Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 35 Hörður Tryggvason bóndi í Svartárkoti í Bárðardal — Miiming og ef krakkamir voru spurðir að því hver væri bestur í Þróttarliðinu stóð aldrei á svarinu, Bjartur að sjálf- sögðu. Aldrei man ég eftir því að Bjartur væri annað en hress og aldrei talaði hann illa um náungann, enda var hann vinur nánast allra í bænum sama á hvaða aldri þeir voru, allir töluðu vel um Bjart sem sýnir hversu einstakur drengur hann var. Við félagar Bjarts, í fótboltanum, komum til með að sakna hans meira en orð fá lýst en við emm þakklátir fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast svo einstökum dreng sem Bjartur var, maður getur ekki orðið annað en betri maður eftir slík kynni. Þóreyju, Siddu, Magna og Qöl- skyldum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi minning um góðan dreng styrkja ykkur í framtíð- inni. Við knattspyrnufólk í Neskaup- stað vitum að minningin um Bjart mun lifa lengi í hjörtum okkar. F.h. knattspyrnudeildar Þróttar, Neskaupstað, Magnús D. Brandsson. í dag, laugardaginn 27. nóvember, verður ungur maður, Guðbjartur Magnason, borinn til hinstu hvíldar á Neskaupstað. Það var á fallegum sólardegi, 17. maí 1992, sem þijár flugvélar frá íslandsflugi lentu á flugvellinum við Neskaupstað. Allmargir bæjarbúar höfðu safnast saman til að bjóða okkur velkomin. Þennan dag hófst áætlunarflug félagsins til Norðfjarð- ar. Fjölmörg ný andlit voru á staðn- um en mörg þeirra áttu eftir að verða kunnugleg síðar. Ungur vörpulegur maður í íþróttajakka virtist meira áberandi en margir aðrir. Fyrir því voru tvær ástæður. Faðir hans var að bæta við sig nýju starfi og út- víkka starfsemi sína með því að ger- ast umboðsmaður félagsins á staðn- um. íþróttafélagið á Neskaupstað, þar sem Bjartur starfaði af krafti, var að gera samning við Islandsflug um flutninga sem undirritaður var þennan fallega vordag. Þar sem samheldin fjölskylda vann að fyrirtækjarekstrinum áttum við oft eftir að hitta Bjart í heimahögum á Norðfirði þegar hann kom út á flug- völl til þess að afgreiða flugvélamar okkar. Okkur fannst það í fyrstu skrýtið að þessi ungi maður skyldi vera kallaður Bjartur eins dökkur og hann var yfirlitum. Því oftar sem við sáum unga manninn þótti okkur nafnið eiga betur við, þar sem hann var alltaf hress, sívinnandi og fullur smitandi geislunar. Sl. haust sagði hann okkur að hann og unnusta hans ætluðu að búa í Reykjavík og að hann vantaði vinnu í vetur. Bjartur þurfti engin með- mæli, við könnuðust við piltinn og vissum að með framkomu sinni og dugnaði myndi hann reynast félaginu vel. Það var okkur ánægja þegar við hittum foreldra Bjarts í október að segja þeim að sonur þeirra væri bú- inn að vinna sér fastan sess hjá félag- inu og félli vel í starfshópinn. Þetta kom þeim örugglega ekki á óvart. Dugnaður, glaðværð og traust ein- kenndu soninn, enda aðalsmerki for- eldranna. Við hittum unnustu Bjarts ekki oft en gerðum okkur þó grein fyrir að hún ber sama fágaða yfir- bragðið og hann. Það er hlutskipti þeirra sem vinna saman að deila starfi og leik, gleði og sorg. Þegar sorgin knýr dyra leitar hugurinn yfir farinn veg, til ættingja, vina og trú- arinnar. Mörg okkar hafa aðeins barnatrúna að leiðarljósi en þegar erfiðleika eða voða ber að höndum þá áttum við okkur á smæð okkar. Trúin gefur okkur vonina um að öllu sé ekki lokið og að fráhvarf ástvina sé ekki endalok tengsla okkar við þá. Elsku Þórey, Sigríður, Magni, systkini, vinir og vandamenn Bjarts. Kynni okkar af honum voru stutt, allt of stutt, en minningin’ um hann mun ávallt ylja okkur. Megi góður Guð varðveita minninguna um góðan dreng og styrkja alla þá er finna fýrir einmanaleik saknaðarins. