Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 6
6 C dogskrá
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
Sjónvarpið
900 RAffllAFFIII ►Mor9unsión-
DfUlnHLrill varp barnanna
Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.
Perrine Perrine og móðir hennar
halda áfram ferðinni til Frakklands.
Leikraddir: Sigrún Waage og Halldór
Björnsson. (2:52)
Dýrin í Hálsaskógi.
Gosi Leikraddir: Örn Árnason.
Maja býfiuga Leikraddir: Gunnar
Gunnsteinsson og Sigrún Edda
Björnsdóttir. (21:52)
Dagbókin hans Dodda Leikraddir:
Eggert A. Kaaber og Jóna Guðrún
Jónsdóttir. (22:52)
11.00 ► Messa í IMeskirkju Bein útsending
frá messu í Neskirkju í Reykjavík.
Prestur er séra Frank M. Halldórs-
son. Kirkjukór Neskirkju syngur og
organisti er Reynir Jónasson. Stjórn
útsendingar: Tage Ammendrup.
Samsent á Rás 1.
12.00 Þ-Hlé
13.00 ►Ljósbrot Úrval úr Dagsljósaþátt-
um vikunnar.
13.45 ►Síðdegisumræðan Umsjónar-
maður er Gísii Marteinn Baldursson.
15.00 |flf||f||Y||n ►Draumahestur-
nVllinlTRU inn (Mig og mama
mia) Dönsk bíómynd frá 1989 um
telpu sem þráir að eignast hest. Leik-
stjóri: Erik Clausen. Aðalhlutverk:
Michael Falch. Þýðandi: Veturliði
Guðnason.
16.30 CD1C||C| 1 ►Paparoni Stuttur
rKlLUuLA þáttur um ítalska
listamanninn Giovanni Paparoni.
16.50 ►Þjóð í hlekkjum hugarfarsins
Fyrsti þáttur: Trúin á moldina. Heim-
ildarmynd í fjórum þáttum um at-
vinnulíf á íslandi fyrr á öldum. Frá-
sagnir í þáttunum kunna að vekja
óhug barna og viðkvæms fólks. Þul-
ir: Róbert Amfinnsson og Agnes
Johansen. Handrit og klipping: Bald-
ur Hermannsson. Kvikmyndataka:
Rúnar Gunnarsson. Framleiðandi:
Hringsjá. Áður á dagskrá 2. maí
1993.
17.50 ►Táknmálsfréttir
18.00
BARHAEFNI
►Stundin okkar
Töframaðurinn
Pétur pókus leikur listir sínar, Káti
kórinn tekur lagið, sýnd verður mynd
um hunda og nýtt leikrit, Veiðiferð-
in. Umsjón: Heiga Steffensen. Dag-
skrárgerð: Jón Tryggvason.
18.30 ►SPK Spurninga- og slímþáttur
unga fólksins. Umsjón: Jón Gústafs-
son. Dagskrárgerð: Ragnheiður
Thorsteinsson.
18.55 ►Fréttaskeyti
19.00 ►Boltabullur (Basket Fever) Teikni-
myndaflokkur um karla sem útkljá
ágreiningsmálin á körfuboltavellin-
um. Þýðandi: Reynir Harðarson.
(2:13)
19.30 ►Fréttakrónikan Umsjón: Sigrún
Asa Markúsdóttir og Þröstur Emils-
son.
20.00 ►Fréttir og íþróttir
20.35 ►Veður
20-40hJPTTID ►Folkið ' Forsælu
rfLllln (EveningShade) Banda-
rískur framhaldsmyndaflokkur með
Burt Reynolds og Marilu Henner í
aðalhlutverkum. Þýðandi: Ólafur B.
Guðnason. (20:25) CO
21.10 ►Listakrónika Listir og menning á
árinu 1993. Umsjón: Sigurður Val-
geirsson.
22.00 ►Þrenns konar ást (Tre Kárlekar
II) Framhald á sænskum mynda-
flokki sem sýndur var í fyrra. Þetta
er ijölskyldusaga sem gerist um
miðja öldina. Leikstjóri: Lars Molin.
Aðalhlutverk: Samuel Fröler, Ingvar
Hirdwall og Mona Malm. Þýðandi:
Jóhanna Þráinsdóttir. (1:8) CO
23.oo KUIKUVIin ►Gertrude Stein
nilnlnlRU og lagskona (Ger-
trude Stein and a Companion)
Bandarísk sjónvarpsmynd sem fjallar
um ofsafengið samband rithofundar-
ins Gertrude Stein við ástkonu sína
til margra ára, Alice B. Toklas. Leik-
stjóri: Ira Cirker. Aðalhlutverk: Jan
Miner og Marian Seldes. Þýðandi:
Ólöf Pétursdóttir.
0.20 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SUNWIIPAGUR 9/1
Stöð tvö
9.00
BARNAEFNI
tali.
