Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 Místök í skattamálum eftir Halldór Asgrímsson Ég hafði ekki ætlað mér að standa í deilum við forystu ASI um skattamál. Ég tel að sú breyt- ing sem gerð hafi verið á skattalög- um nýliðin áramót hafi verið mikil mistök sem eru á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar. Ríkisstjórnin stakk upp á þessum breytingum í því skyni að greiða fyrir kjarasamn- ingum. Aðilar vinnumarkaðarins tóku þetta boð fegins hendi en með því var verið að reyna að auka kaupmátt án þess að til launahækkana kæmi._ Benedikt Davíðsson forseti ASÍ afgreiðir afstöðu Framsóknarflokksins sem „pólitískt spil“. Ég vil fullvissa hann um að við erum ekki I póli- tískri spilamennsku heldur byggð- um við afstöðu okkar á þeim gögn- um og rökum sem fram komu í málinu við umfjöllun á Alþingi. Tilboð ríkisstjórnar Aðdragandi málsins er sá að rík- isstjórnin bauðst til að lækka skatt á matvælum með því að taka upp tveggja þrepa kerfí í virðisauka- skatti. Forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar gengu út frá því að þessi lækkun yrði að hluta til fjármögnuð með skatti á hærri tekjur og með því að taka upp fjár- magnstekjuskatt. Málin þróuðust í allt aðra átt og lagði ríkisstjómin til að leggja launaskatt á tekjur hvers einasta manns í landinu og jafnframt að hækka launaskatt atvinnurekstrarins. Síðan var fallið frá því að leggja sérstakan launa- skatt á tekjur launamanna en í stað þess voru bifreiðaskattar hækkaðir og jafnframt tekjuskatt- ur einstaklinga. Ég hef haft miklar efasemdir um þessar aðgerðir og ekki séð þann mikla ávinning sem ríkis- stjórnin hefur talið að í þessu liggi fyrir launafólk í landinu. Það kem- ur mér á óvart hversu ákveðið for- ystumenn ASÍ veija þetta tiltæki, ekki síst vegna þess að forsendur eru aðrar en vorið 1993. Virðisaukaskattur og tekjujöfnun Ef farið er út í aðgerðir til tekju- öflunar er lækkun virðisaukaskatts ekki besta aðferðin. Hitt er svo annað mál að virðisaukaskattur er hærri hér á landi en almennt ger- ist og því mikilvægt að færa hlut- fallið niður til samræmis við það sem almennt gerist í kringum okk- ur. Það hefur sömu verðlagsáhrif að taka upp nýtt 14% þrep í vsk. og lækka skattprósentuna í 23%. Við framsóknarmenn vorum þeirr- ar skoðunar að það væri betri að- ferð að lækka skattprósentuna og greiða niður vsk. á biýnustu líf- snauðsynjar þannig að það jafn- gilti 14% skatti. Samkvæmt okkar upplýsingum er mismunur á tekju- jöfnunaráhrifum af þessari leið lít- ill sem enginn. En hvað sögðu aðrir um tekjujöfnunaráhrif þess- ara aðgerða? I áliti ASÍ segir m.a.: „Samn- inganefnd ASÍ var þegar í vor ljóst að lækkun matarskattsins væri ekki sú markvissasta tekjujöfnun- araðgerð sem hægt væri að grípa til, hins vegar mætti meta slíka breytingu sem tiltölulega varan- lega aðgerð." í áliti Þjóðhagsstofnunar segir m.a.: „Tekju- og afkomujöfnunar- áhrif á verðlækkun einstakra vöru- flokka eru afar vandmetin og í reynd eru slíkar leiðir til jöfnunar mjög umdeilanlegar.“ í áliti Indriða H. Þorlákssonar skrifstofustjóra í fjármálaráðu- neytinu segir m.a.: „Nær enginn munur er á því með tilliti til tekna, hvort lækkað er almenna hlutfall vsk. eða virðisaukaskattur á mat- væli. Mismunandi áhrif á neysluút- gjöldum eru um eða innan við 0,05% sem er varla marktækur munur.