Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
Lögreglan og herinn í Danmörku hugsanlega viðriðin hneykslismál
Sími tilvonandi umboðs-
manns þingsins hleraður
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur fréttaritara Morgunblaðsins.
LÖGFRÆÐINGUR á skrifstofu Kaupmannahafnarháskóla heldur því
fram að sími núverandi umboðsmanns Þjóðþingsins hafi verið hlerað-
ur um tíma, áður en hann var gerður að umboðsmanni. Óljóst er
hver stóð að hleruninni, en Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra
hefur fyrirskipað tafarlausa rannsókn málsins sem ríkislögmaður
Sjálands stendur fyrir, þar sem lögreglan og herinn eru hugsanlega
viðriðin málið.
Fyrir skömmu birti Ekstra bladet
fréttir um að sími Hans Gammel-
toft Hansens umboðsmanns hefði
verið hleraður um skeið áður en
hann var gerður að umboðsmanni,
en búnaðurinn síðan verið fjarlægð-
ur. Gammeltoft Hansen var þá pró-
fessor við Kaupmannahafnarhá-
skóla og átti vinnusími hans að
hafa verið hleraður. Blaðið hafði
fréttina eftir þeim, sem sagðist
hafa fjarlægt hlerunarbúnaðinn.
Gammeltoft Hansen vildi ekkert um
málið segja þá, en sagðist hafa
haft grun um að síminn hefði verið
hleraður.
Nú hefur sá sem segist hafa fjar-
lægt hlerunarbúnaðinn stigið fram
í dagsljósið og sagt sögu sína. Lars-
Erik Allin er lögfræðingur hjá
Kaupmannahafnarháskóla og sneri
sér í vikunni til Ove Nathans rekt-
ors Kaupmannahafnarháskóla og
leysti frá skjóðunni. Rektor kom
frásögn hans áfram og í framhaldi
af því fundaði Nyrup Rasmussen
forsætisráðherra fram á nótt með
Erling Olsen dómsmálaráðherra og
fyrirskipaði síðan rannsókn. Ákveð-
ið var að fela hana ríkislögmanni
Sjálands, en ekki lögreglunni, eins
og eðlilegt hefði verið, þar sem hluti
lögreglunnar og hersins er hugsan-
lega viðriðinn málið.
Fundu hljóðnema í símanum
Samkvæmt frásögn Allins þekkti
hann ýmsa úr hernum og umgekkst
þá meðal annars i skotfélagi, sem
hann var félagi í. Fyrri hiuta árs
1986 sagði einn félaga hans þar
honum að sími Gammeltofts Hans-
ens væri hleraður. Félaginn var
majór í hemum. Samkvæmt Allin
lét hann þess ógetið, hvaðan hann
hefði vitneskjuna, en sagði Allin að
ef hann vildi gera eitthvað í mál-
inu, gæti hann haft samband viá-
símvirkja að nafni Thomsen og beð-
ið hann að fjarlægja búnaðinn.
Majórinn lét Ailin líka hafa lykil-
orð, svo Thomsen gæti áttað sig á
hver hann væri.
Majórinn dó um sumarið 1986
úr hjartaslagi, eftir því sem best
er vitað. Um haustið var farið að
tala um að Gammeltoft Hansen
væri líklegur í embætti umboðs-
manns, en jafnframt að meðal
stjórnarflokkanna væri óánægja
með það val, einkum innan íhalds-
flokksins. Allin hafði þá samband
við Thomsen, mælti sér mót við
hann að kvöldi til, lét hann hafa
lykilorðið og bað hann um að fjar-
lægja hlerunarbúnaðinn. Sama
kvöldið fóru þeir á skrifstofu Gam-
meltofts Hansens í háskólanum.
Thomsen hafði tæki til að leita að
hljóðnema, tók símann í sundur og
fjarlægði hljóðnema þar. Á eftir
fóru þeir á nálæga krá og ræddu
hvað gera skyldi. Thomsen sagði
að óvarlegt væri að gera veður yfir
þessu, en hljóðneminn kæmist til
skila, ef þeir sendu hann í umslagi
til PET, „Politiets efterretningstjen-
este“, sem er nokkurs konar leyni-
þjónusta. Þeir sendu hann nafn-
laust, en með kveðju sem á stóð
„með þakkæti fyrir Iánið“. Forráð-
menn dönsku leyniþjónustunnar
kannast ekki við að hafa fengið
neinn hljóðnema í póstinum.
