Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 B 13 Náttúra endurreist ROKKSVEITIN Náttúra er goðsagnakennd í ís- lenskri rokksögu, enda var hún fremst framúr- stefnusveita á sínum mektarárum. Náttúra lagði upp laupana fyrir rúmum tuttugu árum, en snýr aftur til tónleikahalds í næsta mánuði. Náttúru stofnuðu Björgvin Gíslason, Sigurður Arnason og Rafn Haraldsson, en fjölmargir áttu eftir að spila í sveit- inni, þar á meðal Sigurður Rúnar Jónsson og það eru þeir Björgvin, Sigurður Rúnar og Sigurður Arna- son sem endurreisa sveit- ina, en með þeim verður trommuleikarinn Stein- grímur Guðmundsson. Að sögn Björgvins er endurkoma Náttúrumanna til komin meðal annars vegna þess að hingað er væntanleg fyrir tilstilli Sig- urðar Rúnars sænsk þjóð- lagasveit sem heldur tón- leika í Borgarleikhúsinu 12. apríl. Þar mun Náttúra halda fyrstu tónleikana og leika þá meðal annars tón- list sem bönnuð var í út- varpinu á sínum tíma, en það var útsetningar Nátt- úrumanna á Bach, Mozart og Grieg. Björgvin segir þá Náttúruliða hyggjast halda áfram spiliríi fram á sumar, þó ekki sé framtíðin fullljós. Framúrstefna Náttúra anno 1994, Morgunblaðið/Kristinn Fönk/ rokk/ rapp Smokin’ Suckaz Wit’ Logic. ROKKAÐ RAPP RAPPIÐ er geysivinsælt, en ekki síður er vinsælt að hræra saman rokki og rappi. Útkoman getur og verið harla skemmtileg, sem sannast á fyrstu breið- skifu Smokin’ Suckaz Wit’ Logic. Smokin’ Suckaz Wit’ Logic, eða bara SSL er gott dæmi um þá geijun sem má sér stað í rapp- inu/rokkinu um þessar mundir. Sveitin er samsafn tónlistarmanna úr ólíkum áttum og af ólíkum kyn- þáttum sem hafa samein- ast í fönk/rokk/rappi og vakið fyrir mikla athygli. Lagið Mutha Made ’Em af fyrstu plötu sveitarinnar, Playin’ Foolz, hefur notið- hylli í útvarpi hér á landi, en þar en fléttað saman fönkuðum grunni, sýrðum rafgítar og rappsöng og ekki skemmir að textinn er upp fullur með boðskap, þó hann gangi þvert á kristna fyrirgefningu. / ’ ^ i ■*£! I _ V ) ■ H V Ljósmynd/Björg Svcinsdóttir Megas í MH. MÞAÐ hlýtur að teljast draumasamsetning að fá á eina tónleika Megas og Búðingana í Súkkati, en slíkt er í boði næstkomandi þriðjudag í Flensborg í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 ■ MANNABKEYTING- AR hafa orðið í gæðadans- sveitinni Bubbleflies, því Þórhallur Skúlason, einn stofnmeðlima sveitarinnar, sagði skilið við hana fyrir skemmstu. Þórhallur hygg- ur á sólóferil og mun eiga lög á væntanlegri dans- safnplötu Smekkleysu sem kemur út á næstunni. Bubbleflies heldur áfram af fullum krafti, en hyggst ekki bæta við manni í stað Þórhalls, og meðal annars hefur hljómsveitin verið ráðin til vikulegrar spila- mennsku á Vellinum. Ann- ars er það að frétta af Bubblefliesliðum að þeir verða með lag á annarri safnplötu Smekkleysu í sumar, eru að vinna að myndbandi sem senda á út og leggja drög að breið- skífu síðar á árinu. DÆGURTÓNLIST Hvad eru til margarBjarkirf Margfoldun MEÐAL þess sem óháðu útgáfunnar bresku þurftu að glíma við í slag sínum við stórfyrir- tækin í upphafi liðins áratugar var að kaupenda- hópurinn var smár. Þannig skutust smáskífur óháðra hljómsveita iðulega hátt inn á lista, en féllu jafnharðan út af honum aftur. Ráð við því var að gefa sama lagið út margoft, þá með nýjum aukalögum, eða í nýju formi, tii að mynda fyrst sem 7“, þá sem 12“ eða jafnvel 10“ og síðan sem smágeisla. Þetta þýddi að daginn sem lagið kom út þustu allir áhugasamir út að kaupa og síðan aftur viku síðan þegar ný útgáfa kom. Þetta tryggði að lagið hélt velli á lista og hljóm- sveitin fékk meiri umfjöllun og athygli en ella. Þegar dansbylgjan reis í lok liðins áratugar tók þessi útgáfa á sig nýja mynd. Aðdáendur Sykurmol- anna máttu hafa sig alla við ef þeir vildu ná saman öllu því sem hljóm- mmmmmmmmmm sveitin gaf út af breiðskí- fum, tólf- tommum, tíutomm- um, sjö- : tommum, eftir Amo , . , smágeisl- Motthíosson um og hvaðeina. Oft var þar á ferð endurhljóðbiöndun á einhvetjum lögum eða jafn- vel tónleikaútgáfur og til að mynda var Ammæli, eða Birthday, gefið út í níu útgáfum hið minnsta. Þeg- ar Björk Guðmundsdóttir er nú orðin heimsfræg vandast málið enn, því hún hefur einkar gaman af að fá liðtæka blendla til að fara höndum um hugverk sín og til eru fjölmargar útgáfur af þeim smáskffu- lögum sem hún hefur sent frá sér, nú síðast Violently Happy, sem gefið var út fyrir skemmstu á tveimur geisladiskum í átta mis- munandi útgáfum. Samtals eru á diskunum tveimur 55 mínútur af tón- list. Á fyrri disknum er breiðskífuútgáfan af Vio- lently Happy og sfðan óraf- magnaðar útgáfur af The Anchor Song, Come to Me og Human Behaviour, en á hinum disknum er Vio- lently Happy í sjö útgáfum: Fluke (Even Tempered), Massey Mix (Long) (útgáfa Grahams Masseys úr 808 State), Masters at Work („Little" Louie Vega & Kenny „Dope“ Gonzales), Fluke (Well Tempered), 12“ Vocal (Nellee Hooper), Massey (Other Mix) (Gra- ham Massey aftur) og loks Vox Dub Nellees Hoopers. Til viðbótar við þetta eru svo Domestic Mix af Vio- lently Happy á fyrstu Ven- us as a Boy-smáskífunni og útgáfur sem aðeins eru fyrir diskótek og gefnar hafa verið út á tíu- og tólf- tommum, en Hljómalind hefur flutt inn nokkuð af slíkum útgáfum. Eins er víst að ef laginu gengur vel á listum, það byrjaði í þrettánda sæti breska smá- skífulistans, má búast við að fleiri útgáfu verðir gerð- ar. Onnur lög Bjarkar hafa verið gefin út í mörgum útgáfum, til að mynda Human Behaviour, sem til er í sjö útgáfum, Venus as a Boy, í sex útgáfum, Play Dead, f fimm útgáfum, og Big Time Sensuality, í átta útgáfum. -A |gg Ljósniynd/Björg Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.