Morgunblaðið - 20.03.1994, Qupperneq 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ MENIUINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
Frægur sjónvarpsvestri; Gibson og Garner í Maverick.
Maverick
endurborinn
Af öllum þeim bandarísku
sjónvarpsvestrum sem
gerðir voru á sjöunda ára-
tugnum, allt frá „Gun-
smoke“ til „Bonanza“ og
„Wanted: Dead or Alive“,
hefur aðeins Maverick með
James Garner orðið að bíó-
mynd. Má það nokkurri
furðu sæta í því endurgerð-
ar- og stælingarfári sem ríð-
ur húsum í Hollywood þessi
árin.
Tökur standa nú yfir á
Maverick með Mel Gibson í
titilhlutverkinu, Garner í
aukahlutverki og Jodie Fost-
er í aðalkvenhlutverkinu
undir leikstjóm hasar-
myndastjórans Richard
Donners („Lethal Weapon“-
myndirnar). Persónur Gib-
sons og Foster eiga að
standa í einhverskonar ást-
arsambandi en „þær eru svo
vondar og illgjarnar að það
var varla hægt að koma
amorsandanum fyrir,“ segir
Foster.
„Hann er alltaf að reyna
að fá fólk til að, þú veist,
veita sér athygli,“ segir
Forster um mótleikarann
Gibson. „Það er eins og hann
hafi persónuleikaeinkenni
einhvers sem er verulega
smávaxinn, alls ekkert sæt-
ur og vel gefinn."
Linda Hunt leikur einnig
í myndinni, snákatemjara,
en snákahrekkir voru bann-
aðir á tökustað án þess að
væri farið mikið eftir því.
„Við misstum þrjá menn,“
segir leikstjórinn Donner,
„en ég vissi ekki hveijir það
voru og það skipti ekki máli.
Þeir voru leikarar."
KVIKMYNDIR—
Hvad segja breskirgagnrýnendur?
I kjölfar morðingja
Alls höfðu um 15.000 manns séð spennu-
myndina í kjölfar morðingja eftir síð-
ustu helgi að sögn Karl 0. Schiöths bíó-
stjóra í Stjörnubíói en myndin var einnig
sýnd í Laugarásbíói.
Þá höfðu 4.500 manns séð gamanmynd-
ina Fleiri pottorma samtals í Reykjavík og
á Akureyri og Karl sagði Dreggjar dagsins
hafa byijað mjög vel fyrstu sýningarhelg-
ina. Alls sáu tæp 10.000 manns Öld sakleys-
isins sem nú er hætt að sýna.
Næstu myndir Stjörnubíós verða Fíladelf-
ía, eyðnimynd Jonathans Demme, sem byij-
ar á skírdag, 31. mars, en hún er með Tom
Hanks í aðalhlutverki. Þá kemur Geronimo
eftir Walter Hill með Wes Studi í aðalhlut-
verki og loks gamandramað „My Girl 2“
með Dan Aykroyd.
Indíánaleikur; Studi leikur Geronimo.
Engin
elsku
mamma;
Steve
Martin.
Barnagælan
Sleve Martin
A
Inýjustu gamanmynd sinni
leikur Steve Martin
einbúa sem finnur og
ættleiðir litla stúlku.
Myndin heitir „A
Simple Twist of Fate“
og er leikstjórinn
skoskur, Gillies
MacKinnon að nafni,
en hann gerði áður
„The Playboys".
Eina vandamálið
við kvikmyndagerðina
var að í hvert sinn sem
litla stúlkubarnið rak
augun í Steve Martin fór
'það að hljóða ógurlega.
Er sú hegðan rakin til
fyrstu tökunnar þar sem
barnið þurfti að skríða frá
látinni móður sinni í gegn-
um snjó og heim til Mart-
ins, sem tekur á móti því.
Barnið grét óstjórnlega all-
an tímann þennan fyrsta
tökudag og þarf ekki nema
sjá Steve Martin tilsýndar
eftir það til að bresta í
óstöðvandi grát.
