Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
í
L-
f
Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Fáninn og kynning
þess sem íslenzkt er
Ifánalögum frá 1944 er kveð-
ið á um meðferð og notkun
þjóðfánans, sem skylt ety að
sýna virðingu í hvívetna. I 4.
málsgrein segir: „Enginn má
óvirða þjóðfánann, hvorki í orði
né verki.“ í framhaldi af þeim
orðum segir: 1) „óheimilt er að
nota þjóðfánann sem einka-
merki einstaklinga, félaga eða
stofnana ...“, 2) „óheimilt er
einstökum stjórnmálaflokkum
að nota þjóðfánann í áróðurs-
skyni. . og 3) „óheimilt er
að nota fánann í firmamerki,
vörumerki eða á söluvarning,
umbúðir eða auglýsingu á vör-
um“.
Það er þetta síðasttalda bann
á notkun fánans, sem varð til-
efni þess að Guðmundur Hall-
varðsson og Árni R. Árnason
fljdja þingsályktunartillögu um
endurskoðun fánalaganna. í
greinargerð segir:
„Flutningsmenn telja að
ákvæði þetta eigi ekki lengur
við nein rök að styðjast og að
gæðavörur íslenzkrar fram-
leiðslu, sem til útflutnings séu
ætlaðar, geti og eigi að bera
glögg einkenni Islands. Því eigi
ekkert að vera því til fyrirstöðu
að heimilt verði að nota is-
lenzka þjóðfánann t.d. á um-
búðir varnings sem framleiddur
er hér á landi, enda gæti slík
merking haft áhrif til land-
kynningar." Flutningsmenn
telja það í hæsta máta eðlilegt
og við hæfi að t.d. bæklingar
til kynningar á landi og þjóð
og til upplýsingar fyrir ferða-
menn séu áprentaðir með í$-
lenzka þjóðfánanum.
Fram kom í máli þeirra, sem
mæltu með þessari tillögu, að
ýmsar grannþjóðir nota fána
sína í kynningu á framleiðslu
og ferðaþjónustu. Flutnings-
menn leggja og áherzlu á að
fulltrúar útflutningsráðs og
; ferðamála eigi aðild að þeirri
nefnd, sem þeir leggja til að
forsætisráðherra skipi til end-
urskoðunar á lögunum.
Það er ekki óeðlilegt að fána-
lögin, sem eru jafngömul lýð-
veldinu, verði endurskoðuð á
fimmtíu ára afmæli þess. Eðli-
legt er, að leyft verði að nota
þjóðfánann til að einkenna ís-
lenzka gæðavöru. Hér verður
hins vegar að fara með gát;
ganga ekki lengra en góðu
hófí gegnir.
Notkun þjóðfánans, innan
ramma laganna, mætti og ætti
að vera almennari og meiri en
nú er. Það þarf að innræta
fólki, þegar á grunnskólaaldri,
virðingu fyrir þjóðfánanum;
hvenær á að nota hann og
hvernig. Þann kjarna máls má
hafa í huga, með og ásamt éfn-
isatriðum í rökstuðningi flutn-
ingsmanna umræddrar þings-
ályktunartillögu, þegar fána-
lögin verða tekin til endurskoð-
unar.
Höfugar
afurðir
Virðing borgaranna fyrir
lögum er mikilvæg í rétt-
arríki, því án þess heldur Iaus-
ung innreið sína og þá er stjórn-
leysi á næstu grösum. Alþingi
og stjórnvöld þurfa því að gæta
þess að fella brott gömul og
úrelt lög og reglugerðir, sem
stangast á við viðteknar venjur
og siðferði hvers tíma. Engum
er greiði gerður með lögum og
reglum, sem eru hafðar að háði
og spotti í þjóðfélaginu. Gott
dæmi um þetta er reglugerð
um bann við áfengisauglýsing-
um frá ársbyrjun 1989. Þar
segir m.a.:
„Hvers konar auglýsingar á
áfengi og einstökum áfengis-
tegundum eru bannaðar. Enn-
fremur er bannað að sýna
neyzlu eða hvers konar aðra
meðferð áfengis í auglýsingum
eða upplýsingum um annars
konar vöru eða þjónustu.“
Hnykkt er á þessu með nánari
útlistun í reglugerðinni, því
„átt er við hvers konar tilkynn-
ingar til almennings þar sem
sýndar eru í máli og myndum
áfengistegundir eða atriði
tengd áfengisneyzlu, áfengis-
vöruheiti eða auðkenni, eftirlík-
ingar á áfengisvarningi, spjöld
eða annar svipaður búnaður,
útstillingar, dreifing prentaðs
máls og vörusýnishorna o.þ.h.“.
