Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR ö. JANUAR 1994
Börnin á gnla ljósinu
eftir Auði
Guðjónsdóttur
i
í desember sl. voru 19 ára gam-
alli stúlku, Málfríði Þorleifsdóttur,
dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur
slysaskaðabætur að upphæð 8,7
millj. króna ásamt vöxtum frá sept-
ember 1988, en Málfríður mun
vera 80% öryrki eftir dráttarvéla-
slys er hún varð fyrir 13 ára gömul.
Bæturnar skiptust að vanda í tvo
megin þætti, þ.e. bætur fyrir þá
tekjuskerðingu er áætluð er að
Málfríður muni verða fyrir vegna
örorkunnar til 67 ára aldurs og nam
sú upphæð 6,2 millj. króna og svo
miskabætur, en sú upphæð nam
2,5 millj. króna.
Hér er á ferðinni merkilegt mál
sem hafa mun fordæmisgifdi og á
þeim forsendum hefur tryggingafé-
lag það, er dæmt var skaðabóta-
skylt í héraði, áfrýjað málinu til
Hæstaréttar og mun réttinum vera
ætlað að skera úr um það hvort
ábyrgðartrygging ökutækja nái
yfir dráttarvél sem er kyrrstæð og
notuð sem vinnuvél. Komist Hæsti-
réttur að þeirri niðurstöðu að svo
sé ekki, fær Málfríður að sjálfsögðu
engar bætur, en komist rétturinn
að hinu gagnstæða, þá mun það
verða vandi hans að ákveða hvort
Málfríði verði bætt allt það tekjutap
er hún mun verða fyrir til 67 ára
aldurs, en sú mun vera grundvallar-
regla skaðabótaréttar, eða hluti af
tekjutapinu. Heildarskaðabóta-
krafa Máifríðar hljóðaði upp á lið-
lega 35 millj. króna auk vaxta, en
dómur héraðsdóms með vöxtum
hljóðaði upp á liðlega 12 millj.
króna.
Þegar slysaskaðabætur eru
gerðar upp er lögð til grundvallar
skattaskýrsla og örorkumat og eft-
ir því fer tryggingastærðfræðingur
er hann reiknar út tekjutap viðkom-
andi til 67 ára aldurs. Þegar ung-
menni eiga í hlut er að sjálfsögðu
ekki skattaskýrslu til að dreifa og
hefur því í áranna rás myndast sú
dómvenja að reikna ungmennum
bætur sem samsvara meðallaunum
iðnaðarmanna í 7 ár og hafa dreng-
ir fengið 100% en stúlkur 75% af
upphæðinni.
Órorkutjónsmat Málfríðar er
miðað við 75% af uppgefnum tekj-
um iðnaðarmanna og margfaldað
með 7. Málfríði eru því ætlaðar
ævitekjur frá 13 ára aldri til 67
ára aldurs fyrrnefndar 12 millj.
króna, liðlega 6 millj. króna í öror-
kulífeyri, sem greiðast með jöfnum
mánaðargreiðslum frá Trygginga-
stofnun ríkisins til 67 ára aldurs,
auk þess sem hún hefur 20% vinnu-
getu. Til samanburðar má benda á
að meðal ævitekjur opinberra
starfsmanna eru í kringum 70 millj.
króna. Geti Málfríður eitthvað unn-
ið þannig að laun hennar fari yfir
visst mark sér Tryggingastofnun
fyrir því að draga af örorkulífeyris-
greiðslum til hennar, þannig að hún
hefur aldrei möguleika á að hækka
laun sín. Málfríður hefur því verið
dæmd láglaunamanneskja frá unga
aldri, og sá réttur að sá duglegi
megi njóta dugnaðar síns hefur
verið dæmdur af henni.
Það er dýrt að vera fatlaður og
ekki er allt eins og heimurinn sér
í þeim málum. Enginn veit nema
sá er reynir við hvaða erfiðleika
er tekist á við á bak við luktar dyr
þegar veruleg fötlun á í hlut. Með
tilkomu skaðabótalaga var tekið
sérstaklega á bótamálum ung-
menna.
II
Á árinu 1993 voru sett á alþingi
fyrstu íslensku skaðabótalögin, og
hefur það varla farið fram hjá
nokkrum manni, að ekki eru allir
á eitt sáttir um réttmæti þeirra. I
því sambandi hafa fimm valinkunn-
ir lögmenn sent bréf til allsheijar-
nefndar alþingis — en sú nefnd
hafði frumvarpið til meðferðar á
sínum tíma — þar sem þeir benda
á með rökum að samkvæmt nýjum
skaðabótalögum muni fólk er slas-
ast eftir 1. júií 1993, þ.e.a.s. eftir
gildistökutíma laganna, aðeins fá
bætt 60-65% af tekjutapi sínu, og
eiga þeir þá væntanlega við það
fólk er nýtt hefur vinnugetu sína
á almennum launamarkaði fyrir
slys. Óska þeir eftir að gerð verði
lagabreyting, þannig að tjónþolar
fái að fullu bætt tjón sitt og benda
á í því sambandi hver sé grund-
vallarregla skaðabótaréttar. Það er
gott mál að löglærðir menn skuli
nú sjá ástæðu til að berjast fyrir
réttindum tjónþola framtíðarinnar
og hefðu þeir betur gert það fyrr
og er ég viss um að ekkert liggur
þar að baki nema hrein hjarta-
gæska.
