Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
Morgunblaðið/Þorkell
Fyrsta verk sendiherra
Þakkargjörðarkvöldverður að amerískum hætti var haldinn í Perlunni
í gærkvöldi og var þar fjölmenni saman komið. Parker Borg, sendi-
herra Bandaríkjanna, flutti ávarp, og var það fyrsta verk hins nýskip-
aða sendiherra hér á landi. Á myndinni sést hann á tali við Mar-
gréti Láru Ragnarsdóttur, formann íslensk-ameríska félagsins og á
milli þeirra er sendiherrafrúin, Anna Borg. Pamela og Marshall Bre-
ment, fyrrum sendiherrahjón, voru meðal gesta en nú eru einmitt
liðin tíu ár síðan Pamela stofnaði sjóð til styrktar íslenskum lista-
mönnum til náms í Bandaríkjunum. Nú stendur yflr í Perlunni sýning
á verkum þeirra tíu listamanna sem notið hafa styrkja úr sjóðnum.
Viðræður undirbún-
ar um Svalbarðamál
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að fela utanríkisráðuneytinu
að leita eftir viðræðum við Norðmenn um Svalbarðamálið áður
en endanlega yrði tekin ákvörðun um hvort íslendingar gerist
aðilar að Svalbarðasamkomulaginu. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra hittir Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra
Noregs í dag á fundi leiðtoga norrænna jafnaðarmannaflokka
og er búist við að ráðherramir ræði Svalbarðamálið óformlega
við það tækifæri.
Ríkisstjórnin hefur rætt mögu-
leika á aðild að svonefndu Sval-
barðasamkomulagi eftir að þrjú
íslensk skip hófu veiðar á fisk-
vemdarsvæði Norðmanna við
Svalbarða um síðustu helgi. Skipin
fóru þaðan aftur eftir hörð mót-
mæli Norðmanna og eindregin til-
mæli frá íslenskum stjómvöldum.
Aðilar ekki áreittir
Þegar Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra var spurður hvað ríkis-
stjómin telji að ávinnist með aðild
að Svalbarðasamkomulaginu,
sagði hann að aðildarríki gætu
meða! annars gert kröfu um að
haldnir yrðu fundir um það sem
Miklar umræður um útflutningsleiðina á landsfundi Alþýðubandalags
Hundruð breytingatil-
lagna og athugasemda
yfir Svalbarðasvæðinu þá hefði
það engu breytt um réttarstöðu
þessara togara, að minnsta kosti
til skamms tíma horft," sagði
Davíð Oddsson.
þar hefði verið ákveðið.
„Það sem Norðmenn hafa ef til
vill ákveðið einhliða hingað til
gætu fleiri komið að. Og það virð-
ist vera svo að þær þjóðir sem
hafa orðið aðilar að samkomulag-
inu hafí ekki orðið fyrir áreiti af
hálfu Norðmanna á þessu svæði
og eigi því að öllum líkindum auð-
veldara með að tryggja öryggi
sinna borgara þar. Sá misskilning-
ur hefur verið uppi, að ríkisstjóm-
in hafi getað gert eitthvað til að
treysta stöðu togaranna sem vom
á þessu svæði, en það er ekki svo.
Þótt ríkisstjómin hefði lýst því
yfír opinberlega að hún viður-
kenndi ekki yfirráð Norðmanna
ToIIstjóri
Um 5.000
greiðslu-
áskoranir
EMIiÆTTI tollstjóra er nú
að senda út rúmlega þrjú
þúsund greiðsluáskoranir
vegna gjaldfallins virðis-
aukaskatts frá því í júli og
ágúst, sem greiðast átti 5.
október síðastliðinn, áuk
þess sem embættið er að
senda út um tvö þúsund bréf
vegna vangreidds trygginga-
gjalds. Bjöm Hermannsson,
tollstjóri, segir að þetta sé
svipaður fjöldi og var á sama
tima í fyrra.
Bjöm sagði að ef fólk áttaði
sig ekki á þessari álagningu
ætti það að snúa sér ti! skatt-
stofunnar. Oft á tíðum gæti
þetta byggst á því að fólk hefði
ekki talið fram og þá þyrfti að
koma framtali og gögnum til
skattstofunnar. í mjög mörgum
tilfellum væri um að ræða áætl-
anir vegna þess að fólk hefði
ekki skilað gögnum.
HUNDRUÐ athugasemda og breytingatillagna við tillögugerð
forystu Alþýðubandalagsins, útflutningsleiðina svokölluðu, voru
komnar fram á öðrum degi landsfundar flokksins í gær. Sættu
einstakir kaflar og tillögur í ritinu mikilli gagnrýni við umræð-
ur sem fram fóru í gær. Töldu þó flestir ræðumenn að ritið
væri góður grunnur til að vinna á til framtíðar en mjög skiptar
skoðanir voru um hvaða málsmeðferð ritið ætti að fá. Fram kom
tillaga frá Garðari Mýrdal og Einari Val Ingimundarsyni sem fól
í sér frestun á endanlegri afgreiðslu ritsins og að kosið yrði 5
manna ráð sem starfaði til næsta landsfundar, eftir tvö ár, við
að taka saman allar breytingatillögur og athugasemdir.