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Starfsfólk íslandsflugs. Fleiri minning-agreinar um Gudbjart Magnason bíða birt- ingar og miinu birtast síðar. Fæddur 13. júlí 1909 Dáinn 19. nóvember 1993 Hann Hörður frændi er dáinn. Við slíka fregn fyllumst við söknuði en þannig er ávallt þegar kallið kemur. Hörður föðurbróðir okkar fæddist 13. júlí árið 1909 að Víðikeri í Bárðar- dal. Hann var sonur hjónanna Sigr- únar Ágústu Þorvaldsdóttur og Tryggva Guðnasonar er þar bjuggu rausnarbúi. Þau hjón eignuðust 10 böm en þijú þeirra dóu í frum- bemsku en upp komust sjö og er Hörður frændi þriðji bróðirinn sem fellur frá. Látnir eru Egill og Hös- kuldur. Hin systkinin eru Helga, Kári, Kjartan og Sverrir. Eins og sjá má skírðu Víðikershjónin börn sín rammíslenskum nöfnum fornkapp- anna. Hörður ólst upp í hópi glaðværra systkina og á heimilinu var bóklestur og kveðskapur í heiðri hafður þó vinnutími væri oft langur eins og þá tíðkaðist. Ungur fór Hörður til náms í Laugaskóla og var þar í tvo vetur. Árið 1935 kvæntist Hörður hinni ágætustu konu Guðrúnu Önnu Bene- diktsdóttur frá Stórási í Bárðardal og bjuggu þau saman í ástríku hjóna- bandi í tæp 60 ár. Fyrstu hjúskapar- árin bjuggu þau í Víðikeri í þrí- og fjórbýli með bræðrum Harðar, Kára Fæddur 20. júlí 1916 Dáinn 20. nóvember 1993 Mig langar, með nokkrum orðum að minnast afa míns, Friðriks Ind- riðasonar. Afi gekk mér svo að segja í föður- stað, en sakir aldurs gat hann ef til vill ekki tekið fullan þátt í öllu sem dóttursonur hans var að sýsla. Það bætti hann þá með mikilli umhyggju og væntumþykju. Samband okkar var mjög náið og ég finn enn þann dag í dag hversu sterk áhrif afi hafði á mig. Eg man þegar ég var smápolli, en þó þungur á fóðrum (borðaði skyr á við þijá fullorðna). Þá stóð ekki á afa að færa björg í bú, hann sótti handa mér skyrið, hvernig sem viðraði. Afí var mikill spilamaður og ég gleymi því aldrei hve stoltur ég var af verðlaunapeningunum hans. Ekki var laust við það að afi væri eilítið stoltur sjálfur. Það var gaman að sjá hvernig það bættist smám saman við verðlaunasafnið uppi á vegg og stoltið í bijósti mínu. Margar ánægjustundir áttum við afi við spilaborðið og sá hann um að skóla mig til í þeim efnum. Á síðustu árum sátum við oft við spil Fædd 29. apríl 1913 Dáin 23. nóvember 1993 í dag er til grafar borin Róshildur Hávarðsdóttir. Ég kynntist henni fyrir rétt um sex árum er leiðir okk- ar Jónu dóttur þeirra Rósu og Jak- obs eftirlifandi eiginmanns hennar lágu saman. Sex ár er skammur tími af svo langri ævi sem Rósa lifði, en þrátt fyrir skamman tíma og mikla fjar- lægð á milli heimila okkar fékk ég að kynnast hennar einlægna við- horfi til lífsins, náttúrunnar og bú- skaparins, nokkuð sem borgarbörn og Kjartani og fjölskyldum þeirra og móður hans og bræðrunum Agli og Sverri. Þó Víðikershúsið hafi verið stórt og reisulegt á þeirra tíma mælikvarða var oft þröngt á þingi en sambýlið sérstaklega gott og heimilisfólkið samhent. Guðrún og Hörður eignuðust þijú böm: Hauk fjármálastjóra hjá RALA, kvæntan Sigrúnu Steinsdóttur, Tryggva