Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
271. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER1993 ____________Prentsmiðja Morgunblaðsins
a
hernumdu
svæðunum
YITZHAK Rabin, forsætisráð-
herra ísraels, sagði í gær að
ísraelar kynnu að fresta heim-
kvaðningu hermanna sinna frá
Gaza-svæðinu og Jeríkó á Vest-
urbakkanum vegna mikillar ólgu
þar undanfarna daga. Yasser
Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka
Palestínumanna (PLO), sagði
algjörlega ástæðulaust að fresta
brottflutningnum, en honum á
að ljúka 13. næsta mánaðar
samkvæmt friðarsamkomulagi
ísraela og PLO. Arafat sagði í
Stokkhólmi í gær að drápin á
nokkrum stuðningsmanna hans
að undanförnu væru það gjald
sem PLO þyrfti að greiða fyrir
frið. ísraelskir hermenn drápu í
gær háttsettan mann innan
hernaðarvængs Hamas-hreyf-
ingarinnar, sem leggst gegn
friðarsamkomulaginu. Á mynd-
inni reisa palestínsk börn vega-
tálma úr logandi hjólbörðum á
Gaza-svæðinu.
Grikkir æfir vegna hugmynda Þýskalands um að viðurkenna sjálfstæði Makedóníu
Segja Þjóðverja miimi
sundra samstöðu EB
Aþenu. Reuter.
GRIKKIR ásökuðu Þjóðverja í gær um fjandsamlega framkomu í
sinn garð, þar sem Þjóðveijar íhuga að taka upp stjórnmálasamband
við Fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedóníu. Þýsk yfirvöld mótmæltu
þessum ásökunum og sögðust ekki vera eina ríkið sem ihugaði þetta.
Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, sagðist í gær hafa
verulegar áhyggjur vegna þessa brests í samstöðu Evrópubandalags-
ríkjanna og í sama streng tók utanríkisráðherra landsins, Karolos
Papoulias, sem sagði framkomu Þjóðveija vera óviðunandi.
Volvo og Renault
Stuðningur
við samein-
ingii eykst
Stokkhólmi. Reuter.
STJÓRNIR tveggja öflugra hluta-
bréfasjóða í Svíþjóð hafa ákveðið
að greiða atkvæði með sameiningu
bifreiðafyrirtækjanna Volvo og
Renault. Er um að ræða Fjórða
AP-sjóðinn og hlutabréfasjóð
tryggingafélagsins Folksam.
Fjórði AP-sjóðurinn, sem er einn
fimm sjóða er ráðstafar opinberu
lífeyrisfé, fer með 7,5% atkvæða í
Volvo og Folksam með 3,6%.
Sameining fyrirtækjanna hefur
verið harðlega gagnrýnd í Svíþjóð þar
sem margir telja samkomulagið
óhagstætt fyrir Volvo.
Samkvæmt útreikningum Svenska
Dagbladet liggur nú ljóst fyrir, eftir
að Folksam og Fjórði og Fimmti
AP-sjóðirnir gáfu upp afstöðu sína,
að 25,9% hluthafa eru fylgjandi en
13,4% á móti samkomulaginu. Aðrir
hafa ekki gefið upp afstöðu sína.
Um áramótin tekur Grikkland
við forystuhlutverki í Evrópu-
bandalaginu. Sagði Papoulias að
ef önnur aðildarríki bandalagsins
myndu stíga skref í átt að því að
viðurkenna sjálfstæði Makedóníu
svo stuttu áður en Grikkir tækju
við forystu EB myndi það sundra
samstöðu bandalagsins.
Theodore Pangalos, aðstoðarut-
anríkisráðherra Grikkja, sagði að
ef öll aðildarríki EB tækju upp
stjórnmálasamband við Makedóníu
væri það samsæri gegn Grikklandi
og það teldi hann siðferðilega
rangt og stríða gegn hagsmunum
bandalagsins.
Risi með dýrslegt afl
og heila barns
Dieter Vogel, talsmaður þýsku
stjórnarinnar, sagði í Bonn í gær
að möguleiki væri á því að stjórn-
málasamband yrði tekið upp fyrir
árslok en lagði áherslu á að Þjóð-
verjar myndu ekki verða einir til
þess. I yfirlýsingu þýska utanríkis-
ráðuneytisins, sem Vogel flutti,
sagði að Þjóðverjar hefðu ekki
haft frumkvæði í málinu heldur
hefðu nokkrar aðildarþjóðir EB
sýnt því áhuga. Tók Vogel fram
að taka yrði tillit til óska Grikkja.
Þjóðverjar kölluðu í gær sendi-
herra Grikkja fyrir sig og kröfðu
hann útskýringar á þeim ummæl-
um gríska aðstoðarutanríkisráð-
herrans, að Þýskaland væri „risi
með dýrslegt afl og heila barns“.