Steingrímur J. Sigfússon vara-
formaður lagði til í ræðu að unnið
yrði að því að betrumbæta tillögu-
gerðina á næsta ári þannig að stefn-
an yrði tilbúin á bók upp úr áramót-
um 1994/1995 sem kosninga-
stefnuskrá flokksins. Ólafur Ragn-
ar Grímsson formaður flokksins
sagði í setningarræðu sinni á
fimmtudag að fulltrúar flokksins
ættu að efna til viðræðufunda um
þjóðfélagið að loknum landsfundin-
um svo hægt yrði að meta ábend-
ingamar að vori og birta nýja út-
gáfu ritsins.
Ekki árangur grasrótarstarfs
Nokkrir landsfundarfulltrúar
gagnrýndu í gær að flokksmenn
hefðu yfirleitt ekki fengið að koma
nálægt vinnu við gerð útflutnings-
leiðarinnar og sagði Sigríður Stef-
ánsdóttir frá Akureyri það rangt
að ritið væri árangur af grasrótar-
starfi í flokknum og sagði það ein-
göngu grunnplagg. I sama streng
tóku Þuríður Backman og Einar
Gunnarsson, sem kallaði ritið
„stefnuskrá uppanna". Félagar í
Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur
lögðu fram mikinn fjölda athuga-
semda og ábendinga um breytingar
á ritinu í 13 blaðsíðna fjölriti sem
dreift var á fundinum og Hjörleifur
Guttormsson alþingismaður lagði
fram skýrslu í 12 köflum þar sem
hann setur út á fjölmargar tillögur
útflutningsleiðarinnar, en þingmað-
urinn tók einnig fram að fyrirliggj-
andi drög hefðu margt gagnlegt að
geyma.
í gær bar sérstaklega á gagnrýni
á landbúnaðarkafla og á umfjöllun
um umhverfísmál. Einnig var gagn-
rýnt að ekkert væri þar fjallað um
samskipti flokks og verkalýðshreyf-
ingar, áherslur í útflutningsmálum
voru gagnrýndar, varað var við að
markaðurinn yrði látinn ráða skipu-
lagi menntastofnana og varað var
við of mikilli áhersiu á útflutning.
Skilningur í garð heildsala
Nokkrir landsfundarfulltrúar
sem tóku til máls í gær lýstu ánægju
sinni með útflutningsleiðina og bar
þar mest á fulltrúum Birtingar.
Mörður Ámason sagði að í ritinu
væru ferskar hugmyndir og Kjartan
Valgarðsson sagði að þar væri vel
farið af stað í málefnastarfi flokks-
ins. „Ég fagna því líka að sjá að í
fyrsta skipti virðist ríkja nokkur
skilningur meðal þeirra sem stóðu
að þessu plaggi í garð okkar heild-
sala,“ sagði Kjartan.
Sjá einnig fréttir á bls. 19.
3M»rptwMnbit>
tiir0
Erfitt samband
skálds og þjóðar
í dag
Fegurð_______________________
Guðrún Rut Hreiðarsdóttir keppir
í kvöld uw titilinn ungfrú heim-
ur 5
Matvöruverðstríð_____________
Verðstríð heldur áfram milli stór-
markaða á Akureyri 20
Aðventan að hefjast__________
Samkomur eru víða í kirkjum
fyrsta sunnudag í aðventu 28
Leiðari______________________
Fáninn og kynning þess sem ís-
lenzkt er 24
Menning/Listir
Fullkomið listaverk: Leikdómur
um Skilaboðaskjóðuna - Birgir
Sigurðsson - Álfrún Gunnlaugs-
dóttir - Björn Th. Bjömsson -
Maðurinn Joyce
Lesbók
► Hliðstæða við Fenrisúlf í
Rómaborg -tvær smásögur eftir
Gyrði Elíasson - Stormsveipur
ofan af Jökli - blaðamaður Les-
bókar á SnæfeUsnesi
Morgunblaðið/Þorkell
Við upphaf kvikmyndaviku
FRÖNSK kvikmyndavika hófst í Háskólabíói í gærkvöldi. Meðal
gesta var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sem hér sést
með Francoise Peres, forstöðumanni Alliance Francaise, Francois
Rey-Coquais, sendiherra Frakklands, og Friðbert Pálssyni, forstjóra
Háskólabíós.
Haföm hf. á Akranesi fær greiðslustöðvun
Nettóskuldir rúm-
ar 700 milljóiiir kr.
HAFERNI hf. á Akranesi hefur verið veitt heimild tíl greiðslustöðvun-
ar í þijar vikur, en fyrirtækið á nú í miklum rekstrarerfiðleikum. Að
sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra Hafarnar, eru brúttó-
skuldir fyrutækisins tæplega 900 miUjónir króna, en nettóskuldir eru
rúmar 700 milljónir. Hann sagði að fyrirtækið hefði verið rekið með
um 100 milljóna króna halla fyrstu átta mánuði ársins, en meira en
helmingur þess væri vegna gengisfellingarinnar síðastliðið sumar.
Haföm hf. hefur gert út togarana
Höfðavík og Sæfara auk þess að
reka ftystihús og fiskvinnslu. Akra-
nesbær er stærsti eigandi fyrirtækis-
ins með um 42% eignarhluta, en
aðrir stórir hluthafar eru Kirkjusand-
ur og Olíufélagið. Hjá fyrirtækinu
starfa 120 manns og hefur þeim öll-
um verið sagt upp störfum.
Reynt að selja Sæfara
Kristófer sagði að rekstur fyrir-
tækisins hefði gengið illa og tími
væri kominn til mjög róttækrar end-
urskipulagningar á honum. Hann
sagði að tíminn á næstunni yrði not-
aður til þess að kanna möguleika á
því að selja eignir fyrirtækisins og
endurskipuleggja lán.