► Sóði Teikni-
mynd með íslensku
9.10^Dynkur Teiknimynd með íslensku
tali um litlu risaeðluna og vini henn-
9.20 M vinaskógi Teiknimynd um öll
dýrin í skóginum.
9.45 ►Vesalingarnir Lokaþáttur um Kó-
settu litlu og vini hennar.
10.10 ►Sesam opnist þú Leikbráðumynd
með íslensku tali.
10.40 ►Skrifað í skýin Teiknimyndaflokk-
ur um systkinin Jakob, Lóu og Betu
sem ferðast gegnum mismunandi
tímaskeið í sögu Evrópu.
11.00^Litli prinsinn Talsett teiknimynd
sem byggð er á sögu Antoine Saint-
Exupery og íjallar um litla prinsinn
sem býr einn ásamt rósinni sinni á
pláhnetu. Hann ferðast á milli plá-
hnetanna og hittir ýmsa kynlega
kvisti. (1:2)
11.35 ►Blaðasnáparnir (Press Gang)
Leikinn myndaflokkur fyrir börn og
unglinga um unga krakka sem gefa
út skólablað. (2:6)
12.00 ►Á slaginu Hádegisfréttir frá
fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Kl. 12:10 hefst bein útsending frá
umræðuþætti um málefni liðinnar
viku úr sjónvarpssal Stöðvar 2.
13.00
MTTIR
►Evrópukeppni
knattleik Fjallað verður um viður-
eign íslendinga og Hvít-Rússa, og
þá stöðu sem komin er upp í Evrópu-
keppninni eftir fyrri leikinn. Rætt
verður við Þorberg Jensson um
möguleika íslenska liðsins og horf-
urnar fyrir leik kvöldsins.
13.25 ►ítalski boltinn Bein útsending frá
1. deild ítalska boltans.
15.15 ►NBA körfuboltinn Leikur í NBA
deildinni. Sýnt verður annað hvort
frá viðureign Houston Rockets og
Chicago Bulls eða leik Orlando Magic
og Phoenix Suns.
16.30 hJTTTIR ►imbakassinn Endur-
rttl IIH tekinn spéþáttur.
17.10 ►öO mínútur (60 Minutes 25th
Anniversary) Sérstakur afmælisþátt-
ur, en þessi fréttaskýringaþáttur
fagnaði 25 ára afmæli sínu seint á
nýliðnu ári.
18.40
íhDÁTTID ►Mork dagsins
lr RUI IIR Staðan í ítalska bolt-
anum. Mark dagsins valið.
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00
mniR
►Evrópukeppni
landsliða í hand-
bolta Bein útsending frá Laugardals-
höllinni. Seinni leikur íslendinga og
Hvíta Rússlands.
21.20 KUIKUVIIÍI ►Uns sekt sann-
RVIRnlIRU ast (The Burden of
Proof) Framhaldsmynd í tveimur
hlutum, gerð eftir metsölubók Scotts
Turow. Löjrfræðingurinn Sandy
Stem er mikilsvirtur og snjall lög-
fræðingur sem á þijú uppkomin böm
en hefur misst konu sína Clöru sem
skilið hefur eftir sig sársaukafullt
tómarúm í iífi hans. Hann tekur að
sér að veija vellauðugan mág sinn
og kemst þá að óhugnanlegum leynd-
armálum flölskyldunnar. Seinni hluti
er á dagskrá annað kvöld. Aðalhlut-
verk: Hector Elizondo, Brian Denne-
hy, Mel Harrís, Stefanie Powers,
Victoria Principal og Adrienne
Barbeau. Leikstjóri: Mike Robe.
22.55 ►! sviðsljósinu (Entertainment This
Week) I þessum þætti eru sýnd brot
úr nýjum kvikmyndum, rætt við leik-
ara og söngvara, litið inn á uppákom-
ur og margt fleira. (20:26)
23.40 KUIKUVUn ►Stan|ey °9 íris
RVlRnlIRU RobertDeNiroleik-
ur Stanley, ósjálfstæðan og einmana
náunga. Hann kynnist Irisi, leikin
af Jane Fonda, stoltri konu sem ný-
verið hefur misst eiginmann sinn.
Hún er líka einmana og nýtur félags-
skaparins við Stanley. Hann á hins-
vegar leyndarmál sem harin skamm-
ast sín mikið fyrir, hann er ólæs.
Hún fer að kenna honum að lesa og
það eykur sjálfstraust hans. Leik-
stjóri: Martin Ritt. 1990. Lokasýning.
Maltin gefur •k 'kVi.
1.20 ►Dagskrárlok
Nauðlending - Þegar flugmaðurinn lendir í eyðimörkinni
kemur til hans lítill strákur.
