Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994
39
er nú kvaddur af vettvangi, aðeins
58 ára gamall.
Hann hafði ótvíræða forystuhæfi-
leika og átti gott með að laða fólk
til samstarfs við sig. Hann var skap-
góður og einkar hlýr í daglegri um-
gengni við samstarfsfólk sitt og hafði
jafnan einhver glettin spaugsyrði á
hraðbergi. Hann var fljótur að átta
sig á lausnum ólíkra verkefna og
koma hugsunum sínum til skila á
skýru máli og á einfaldan hátt.
Það er erfitt að skrifa um Guðjón
látinn, minningarnar og svipmyndir
frá ótal glöðum samfundum vina
okkar og fjölskyldna hrannast upp.
Við fórum saman með fjölskyldur
okkar í fyrstu sumarfrí okkar til sól-
arlanda, þá kynntust bömin okkar
hvert öðru sem varð til þess að vin-
áttuböndin urðu ennþá sterkari. í
þeim ferðum var svo ótal margt sem
vakti gleði og ánægju en vissulega
voru ýmis vandamál sem við feðurn-
ir urðum að leysa með sex fjöruga
krakka í kringum okkur, þá brást
ekki góða skapið hans Guðjóns. Þá
eru þær bjartar minningar sem ég á
frá mörgum sérstökum vinafundum
sem samrýndur hópur átti um langt
árabil á heimilum hvers um sig til
skiptis. Þar sat gleðin í fyrirrúmi
með söng og hljóðfæraslætti og þar
var Guðjón hrókur alls fagnaðar og
ekki síst þegar hann þandi fyrir okk-
ur harmónikkuna.
Það var gott að vera gestur á
heimili Guðjóns hvort sem var hér
heima eða erlendis og átti ég því
láni að fagna að heimsækja þau hjón-
in á öllum þeim stöðum þar sem þau
hafa búið erlendis. Hvar sem heimili
þeirra stóð var manni tekið opnum
örmum og þar sat gestrisnin og
hjartahlýjan í fyrirrúmi.
Guðjóp var glæsimenni sem eftir
var tekið hvar sem hann fór og fer
ekki hjá því að við fráfall hans verð-
ur eftir tómarúm hjá okkur nánasta
samferðafólki hans sem ekki verður
aftur fyllt, við erum öll fátækari eftir.
Á bak við fátæklegan búning þess-
ara kveðjuorða minna eru faldar
hugsanir ög tilfinningar sem ekki er
auðvelt að setja á blað, en það sem
upp úr stendur í hugskoti mínu er
minningin um góðan dreng og okkar
margvíslegu persónulegu samskipti.
Megi guðs blessun fylgja honum á
nýjum brautum þar sem lýsa hin
björtustu ljós. Við Bryndís, börnin
okkar og fjölskyldur þeirra sendum
þér, Lúlú mín, og börnunum þínum
og fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur
styrk í ykkar miklu sorg.
Jón Þór Jóhannsson.
Fleiri minningargreinar um Guð-
jón B. Ólafsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
___________Brids_______________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Evrópumót para í Barcelona
21.-27. mars
Evrópumót para verður haldið 'í
Barcelona á Spáni 21.-27. mars nk.
Hverju bridssambandi í Evrópu er
frjálst að senda eins mörg pör og þau
vilja til keppninnar en tilkynningar
um þátttöku verða að fara í gegnum
viðkomandi bridssamband.
Keppnin hefst 22. mars með sveita-
keppni sem lýkur 25. mars og hefst
tvímenningurinn þann dag og lýkur
sunnudaginn 27. mars. Keppnin verð-
ur spiluð á Hótel Princesa Sofia og
þar býðst gisting með 50% afslætti
og kostar nóttin 8.000 fyrir tveggja
manna herbergi. Athugað verður hvort
unnt verður að fá ódýrara hótel þegar
fjöldi þátttakenda er ljós en skráning-
arfrestur er til 15. janúar nk. og er
skráð á skrifstofu Bridssambands ís-
lands í síma 91-619360.
Bridsfélag Kópavogs
Stjórn Bridsfélags Kópavogs óskar
spilurum gleðilegs árs. Starfsemin
hefst á ný 6. janúar með eins kvölds
I tvímenningi. Fimmtudaginn 13. jan-
1 úar verður einnig eins kvölds tvímenn-
ingur en aðalsveitakeppni vetrarins
, hefst 20. janúar.
Bridsfélag Hreyfils
I Nú er aðeins einni umferð ólokið í
I aðalsveitakeppni félagsins og er staða
efstu sveita þessi:
Sigurður Ólafsson 203
BirgirKjartansson 196
Óskar Sigurðsson 192
Jóhannes Eiríksson 191
t Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VILBORG PÁLSDÓTTIR, VILBORG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Aðalstræti 80b, fyrrum húsmóöir,
Akureyri, Olkeldu, Staðarsveit, ||||||| Jl-/
andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli 3. janúar. Snæfellsnesi,
Fyrir hönd aðstandenda, lést 26. desember sl.