Hins vegar hefur löglært fólk
látið það viðgangast í áratugi að
skaðabótaréttur ungmenna hefur
verið fyrir borð borinn og greinilegt
er að Iögmönnum og dómurum
hefur ekki þótt það næg ástæða
til að æðrast yfir. Ungmenni, er
slösuðust fyrir gildistöku skaða-
bótaiaga og fengið hafa tjón sitt
bætt samkvæmt skaðabótarétti,
hafa ekki einu sinni fengið bætt
60-65% af raunverulegu íjárhags-
tjóni sínu. Hefði Málfríður Þorleifs-
dóttir verið 13 ára í dag, slasast
og átt kláran skaðabótarétt, hefði
hún fengið greidd umyrðalaust 80%
af 16 millj. króna fyrir fjárhagslegt
tjón og 80% af 4 millj. króna í
miskabætur. Að sjálfsögðu mundu
bætur stúlkunnar verða fjármagn-
aðar þar til hún færi að sjá fyrir
sér sjálf. Þarf því ekki neina æðri
stærðfræðiþekkingu til að sjá að
dómur héraðsdóms í máli Málfríðar
hljóðaði ekki upp á bætur fyrir allt
tjónið, því Málfríður var eignalaust
barn er 80% af vinnnugetu hennar
voru teknar frá henni, og tekur
héraðsdómur ekki mið af því þjóð-
félagsmynstri sem hérlendis við-
gengst, en það er að stærsti hluti
þjóðarinnar býr í eigin húsnæði, á
bíl og innbú og á samt peninga til
að lifa fyrir og leika sér. Ekki er
því ástæða til að ætla að Málfríður
hefði skorið sig mikið úr þjóðfélags-
mynstrinu hefði hún ekki hlotið
örorkuna. Samt sem áður er það
augljóst að dómari sá er dæmdi
mál Málfríðar í héraði hefur reynt
að teygja sig eins langt í átt til
nýrra skaðabótalaga og möguleiki
var án þess að skapa öngþveiti.
III
Sagt er að skaðabótalög nr.
50/1993 séu fyrst og fremst til-
komin vegna þrýstings frá trygg-
ingafélögum, en ekki vegná þiýst-
ings frá þeim er menntaðir eru til
að gæta hagsmuna fólks í skaða-
bótamáluhi. Með tilkomu lögleið-
ingu bílbeltanotkunar hér á landi
Ijölgaði mjög minniháttar sköðum,
s.s. hálshnykkjum, sem metnir hafa
verið til örorku á bilinu 10-20%.
Tryggingafélögunum leiddist að
vera stanslaust að greiða fólki út
skaðabætur vegna tekjutaps sem
það hafði í fæstum tilfellum orðið
fyrir, ársuppgjör tryggingafélag-
anna urðu óhagstæð og einhver ráð
varð að finna til að rétta hlut þeirra.
Það ráð var fundið að veðja á börn-
in. Bent var á að þeir sem ekki
gætu lagt skattaskýrslu til grund-
vallar útreikninga á skaðabótum
væru alltof illa bættir. Um það
gátu allir verið sammála, en það
varð að gerast á kostnað smærri
skaðanna.
Tryggingafélögunum í landinu
hefur alltaf verið nákvæmlega
sama um það hvort svindlað hafi
verið á ungmennum og þau vöktu
ekki athygli á óréttlætinu fyrr en
þau sjálf gátu haft gott af því.
í byijun haustþings 1993 fór ég
að dæmi lögmannanna fimm og
sendi bréf til allsheijarnefndar þar
sem ég benti á þá mismunun sem
Auður Guðjónsdóttir
„Óskaði ég því eftir að
lögin yrðu endurskoðuð
og að lagt yrði fram
frumvarp til laga þar
sem bætt yrði við 8.
grein nefndra laga 5.
mgr.“
skaðabótalögin búa þeim ung-
mennum er slösuðust fyrir og eftir
gildistöku laganna. Ungmenni, er
lamast hefur upp að bijósti í skaða-
bótaskyldu slysi fyrir 1. júlí 1993,
getur fengið allt að því 13 millj.
króna lægri skaðabætur en ung-
menni er lamast sambærilega eftir
1. júlí 1993. Tel ég að sú einstreng-
ingslega dagsetning 1. júlí 1993
gefi ekkert svigrúm og að brotin
hafi verið jafnræðisregla sú er haía
ber í huga við setningu almennra
laga þar sem þeir er slösuðust fyr-
ir 1. júlí 1993 eiga verulegra hags-
muna að gæta. Oskaði ég því eftir
að lögin yrðu endurskoðuð og að
lagt yrði fram frumvarp til laga
þar sem bætt yrði við 8. grein
nefndra laga 5. mgr. svohljóðandi:
„Þau börn og ungmenni er hlotið
hafa meira en 50% örorku vegna
slysa og slösuðust fyrir 1. júlí 1993
og áttu óuppgerðar skaðabætur við
gildistöku laga þessara, fái skaða-
bætur uppgerðar samkvæmt
þeim.“ Fjölmörg dæmi eru um aft-
urvirkni laga í íslenskri löggjöf og
verður það ekki talið ósamþýðan-
legt stjórnarskrá.
