Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994 9 UTSALAN HEFSTí DAG VANDAÐAR VÖRUR Á GÚÐU VERÐI 20-80% AFSLATTUR r benellon v J Laugavegi 97 164 kr. á da§ koma sparnabinum í lag! Það þarf aðeins 164 kr. á dag til að spara 5.000 kr. á mánuði með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú bíður með að spara þangað til þú heldur að þú hafir „efni" á því byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem hluta af reglulegum útgjöldum þínum, þannig verður sparnaðurinn auðveldari en þú heldur. Ert þú búin(n) ab spara 164 kr. í dag? Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og byrjaðu reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. 1994 Allir eru ekki fullir bjartsýni, nú þegar nýtt ár er gengið í garð. í grein í breska dagblaðinu Daily Telegraph dregur blaðamaðurinn Robert Fox upp mjög dökka mynd af þeirri framtíð, sem Evrópa á í vændum. Segir hann ýmis hættu- merki vera á lofti og þá ekki síst í kringum Miðjarðarhafið. Framtíðarsýn Orwells I greininni segir: „Það var rangt af George Orwell að láta hina drungalegu draumsýn sína af evrópsku alrœðis- ríki gerast árið 1984. Það hefði verið miklu meira viðeigandi að nota árið 1994 sem það ár er Evr- ópa byrjar að sökkva of- an í svaðið og leysast upp félagslega. Orwell hafði einnig rangt fyrir sér er hann spáði því að við yrðum þegnar í einhvers konar marxísk-lenínísku lögregluríki. Þvert á móti bera margir af nýj- ustu og öflugustu hug- myndaf ræðistraumunum í Evrópu þessa stundina sterk einkenni fasisma. Nýfasistarnir hafa skotið upp kollinum ótrúlega hratt. Fyrir nokkrum vikum tókst fasistahreyf- ingu Úkrainu að smala saman þrjú þúsund manns, klæddum nýjum búningum og með borða, sem fói-u blysför um Kiev. I fyrrverandi Júgó- slavíu einkennast stefna og verk allra stríðandi fylkinga af fasisma með mikilli áherslu á kyn- þáttahatur, grófri hem- aðarlegri þjóðernis- hyggju, sögufölsun og byssutrú. I árslok hörðnuðu átökin enn og markmið Serba að mynda Stór- Serbíu varð æ skýrara. Friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna er í tætlum og sjálfboðaliðar hjálpar- stofnana em rændir, þeim er rænt, á þá er skotið og það litla af birgðasendingum þeirra sem kemst á leiðarenda rennur að stórum hluta til hinna stríðándi heija. Nú í vor verður stríðið i Bosníu komið inn á sitt þriðja ár og ekkert bend- ir til að því sé að Ijúka. Serbar, sem ráða yfir vopnabirgðum Júgó- slavíuhers, hafa næg skotfæri til að beijast áfram af jafn miklum krafti og nú í tólf ár til viðbótar." Uppgjöf í Bosníu Áfram segir: „Við- brögð Breta, Frakka, Kanadamanna, Hollend- inga og Belga verða lik- lega fiótti — þeir munu draga herlið sitt til baka og leyfa íbúum Bosníu, Króatiu og Serbíu að kála hveijir öðmm. Það verður til marks um upp- gjöf og ósigur og mun sanna það, að Evrópa og hinir vestrænu banda- menn hafa hvorki viljaim né tækin til að tryggja öryggi og stöðugleika í nánasta umhverfi sínu. Mönnum verður því fijálst að ákveða hvort þeir fari eftir grundvall- arreglum evrópskrar samvinnu, sem er að finna í Helsinkisáttmál- anum frá 1975, ekki síst þeirri að ekki megi breyta landamærum með ofbeldi. Enginn hefur vilja til að framfylgja þessum reglum. Samein- uðu þjóðirnar hafa sýnt fram á gífurlegan veik- leika í fyrstu aðgerð sinni innan Evrópu og komið hefur í Ijós að NATO skiptir litlu sem engu máli eftir að kalda stríð- inu lauk. Hemaðarlegt mikil- vægi Adríahafs hefur aukist til muna í kjölfar þess að uppflosnaðar þjóðir Króatíu, Bosníu og Albaniu reyna að fiýja yfir það til Italíu. En ítal- ii- munu eiga meira en nóg með að ráða fram úr eigin vandamálum á árinu 1994. Aldrei áður hafa stjórnmálaflokkar og ríkið verið jafn rúnir trausti og jafnvel aðskiln- aðarsinnamir í Norður- bandalaginu em nú sak- aðir