Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1993 21 Opi& frá kl. 9-21 alla daga Næg bílastæbi (bílastæ&ahúsi& Bergstaðir) Ekkert stööumælagjald um helgar Sjón er sögu ríkari P.s. í tilefni dagsins: Jólaöl og piparkökur blomaverkstæði □ INNA □ SKOLAV ORÐUSTIG 12 BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN SIMI19090 Jólastjörnutilboð utn þessa helgi Q/ 1. flokks kr. 790/- /0 Valdar kr. 490,- afsláttur Einblóma kr. 250,- af jólatréskúlum Háskólabíó sýnir Ungu Anieríkanana HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga spennumyndina Ungu Amerík- anarnir eða „The Young Arnericans" með Harvey Keitel og Craig Kelly. Titillag myndarinnar „Play Dead“ er sungið af Björk Guð- mundsdóttur en hún naut aðstoðar David Arnolds við hljóðritun lags- ins. Laginu hefur vegnað vel á vinsældalistum í Englandi undanfarn- ar vikur. í myndinni Ungu Ameríkanarnir segir frá lögregluforingjanum John Harris (Keitel) sem kemur frá New York sem ráðgjafi hjá Lundúnarlög- reglunni. í London standa menn ráðþrota gagnvart röð af hrottaleg- um morðum og eiturlyfjasölu sem enginn veit hver stendur á bak við, jafnvel ekki mafíósarnir í London. Harris kannst fljótt við handbragð fíkniefnakóngsins Frasers, sem er ungur Ameríkani, en hann beitir gjarnan fyrir sig ungum óþekktum strákum sem heillast af ofbeldi, peningum og tískubylgjum undir- heimanna. Christian, ungur piltur sem hangir oft á börum og diskótek- um, dregst inn í hrottafengna at- burðarás og stendur frammi fyrir því að þurfa að hjálpa lögreglunni, vitandi það hvaða örlög bíða upp- ljóstrara. Einnig togast á ást hans á stúlku einni. Þegar faðir hans er myrtur kemst hann ekki hjá því að taka ákvörðun. Harvey Keitel í hlutverki Harris lögregluforingja í myndinni Ungu Ameríkanamir. Tommy Lee Jones í hlutverki í myndinni Spilaborginni. Regnboginn sýnir myndina Spilaborgina Biblía, sem börnin geta lesið sjálf. Fæst í næstu bókaverslun. ! Bráðumkoma I blessuðjólin... > VELJUM (SLENSKT! kókosmjöí REGNBOGINN hefur hafið sýningar á myndinni Spilaborginni eða „The House of Cards“. Með aðalhlutverk fara Tommy Lee Jones og Kathleen Turner. caUfomui rusrnur Ucslinneíur . •• Heslihneíur Hnkkagar ©ÍU* lmv H hesUhneíur * jlögiir ■4-+. „löndlur "mröhýði mönÆur hakkaðar Myndin fjallar um unga konu sem missir eiginmann sinn í voveiflegu slysi þegar þau eru að rannsaka rústir hinna fornu Mæja í Mexíkó. Börn þeirra, drengur og sex ára gömul stúlka, eru með í förinni. Eftir þennan hörmulega atburð snýr íjölskyldan aftur til Bandaríkjanna. Þegar þangað er komið gerist undar- legur atburður, litla stúlkan hættir að tala án nokkurra skýringa. Móðir- in sendir hana í sérstakan einka- skóla en án bata, læknirinn tjáir henni að barnið sé veikt og vill láta setja það í sjúkrahús. Móðirin þráast við og tekur stúlkuna heim og ætlar að lækna hana sjálf. Nótt eina vakn- ar hún við mikil læti og hleypur til herbergis dóttur sinnar. Þar blasir við henni ótrúleg sjón, barnið hefur byggt stórfenglega spilaborg og fleiri dularfullir atburðir fylgja í kjöl- farið. Eftir þetta telur móðirin að dóttirin sé gædd sérstökum gáfum og hæfileikum. Eitthvað dularfullt er á seyði og það tengist rústum Mæja-þjóðflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.