Morgunblaðið - 20.03.1994, Page 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
4-
+
w
SPAÐ IDUTTLUNGA BANDARISKU KVIKM YNDAAKADEMIUNNAR 1994
mmm
%rí t.
iu;
Y-'T
f
W-
Dreggjor dagsins
Listi Schindlers
Píanó
Óvissa er orð dagsins.
Árið 1993 fæddi nef nilega
af sér f éeinar af burða-
myndir sem munu halda
þessu értali í heiðri é síöum
kvikmyndasögunnar.
í nafni föðurins
Flóttamaöurinn
eftir Sæbjöm Valdimarsson
Á MORGUN rætast æðstu vonir
örfárra listamanna en þeir verða
þó fjórfalt fleiri sem snúa heim,
aðeins reynslunni ríkari. Orrust-
an um Oskarinn hefur ekki verið
tvisýnni um árabil. Óvissa er orð
dagsins. Það er jafnan hálfgert
happdrætti að segja til um sigur-
vegarana í flestum flokkanna,
en nú verður lukkan að koma til
hjálpar sem aldrei fyrr! Árið
1993 fæddi nefnilega af sér fá-
einar afburðamyndir sem munu
halda þessu ártali í heiðri á síðum
kvikmyndasögunnar. Listí
Schindlers, Dreggjar dagsins, I
nafni föðurins, Píanóið, Flótta-
maðurinn, Far velfrillan mín,
allt eru þetta verk sem hafa burði
til að skara framúr hvaða ár sem
er. Og fleiri snjallar og minnis-
stæðar myndir eins og Old sak-
leysisins, Dave, Menace II Soci-
ety, Tina, Ys ogþys útaf engu,
að Júragarðinum ógleymdum,
litu dagsins ljós.
Tímamir breytast og mennimir
með. Nú eru Óskarsverðlaunin
orðin snar þáttur í auglýsinga-
herferð kvikmyndahúsanna, tilnefn-
ingar sem verðlaunahafar. Að öllum
líkindum em þau hvergi jafn áber-
andi í auglýsingum utan Bandaríkj-
anna sjálfra. íslensku dreifingaraðil-
ar standa sig líka æ betur, nú eru
allar bestu myndirnar komnar til
landsins, aðeins Philadelphia enn
ósýnd. Auk þess em allar aðrar
myndir sem getið er hér á eftir vænt-
anlegar á hvíta tjaldið á næstu vik-
um.
Bcsta mynd ársins
Strax í upphafi einkennir tvísýnan
valið. Að Flóttamanninum und-
anskiidum, þeirrar annars ágætu og
afar spennandi en veigalitlu myndar,
geta allar hinar fjórar staðið uppi sem
sigurvegarar. Þó freistast ég til að
álíta að Píanóið eigi hverfandi mögu-
leika, þótti hólið jaðri við oflof á
köflum. Philadelphia tekur fyrst stór-
mynda á vágestinum eyðni og gerír
það vel undir stjóm Jonathans
Demme (Lömbin þagna). Eyðnin hef-
ur bankað hvað vægðarlausast uppá
hjá kvikmyndagerðarmönnum og
vissulega nýtur hún samúðar meðal
akademíumeðlima.
/ nafni föðurins er sláandi mynd
um rotið réttarkerfi og ótrúleg en
sönn afdrif norður-írskra smælingja
í greipum þess. Krydduð afbragðs
leik Daniels Day-Lewis og jafnvel
enn betri frammistöðu Petes Postlet-
hwaites, í hlutverkum feðga sem
voru fómarlömb Breta í baráttu
þeirra við hryðjuverkamenn. Það er
engin spuming að hún getur unnið.
Á hitt ber að líta að efnið er afar
viðkvæmt og í sviðsljósinu þessa
dagana, það getur ráðið úrslitum.
Og akademían er íhaldssöm.
Ef að líkum lætur fellur heiðurinn
annaðhvort Dreggjum dagsins eða
Lista Schindlers í skaut. Þetta eru
að flestra dómi bestu myndir ársins.
Framleiðandanum Merchant, leik-
stjóranum Ivory og handritshöfund-
inum Jhabvala tekst fima vel upp í
Dreggjum dagsins, sem státar jafn-
framt af einstæðum leik Anthonys
Hopkins í aðalhlutverkinu. Þessi lág-
stemmda mynd um einmana sálir í
skel sinni gefur ekkert eftir fyrri
myndum þessa fræga þríeykis, nema
síður sé. En myndir þess hafa oftar
en ekki komið við sögu verðlaunanna
á undanfömum árum.
