Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994 19 Fjármálaráðuneytið um skattabreytingar um áramótin * Alagning skatta lækkar um 1,1 milljarð kr. á ári FJARMALARAÐUNEYTIÐ áætlar að skattabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi fyrir jól leiði til þess að álagning skatta minnki um rúmlega 1,4 milljarða kr. á árinu 1994 og sem svarar til 1,8 milljarða króna árlega eftir það. Munar þar mest um lækkun virðisaukaskatts á matvöru. Á árinu kemur síðan fram skerðing á vaxtabótum og virðisaukaskattur á gistingu, sem Alþingi lögfesti á síðasta ári og skilar ríkissjóði 650-700 millj- ónum króna, þannig að fjármála- ráðuneytið metur skattalækkun- ina 1,1 milljarð króna á ári, sem svari til 0,5% kaupmáttaraukn- ingar. Samkvæmt útreikningum efna- hagsskrifstofu fj ármálaráðuneytis- ins lækka tekjur ríkisins um 2.600 milljónir á næsta ári og um 3.100 milljónir á heilu ári við lækkyn virð- isaukaskattsins á matvæli úr 24,5% í 14%. Virðisaukaskattur lækkar ekki á gosdrykkjum og sælgæti en vöru- gjöld af þessum vörum lækka nokk- uð. Jafnframt verða lögð vörugjöld á nokkrar vörur sem virðisauka- skattur lækkar á, svo sem kaffi og te, ís, kartöfluflögur, saltstangir, salthnetur, kryddkex, saltkex og þess háttar og ýmis sykruð mat- væli. Auk þess lækka vörugjöld á málningu, steinull og einangrunar- bandi en hækka á öðrum bygging- arvörum. Samtals þýðir þetta 175 milljóna króna lækkun skatttekna ríkisins á næsta ári en 165 milljóna króna lækkun á heilu ári. Kjarnfóðurgjald lækkar um 40 milljónir í heild og með því að rýmka afskriftarheimildir fyrirtækja verð- ur ríkið af 50 milljóna króna tekj- um. Loks var lögum um virðisauka- skatt á fargjöld og ferðaþjónustu, aðra en gistingu, breytt þannig að 14% virðisaukaskattur leggst ekki á þessar greinar um áramótin og tryggingagjald á þessar greinar lækkar ekki. Lög þessa efnis voru samþykkt á Alþingi fyrir síðustu áramót en þau komu ekki til fram- kvæmda og má því deila um hvort um er að ræða skattalækkun. Fjár- málaráðuneytið metur þetta þó sem 85 milljóna króna skattalækkun á næsta ári og 105 milljóna króna lækkun á heilu ári. Samtals lækka því tekjur ríkisins um 2.950 milljón- ir á næsta ári og 3.460 milljónir á heilu ári. Tekjuskattshækkun Á móti eru aðrir skattar hækkað- ir. Tekjuskattur einstaklinga er hækkaður um 0,35% til að mæta lækkun á virðisaukaskattinum og á það að skila ríkinu 585 milljónum á næsta ári og 685 milljónum á heilu ári. Tryggingagjald á atvinnu- rekendur er hækkað um 0,35% og skilar það 500 milljónum á næsta ári og 560 milljónum á heilu ári. Þá er bifreiðagjald hækkað um 35% og skilar það 450 milljónum á ári. Sérstakt bensíngjald, sem tekið var upp í fyrra og er 4,50 krónur á lítra, hækkar einnig um 5%, eða rúma 20 aura, sem á að skila ríkis- sjóði 285 milljóna viðbótartekjum. Skattabreytingar ánæstaári Áhril m.v. heilt ár Áhrif 1994 Lækkun virðisaukaskatts af matvælum -3.100 -2.600 0,35% hækkun tryggingagjalds á atvinnurekendur 560 500 0,35% hækkun á tekjuskatti einstaklinga 685 585 35% hækkun á bifreiðagjaldi 450 450 Skerðing á vaxtabótum (samþykkt 1992) 400 400 Lækkun vörugjalds -370 -310 Breikkun á vörugjaldsstofni o.fl. 205 135 Virðisaukaskattur á gistingu (samþykktur 