Á blaðamannafundinum, þar sem
Allin sagði sögu sína, vildi hann
ekki upplýsa hvers vegna hann
hefði þagað allan þennan tíma og
hvers vegna hann hefði ákveðið að
leysa frá skjóðunni einmitt núna.
Hans Gammeltoft Hansen var einn-
ig á fundinum. Hann sagðist hafa
grun um hver hefði staðið að hler-
ununum, en vildi ekkert láta uppi
um að hveijum sá grunur beindist.
Skipaður í óþökk
Ihaldsflokksins
Gameltoft Hansen var skipaður
í embætti umboðsmanns í tíð fyrri
stjórnar, en í óþökk íhaldsflokksins,
ekki síst þáverandi dómsmálaráð-
herra Erik Ninn-Hansens. Ástæðan
var að Gammeltoft Hansen hafði
meðal annars verið formaður
dönsku flóttamannahjálparinnar og
látið mikið að sér kveða á þeim
vettvangi og átti stóran þátt í að
siakað var á innflytjendalöggjöf-
inni, svo fleiri flóttamenn gátu
fengið hæli í Danmörku. Hann var
endurráðinn í starf umboðsmanns
1991, en þá enn með mótmælum
frá íhaldsflokknum, vegna afskipta
sinna af Tamílamálinu. Sem um-
boðsmaður átti hann stóran þátt í
að það var tekið til athugunar, en
rannsókn þess leiddi til afsagnar
Ninn-Hansens og síðar til falls
stjórnar Pouls Schliiters.
GATT-viðræðurnar
„Vandi
bænda er
ekki sér-
franskur“
París. Reuter.
RUDOLF Scharping, leiðtogi
þýskra jafnaðarmanna og kansl-
araefni þeirra í kosningunum á
næsta ári, skoraði í gær á
frönsku stjórnina að samþykkja
GATT-samningana þrátt fyrir
erfiðleika, sem þeir hefðu í för
með sér fyrir franska bændur.
Sagði hann, að þessir erfiðleikar
væru ekkert einkamál fransks
landbúnaðar, heldur sameigin-
legir bændum í öllum ríkjum
Evrópubandalagsins, EB.
Scharping, sem kemur í þriggja
daga heimsókn til Frakklans á
sunnudag, sagði í viðtali við franska
blaðið Liberation, að ljúka yrði
GATT-samningunum fyrir áramót
hvað sem liði óánægju með einstök
atriði, svo mikið væri í húfí. Varaði
hann jafnframt við tilraunum til að
gera vandann, sem blasti við öllum
bændum innan EB, að sérstökum
þjóðarvanda Frakka. Scharping
mun hitta að máli Michel Roeard,
leiðtoga Sósíalistaflokksins,
Francois Mitterrand forseta, Edou-
ard Balladur forsætisráðherra,
Jacques Chirac, forsetaefni gaul-
lista, og Giscard d’Estaing, fyrrver-
andi forseta.
Puech, landbúnaðarráðherra
Frakklands, sagði í gær í viðtali við
blaðið Le Figaro, að hann væri
bjartsýnn á, að Bandaríkjamenn
féllust á þá kröfu Frakka, að fyrir-
hugaður niðurskurður á útflutn-
ingsuppbótum á korn kæmi ekki á
fyrirliggjandi birgðir þegar GATT-
samningurinn tæki gildi. Innan EB
svara þessar birgðir nú til ársfram-
leiðslu en Puech sagði, að þess yrði
gætt að setja þær aðeins á markað
smám saman til að valda ekki verð-
hruni.
Allsherjarverkfall í Belgíu
LÖGREGLAN í Belgíu dældLvatni með háþrýstidælum á verkfallsmenn í grennd við flugvöllinn í Brussel í
gær þegar efnt var til allsherjarverkfalls í landinu vegna sparnaðaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Verkfallsmenn-
imir höfðu lokað vegi að fiugvellinum með logandi hjólbörðum. Flug-, lesta- og almenningsvagnasamgöngur
lögðust niður vegna verkfallsins, flestum opinberum stofnunum var lokað og í mörgum stórum iðnfyrirtækjum
mættu aðeins örfáir starfsmenn til vinnu. Myndin var tekin á fundi 3.000 verkfallsmanna í bænum Charleroi.
Heitmann-málið tal-
ið veikja stöðu Kohls
Bonn. Reuter.
ÞÝSKIR fjölmiðlar voru I gær flestir sammála um aö sú ákvörðun
Steffens Heitmanns, að gefa ekki kost á sér í embætti Þýskalandsfor-
seta, veikti verulega stöðu Helmuts Kohls kanslara. Kohl stakk á sín-
um tíma upp á Heitmann og barðist hart fyrir tilnefningu hans, þrátt
fyrir harða andstöðu úr flestum áttum, þar á meðal úr eigin flokki.