Jarðarförin fer fram frá Staðarstaða-
Kristfn Hermannsdóttir, Reynir Eiríksson. kirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. wBfr/ J
Sætaferð verður farin frá BSÍ sama daq f Æa
kl. 11.00.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR JÓNSSON
innrömmunarmaður,
lést 3. janúar sl.
Elín S. Gunnarsdóttir, Gisli Þorvaldsson,
Jón Gunnarsson, Jenný Samúelsdóttir,
Margrét, Linda og Sigrún Ásta.
Faðir okkar,
SVEINBJÖRN BEINTEINSSON,
Draghálsi,
verður kvaddur frá safnaðarheimilinu Vinaminni, Akranesi, þann
6. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður á Saurbæ sama dag.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hins látna,
láti Skógræktarfélag Borgarfjarðar njóta þess.
Georg Sveinbjörnsson,
Einar Sveinbjörnsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, arnma og langamma,
ÞÓRDÍS ÞORLEIFSDÓTTIR,
sfðast til heimilis
í Njörvasundi 5, Reykjavík,
lést 2. janúar á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi.
Halldóra Hjörleifsdóttir,
Hjörleifur Hjörleifsson,
Stefán Jónsson,
Katrin Jónsdóttir,
Kristján Jónsson,
Sóley Jónsdóttir,
Sigurbjörg Jónsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉTTHEÓDÓRSDÓTTIR,
Norðurgötu 7,
Siglufirði,
er lést 29. desember, verður jarðsung-
in frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn
6. janúar kl. 14.00.
Jónína Árnadóttir,
Árni Th. Árnason,
Óskar Árnason,
Björgvin Árnason,
Júlíus Árnason,
Theódóra Gústafsdóttir,
Sigurður Árni Leifsson,
Sigþóra Gústafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Jón Hákonarson,
Jósefína Sigurbjörnsdóttir,
Kristfn Þorsteinsdóttir,
Jóna Jónsdóttir,
Halldóra Gordon,
Viðar Pétursson,
Gunnar Júliusson,
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi, sonur, tengdasonur
og bróðir,
HILMAR ÞÓR HÁLFDÁNARSON
yfirlæknir,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
föstudaginn 7. janúar kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim,
sem vilja minnast hins látna, er bent
á Styrktar- og minningarsjóð Borgar-
spítalans.
Elín Sverrisdóttir,
Sverrir Þór Hilmarsson,
Hálfdán Þór Hilmarsson, Ann Gustavson,
Elfn Jennifer Hálfdánardóttir,
Hilmar Þór Hilmarsson,
Halldór Þór Hilmarsson,
Erlendur Þór Hilmarsson,
Hálfdón Einarsson, Ingibjörg Erlendsdóttir,
Ingibjörg Marteinsdóttir
og systkini hins látna.
Þórður Gfslason, Margrét Jónsdóttir,
Elfn Gfsladóttir, Þórður Kárason,
Hjörtur Gfslason, Rannveig M. Jónsdóttir,
Frfða Gísladóttir, Sverrir Gunnarsson,
Lilja Gfsladóttir, Marteinn Níelsson,
Ásdís Þorgrfmsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
KRISTJÁNS G. GÍSLASONAR.
Ingunn Jónsdóttir Gfslason,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ÖNNU GUNNLAUGSDÓTTUR,
Lækjargötu 4,
Hvammstanga.
Ástbjörg Ögmundsdóttir, Jón Sigurðsson,
Bergþóra Ögmundsdóttir, Ingvar Ágústsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
MAGNÚSAR G. MARIONSSONAR,
málarameistara,
Garðaflöt 29,
Garðabæ.
Dröfn Snæland,
Eggert Magnússon,
Kristjana Magnúsdóttir, Ævar Auðbjörnsson,
Sigrfður Magnúsdóttir, Kristófer Þorleifsson,
Jóhann Magnússon, Halldóra Jóna Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og sonar,
KRISTINS
GUÐMUNDSSONAR,
Hafnargötu 7,
Bolungarvfk.
Minning hans er Ijós í lífi okkar.
Sigrfður Þórarinsdóttir,
Kristinn Þór Kristinsson, Bára Guðmundsdóttir,
Jóhann Kristinsson,
Arnar Már Kristinsson,
Áslaug Sigurðardóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við andlát og útför
KRISTJÁNS GUÐNASONAR
húsvarðar,
Grænumörk 1, Selfossi.
Alveg sérstakar þakkir skulu færðar
Kristínu Fjólmundsdóttur og Sigurði
Kristjánssyni í Sigtúnum og börnum
þeirra fyrir elskusemi og umhyggju við
Kristján sáluga, sem honum var sannar-
lega mikilvæg og ómetanleg á seinustu æviárunum.
Þá skal einnig fjölmörgum kunningjum hans innilega þökkuð vin-
átta við hann og tryggð í gegnum árin.
Guð blessi ykkur og gefi gleðilegt nýár.
Fyrir hönd vandamanna,
Ebbi Jens Guðnason, Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir,
Ingibjörg Guðnadóttir,
Elínbjörg Ólöf Guðjónsdóttir, Hjalti Þóröarson.