Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 * Sinfóníuhljómsveit Islands Fyrstu tónleik- arnir á nýju ári FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á nýju ári verða í Háskólabíói á morgun, fimmtudaginn 6. janúar, kl. 20. A efnis- skránni verður Píanókonsert nr. 3 eftir Sergej Rakhmanínov og Sinfónía nr. 3 eftir Anton Bruckner. Nú að afloknum annasömum jólamánuði hjá SÍ þar sem hljóð- færaleikarar hljómsveitarinnar léku m.a. á 27 sjúkrahúsum og stofnunum er komið að fyrstu áskriftartónleikum ársins 1994 og eru þeir í gulri áskriftarröð. Það er aðalhljómsveitarstjóri hljóm- sveitarinnar Osmo Vánská sem leiðir hana að þessu sinni. Vánská hefur getið sér frægðarorð fyrir geislaplötuupptökur, m.a. var frumgerð fiðlukonserts Sibeliusar sem hann stjórnaði valin besta plata ársins 1991 af tónlistartíma- ritinu Grammophone og á síðasta ári hlaut hann Grand Prix du Disque verðlaunin fyrir hljóðritun á Storminum eftir Sibelius. Pianóleikarinn Alexej Lubímov sem ráðgert var að léki á þessum tónleikum forfallaðist á síðustu stundu en Iánið lék við SÍ og hing- að fékkst finnski píanóleikarinn Oili Mustonen. Mustonen þykir með allra áhugaverðustu píanólei- kurum sem uppi eru. Frábær tækni og sérstæð túlkun hefur heillað tónleikagesti um heim all- an. Mustonen hefur leikið með mörgum þekktustu hljómsveitum og meðal annars undir stjórn hljómsveitarstjóra eins og As- hkenazy og Barrenboim. Samhliða píanóleik er Mustonen afkastamik- ið tónskáld. Sú breyting er á áður auglýstri efnisskrá að í stað píanókonserts nr. 27 eftir Mozart verður fluttur 3. píanókonsert Rakhmanínovs. Píanókonsertinn hóf Rakhmanínov að semja árið 1909 en þá um haustið var honum boðið í tón- leikaferð til Bandaríkjanna. Lauk hann við konsertinn af því tilefni og frumflutti hann ásamt Sinfón- íuhljómsveit New York borgar 28. desember það ár. Bruckner var ákaflega mikill aðdáandi Wagners og er þeir hitt- ust árið 1873 bað Bruckner tón- skáldið mikla um leyfi til að til- einka honum annaðhvort 2. eða 3. sinfóníu sína, en sú síðarnefnda var þá enn í smíðum. Wagner valdi þá nr. 3 vegna þess að í henni voru nokkrar tilvitnanir í verk hans. Frumflutningur verksins í desember 1877 undir stjórn höf- undar mistókst hrapallega. Bruckner þótti viðvaningslegur hljómsveitarstjóri, hljómsveitin var ósamvinnuþýð og áheyrendur yf- irgáfu salinn í stríðum straumum. Sinfónían var endurskoðuð árið 1889 og það er sú útgáfa sem verður leikin á tónleikunum 6. jan. Þetta er í þriðja sinn sem sinfónían er flutt hér á landi en hún var síðast leikin árið 1969 undir stjórn Alfreds Walters, þess sama og mun nú á vordögum stjórna upp- færslu á atriðum úr Niflungahring Wagners á vegum Listahétíðar. Morgunblaðið/Kristinn Japanskir menningardagar Japanskir menningardagar í Reykjavík hófust um áramótin og standa til næstu viku. Verðlauna- Ijósmyndir frá Japan verða til sýnis í ráðhúsinu til sunnudags og tvær japanskar kvikmyndir verða sýndar í Háskólabíói til 10. janúar. Ljós- myndari Morgunblaðsins fylgdist með japönskum tesiðameisturum í ráðhúsinu á mánudaginn. Fyrirtæki - sala - kaup Eins og öll undanfarin ár þá endurnýjum við spjaldskrána okkar í janúar. Vinsamlega hafið samband hvort heldur um lítið eða stórt fyrir- tæki er að ræða - því fyrr - því betra. Höfum örugga kaupendur að öllum stærðum og gerðum fyrirtækja, jafnvel uppí 70,0 millj. staðgreítt ef fyrirtækin eru álitleg. Allar uppfýsingar í fullum trúnaði. [xnmmnLSŒm SUÐURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Kaffi með Kristi nefnist sýning sem stendur yfir á Mokka við Skólavörðustíg. Krossar og helgitákn List og hönnun Bragi Ásgeirsson Kaffi með Krísti nefnist sýning sem uppi hefur verið á Mokka við Skólavörðustíg undanfarið og stendur til 6. janúar. Það er Hannes Sigurðsson list- sagnfræðingur í New York sem stendur að sýningunni, og kom hann hingað gagngert til að fylgja henni úr hlaði. í fréttatil- kynningu stendur, að þetta sé óvenjuleg sýning á Mokka, sem telst þó algjör óþarfi því að hún mælir með sér sjálf og hér á landi virkar slíkur framsláttur manna með listrænum athöfnum sínum og annarra allt í senn hæpinn, útjaskaður og marklítill. Kemur rýninum í varnarstöðu og stillir upp við vegg. Þar stendur einnig, „að sýning- in eigi sér ekkert fordæmi svo vitað sé, hvorki utan lands né innan“. Það mun og rétt vera, því að ekki veit ég um slíkar sýn- ingar á krossum og helgitáknum frá öllum helstu kirkjufélögum í Reykjavík hvorki innan lands né utan. Hins vegar þætti mér hæp- ið, að ekki hafi verið haldin sýn- ing á krossum erlendis hvoru tveggja samtíningur sem og í sögulegu samhengi. í kirkjum er svo iðulega ótölulegur fjöldi margvíslegra krossa í glerskrín- um, þótt vitskuld sé ekki um sér- sýningar að ræða. Tilgangur sýningarinnar er sagður margþættur. „Henni er meðal annars ætlað að fá fólk til að hugleiða sambandið, eða öllu heldur sambandsleysið, á milli boðskapar jólanna annars vegar og hins vegar hvernig þessi boð- skapur er nýttur til að selja nán- ast allt á milli himins og jarðar. Til að fjalla betur um þessa hluti, afdrif kristinna kenninga á hinu hugmyndafræðilega „markaðs- torgi guðanna", hefur verið leitað til aðila úr ýmsum stéttum þjóðfé- lagsins - bæði Jnnan og utan kirkjunnar, trúaðra jafnt sem „ótrúaðra" - í þeirri viðleitni að varpa sem fjölbreyttustu Ijósi á þetta- viðfangsefni. Þessi þanka- brot mynda sýningarskrána sem hægt er að fá á staðnum." Jafnframt er mönnum bent á að öllum er heimilt að lána krossa á sýninguna, og verða þeir hengd- ir upp á þriggja daga fresti á meðan hún stendur yfir. það er prýðileg hugmynd að vekja athygli á boðskap jólahátíð- arinnar, en hann telst nú ekki einungis trúarlegur á þann hátt sem við þekkjum til, þótt kirkjan hafí eignað sér hann, heldur er hér um ævafornan sið að ræða er tefigist sólstöðum - hjá okkur vetrarsólhvörfum. Sjálft jólahald- ið mótaðist sem sé innan róm- verska heimsveldisins og tengdist í fyrstu ekki fæðingu frelsarans. Kirkjan er sjálfsagt í fullum rétti, því að hún er að halda upp á fæðingu mannssonarins, en hins vegar hafa þessi tímahvörf fyllt manninn fögnuði og andakt frá örófi alda. - Krossinn er í einfald- leika sínum og sterku andstæðum heimstákn. Og krossum við tvær jafn langar línur, eina lóðrétta sem sameinar og tengir hið efra og neðra í heimi hér, og er um leið ljósgeisli án upphafs og endis - og eina lárétta, sem er tákn yfirborðs jarðar og vatnsbrúnar- innar, er komin einfaldasta tákn- mynd heimsins. Hin upprétta, lóðrétta lína markar reisn og framkvæmda- vilja og er þannig manndóms- tákn, en hin liggjandi lárétta lína markar grómögn alls heimsins, og er hið ævaforna tákn sjón- deildarhringsins og yfirborðs jarðar. Hún táknar einnig hlut- leysið, að leggja niður vopn, jafna deijur og umbera hlutina. í krossinum eru líka tákn frum- efnanna fjögurra og í frumkristni var hann ímynd þjáningarinnar og þess raunveruleika sem menn vildu helst ekki sætta