Reglugerðin er að sjálfsögðu
algerlega á skjön við raunveru-
leikann í þjóðfélaginu nú um
stundir. Vínkynningar eru
orðnar algengar á veitingahús-
um, mikið er skrifað um vin í
blöð og tímarit. Svonefndar
bjórhátíðir hafa haldið innreið
sína. Samt halda stjórnvöld
áfram að setja kíkinn fyrir
blinda augað. Áfleiðingin er sú,
að eitt þekktasta veitingahús
landsins neyddist til að auglýsa
franska vínkynningu með þess-
um hætti:
„í kvöld bjóðum við rauðleita
og höfuga landbúnaðarafurð
frá Medoc-héraði...“
Landsmönnum er að sjálf-
sögðu skemmt. Er ekki kominn
tími til að sníða bann við áfeng-
isauglýsingum að nútímanum?
Þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands ítrekar andstöðu við kvótakerfið
Tilbúnir til að henda þessu
kerfi norður í Dumbshaf
ÞING Farmanna- og fiskimannasambands íslands ítrekaði andstöðu
sína við kvótakerfið samhljóða á fundi sínum í gær. Jafnframt lýsti
þingið yfir fullum stuðningi við baráttu sjómannasamtakanna gegn
núverandi kvótabraski og því að sambandið myndi beita sér fyrir
afnámi núverandi útfærslu stjórnkerfis fiskveiða, nema verulegar
endurbætur á því næðust. „Fyrst er að snúa sér að þeim stórkost-
legu brotalömum, sem á kvótakerfinu eru, og reyna að lagfæra
þær. Það er ljóst, eftir þessa samþykkt þingsins, að menn eru tilbún-
ir til að henda þessu kerfi norður í Dumbshaf náist ekki einhverjar
lagfæringar á því. Það er algjört frumskilyrði að kvótabraskið
verði stöðvað og aðrir vankantar sniðnir af kerfinu áður en við
segjum nokkuð um það hvort við getum hugsað okkur að búa við
þetta kerfi einhvern tíma, en við höfnum kerfinu eins og fram
kemur í ályktun þingsins," segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti
FFSI.
Þingið hvatti jafnframt öll aðild-
arfélög fiskimanna innan FFSÍ til
að afla sér verkfallsheímildar svo
fljótt sem verða má og búa sig
undir átök í lok ársins. Kjarasamn-
ingar yfirmanna á fiskiskipum
runnu út 1. marz á þessu ári og
lögðu fulltrúar FFSI fram sameig-
inlega kröfugerð á samningafundi
með LÍÚ hálfum mánuði síðar.
Engar formlegar viðræður hafa átt
sér stað síðan og þótti þingfulltrú-
um nú kominn tími til aðgerða.
Ótvíræð krafa um breytingu
Allar tillögur nefndar um kjara-
mál fiskimanna og fiskveiðistefnu,
sem lutu að stjórn fiskveiða og
kjaramálum, voru samþykktar sam-
hljóða á þinginu, enda höfðu þær
áður verið ræddar í nefndinni fram
á nótt af rúmum helmingi þingfull-
trúa. „Það sem hér hefur verið sam-
þykkt samhljóða er auðvitað ótví-
ræð krafa um breytingu á núver-
andi fyrirkomulagi eins og það er
í framkvæmd. Menn eru tilbúnir í
átök í þeim aðgerðum. Við skorum
á aðildarfélögin að afla sér verk-
fallsheimildar sem allra fyst svo við
getum, í samvinnu við önnur stétt-
arfélög sjómanna, staðið að aðgerð-
um, sem duga til að koma kjara-
samningum saman og koma þeim
vandræðagangi og erfiðleikum, sem
nú eru samfara kvótakerfinu og
kvótabraskinu, í burtu,“ segir Guð-
jón A. Kristjánsson.
