Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
B 3
Fyrirlestur
um orðafar
í Islend-
inga sögum
EIRIKUR Rögnvaldsson, prófess-
or við Háskóla Islands, og Ornólf-
ur Thorsson, stundakennari við
Kennaraháskóla íslands, flytja
þriðjudaginn 22. mars kl. 16.15
fyrirlestur í boði Rannsóknar-
stofnunar Kennaraháskóla ís-
lands. Fyrirlesturinn nefnist: Um
orðafar í íslendinga sögum.
Undanfarin ár hefur hópur fræði-
manna unnið að svokölluðum Orð-
stöðulykli íslendinga sagna. Þar er
um að ræða skrá um öli orð sem
fyrir koma í sögunum, þar sem sýnt
er í hvaða samhengi þau standa.
Slíkir lyklar auðvelda mjög hvers
kyns athuganir á orðafari og orða-
notkun og gagnast málfræðingum,
bókmenntafræðingum, sagnfræðing-
um og ýmsum öðrum sem skyggnast
vilja í merkingarheim þessara bók-
mennta. Þess má vænta að Orðstöðu-
lykill Islendinga sagna verði gefinn
út á geisladiski síðar á þessu ári, en
jafnframt hefur verið unnið að orð-
stöðulyklum annarra fomtexta, eink-
um Sturlunga sögu og Heimskringlu
Snorra Sturlusonar.
í framhaldi af gerð orðstöðulykl-
anna hefur verið unnið að ýmiss
konar rannsóknum á orðaforða text-
anna og í fyrirlestrinum verða kynnt-
ar nokkrar niðurstöður þeirra rann-
sókna.
Fýrirlesturinn verður í stofu
M-301 í Kennaraháskóla íslands og
er öllum opinn.
Hemlaklossar
Hemlakjálkar
Hemladiskar
Hjóldælur
Höfuðdælur
Hemlaslöngur
Hemlagúmmí
Handbremsubarkar
Hemlavökvi
Hemlarofar
Höföar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
SAMSKONAR
LYF ERU Á
MISMUNANDI
VERÐI
TIL
ALMENNINGS.
VELJUM ÓDÝRASTA
KOSTINN!
Þegar almenningur kaupir lyf, er ekki
Lryggt að samskonar, jafngild lyf séu
ætíð seld á sama verði. Verðmunurinn
getur verið ótrúlegur.
í þessari auglýsingu er leitast við að
skýra einn þátt er miklu máli skiptir í
verðlagningu iyfja.
Þegar sama virka lyfjaefnið er skráð
undir mismunandi lyfjaheitum, frá
mismunandi framleiðendum, eru þau lyf
kölluð SAMHEITALYF. Þetta eru iyf sömu
tegundar, samskonar lyf. Þau eru ekki
aðeins markaðssett hvert undir sínu heiti,
heldur eru þau einnig í ólíkum
umbúðum. Lyfin eru engu að síður talin
jafngild (bio-equivalent) af
heilbrigðisyfirvöldum, enda gerðar til
þeirra nákvæmlega sömu gæðakröfur.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því
að samheitalyf geta verið á afar
mismunandi verði og stundum er sá
munur margfaldur.
Hér eru nokkur dæmi um verðmun á
algengum sýklalyfjum, en sjúklingar
greiða slík lyf að fullu.
Dæmin miðast við algengan 7 daga
skammt af jafngildum lyfjum.
SAMHEiTALYF
Dýrt: Ódýrt: Mismunur:
a) 429 kr. 297 kr. 132 kr.
b) 1.253 kr. 611 kr. 642 kr.
c) 1.302 kr. 511 kr. 791 kr.
d) 1.369 kr. 605 kr. 764 kr.
e) 6.684 kr. 3.479 kr. 3.205 kr.
Aðhald og sparnaður í rekstri
veitir aukið svigrúm til betri
heilbrigðisþjónustu.
Merki læknir bókstafinn (g) við lyfjaheiti á lyl'seðli, fær
sjúklihgur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki læknir hins
vegar bókstafinn(S)við lyrjaheiti, fær sjúklingur afgreitt
ódýrasta samheitaiyf í sama lyfjafiokki.
HEILBRIGÐIS- OG
TRYGGINGAMÁLA-
RÁÐUNEYTÍÐ
TRYGGINGASTOFNUN
Kp RÍKISINS