að fara með faðirvorið og svo hugsaði ég um það hvort eng- inn hefði dáið,“ sagði Sævar Már Þórisson sem sat í framsæti Toy- otabifreiðarinnar. „Við fórum í úlpurnar okkar og breiddum yfir okkur handklæðin á meðan við biðum eftir að það kæmi bíll. Það var ekki hægt að opna bílhurðina mín megin en það blés inn um rifu sem opnaðist á henni og það varð dálítið kalt. Á meðan Baldur hljóp eftir hjálp á næsta bæ töluð- um við saman um að allt væri í lagi og vildum með því koma í veg fyrir að við sofnuðum. Ég lá alveg kyrr og vildi ekki hreyfa mig því ég var auðvitað dálítið hræddur og sérstaklega um að eitthvað hefði komið fyrir mig þó ég fyndi ekki til. Svo kom sjúkrabíllinn og þeir voru ótrúlega fljótir uppeftir til okkar og við gátum allir gengið yfir í hann. Mér fínnst það ótrúlegt að þetta hafi komið fyrir. Manni finnst þetta alltaf koma fyrir einhveija aðra en mann sjálfan. Ég var sem betur fer í belti því annars hefði ég örugglega flogið út um fram- rúðuna. Beltið bjargaði lífí mínu, það er alveg á hreinu," sagði Sævar Már Þórisson. Brúin er hættuleg „Ég hugsaði um það eitt að halda mér nógu fast í stýrið eins og manni hafði verið sagt að gera ef eitthvað kæmi fyrir mann á traktornum,“ sagði María Magn- úsdóttir frá Birtingaholti sem ók Subarubifreiðinni. „Þetta var feiknarlegt högg og ég var því fegnust að geta staðið upp. Ég ætlaði mér að hlaupa heim á næsta bæ en fann að ég gat það ekki og sagði piltinum sem ók hinum bílnum að gera það. Ég var á miðri brúnni þegar ég sá hinn bílinn koma. Hann var á miðjum veginum og ætlaði greinilega yfir. Ég náði nánast alveg að stoppa bílinn og var þá komin út á enda á brúnni en þeg- ar ég fór inn á brúna sá ég ekki neinn bíl á móti. Brúin er hættu- leg fyrir þá sem ekki þekkja til. Ég hafði vara á mér þegar ég sá bílinn koma þetta hratt á móti mér og hemlaði, því ég vissi af óhöppum sem orðið hafa tvisvar áður á brúnni. Það eru ekki nógu góðar merkingar vestan brúarinn- ar. Síðan háttar þannig til að beygjan fyrir vestan brúna skygg- ir einhvern veginn á hana,“ sagði María þegar hún rifjaði upp at- burðinn. Hún var í bílbelti og sagði það vissu sína að það hefði bjarg- að lífí sínu. „Ég var því fegnust að hafa ekki tekið krakkana með í þessa ferð en ég var búin að ætla mér það en gerði það svo ekki,“ sagði María sem er tveggja barna móðir. Lögreglumenn sem komu á slysstað lýstu undrun sinni á því hversu vel fólkið slapp úr árekstr- inum, sama gerðu læknar og hjúkrunarfólk sem tóku á móti fólkinu. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.