Hvatt til öflunar
verkfallsheimildar
Ályktun þingsins um kvóta- og
kjaramál fiskimanna var í fjórum
liðum og voru allir liðir hennar sam-
þykktir samhljóða:
36. þing FFSÍ ítrekar fyrri and-
stöðu sína við núverandi kvótakerfi
og minnir á að allir þeir vankantar
og brotalamir sem FFSí benti á í
ályktun sinni í upphafi árs 1990,
þegar núverandi lög voru til með-
ferðar á Alþingi í frumvarpsformi,
eru nú fram komin.
Það er ákveðin afstaða 36. þings
FFSÍ að núverandi framkvæmd
stjórnkerfis í fiskveiðum muni ekki
leggja grunninn að sátt um skipt-
ingu á aðgangi að auðlindinni. Þar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málin skeggrædd
Þingfulltrúar ræða málin á þingi FFSÍ í gær, en þinginu lauk í gær-
kvöldi.
til verulegar endurbætur hafa náðzt
fram, sem fela í sér afnám á sölu
kvóta innan hvers árs og sanngjarn-
an aðgang þeirra, sem raunveru-
lega geta veitt þann afla sem .nú
er á leigumarkaði ásamt frelsi til
þess að veiða fisktegundir, sem
ekki eru fullnýttar, mun FFSI vinna
að afnámi núverandi útfærslu
stjómkerfis fiskveiða.
36. þing FFSÍ lýsir yfir fullum
stuðningi við baráttu sjómanna-
samtakanna gegn núverandi kvóta-
braski og krefst þess að hvergi
verði gefið eftir í því að kjarasamn-
ingar sjómanna séu grundvöllur
hlutaskipta sjómanna úr því heild-
arverði sem fæst fyrir aflann.
Lögfesta þarf nú þegar að allur
landaður afli hérlendis verði' seldur
á löggiltum fiskmarkaði.
Þá var eftirfarandi tillaga um
öflun verkfallsheimildar samþykkt
samhljóða: 36. þing FFSÍ hvetur
öll aðildarfélög fiskimanna innan
sambandsins til að afla sér verk-
fallsheimildar svo fljótt sem verða
má og búa sig undir átök í lok árs-
ins.
Það er álit 36. þings FFSÍ að
kjarasamningum og réttlátum við-
skiptum með fiskafla verði ekki
komið á án samstilltra aðgerða allra
stéttarsambanda sjómanna, sem
vinni saman að hagsmunum sinna
félagsmanna.
Störfum farmanna hefur
fækkað um 197 á 4 árum
FFSÍ lýsir þungum áhyggjum yfir þessari þróun og hvetur til aðgerða
ANNAÐ af meginmálunum á 36.
þingi Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins voru kjaramái far-
manna en í ályktun sem þingið
samþykkti samhljóða um þetta
efni er lýst yfir þungum áhyggj-
um af þeirri þróun sem orðið hef-
ur undanfarin ár og hvatt til að-
gerða gegn henni. Fram kemur í
greinargerð með ályktuninni að
ársstörfum farmanna hefur fækk-
að úr 563 niður í 366 á fjórum
árum eða um 197 ársstörf.
í upphafi ályktunarinnar segir svo:
„FFSI lýsir yfir þungum áhyggjum
vegna hinnar alvarlegu þróunar í at-
vinnumálum farmannastéttarinnar á
síðustu árum og er ákveðið þeirrar
skoðunar að verði ekkert að gert sé
stórhætta á að sama óheillaþróunin
muni halda áfram með ófyrirséðum
afleiðingum fyrir farmannastéttina
og íslenskt þjóðfélag."
Opinber gjöld felld niður
Aðgerðir þær sem FFSÍ vill að
gripið verði til fela m.a. í sér að skoð-
aðar verði allar leiðir sem nágranna-
þjóðir okkar hafa farið til verndar á
atvinnutækifærum farmanna sinna.