Með setningu skaðabótalaganna
viðurkenndi löggjafinn að viðhorf
dómstóla til skaðabóta ungmenna
væri fyrir löngu úrelt og hefði átt
að rétta hlut þeirra miklu fyrr.
Einhvern veginn virðist sem sú
stefna, sem lengi hefur verið ofar-
lega á blaði heilbrigðisyfirvalda, að
hjálpa fólki og þá sérstaklega ungu
fólki til sjálfsbjargar eftir slys,
hafi farið fram hjá dómurum. í dag
býr ungt fatlað fólk út um allan
bæ sem dómstólar hafa dæmt af
réttinn til mannsæmandi lífs. Fróð-
legt verður að fylgjast með þegar
að því kemur að hæstiréttur tekur
til meðferðar mál Málfríðar Þor-
leifsdóttur. Komi í ljós að stúlkan
eigi skaðabótaréttinn, tel ég víst
að hæstaréttardómarar líti í eigin
barm og hækki ævitekjur hennar
eins og sínar eigin.
IV
Fari svo að alþingi sjái enga leið
færa til lagabreytinga í þá átt að
flytja þau ungmenni,. er festust á
gula ljósinu 1. júlí 1993, yfir á það
græna, verður það mál dómstóla.
Af og til í tvö ár hef ég brugðið
mér undir feld og reynt að hugsa
upp lausn á málum barnanna á
gula ljósinu, þannig að flestir megi
við una. Mitt álit er að auðveldasta
leiðin til að hreinsa upp gatnamót-
in sé sú að landsfeður óski eftir
því við tryggingafélögin að þau
taki þau örfáu ungmenni, sem eiga
kláran skaðabótarétt, slösuðust al-
varlega fyrir 1. júlí 1993 og áttu
þá óuppgerðar skaðabætur, undir
sinn verndai'væng og greiði þeim
skaðabætur samkvæmt nýju lögun-
um. í staðinn mætti bjóða trygg-
ingafélögunum skattafríðindi, ná-
kvæmlega á sama hátt og þeim
fyrirtækjum hefur verið boðið sem
vilja styrkja stjórnmálaflokkana.
Fari svo þyrfti hvorki allsheijar-
nefnd né dómstólar að velta sér
upp úr vandanum og tryggingafé-
lögin yxu kannski í áliti meðal þjóð-
arinnar.
Það er sálarstríð að vaka daga
og nætur yfir barni sínu sem allt
í einu er orðið örkumla og heyir
jafnvel harða baráttu við dauðann.
Stórslys er hfstíðardómur, það er
aldrei búið. í miðri slíkri hríð eru
engir foreldrar tilbúnir til erfiðra
málaferla en neyðast samt til að
leggjaá brattann til að tryggja fjár-
hagslega afkomu bæklaðs barns
síns til framtíðar. Má ég því vin-
samlegast biðja ráðamenn dóms-
mála, allsheijarnefnd og trygg-
ingafélög eina ferðina enn að skoða
tillögur mínar gaumgæfilega, því
öll erum við foreldrar í þessu landi
að bjástra við það sama, en það
er að koma börnum okkar til
manns. Reynum því að vera skyn-
söm og leysum vandamálin á þann
hátt að það verði okkur til sóma.
Dagshríðarspor geta sviðið svo sárt
að undan blæðir, það vitum við öll
sem komin eru til vits og ára.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
á Landspítalanum.
BREFABINDI
OG MÖPPUR
fæst f öllum betri
ritfangaverslunum
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Gunnar Örn og Karl Eggertsson í söludeild Pósts og síma.
Hvammstangi
Ný birgðastöð Pósts og síma
Hvammstanga.
PÓSTUR og sími á Hvamms-
tanga tók í notkun nýtt hús fyrir
birgðastöð. Húsið er einingahús
á einni hæð, 86 fermetrar.
Gunnar Öm Jakobsson, síma-
flokksstjóri, sagði húsið byggt fyrir
umsvif Pósts og síma í Vestur-
Húnavatnssýslu en þjónustusvæðið
næði einnig yfir Bæjarhrepp í
Strandasýslu. í húsinu er aðstaða
til viðgerða, geymslurými og starfs-
mannahald. Tveir menn annast
þessa starfsemi í héraðinu.
í tilefni dagsins hafði Póstur og
sími á Hvammstanga opið hús og
sýndi söludeildin nýjasta tæknibún-
að og símtæki í birgðastöðinni.
- Karl.