1992) 250 250 Fallið frá álagningu 14% VSK á fólksflutninga o.fl. -310 -265 Fallið frá lækkun tryggingagjalds á ferðaþjónustu, þó ekki gistingu 205 180 Lækkun kjarnfóðurgjalds -40 -40 Tekjuskattur fyrirtækja - rýmri afskriftarheímildir -50 -50 HEILDARÁHRIF -1.115 -765 Samkvæmt skilgreiningu ijármála- ráðuneytisins er þar um að ræða verðuppfærslu vegna verðlags- breytinga en ekki beina skatta- hækkun. Á árinu kemur til framkvæmda skerðing á vaxtabótum um 400 milljónir, sem lögfest var á síðasta ári. Einnig leggst 14% virðisauka- skattur á gistingu en trygginga- gjald á þá starfsemi lækkar á móti. Þær breytingar eiga að skila ríkis- sjóði 250 milljónum króna. Samtals er þetta 2.185 milljóna króna skattahækkun á árinu 1994 og 2.340 milljónir á heilu ári. Hækkun og lækkun Inni í þessum tölum eru ekki þær skattatilfærslur sem verða vegna brejdinga á tekjustofnum sveitarfé- laga þar sem þær eiga hvorki að hafa hækkun né lækkun á sköttum í för með sér að mati fjármálaráðu- neytisins. Um áramótin 92-93 var sú breyt- ing gerð á tekjustofnalögum sveit- arfélaga að aðstöðugjald var fellt niður en sveitarfélögin fengu á móti framlag frá ríkinu sem fjár- magnað var að mestu með .1,5% hækkun á tekjuskatti. Á árinu fell- ur framlag ríkisins niður og því lækkar tekjuskatturinn aftur um 1,5% en sveitarfélögin hafa heimild til að hækka útsvar sitt á móti. Sveitarfélögin höfðu mismiklar tekjur af aðstöðugjaldi og verður Reykjavíkurborg einna harðast úti við tilfærsluna úr aðstöðugjaldi í útsvar. í ljósi þessa lögfesti Álþingi fyrir jól, að hámarksútsvar verði hækkað úr 7,5% í 9,2% eða um 1,7%. Jafnframt var lögfest 8,4% lágmarksútsvar. Það þýðir að í þeim sveitarfélögum þar sem útsvar er nú 6,9% eða minna hækkar útsvar- ið um meira en 1,5%. Þetta á með- al annars við um Reykjavík, Kópa- vog og Vestmannaeyjar þar sem útsvar er nú 6,7%. Sveitarfélög verða að ákveða út- svarsprósentu sína fyrir 15. janúar en meðalútsvar í staðgreiðslu hækkar um 1,5% og verður 8,54%. Heildarskatthlutfallið í staðgreiðslu verður því 41,69%. Þá er skattur á verslunar- og vgla bréfabindi Þið hringið - við sendum Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar. 688476 og 688459 • Fax: 28819 skrifstofuhúsnæði felldur niður sem tekjustofn ríkisins en sveitarfélögin hafa fengið heimild til að leggja á samsvarandi fasteignaskatt. Einnig hefur nú verið fellt niður landsút- svar sem lagt var á olíufélög og samsvaraði _ aðstöðugjaldi á önnur fyrirtæki. Á móti er vörugjald á bensíni hækkað úr 90% í 97%. Skrifstofutækni Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit. Bókfærsla Ritvinnsla Tölvubókhald Töflureiknir Verslunarreikningur Gagnagrunnur Tollskýrslugerð Windows og stýrikerfi Fyrir aðeins kr. 5000 á mánuði Tölvuskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22 fr ' * - i E* Metsölublad á hvetjum degi! NY INNHRINGI- NÚMER —° 0164 °— o 0166 0168 Nú um áramótin tóku gildi ný innhringi-númer fyrir Gagnahólf og Gagnanetið. Þau verða 0164, 0166 og 0168. Gömlu númerin 004, 006 og 008 verða notuð samhliða þar til ný símaskrá tekur gildi. BYRJUM NÝJA ÁRIÐ MEÐ NÝJUM NÚMERUM á; ■ GAGNAHÓLF PÓSTS OG SÍMA GAGNANET PÓSTS OG SÍMA PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.