Er þá sérstaklega skírskotað til þeirra
ráðstafana sem Danir hafa gripið til
þar sem skattpeningar sjómanna og
launatengd gjöld eru notuð sem
stjórntæki í þeirri viðleitni að auka
hlutdeild danskra sjómanna í störfum
á dönskum kaupskipum. Einnig er
lagt til að FFSÍ beiti sér fyrir því að
útgerðum kaupskipa verði auðveldað
að skrá skip sín hérlendis með því
að felldar verði niður opinberar gjald-
tökur svo sem stimpilgjöld o.fl. og
að FFSI láti gera athugun á sam-
keppnisstöðu íslenskra skipa annars-
Samstarfsverkefnið verður rekið í
tvö ár til að byrja með en að þeim
tíma loknum verður árangurinn met-
inn og ákvörðun tekin um framhaldið.
Leitað verður fjármögnunar á hverju
verkefni fyrir sig, og veittir styrkir
til rannsókna og vöruþróunar í inn-
lendum og alþjóðlégum samstarfs-
verkefnum.
Sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti
leggja fram hvort um sig allt að 7
vegar og skipa nágrannaþjóðanna t.d.
danskra og norskra.
I ályktuninni segir ennfremur:
„Fylgi FFSÍ við því að alþjóðleg
skráning fyrir kaupskip verði lögfest
á íslandi sé háð því að íslensk stjórn-
völd geri ráðstafanir sem að mati
FFSÍ hvetji íslenskar útgerðir til að
milljónum króna hvort ár til einstakra
verkefna og einnig verður leitað eftir
styrkjum og áhættulánum hjá Rann-
sóknasjóði, sjóðum iðnaðar og sjávar-
útvegs og Norrænum sjóðum og rann-
sóknasjóðum Evrópubandalagsins en
með samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið fá íslensk fyrirtæki að-
gang að rannsókna og þróunaráætlun
EB.
Skipuð hefur verið stjórnarnefnd
ráða fremur íslenska farmenn en út-
lenda til starfa á skip sem skráð yrðu
í hinni alþjóðlegu skipaskrá. Jafn-
framt gerir FFSI þá kröfu að íslensk-
um stéttarfélögum verði tryggður
réttur til að gera kjarasamninga fyrir
skipveija sem á skipunum starfa af
hvaða þjóðerni sem þeir eru.“
sem skipuð er fulltrúum frá stofnend-
um verkefnisins. í nefndinni sitja Árni
Kolbeinsson ráðuneytisstjóri sjávarút-
vegsráðuneytis, Þorkell Helgason
ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis,
Guðríður Sigurðardóttir ráðuneytis-
stjóri menntamálaráðuneytis, Amar
Sigurmundsson formaður Samtaka
fiskvinnslustöðvanna, Haraldur Sum-
arliðason formaður Samtaka iðnaðar-
ins, Sveinn Hannesson framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins og Kristján
Ragnarsson formaður Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna.
Samstarfsverkefni sjávarútvegs og iðnaðar hafið
A að stuðla að tækniþró-
un í útgerð og fiskvinnslu
STOFNAÐUR hefur verið samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnað-
ar sem hefur það markmið að stuðla að tækniþróun og auknu vinnslu-
virði fyrir útgerð og fiskvinnslu. Að þessu standa samtök sjávarútvegs
og iðnaðar, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök iðnaðar-
ins ásamt ráðuneytum sjávarútvegs, iðnaðar og menntamála.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
25
Morgunblaðið/Ingvar
Þakfok
BJÖRGUNARSVEITARMENN af Kjalarnesi og úr Mosfellsbæ
brugðust skjótt við þegar þak fauk af hundageymslu í Dalsmynni
á Kjalarnesi í gær.
Hundahótel í Dalsmynni á Kjalamesi
Þak fauk á haf út
I ÓVEÐRINU í gær fauk 200 fermetra þak af hundahóteli í Dals-
mynni á _Kjalarnesi. Björgunarsveitarmenn af Kjalarnesi og úr
Mosfellsbæ komu á vettvang og komu í veg fyrir frekara tjón. Fimm
hundar voru í geymslu í Dalsmynni og sakaði þá ekki.
