Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 19 Forseti hermálanefndar NATO um aðild íslands að V-Evrópusambandinu CHATEAU D'AX Opið laugardaga kl. 10-16. Síðumúla 20, sími 688799. Treystir tengsl Evrópu- ríkja við N-Ameríku Morgunblaðið/Júlíus Stefna NATO útskýrð JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Sir Richard Vinc- ent, forseti hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, á blaðamanna- fundi á Hótel Holti í gær. hvern tíma í NATO. Hann sagði að langmikilvægasta hagsmunamál Vesturveldanna varðandi Rússland væri að umbótastefnan biði ekki skipbrot. „Ég vil alls ekki gefa í skyn að Rússar séu hernaðarleg ógnun við Vesturlönd núna, það eru þeir ekki en við verðum að gera okkur ljóst að vegna geysilegrar stærðar Rússlands í Evrópu hljóta málefni þess ávallt að koma okkur mjög við... Hvað aðild snertir þá er ljóst að ríki verða að sækja form- lega um aðild og ég sé ekki að menn séu búnir að gera upp hug sinn í þeim efnum í Moskvu. Þess vegan er málið ekki beinlínis komið á dagskrá“. TEG. 598 3ja sæta sófi og tveir stólar í leðri kr. 213.528 stgr. AÐILD íslendinga gæti haft verulega þýðingu fyrir pólitíska þró- un í Atlantshafsbandalaginu, NATO, og tengslin milli Evrópu og Norður-Ameríku nú í kjölfar kalda stríðsins. „Islendingar hafa aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu og gerðu herverndar- samning við Bandaríkin, þess vegna er mikilvægi Islands hvað snertir samheldnina við Atlantshaf sennilega meiri en fyrir þrem árum“, sagði Sir Richard Vincent, marskálkur og forseti hermála- nefndar NATO, á blaðamannafundi í gær. Hann kom til íslands í fyrradag og hefur nú heimsótt öll aðildarríkin 16 en hann tók við embætti fyrir tíu mánuðum. Sir Richard ræddi við Davíð Odds- son forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í gær. Síðdegis voru fundir með utan- ríkismálanefnd Alþingis á dagskrá og félögum í þingmannasamtökum NATO. Sir Richard var spurður um vax- andi ágreining milli Bandaríkjanna og Evrópu. Hann svaraði að Banda- ríkin hefðu slæma reynslu af því á þessari öld að skipta sér ekki af Evrópumálunum fyrr en allt væri komið í hnút, NATO hefði verið leið- in til að koma í veg fyrir siíka þró- un. Hagsmunir aðildarríkjanna væru svo samslungnir að hann gæti ekki ímyndað sér að nokkurt vit væri í varnarbandalagi Evrópu án þátttöku Norður-Ameríkuríkja. Ýmiss konar innri vandamál hefðu hins vegar valdið því að aðildarþjóð- irnar hefðu að undanförnu einbeitt sér að eigin málum á kostnað brýnna viðfangsefna sem senn þyrfti að takast á við i Mið- og austurhluta Evrópu. Breytt viðhorf Marskálkurinn áleit að lega ís- lands skipti sem fyrr miklu máli í vörnum bandaiagsins vegna þess að nú að loknu kalda stríðinu væri lögð mikil áhersla á að hægt væri að flytja herlið og hergögn í skynd- ingu milli heimsálfa á staði þar sem hætta hefði skapast. Hernaðarstað- an hefði breyst, Sovétríkin væru hrunin en enginn treysti sér til þess spá af nokkru viti um aðstæður í Evrópu eftir áratug. Hann sagði að bandalagið fengi gott tækifæri til að ræða breytt viðhorf á leiðtoga- fundi sem verður í janúar. Sir Richard var spurður hvort nefndin teldi að nú væri rétti tíminn til að draga úr viðbúnaði í Keflavík. Hann sagði málið ekki hafa verið rætt í nefndinni enn þá. „Sem stend- ur fara fram tvíhliða viðræður milli Bandaríkjanna og íslendinga ... Þegar að því kemur og ef niður- staða fæst munu þjóðirnar skýra bandalaginu frá því ef niðurstaðan skiptir NATO sem slíkt máli“. Dagsbrún og Stál- smiðjan ná sáttum SÆTTIR hafa tekist í máli sem verkamannafélagið Dagsbrún höfð- aði gegn Stálsmiðjunni vegna upppsagnar Gylfa Páls Hersis sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í rúm þrjú ár. Að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar formanns Dagsbrúnar taldi félagið að Gylfa Páli hefði verið sagt upp störfum vegna starfa sem hann hafði innt af hendi fyrir Dagsbrún í málaferlum sem félagið átti í gegn Stálsmiðjunni fyrr á þessu ári, en Stálsmiðjan sagði uppsögnina vera vegna verkefnaskorts hjá fyrirtækinu. Spurt var um fyrirhugaðan nið- urskurð á vamarbúnaði sem Banda- ríkjamenn hafa haft til reiðu í Norð- ur-Noregi og hvernig tengslin milli varnarbúnaðar á íslandi og í Noregi yrðu í framtíðinni. Hann sagði ljóst að Norðmenn hefðu áhyggjur vegna þess að þeir væru eina NATO-land- ið sem ætti löng landamæri að Rúss- landi og auk þess óttuðust þeir mjög hættuna á umhverfisslysum á Kola- skaganum. Sir Richard sagði að sérhvert aðildarríki reyndi að sjálf- sögðu að gæta sem best sinna eigin hagsmuna. En þar sem fækkunin í liði fyrrverandi Varsjárbandalags- ríkja myndi nema um þrem milljón- um manna á næsta ári væri ljóst að stjórnvöld í NATO-ríkjunum hlytu að reyna að spara í útgjöldum til varnarmála. Rússar í NATO? Sir Richard var spurður hvort hann teldi að Rússland gengi ein- Gylfi Páll Hersir átti að hætta störfum hjá Stálsmiðjunni um næstu mánaðamót, en að sögn Guðmundar felur samkomulagið sem náðst hefur það í sér að hann vinni til áramóta og þá verði verk- efnastaða fyrirtækisins metin. Reynist verkefni nægileg heldur hann starfinu að minnsta kosti fram á mitt næsta ár. Fagnar sáttum Skúli Jónsson forstjóri Stálsmiðj- unnar sagðist ekkert vilja segja um þetta mál annað en það að sættir hefðu nú tekist og menn hefðu orð- ið ásáttir um það að snúa bökum saman til þess að bjarga því sem bjargað yrði af íslenskum skipaiðn- aði og þar með Stálsmiðjunni. „Mér finnst þessi umræða um Stálsmiðj- una hafa verið allt of mikil og leiðin- leg og ég bara fagna því að sættir hafa tekist og menn ætli að vinna saman að því að styrkja fyrirtæk- ið,“ sagði hann. QOtt/ ^ með jólasmjöri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.