“ Síðan segir: „Sé litið svo á að sá munur sem mælist sé raun- verulegur er hann svo óverulegur að hann getur hvergi réttlætt það að taka upp tveggja þrepa kerfi. Samkvæmt framangreindri mæl- ingu væri hann um eða innan við 1.000 kr. á ári á fjölskyldu í lægri helmingi tekjuskalans." Dýrari aðferð í útreikningum Indriða er miðað við neyslukönnun Hagstofunnar frá í vor og tekið mið af matvæ- laútgjöldum fjölskyldna í mismun- andi tekjubilum. Það er hin algilda viðmiðun í útreikningum sem þess- um og eru þeir útreikningar m.a. notaðir í nýlegri norskri skýrslu um sama mál. Aðrir hafa viljað fara út á þá braut að reikna áhrif- Halldór Ásgrímsson „Ég hef haft miklar efasemdir um þessar aðgerðir og ekki séð þann mikla ávinning sem ríkisstjórnin hefur talið að í þessu liggi fyrir launafólk í land- inu. Það kemur mér á óvart hversu ákveðið forystumenn ASÍ verja þetta tiltæki, ekki síst vegna þess að forsend- ur eru aðrar en vorið 1993.“ in sem hlutfall af tekjum sem er mun vandasamara og flóknara og að mínu mati mjög vafasamt. í útreikningum Þjóðhags- stofnunar kemur jafnframt í ljós að ekki er mjög mikill munur á þessum aðferðum og er niðurstaða Þjóðhagsstofnunar eftirfarandi: „Af þessu og því talnaefni sem fylgir hér með má sjá, að draga má í efa skilvirkni þess að lækka óbeina skatta á einstakar vöruteg- undir í tekjujöfnunarskyni." Samkvæmt framansögðu má vera ljóst að það er enginn mark- tækur munur á því að lækka al- mennu skattprósentuna og taka upp nýtt þrep. Þar fyrir utan kost- ar það ríkissjóð 600 milljónum minna að fara í almenna lækkun, en það hefur nákvæmlega sömu verðlagsáhrif. Auk þess hefði þá verið hætt við lækkun vörugjalds á nokkrar matvælategundir sem tengdust lækkun vsk., sem kostaði ríkissjóð 160 milljónir. í framhaldi af þessu hljóta menn að spyija, hvaða markmiðum er verið að ná? Eru aðferðirnar aðalatriðið en markmiðið aukaatriði? Hagsmunir atvinnulífsins í þeim tillögum sem liggja fyrir frá fulltrúum Framsóknarflokks og Kvennalista I efnahags- og við- skiptanefnd er sýnt fram á, að með okkar aðferð skapast svigrúm til að hætta við sérstakt trygginga- gjald 0,35% og falla algjörlega frá virðisaukaskatti á ferðaþjónustu, fólksflutninga og gistingu, en tekjuskattur félaga hækki lítillega. Með þessu fær atvinnureksturinn aukið svigrúm til að bæta kjör launþega eða til áframhaldandi uppbyggingar og 'styrkingar at- vinnulífsins, sem hlýtur að koma launþegum til góða í því atvinnu- leysi sem nú steðjar að. Hækkun vaxta og barnabóta Þá var jafnframt lagt til að lagð- ur yrði eignarskattur á fjármagns- eignir, hætt við efra þrep eignar- skattsins og skattfijálsar eignir hækkaðar um eina milljón hjá hjón- um. Áætlað var að þessi ráðstöfun gæfi ríkissjóði 600 milljónir og var lagt til að þetta svigrúm yrði að mestu notað til þess að hækka barnabótaauka sem gagnast lág- launafólki og jafnframt var lagt til að dregið yrði úr skerðingu vaxtabóta. Að mati Þjóðhagsstofn- unar styrktu þessar tillögur stöðu ríkissjóðs um 150 milljónir. Auk þess tók ríkisstjórnin ákvarðanir við meðferð málsins sem hækkaði þessa fjárhæð í um það bil 300 milljónir. Þjóðhagsstofnun sagði um jöfn- unaráhrifin: „í tillögunum felast því tilfærslur í skattlagningu á þá leið að kaupmáttur launa og hvers konar bóta eykst nokkuð en ráð- stöfunarfé eignamanna minnkar." Kostnaður ríkissjóðs og skattsvik Okkar mat er að ef eitthvert vit eigi að vera í framkvæmd