„Það var snælduvitlaust veður,
svo kom rosa hvellur, eins og
hvirfilvindur, hér niður Blikdalinn
í Esjunni," sagði Guðríður Gunn-
arsdóttir húsfreyja um veðraham-
inn þegar þakið fauk. Nýlega var
búið að rígnegla þakið, en allt kom
fyrir ekki, bárujárnsplöturnar tóku
flugið út í Hvalfjarðannynni.
Bæði hjónin voru heima en
treystu sér ekki út meðan lætin
voru sem mest. Þau hringdu eftir
aðstoð og tíu björgunarsveitar-
menn af Kjalarnesi og úr Mos-
fellsbæ komu til hjálpar. Vörubíll
með krana var notaður til að lyfta
fjórum heyrúllum upp á þakið og
varnaði það frekara foki. „Björg-
unarmennirnir stóðu sig frábær-
lega og kunnum við þeim bestu
þakkir,“ sagði Guðríður.
Húsin í Dalsmynni eru tryggð
fyrir foki og fæst tjónið því
væntanlega bætt.
Kröpp lægð var
milli tveggja hæða
LÆGÐIN, sem gekk yfir landið í gær og í nótt, var vörðuð á báða
bóga af hæðum fyrir austan og vestan. Vindhraði náði m.a. 11 vind-
stigum á Keflavíkurflugvelli, á Stórhöfða og 12 vindstigum á Hvera-
völlum. Reiknað var með að veðrið gengi niður í nótt.
Að sögn Einars Sveinbjörnssonar
veðurfræðings á Veðurstofunni
myndaðist óveðurslægðin á mörk-
um kalds og hlýs lofts út af Ný-
fundnalandi. Ríkjandi hálofta-
vindar ráku hana norðaustur á
bóginn.
Skip úti fyrir Straumsvík gaf
upp 12 vindstig, 65 til 75 hnúta
meðalvind kl. 15.00 í gær og 98
hnúta í hviðum. Kl. 21.00 í gær-
kvöldi var 64 hnúta vindhraði á
Hveravöllum.
„Þegar við fáum þetta kalda
loft, sem steypist vestur af Græn-
landi suður á Atlantshafið ætti
fólk, sem eitthvað á undir veðri,
að fylgjast vel með veðurspám,“
sagði Einar veðurfræðingur. „Ef
kalda loftið nær einhveijum
tengslum við hlýrra loft, sem
gjarnan er vestur af Spáni, getur
myndast afar skeinuhætt lægð,
sömu ættar og sú sem kom hér
3. febrúar 1991.“
Fjöldi útkalla í óveðr-
inu en flest smávægileg
BJÖRGUNARSVEITIR og lögregla sinntu fjölda útkalla á Suð-
vestur- og Vesturlandi í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær.
Flest voru þau vegna þakplatna sem losnuðu og annars laus-
legs. Veðrið náði hámarki á höfuðborgarsvæðinu um kl. 20 í
gærkvöldi. Innanlandsflug lagðist alveg niður eftir hádegi og í
millilandaflugi seinkaði ölluin vélum.
Morgunblaðið/Júlíus
Þakkar fyrir óstundvísina
BILLINN hans Hjalta Þorsteinssonar í köku, eins og sagt er, undir
gáminum. „Ég átti að vera farinn af stað að sækja konuna í skólann
en nú þakka ég mínum sæla fyrir að vera óstundvís af og til.“ Ef
hann hefði verið sestur inn hefði hann liklega ekki kembt hærurnar.
„ Allt ónýtt nema
tj ónaskýr slan ‘ ‘
GÁMUR fauk á bíl sem stóð fyrir utan Smiðjuveg 2 í Kópavogi
um sexleytið í gær. Billinn, sem er tvennra dyra Mercedes Benz,
lagðist saman og að sögn eiganda hans, Hjalla Þorsteinssonar, var
allt ónýtt sem inni var.
Lögregla og hjálparsveitir í
Reykjavík sinntu 30 útköllum milli
kl. 14 og 19 og var aðgerðum
þeirra stjórnað frá aðgerðastöð
sem opnuð var í lögreglustöðinni
við Hverfisgötu. Svæði stöðvar-
innar náði frá Seltjarnarnesi og
upp á Kjalarnes og tóku 6 björg-
unarsveitir þátt í aðgerðunum.