Litli prinsinn
segir dæmisögur
Sögur hans
fjalla um hnött
langt í burtu,
ferðina til
jarðarinnar og
rósina sem
hann varð að
skilja eftir
STÖÐ 2 KL. 11.00 Teiknimyndin
Litli prinsinn er á dagskrá í dag.
Flugmaður nokkur nauðlendir í
Sahara-eyðimörkinni og útlitið er
heldur dökkt. Þegar hann er að
gera við flugvélina sína í þrúgandi
hitanum kemur til hans lítill strákur
og fer að segja honum sögur. Þarna
er kominn litli prinsinn og sögur
hans fjalla um hnött langt í burtu
þar sem hann á heima, um ferðalag-
ið til jarðar og rósina sem hann
varð að skilja eftir. Hér er á ferð-
inni dæmisaga í tveimur hlutum en
síðari hlutinn er á dagskrá að
viku liðinni.
60 mínútur fagna
25 ára afmæli
Þátturinn
verður í lengra
lagi og meðal
annars verður
hugað að
örlögum þeirra
sem fjallað
hefur verið um
STÖÐ 2 KL. 17.10 Fréttaskýring-
arþátturinn 60 mínútur er á dag-
skrá í dag. Þátturinn er í lengra
lagi að þessu sinni í tilefni þess að
nú er aldarfjórðungur síðan honum
var fyrst hleypt af stokkunum.
Myndavélunum er snúið við og kast-
ljósinu beint að fréttamönnunum
sjálfum. Þeir hafa á umliðnum árum
íjallað um líf fjölda fólks en nú
fáum við að kynnast högum þeirra
sjálfra. Fjallað er um gerð þáttanna
og fólkið sem starfar á bak við tjöld-
in. Einnig er hugað að örlögum
karla og kvenna sem verið hafa til
umfjöllunar á árum áður. Rætt er
við heimsfræga skemmtikrafta á
borð við Ray Charles, Oprah Win-
frey og Prúðuleikarana, sem allir
hafa rætt á hispurslausan hátt um
líf sitt við þáttarstjórnendur.
Þrenns
konar
ástí
Svíþjóð
Fjallað um örlög
sænskrar
fjölskyldu á árum
seinna stríðsins
SJÓNVARÐIÐ 21.10 Sænski
myndaflokkurinn Þrenns kon-
ar ást var á dagskrá Sjón-
varpsins í lok ársins 1990. Nú
hafa verið gerðir átta þættir
til viðbótar og verða þeir sýnd-
ir næstu sunnudagskvöld. Hér
er fjallað um örlög sænskrar
fjölskyldu á árum seinna
stríðs. Egon og Ester Nilsson
heita öldruð sæmdarhjón sem
búa rausnarbúi á föðurleifð
Egons. Gamli maðurinn ætlast
til þess að synirnir Orvar og
Gösta taki við búrekstrinum
en fyrirætlanir þeirra eru aðr-
ar; Orvar hyggur á frama í
stjórnmálum og Gösta vill
halda áfram í flughernum. Það
gengur ýmislegt á hjá fjöl-
skyldunni og ástamálin eru
kannski fullflókin. Höfundur
og leikstjóri myndaflokksins
er Lars Molin og í aðalhlut-
verkum Samuel Fröler, Ingvar
Hirdwall og Mona Malm. Þýð-
andi er Jóhanna Þráinsdóttir.
Fjölskyldusaga - Það
gengur á ýmsu í fjölskyld-
unni.
Mynd um samband Gertrude
Stein við lagskonu sína
Rithöfundurinn
og ástkona
hennar, Alice
B. Tolkas, voru
saman um 40
ára skeið og
var samband
þeirra á köflum
mjög
ofsafengið
SJÓNVARPIÐ Kl. 23.00
Bandaríska sjónvarpsmyndin
Gertrude Stein og lagskona
ijallar um ofsafengið samband
rithöfundarins Gertrude Stein
og ástkonu hennar til 40 ára,
Alice B. Toklas. Það er 27. júlí
1946 og Gertrude Stein er öll.
Alice er ein í hinum frægu
vistarverum þeirra vinkvenna,
sem voru vinsæll samkvæmis-
staður skálda og myndlistar-
manna, og er að skrifa Pic-
asso. Um leið og hún reynir
að segja honum hvernig lát
Gertrudar bar að endurlifir hún
atburði frá ævi þeirra saman
og þar koma glögglega fram
hugmyndir hvorrar um aðra,
um listina, stríðið, Bandaríkin,
Hemingway og fleira fólk sem
á vegi þeirra varð. Verkið hlaut
fyrstu verðlaun á Edinborgar-
hátíðinni 1984. Handritshöf-
undur er Win Wells og leik-
stjóri Ira Cirker. í hlutverkum
Stein og Toklas eru Jan Miner
og Marian Seldes.
Fjörtíu ár - Verkið hlaut verðlaun
á Edinborgarhátíðinhi árið 1984.