bónda í Svartárkoti, kvænt- an Elínu Baldvinsdóttur og Steinunni húsfreyju á Húsavík gifta Daníel Jónssyni. Barnabörnin urðu sjö og barnabamabömin eru tvö. Árið 1947 fluttu Guðrún og Hörður í Svartár- kot sem er syðsti bær í Bárðardal. Bærinn stendur við Svartárvatn þar sem Svartáin fellur úr vatninu. Þarna er rómuð náttúrufegurð, fögur fjalla- sjn, fjölskrúðugt fuglalíf og jaðar Odáðahrauns nær að túngarði. Góð silungsveiði er í á og vatni. Hörður stundaði mikið veiðar í vatninu með börnum sínum og síðar barnabörn- um, bæði í net og á dorg og orðlagð- ur var reykti silungurinn hans. Hörð- ur frændi var mikill náttúruunnandi, þekkti öll blóm og jurtir, einnig fugla og fylgdist vel með hátturh þeirra. Öll sumur var mikið um gesti í Svart- árkoti, vini og vandamenn og inn- lenda sem erlenda ferðamenn. Gest- risni var mikil og ekki spillti glað- á Blönduósi, ég, afi, amma og Heiða kærastan mín, sem afi tók strax opnum örmum, og var þá oft glatt á hjalla. Afi kvaddi okkur alltaf mjög vel, kyssti okkur í bak og fyrir líkt og það væri í hinsta sinn. Þótt dauðinn sé óumflýjanlegur er alltaf jafn erfitt að horfast í augu við hann. Því viljum við minnast afa með gleði og varðveita allar góðu minningarnar um hann í huga okkar. Elsku afi, þú munt alltaf eiga stórt rúm í hjarta okkar. Þín verður sárt saknað. Við viljum kveðja þig með Ijóði eftir uppáhaldsskáldið þitt, Davíð Stefánsson: Þú komst í hlaðið á hvitum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í bijósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og liði nætur má lengi relg'a gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur þær dreymir allar um sól og vor. Arnar Þór og Álfheiður. kynnast ekki svo auðveldlega nú til dags. Umhverfisvernd, framleiðni og önnur slík nútímahugtök voru henni fjarlæg, en tilfinning hennar fyrir innihaldi þeirra var henni í blóð bor- in hvar sem þau snertu störf hennar innan veggja heimilisins eða við búmennsku með Jakobi. Þær stundir verða mér ógleyman- legar er við Jóna gistum í kotinu með þeim og Rósa byijaði að segja frá skemmtilegum atvikum frá lið- inni tíð. Frásagnarstíll hennar og málnotkun gerðu það að verkum að það var eins og hulu væri svipt af fortiðinni og hún gerð sjáanleg í værð húsráðenda. Það var jafnan siður þeirra hjóna að ganga út með gestum og sýna þeim umhverfið og „blómagarðinn“ en svo nefndi Hörð- ur stundum Tunguna sunnan við ána. Sannarlega kunnu þau hjónin að meta landið sitt og alls staðar var sama snyrtimennskan bæði úti og inni. Hörður frændi var mjög greindur maður og las mikið alla sína ævi. Hann hafði sérstaklega skemmtilega og lifandi frásagnargáfu og varð allt að ævintýrum. Minnumst við systur ótal ævintýra er hann sagði okkur þegar hann bjó í Víðikeri. Það eru okkur ógleymanlegar stundir þegar hann var að spinna á spunavélina og sagði okkur börnunum sögur á meðan, ma. Múnchhausensögur og söguna um Hati-hati. Reyndar var hann óþreytandi að segja okkur sög- ur, hvar og hvenær sem færi gafst. Svo ríkur var þessi siður að alla tíð Elsku afí minn, þakka þér fyrir allar þær skemmtilegu samveru- stundir sem við áttum saman í Hreppshúsinu á Blönduósi, þegar ég var bam og unglingur. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- síðan og alveg fram á síðustu ár höfum við beðið Hörð frænda um að segja okkur sögur er við hitt- umst, ekki sfst söguna um Hati- hati. Það er ómetanlegt að hafa átt slíkan frænda. Hörður og Guðrún bjuggu góðy búi og fyrstu árin þeirra í Svartár- koti byggðu þau heimilisrafstöð. Seinna þegar Tryggvi sonur þeirra og Elín kona hans hófu búskap í sambýli með þeim var íbúðarhúsið stækkað, ný rafstöð byggð, einnig stórt fjárhús ásamt hlöðum og rækt- un aukin til muna. Hörður var góður spilamaður og spilaði bridge. Var oft gripið í spil þegar gesti bar að garði og voru þeir feðgar f spilaklúbbi í Dalnum. Síðustu árin átti Hörður frændi við vanheilsu að stríða og fyrir rúmu ári hættu þau búskap og fluttu á dvalarheimili aldraðra að Hvammi á Húsavík. í sumar voru þau heima í Svartárkoti um tíma og greip þá Hörður stundum hrífu sína ef þurrkur var. Hann andaðist að morgni 19. nóvember sl. og verður jarðsunginn frá Lundarbrekkjukirkju laugardaginn 27. nóvember. Er syrtir að nótt, til sængur er mál að ganga sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga. og fyrr í sðmu vísu: En samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. (Öm Arnarson) Elsku Rúna okkar, Haukur, Stein- unn, Tryggvi og allt ykkar fólk. Við systurnar og fjölskyldur okkar sam- hryggjumst ykkur innilega og biðjum góðan Guð að blessa ykkur. Hildur, Sigrún, Rannveig og Áslaug Káradætur. um, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Ur Spámanninum.) Margrét Ágústa. Elsku afi minn, það er erfítt að trúa því að þú sért farinn frá okk- ur. Þegar mamma sagði mér að þú værir dáinn var eins og ég hyrfí aftur í tímann. Ég sá ljóslifandi fyr- ir mér kvöld eitt heima hjá þér og ömmu í hreppshúsinu. Við systkinin vorum í heimsókn ásamt mömmu og sátum ég, þú, amma, Jón og Arnar að spilum. Ég hef sennilegast verið um fimm ára gömul. Þetta kvöld var aðeins eitt af mörgum sem við áttum eftir að sitja svona og spila, því að alltaf þótti þér gaman að því. Mikið erum við þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við eigum eftir að sakna þín mik- ið, afi minn. Þó getum við huggað okkur við allar þær góðu minningar sem við eigum um þig, því að fátt er dýrmætara en góðar minningar um þá sem maður elskar. Við munum ávallt minnast þín sem þess hlýja og elskulega manns sem þú varst. Og við vitum að enda þótt þú sért ekki hjá okkur lengur, þá ertu hjá okkur í anda og munt ávallt lifa í huga okkar og hjörtum. Við kveðjum þig nú, afí minn, með söknuði og biðjum þess að þú megir hvíla í friði. Þórunn og Jón Elvar. hugum áheyrenda. Það var engu líkt, hve mörgu hún kunni frá að segja, og hversu mikið var hægt að hlæja enda hafði hún lag á því að draga fram spaugilegu hliðarnar. Seint í haust fór ég austur til að athuga með fiskveiði í Kálfafellskoti og kom ég þá við á Hörgslandi til að heilsa upp á heimilisfólkið. Ekki grunaði mig þá að þetta væri síð- asti fundur okkar Rósu, sama hlýja viðmótið og alltaf áður og voru nýju myndirnar af ömmubörnunum Lilju og Agli Sölva sem ég færði henni meðhöndlaðar sem gull og gersemar væru. Ekki var við annað komandi en að ég tæki við nýbakaðri epla- köku í nesti frá henni Rósu enda háalvarleg veiðiferð framundan. Kakan kom sér vel því veður var vont og veiði engin í þetta skiptið. Ég mun ætíð minnast Rósu með virðingu og er ég henni þakklátur fyrir þær samverustundir sem ég hef.átt með henni. Hörður Hauksson. Minning Róshildur Hávarðsdótt- ir, Hörgslandi á Síðu Friðrik Gunnar Ind- riðason - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.