Þak losnaði á bílskúr við rússn-
eska sendiráðið við Túngötu og
víða í Austurborginni fuku þak-
plötur og annað lauslegt.
12 útköil í Njarðvík
Björgunarsveitin í Njarðvík
hafði í nógu að snúast, sinnti 12
útköllum á tveimur bílum og voru
um 15 manns að störfum frá kl.
13.30 og fram á kvöld. Þar varð
mest tjón á húsi skipaafgreiðslu
Eimskips þar sem þakkantur losn-
aði. Á húsinu við Bakkastíg 16
losnuðu þakplötur en björgunar-
sveitarmenn komust ekki upp á
þakið til að festa þær. Þá aðstoð-
uðu björgunarsveitarmenn báta-
eigendur við að festa báta sína
við bryggjuna. Dofri Örn Guð-
laugsson hafði það eftir starfs-
manni á Keflavíkurflugvelli að
vindmælir á þaki gamla flugturns-
ins þar hefði farið í 78 hnúta en
hann er í nokkuð meiri hæð en
viðurkenndir vindmælar.
Snælduvitlaust í Borgarnesi
Rúta á suðurleið fór með fram-
endann út af á veginum undir
Hafnarfjalli og komu lögreglu- og
björgunarsveitarmenn úr Borgar-
nesi farþegum til aðstoðar og feij-
uðu þá til Borgarness þar sem
þeir biðu af sér veðrið. Að sögn
lögi'eglu í Borgarnesi var veðrið
snælduvitlaust og alls ekkert
ferðaveður. Björgunarsveitin var
til taks í gær en foktjón varð ekki
teljandi í bænum.
í Kópavogi losnaði klæðning
af íbúðarhúsi í Vesturbæ og þak-
plötur losnuðu á húsinu við
Smiðjuveg 2. Að sögn lögreglu
stífluðust niðurföll víða, vatns-
flaumur hafi verið gífurlegur.
Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu
lögreglu og bæjarstarfsmenn
dyggilega en tjón varð hvergi stór-
kostlegt.
I Hafnarfírði og Garðabæ voru
björgunarsveitir í viðbragðsstöðu
en tjón varð hvergi teljandi.
Flugsamgöngur úr skorðum
Óveðrið setti strik í áætlanir
fjögurra millilandavéla Flugleiða
í gær. Að sögn Kolbeins Jóhannes-
sonar aðstoðarstöðvarstjóra í
Keflavík voru vélamar látnar bíða
af sér veðrið í flughöfnum erlend-
is og lentu þær í Keflavík á tíunda
tímanum í gærkvöldi með 371
farþega um borð. Töf á flugi frá
Luxemburg í gær hefur þau áhrif
að flugi FI-614, sem átti að fara
7.40 í morgun til Luxemburgar,
seinkar líklega til um kl. 11.00
að sögn Kolbeins.
Hjalti vinnur í Dælum hf. sem
eru til húsa að Smiðjuvegi 2 en auk
þess eru Bónus og Vátryggingafé-
lag íslands í húsinu. Hann var að
ganga út í bíl sinn að vinnudegi
loknum þegar hann sá gáminn fjúka
á bílinn. „Ég kom fyi'ir hornið og
var að seilast eftir lyklunum þegar
ég sá gáminn falla. Það er verið að
gera við þakið á húsinu hjá okkur
og Vátryggingafélaginu og vegna
þess hafa þrír gámar staðið við
húsið, hver ofan á öðrum. Þeir voru
tryggilega festir saman og stóðu
t.d. af sér óveðrið um síðustu helgi.
Núna féllu þeir hins vegar allir sam-
an og sá efsti lenti ofan á bílnum
hjá mér. Ég fór inn um glugga á
bílnum og komst að því að það er
allt ónýtt. Allt nema tjónaskýrslan
— og kannski dekkin,“ sagði Hjalti.
Húkkaðir saman
Guðmundur Þórðarson, verktaki
við húsið, sagði í samtali við blaðið
að gámarnir þrír hefðu verið húkk-
aðir saman, en þeir hefðu engu að
síður ekki staðist veðurofsann. í
gámunum var steinull, einn var full-
ur og tveir hálftómir.