Með önnur hlutverk fara
Gabriel Byrne, sem leikur
alvörupabba stúlkunnar, og
Catherine O’Hara, sem er
vinkona Martins — og veitir
ekki af.
ínafni
sannleikans
Fáar ef nokkrar myndir hafa vakið eins mikil við-
brögð, umræður og deilur hin seinustu ár í Bret-
landi og mynd Jims Sheridans, í nafni föðurins.
Ætti það ekki að koma á óvart þeim sem séð hafa
myndina því hún er kynngimögnuð ádeila á breska
réttarkerfið I bland við sorglegan mannlegan harm-
leik sem fær hjartað til að slá hraðar og reiðina
ólga undir sljórn fyrsta flokks sögumanns. Umræð-
ur gagnrýnenda í Bretlandi hafasnúist um atriði
málsins sem áhorfendur annars staðar í heiminum
þekkja ekki eins vel en lúta að sannleiksgildi og
því hvernig myndin hagræðir staðreyndum og
hversu langt er leyfllegt að ganga í þeim efnum.
Gagnrýnandi The Times
Literary Supplement
skrifar í blað sitt að ágæti
myndarinnar hafi fallið í
skuggann af deilunum sem
mmmmmmmm hún hefur
vakið í
Bretlandi.
í blaða-
greinum
hefur ver-
ið lögð
áhersla á
að myndin
víki í
veigamiklum atriðum frá
sannleikanum og sérstak-
lega bent á að feðgamir
eftir Arnald
Indriðoson
Satt og logið; úr hinni umdeildu mynd, í nafni föðurins.
Gerald og Giuseppe Conlon
hafi aldrei deilt fangaklefa,
að einn af Guildfordfjór-
menningunum, Paul Hill,
hafi ekki verið með Gerald
kvöldið sem sprengjan
sprakk í Guildford, að það
hafí ekki verið róni heldur
búðarmaður sem veitti að-
eins Conlon fjarvistarsönn-
unina sem aldrei kom fram.
Þetta telur gagnrýnandinn
réttilega að grafi undan
trúverðugleíka annarra
þátta myndarinnar eins og
þeim að fjórmenningarnir
séu saklausir.
Gengur Sheridan of
langt í að hagræða sann-
leikanum? Hvort sem hann
gerir það eða ekki er hætt-
an er sú að ef umræðurnar
um myndina einkennast
aðeins af því hvernig sann-
leikanum er hagrætt í
minniháttar tilvikum fari
fólk að efast um mikilvæg-
ari efni eins og sakleysi
fjórmenninganna. Á þess-
um forsendum hefur mynd-
in verið harðlega gagnrýnd
af þeim sem til málsins
þekkja.
Það fer ekki á milli mála
að fjórmenningarnir eru
saklausir, skrifar gagnrýn-
andi The Times. Játningar
þeirra voru falsaðar, mikil-
vægri fjarvistarsönnun var
stungið undir stól og lög-
reglumennimir sem stjórn-
uðu rannsókn málsins voru
dæmdir ósannindamenn af
áfrýjunarrétti. Fjórmenn-
ingarnir hefðu aldrei átt að
vera sakfelldir.
En samt, segir í The
Times, þar sem birtur er
mjög jákvæður dómur um
myndina, eru uppi raddir
um að fjórmenningunum
og Jim Sheridan beri skylda
til að afsanna að þeir hafi
komið sprengjunum fyrir.
Margir bæði í lögfræðistétt
og á meðal lögreglumanna
eru enn fullvissir um að
réttu mennirnir hafi verið
handteknir og byggja það
á sögusögnum sem ganga
í þeirra hópum. Guildford-
fjórmenningamir liggja
enn undir grun því eins og
þeir segja sem ekki hafa
látið sannfærast; þar sem
er reykur þar er eldur.
Þessar umræður eru
skiljanlegar segir gagnrýn-
andinn því menn í æðstu
stöðum fundu illilega fyrir
því þegar réttarhneykslið
varð uppvíst og reiðin ólgar
enn í bresku þjóðinni vegna
sprenginganna eftir öll
þessi ár. í nafni föðurins
hefur einnig vakið umræð-
ur um aðferðir sem beitt
er í öðrum sannsögulegum
myndum eins og JFK Oli-
vers Stones og Amadeus
eftir Milos Forman, sem
taka sér ómælt skáldaieyfi.