Grikkir óttast um
samnefnt hérað
Grikkir eru mótfallnir því að
sjálfstæði Makedóníu verði viður-
kennt, þar sem slíkt geti ýtt undir
óskir íbúa samnefnds héraðs í
norðurhluta Grikklands um sjálf-
stæði.
Fyrrum Júgóslavíulýðveldið
Makedónía er byggt Slövum og
Albönum og eru íbúar þess um
tvær milljónir.
Lýðveldið lýsti yfir sjálfstæði frá
Júgóslavíu árið 1991 og hlaut að-
ild að Sameinuðu þjóðunum fyrr á
þessu ári.
Jeltsín
varar við
gagnrýni
á stjómar-
skrárdrög
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, varaði í gær flokkana
sem bjóða fram í þingkosning-
unum 12. næsta mánaðar við
því að þeir myndu glata rétti
sínum til ókeypis sjónvarpsút-
sendinga fyrir kosningarnar
ef þeir notuðu þær til að gagn-
rýna drög hans að nýrri
stjórnarskrá.
Jeltsín sagði á fundi með leiðtog-
um 13 flokka sem bjóða fram að
hann myndi beita sér af alefli fyrir
því að stjórnarskrárdrögin yrðu
samþykkt í þjóðaratkvæði sem fram
fer samhliða kösningunum. Hann
sagði að flokkarnir yrðu að nota
útsendingarnar til að kynna eigin
stefnumið en ættu ekki að skipta
sér af drögunum.
Öllum flokkunum sem bjóða fram
hefur verið úthlutað ókeypis sjón-
varpsútsendingum.
Gerðardómur hefur eftirlit
með fjölmiðlum
Sérstakur gerðardómur, sem
Jeltsín skipaði til að hafa eftirlit
með fjölmiðlum í kosningabarátt-
unni, ávítaði leiðtoga tveggja flokka
formlega í gær og áminnti alla
flokkana um að gæta hófs í gagn-
rýni á stjórnarskrárdrögin. Þjóðern-
issinninn Vladímír Zhírínovskíj og
miðjumaðurinn Níkolaj Travkín
voru ávítaðir fyrir „ósiðleg ummæli
í garð hvors annars". Kvikmynda-
leikstjórinn og þjóðernissinninn
Staníslav Govorúkhín, sem er í
sama flokki og Travkín, var einnig
ávítaður fyrir „ruddaleg ummæli
um stjórnarskrárdrögin" og að hafa
notað ókeypis sjónvarpsútsendingar
til að auglýsa myndir sínar.
Bretar varaðir við
hmni velferðarinnar
London. Reutor.
PETER Lilley, félagsmálaráðherra Bretlands, sagði í fyrra-
kvöld, að hætta væri á, að útþenslan í breska velferðarkerfinu
ylli því, að það hryndi og skoraði á fólk að leggja fyrir og
huga sjálft að lifeyrismálum sínum. Sagði hann það sína skoð-
un, að velferðarkerfið ætti fyrst og fremst að vera fyrir þá,
sem höllustum fæti stæðu. John Major forsætisráðherra tók
undir þetta með Lilley í gær en breska sljórnarandstaðan hef-
ur brugðist ókvæða við þessum yfirlýsingum.
Lilley kvaðst óttast, að héldi
velferðarkerfið áfram að þenjast
út, myndi það hrynja saman undan
eigin þunga.
„Þessi þróun á sér stað um allan
hinn vestræna heim, í Evrópu og
annars staðar. Byrðarnar eru orðn-
ar miklu meiri en efnahagslífið fær
undir risið," sagði John Major for-
sætisráðherrra í gær.
Kenneth Clarke fjármálaráð-
herra leggur fram sitt fyrsta fjár-
lagafrumvarp nk. þriðjudag og þá
kemur í ljós hvaða tökum hann
tekur fjárlagahallann, sem er áætl-
aður á sjötta þúsund milljarða ísl.
kr., án þess að stöðva batann, sem
orðið hefur í efnahagslífinu. Marg-
ir þingmenn stjórnarandstöðunnar
telja, að með ummælum sínum
hafi Lilley verið að boða verulegan
niðurskurð til velferðarmála.
Það hefur raunar lengi verið á
stefnuskrá breskra íhaldsmanna að
minnka ríkisútgjöld og lækka
skatta en Andrew Dilnot, forstöðu-
maður fjárlagarannsóknastofnun-
ar, sagði í gær, að þetta hefði ávallt
verið meira í orði en á borði. „Sann-
leikurinn er sá, að íhaldsmönnum
hefur aldrei tekist að lækka skatta
vegna þess, að þeir þora ekki að
takast á raunverulegan niður-
skurð," sagði hann.