sig við. í hinni bysantísku rússnesku austurkirkju og mörgum aðal- geirum hennar forðuðust menn myndlíkinguna af Jesú á krossin- um, vegna þess að hann hafði sjálfur vísað veginn til gleðinnar og að sigrast á kvölum efnisins. Krossinn er einnig táknmynd þeirrar þjáningar sem er upphaf allrar sköpunar, og í alþýðulist og dulspeki hneigðust menn til að klæða krossinn blómum sem tákn hinna eilífu vaxtarmagna. Krossinn er þannig í sjálfu sér ekki tákn jólaboðskaparins, þótt hann sé helgi- og sigurtákn kirkj- unnar, og hefði sennilega verið frekar við hæfi að setja þessa sýningu upp á dymbilviku í tilefni páskanna, til að minna á pínu Krists. Jólin eru vel að merkja tákn gleðinnar og ferskra upphafinna ljósbrigða á himnafestingunni. En burtséð frá þessu er hér á ferð mjög athyglisvert framtak, sem vert er allrar athygli og sjálf framkvæmdin hlýtur að vera óvenjuleg ef ekki einsdæmi í heiminum. Sýningunni er þannig fylgt úr hlaði með viðamikilli sýn- ingarskrá, sem ein sér ætti að ýta við fólki og vafalítið kemur heilasellunum á hreyfíngu hjá mörgum sem lesa hana upp til agna. í þessu borgarsamfélagi síbyljusýninga, sem veita gestum og gangandi takmarkaðri upplýs- ingar um sýnandann og það sem sýnt er, en nokkurs staðar á byggðu bóli er þetta líkast hress- andi vatnsgusu á skrokkinn í miklum sumarhitum og logn- mollu. Og auðvitað er það lærdóms- ríkt, að standa frammi fyrir sam- safni þessa mikla heimstákns, sem framkallar svo margræðar hugrenningar um veröld sem var og er, hina hreinu virkt og nekt lífsins mitt í þessari glyshátíð yfírborðsins. En við getum víst ekki að því gert, að hversu fáránlegt sem þetta allt er fyllumst við andakt og gleði yfir sjálfu sköpunarverk- inu, og bræðralagshugsjónin er aldrei jafn áþreifanleg og einmitt í kringum vetrarsólhvörf og jóla- hátíðina. A sýningunni ber að sjálfsögðu mest á krossum og tilfæringum í kringum þá, en sitthvað fleira getur þar að líta eins og t.d. hök- ul frá kirkjunni á Stóranúpi sem séra Valdimar Briem sálmaskáld notaði frá því u.þ.b. 1885, og er sniðið sagt vera í stíl við það sem tíðkaðist fyrir siðaskipti. Þá er þar gamall legsteinn erlendrar gerðar, kannski 150 ára gamall og á hann er greypt fangamarkið IHS, Jesús Kristur frelsari mann- anna. Frá kaþólsku kirkjunni er m.a. „dauðakrossinn" - og eiga tveir munkar að hafa dáið með hann á sér. Hinn dularfulla blæ sem krossakraðakið setur á veit- ingasalinn kóróna svo tvö duftker á hillu við enda hans, sem Kirkju- garðar Reykjavíkur hafa vafalítið lánað, sem eru notaðar til að geyma ösku framliðinna (Urn). Trúlega til að hnippa í fólk og minna það á fallvaltleika lífsins mitt í glaumi hátíðarinnar. „Af jörð ert þú kominn og að jörðu munt þú aftur verða“. Islenzkir myndlistarmenn og listhönnuðir hafa lagt hönd á og gert verk í tilefni sýningarinnar, eða lánað eldri verk sín, og setur það sitt mark á hana og ekki allt- af sársaukaþrunginn. Þannig er verk Magnúsar Kjartanssonar blanda af undurfurðulegri kímni og trúspeki, og kross Asdísar Sig- urþórsdóttur er ekki par rauna- mæddur, — frekar tákn lífsmagna og gleði. Sennilega er það sjálf stemmningin á Mokka sem er einstæð og mun hún virka mis- jafnlega á fólk, sumir eru alveg uppnumdir en aðrir eru minna með á nótunum ogenn aðrir skilja ekki hvert Hannes er að fara. Trúlega er það einmitt megin- veigurinn í gjörninginum, og hvernig sem á allt er litið er hann verður fyllstu athygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.