Hversu langt má ganga í
því að hagræða og breyta
staðreyndum? Hafa kvik-
myndirnar ótakmarkað
leyfi til þess? Hver á að
stoppa þær?
Niðurstaða gagnrýn-
anda The Times um I nafni
föðurins er þessi: Sheridan
er ekki að reyna að sanna
sakleysi Gerrys Conlons og
hans dramatísku sýn má
treysta.
15.000 hafa séð
MFöstudaginn 25. mars nk.
klukkan 21 verður haldin for-
sýning í Stjörnubíói á al-
næmismyndinni Fíladelfíu
eftir Jonathan Derame og
rennur ágóði af sýningunni
til Alnæmissamtakanna á
íslandi. Forsala á sýninguna
hefst í Stjörnubíói á mánu-
daginn. Miðaverð er kr. 800.
MÞær tvær erlendu myndir
sem teknar verða að hluta til
hér á íslandi á næstunni,
„Judge Dredd“ með Sylvest-
er Stallone og „Icelandic
Saga“ eftir Michael Chap-
man, munu báðar koma í
Laugarásbíó þegar fram líða
stundir, að sögn Magnúsar
Gunnarssonar bíóstjóra. Is-
lendingasagan gæti komið
næstu jól en Stallonemyndin
ekki fyrr en sumarið 1995.
MBandaríski leikstjórinn
Barry Levinson hefur ekki
alveg náð sér eftir sína síð-
ustu mynd, undragripinn
„Toys“, sem fékk slaka dóma
og enn slakari aðsókn, en
hann hefur nú sent frá sér
nýja mynd „Jimmy Holly-
wood.“ Þetta er gamanmynd
og fara Joe Pesci og Christ-
ian Slater með aðalhlutverk-
in. Pesci leikur mann sem
dreymir um að gerast leikari
og þegar einhver stelur bíla-
viðtækinu hans bijálast hann
með þeim afleiðingum að
kvikmyndaverin í - Hollywood
beijast um réttinn til að kvik-
mynda ævi hans.
■ Tuttugu og fimm ár eru lið-
in frá því óskarsverðlauna-
myndin „Midnight Cowboy"
með þeim Jon Voigt og Dust-
in Hoffman var frumsýnd
vestra og hefur hún verið sett
í endurdreifingu. Hvort sem
það er í tilefni af því eða ekki
er nú unnið að nútímakúreka-
mynd með Kiefer Suther-
land og Woody Harrelson
sem leika kúreka tvo er halda
úr sveitinni til stórborgarinnar
New York að finna vin sinn,
sem er týndur. Myndin heit-
ir „The Cowboy Way“.
í BÍÓ
Það dregur nær óskars-
verðlaunaafhendingu
og eru flestar myndanna
sem beijast um styttuna
komnar í kvikmyndahús
hér svo við getum farið að
veita okkar eigin Oskara.
Nú síðast byijaði stór-
virkið Listi Schindlers í
Háskólabíói en hún hlaut
12 útnefningar og er talin
mjög sigurstrangleg þó
ekki sé nema vegna þess
að mörgum finnst kominn
tími til að veita Steven
Spielberg verðuga viður-
kenningu.
En eins og oft áður
koma Bretamir sterkir til
leiks, sérstaklega leikarar
eins og Anthony Hopkins
og Emma Thompson, sem
leika saman í Dreggjum
dagsins í Stjömubíói. Að
ógleymdum Daniel Day:
Lewis í ádeilumyndinni í
nafni föðurins. Tom Hanks
er eins líklegur sigurvegari
og hver annar en myndin
hans, Fíladelfía, er vænt-
anleg í Stjömubíó.
Við eram fyrir löngu
búin að sjá Flóttamanninn,
Júragarðinn, í skotlínu,
Píanóið, Öld sakleysisins
og fleiri af þeim sem virð-
ast mestu máli skipta á
óskarspalli í ár.