um spillingu. Niður- stöður nýlegra sveitar- stjórnarkosninga þýða ekki bara endalok miðju- flokkanna, sem stjómuðu hinu spillta stjómkerfi áratugum saman, heldur einnig að nú er enginn einn flokkur fær um að sjá um stjórn landsins. Italir em orðnir tauga- strekktir og þjóðin mið- aldra og þreytt. Fyrir þremur mánuðum benti [dagblaðið] Corriere della Sera á að nú þegar þiggja fleiri Italir lífeyr- isgreiðslur en greiða í líf- eyrissjóði." Zhírínovskíj ekki mesta ógnin Loks segir: „Tískufyr- irtæki, sem stóðu að mestu leyti undir upp- sveiflunum á sjöunda og níunda áratugnum, hafa í auknum mæli fært framleiðslu sína til aust- urhluta Evrópu og lækka þamiig framleiðslukostn- að sinn um allt að þriðj- ung eða fjórðung. Borg- imai- í norðurhluta landsins ganga nú í gegn- um mesta fólksfækkun- arskeið frá þvi á lokadög- um Rómaveldis og svipuð þróun á sér nú stað um mest allt Grikkland, hluta Spánar og suður- hluta Frakklands. Það ójafnvægi sem ríkir hjá þjóðunum í kringum Evr- ópu mun leiða til aukinn- ar spennu nær heima- slóðum okkar. í Alsír hóta ofsatrúarmenn að koma á ógnarstjórn og er hætta á að herferð þeirra gegn útlendingum og trúleysingjum breiðist ÚL Þegar hefur mátt sjá merki þess að morðingj- ar þeirra séu í tengslum við mujahedin og hina múslímsku fasista i Bosn- íu líkt og morðin á tólf kröatískum og bosnisk- um byggjngaverkamönn- um í síðasta mánuði benda til. Og hvað með Zhir- ínovskíj og hina rúss- nesku Disneyland-þjóð- emisstefnu hans og hin veikburða hagkerfi Aust- ur-Evrópu? Þó að þeir hlutir séu nú mjög áber- andi í fréttum tel ég að þeir muni ekki verða það sem mestum usla valdi árið 1994. Það verður það sem er að gerast við strendur Miðjarðarhafs- ins. Árið 1571 sigraði spánska heimsveldið flota Tyrkja við Lepanto og tryggði þar með að Miðjarðarhafið yrði áfram „evrópskt haf“. A síðustu tíu árum hefur það breyst fyrir fullt og allt. Flest bendir til að þjóðir Júgóslavíu, Italir, Alsírbúar, Egyptar og nágrannaþjóðir þeirra muni á þessu ári vekja upp grundvallarspum- ingar, sem himi sið- menntaði heimur verður að takast á við. Gildi þjóðríkisins er nú dregið i efa. Og hið ástæðulausa og hugsun- arlausa ofbeldi bosnísku þjóðflokkanna bendir til þess að grundvallaratriði hins siðmenntaða þjóðfé- lags séu þar orðin að engu, sem þýðir að þær venjur og þeir eiginleik- ar, sem við höfum öðlast í gegnum félagslega þró- un undanfarinna 50 þús- und ára, geti glatast að eilífu. Það em skilaboðin frá Saiajevo og Algeirs- borg.“ Ef öryggi sparifjár skiptir þig máli hefur þú ekki efni á að líta framhjá erlendum verðbréfum ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Um áramótin var hömlum með viðskipti erlendra verðbréfa aflétt hér á landi. Islendingar geta því fjárfest í erlendum verðbréfum án fjárhæðatakmarkana. VIB hefur nú til sölu erlenda verðbréfasjóði sem stjórnað er af James Capel Unit Trust Management Ltd. í Bretlandi. James Capel rekur 18 verðbréfasjóði, þar af 7 vísitölusjóði, en fyrirtækið hefur einbeitt sér að rekstri þeirra og náð hvað bestum árangri í heiminum á því sviði. Þrátt fyrir miklar verðsveiflur geta erlend verðbréf gefið góða ávöxtun og eru því heppileg til áhættudreifingar. Kaupendur geta valið um sjóði sem fjárfesta í verðbréfum í Bretlandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Japan eða Asíu. Verðbréfasjóðir James Capel eru ætlaðir til langtímaávöxtunar og hefur ávöxtun þeirra að jafnaði verið góð. Ráðgjafar VIB veita frekari uppljsingar um verðbréfasjóði James Capel og einnig er hægt ab fá sendar uppljsingar í pósti. Verið velkomin í VÍB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aöili aö Verðbréfaþingi íslands • L Ármúla 13a, 155 Reykjavlk. Sími: 68 15 30. Myndsendir: 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.