þessa nýja kerfis muni það kosta ríkis- sjóð að minnsta kosti 200 milljón- ir. Sú ágiskun hefur komið fram að skattsvik muni aukast um a.m.k. 500 milljónir þótt enginn geti fullyrt um það. Ef þetta ræt- ist hefði sú leið sem fulltrúar Fram- sóknarflokks og Kvennalista lögðu til styrkt stöðu ríkissjóðs um einn milljarð. Þá er ekkert tillit tekið til þess mikla kostnaðar sem leggst á atvinnulífið við þessa breytingu. Það er enginn vafi á að það er grundvallaratriði að lækka fjár- lagahallann ef takast á að lækka vextina með varanlegum hætti. Menn geta talað um „ónýt rök“ og haldið því fram að „sjónarmið kassans" fari ekki saman við hags- muni launþega. Ég er einfaldlega ósammála þessum sjónarmiðum. Ég tel að þau miklu skattsvik sem viðgangast séu eitt mesta þjóð- félagsbölið sem nú er við að glíma. Ég tel að slæm afkoma ríkissjóðs komi öllum við og það sé í allra þágu að styrkja hana ekki síst til að lækka vexti. Ég tel það þjóna hagsmunum launþega að styrkja stoðir atvinnulífsins og minnka skattlagningu á það. „Pólitískt sjónarspil“ Það hefði vissulega mátt velja ýmsar aðrar aðgerðir til tekjujöfn- unar sem gætu skilað sér með áhrifaríkari hætti til lágtekjufólks. Við gáfum okkur þá forsendu að niðurstaðan væri sú að lækka virð- isaukaskatt og reyndum að finna skynsamlega leið út frá þeirri for- sendu. Að mínu mati er nánast útilokað að finna haldbær rök fyr- ir því sem gert hefur verið. Sú leið hefur verið valin af einhveijum ástæðum sem erfitt er að átta sig á, en hefði ekki verið betra að fara betur ofan í málið og gefa sér góðan tíma og fara þá út í þessa breytingu í ársbyijun 1995? Undir- búningurinn var enginn hvorki þegar ákvörðunin var tekin né fram að þeim tíma sem málið var kynnt á Alþingi í byijun desember. Ef stjórnmálamenn sem eru að reyna að fara málefnalega niður í mál og leitast við að koma í veg fyrir meiri háttar slys í skattamál- um eru sagðir vera með pólitískt sjónarspil, þá verður bara að hafa það. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins. Færeyskar bókmenntir eftirSæyarÞ. Jóhannesson Viku af mars sl. hófst hér fær- eysk menningarvika sem mun hafa tekist mjög vel, eftir því sem mér hefur skilist á nokkrum færeyskum þátttakendum. Það er helst á svona uppákomum sem okkur íslending- um er gefinn kostur á að kynnast færeyskum bókmenntum, þar fyrir utan er eins og þær séu ekki til. Það má heita undantekning ef maður sér getið um færeyska bókaútgáfu eða færeyskar bók- menntir í íslenskum blöðum. Full ástæða er þó til að vekja athygli á þessum þáttum færeyskrar menningar, svo skyld er hún okkur eigin. Fátt færeyskra bóka hefur verið þýtt á íslensku, að undanskildum bókum Williams Heinesens, í ágætri þýðingu Þorgeirs Þorgeirs- sonar, rithöfundar, en þær eru þýddar úr dönsku, sem var aðalrit- mál Heinesens. Oðru höfuðskáldi Færeyinga, Héðni Brú, hefur hinsvegar lítt verið gaumur gefínn hér. Aðeins ein bók eftir hann, Feðgar á ferð, hefur komið út á íslensku, í þýð- ingu Aðalsteins Sigmundssonar, en það var árið 1941, eða ári eftir að hún kom út á frummálinu. Héðinn Brú er dáður meðal Færey- inga og hefur mér virst hann í meiri metum þar en Heinesen. í raun ætti ekki að vera.