Blaðið Hamburger Abendblatt
sagði að Kohl hefði brugðist boga-
listin. „Kanslarinn hefur hið mikla
kosningaár 1994 illa særður og
veikburða," sagði blaðið. Alls fara
nítján kosningar, sveitastjórna-,
Evrópu- og þingkosningar, fram í
Þýskalandi á næsta ári.
Frankfurter Rundschau sagði
Kohl hafa losað sig við Heitmann
eftir að ljóst var að hann gæti kom-
ið honum illa í kosningum á næsfca
ári. „Kohl hefur losað sig við vanda-
mál en staða hans hefur veikst.
Kanslari sem kemur þjóð sinni í
vanda í stað þess að leysa vanda
hennar á ekki framtíð fyrir sér,
jafnvel í jafn forystusnauðum flokki
og Kristilega demókrataflokknum.“
Heitmann hefur hvatt til að aust-
ur-þýski presturinn Richard
Schröder verði næsti forseti en lík-
legast er talið að kristilegir demó-
kratar tilnefni Roman Herzog, for-
seta stjórnlagadómstólsins, sem
forsetaefni sitt.
Boðar
stækkun
NATO
MANFRED Wörner, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) sagði í
ræðu, sem lesin var upp á fundi
í London þar sem hann komst
ekki frá Brussel vegna þoku,
að fljótlega yrði tekin ákvörðun
um að stækka bandalagið og
bjóða ríkjum fyrrum Austur-
Evrópu aðild. Hann sagði að
slík ákvörðun ein og sér myndi
verða til þess að auka á stöðug-
leika í Evrópu, einkum ef
bandalagið efldi einnig ör-
yggissamstarf við Rússa.
Vilja fá er-
lenda banka
ÞING Norður-Kóreu sam-
þykkti í gær lög sem heimila
starfsemi erlendra banka í
landinu. Vonast er til að
ákvörðunin verði til að laða að
erlendar fjárfestingar sem
heimilaðar voru fyrir ári en
látið hafa á sér standa.
Tog-ast á um
Karl prins?
KUNNASTI slúðurdálkahöf-
undur Bretlands hélt því fram
í gær að Karl Bretaprins hefði
lofað Camillu Parker Bowles,
gamallri kærustu, að kvænast
henni en Díana prinsessa vildi
sættir við mann sinn og myndi
því ekki fallast á lögskilnað.
Skullu saman
á flugi
LÖGREGLUÞYRLA og lítil
flugvél sem voru við umferðar-
eftirlit yfir miðborg Auckland,
stærstu borg Nýja Sjálands
skullu saman í gær og hröpuðu
til jarðar með þeim afleiðingum
að a.m.k. ijórir menn biðu bana.
5.000 ára
beinagrind
ÍSRAELSKIR fornleifafræð-
ingar hafa fundið 5.000 ára
gamla beinagrind í helli
skammt frá borginni Jeríkó.
Hefur hún varðveist vel og er
talin vera af hermanni frá
Kanaanlandi. Bogi, örvar og
hnífur fundust hjá beinunum.
VW segir sak-
leysi staðfest
ÞÝSKU bílaverksmiðjurnar
Volkswagen sögðu í gær að
niðurstaða óháðra rannsóknar-
aðila staðfesti að yfirmenn fyr-
irtækisins, með Jose Ignacio
Lopez framleiðslustjóra í broddi
fylkingar, hefðu ekki gerst sek-
ir um iðnaðarnjósnir. Opel-
verksmiðjurnar sögðu rann-
sóknina, sem kostuð var af
Volkswagen, til þess fallna að
villa um fyrir fólki.
Fær Mikjáll
að koma?
FLOKKUR sósíalísks lýðræðis,
stærsti stjórnarflokkur Rúmen-
íu, hyggst leggja til við þingið
að Mikjáli, fyrrverandi konungi
Rúmena, verði bannað að koma
til landsins í allt að fimmtán
ár. Flokkurinn ákvað þetta eft-
ir að stjórnarandstöðuflokkar
höfðu hótað að hunsa hátíða-
höld sem fyrirhuguð eru 1. des-
ember ef konungurinn fengi
ekki að vera viðstaddur. Þenn-
an dag verður minnst samein-
ingar furstadæmanna Moldovu,
Valakíu og Transylvaníu í
Rúmeníu árið 1861.