þörf á því að þýða færeyskar bækur á íslensku, málin eru það náskyld að allir ættu að geta lésið þær sér til gagns og ánægju. Sem dæmi um skyldleika þessara tveggja mála má benda á, að Færeyingar taka yfirleitt upp íslensk orð frem- ur en dönsk þegar þá vantar ný- yrði. Bókmenntahefð Færeyinga er ekki ýkja gömul, né almennur áhugi þeirra á bókum eða bók- lestri. Færeyingar hafa sjálfsagt talið sig hafa annað og þarfara að gera við tímann en að liggja yfir bókum, stritið fyrir brauðinu hafði og hefur haft forgang. Fyrir um þijátfu árum heyrði það til undantekninga ef maður sá eitthvað af bókum á færeysku heimili, en þetta breyttist snögg- lega. Þeirri breytingu má vafalaust þakka bókaútgefandanum Emil Thomsen, sem vann kraftaverk þegar hann kenndi, ef svo má að orði komast, Færeyingum að meta og virða eigin bókmenntir. Þó að þáttur skáldsagna og ljóða sé nú nokkuð stór bókmenntagrein meðal Færeyinga tel ég aðra grein öllu stærri og vinsælli, en það er sagnfræði, eða það sem ég leyfi mér að kalla alþýðusagnfræði. Á seinni árum hafa Færeyingar verið ótrúlega duglegir við að skrá m.a. byggðasögur, forna bú- skaparhætti og sögu atvinnuveg- anna, en þar skipar sjávarútvegur- inn að sjálfsögðu öndvegi. Rétt er að vekja athygli á einni stærstu sagnfærðiritröð sem skráð hefur verið og gefin út í Færeyjum, en það er „Föroyja siglingasöga“ eftir Paul Nolsoy. Af siglingasög- unni hafa nú komið 14 bindi og von er á fleirum. í „Föroyja siglingasögu" tvinnar höfundurinn saman sögu byggða, verslunar, útgerðar, skipa og skip- stjórnarmanna. Sagan er nátengd íslandi, því mörg færeysku skip- anna (kútteranna) um og eftir 1917 voru keypt frá íslandi og báru sömu íslensku nöfnin og þeim hafði verið gefið hér og má þar t.d. nefna Langanes, Björn riddara ö.fl. Margir íslendingar sigldu með Færeyingum á þessum skipum og er minnst á nokkra þeirra í þessu verki. Þá fjallar stór hluti verksins um sóknina á íslandsmið og sam- skipti við íslendinga. Undanfarin ár hefur önnur sagnfræðiritröð, „Stríðsárin 1939-1945“ eftir Niels Juel Arge Sævar Þ. Jóhannesson „Bókmenntahefð Fær- eyinga er ekki ýkja gömul.“ útvarpsstjóra, verið gefin út og notið mikilla vinsælda meðal lands- manna. Bækurnar, sem eru 6, fjalla m.a. um hemám Færeyja, áhrif þess á líf eyjaskeggja, sigl- ingar um hættusvæði með fisk til Bretlands, skipsskaða og mann- tjón. í þessum bókum kemur ísland töluvert við sögu. Fyrir tveimur árum hóf Niels Juel ritun og útgáfu nýrrar ritrað- ar sem tengd er Færeyjum og seinni heimsstytjöldinni og heitir hún „Teir sigldu úti“. Þessi ritröð fjallar um þá Færeyinga sem sigldu á erlendum skipum á stríðs- árunum og lentu margir í ótrúleg- um mannraunum. Niels Juel hefur skrifað nokkrar bækur sem eru allar áhugaverðar og læsilegar. Má þar t.d. nefna „Rockall", „Merkið“ og „Argjamenn“. „Roc- kall“ er, eins og nafnið ber með sér, saga klettsins og ýmissa at- burða tengda honum; „Merkið“ er saga baráttu Færeyinga fyrir eigin fána, en sú barátta var löng og hörð og „Argjamenn“ er ættar- saga, þar sem segir frá merkum listamönnum sem unnu í stein og silfur. * Hér er aðeins drepið á nokkra höfunda og bækur úr heimi fær- eyskra bókmennta, einungis til að vekja athygli á fjölbreyttu og áhugaverðu efni sem er innan seil- ingar fyrir áhugamenn. Aðeins ein bókaverslun, sem mér er kunnugt um, hefur boðið upp á færeyskar bækur, en það er bókabúð Máls og menningar. Úrvalið mætti vera meira, en það ber að .þakka viðleitnina. Höfundur eráhugamaður um færcyska mcnningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.