Sigurstranglegust frá mínum bæj-
ardyram séð er þó Listi Schindlers,
hið átakanlega stórvirki Spielbergs
um atburði sem aldrei mega gleym-
ast. Hrylling Helfarar gyðinga, út-
rýmingarbúðanna, djöfulskapar nas-
ista og hugrekki kaupsýslumannsins
Oskars Schindlers og lífsþorsta gyð-
inganna. Hér er valinn maður í hverju
rúmi, efnistökin slík að um tíma-
mótaverk er að ræða, myndin raunar
svo veigamikil að framhjá henni verð-
ur tæpast gengið. Spielberg á líka
inni hjá akademíunni sem hefur jafn-
an hundsað myndir hans, þar með
taldar nokkrar þær vinsælustu í sög-
unni. Og ekki skaðar að í akadem-
íunni er fjöldi gyðinga og roskinna
meðlima.
1. Listi Schindlers
2. Dreggjar dagsins
3. / nafni föðurins
Besta erlenda myndin
Fjórar myndanna eru nánast
óþekktar hérlendis þegar þessar línur
birtast; hin spænska Belle Epoque,
Hedd Wyn frá Bretlandi, Brúðkaup-
sveislan frá Hong Kong og víet-
namska myndin Ilmurinn af grænum
papæja. Ekki gerir orðsporið þær lík-
legar til að veita hinni sigurstrang-
legu Far vel frillan mín umtalsverða
samkeppni. Hún er ein minnisstæð-
asta mynd sem komið hefur frá Aust-
urlöndum ijær eftir að aldurinn fór
að færast yfir Kurosawa. Hinar eru
vissulega óséðar og Brúðkaupsveisl-
an hefur vakið talsverða athygli,
einkum á meðal minnihlutahópa, en
myndin tekur að sögn á málum sam-
kynhneigðra af óhlutdrægni. Það
dugar henni þó að líkindum skammt.
1. Far vel frillan mín
líesti leikstjórinn
Það er hollt að hafa hugfast að
besta myndin á það til, oftar en ekki,
að vinda uppá sig við verðlaunaveit-
ingarnar og altítt að a.m.k. leikstjóri
hennar fái einnig Óskarinn. Ég gef
mér það að Listi Schindlers fari með
sigurlaunin í ár og þá Spielberg
sömuleiðis. Nú gefst akademíunni
tækifæri að bæta undrabarninu
skarðan hlut á umliðnum áram og
margir era þeirrar skoðunnar að hún
grípi það fegins hendi. En það sem
vitaskuld vegur þyngst á metunum
er að Listi Schindlers hefur allt það
til brunns að bera sem prýtt getur
sigurvegara.
Sú skoðun er ráðandi á þessum
bæ að Bandaríkjamaðurinn James
Ivory hafi aldrei gert betur en nú,
Dreggjar dagsins hafí vinningin yfir
Herbergi með útsýni, Hávarðsenda
og fleiri listagóðar myndir leikstjór-
ans. Ef akademían gengur framhjá
Spielberg eina ferðina enn þá verður
það Ivory sem hampar Óskarnum í
ár. Jim Sheridan er heitur og hér er
hann með sitt langbesta verk frá því
hann gerði Vinstri fótinn árið 1989.
Það væri synd að segja annað en að
óvissan réði hér ríkjum. Jane Campi-
on og Robert Altman eiga þó að öll-
um Iíkindum sáralitla möguleika.
1. Steven Spielberg
2. James Ivory
3. Jim Sheridan
Bcsti karllcikari ársins
Eftir að hafa séð Tom Hanks
ummyndast úr ungum lögfræðing á
uppleið í dauðvona eyðnisjúkling,
taldi ég hann vissan um sigurinn.
Hanks er aukinheldur afar vinsæll
leikari í sínu heimalandi og hin geð-
þekkasta persóna. Myndin sú fyrsta
sem tók á málum eyðnismitaðra í
stórmyndaflokknum, áhrifarík og
meiningin góð. En þessi nýjasta
mynd Jonathans Demmes einfaldar
hlutina óneitanlega og fyrir bragðið
verður hún eilítið yfirborðskennd.
Möguleikar Hanks minnkuðu óneit-
anlega eftir að maður varð vitni að
enn einum stórleik Daniels Day-Lew-
is í / nafni föðurins. Day-Lewis er
einn af bestu yngri leikuram okkar
tíma og hlaut Öskarinn eftirsótta
árið 1989 fyrir Vinstri fótinn. Hann
væri nokkuð öruggur í ár ef ekki
kæmi til frammistaða Anthonys
Hopkins í Dreggjum dagsins. Hver
getur gengið framhjá þessum leik-
sigri? Hopkins hlaut reyndar Óskars-
verðlaunin fyrir aðeins þremur árum
fyrir kraftmikla frammistöðu sína í
Lömbin þagna. Hlutverk hans í
Dreggjum dagsins er miklum mun
dýpra og hér kemur ekkert gervi til
hjálpar. Hopkins kemur ógleyman-
lega til skila öllum þeim átökum sem
hið húsbóndaholla hjú byrgir innra
með sér, einmannaleikanum, sárs-
aukanum, söknuðinum, af þvílíkri
snilld að árangurinn minnir á bestu
landa hans í leikarastétt, meistarana
John Gielgud, Alec Guinnes, Ralph
Richardson og IiOrd Laurence Olivier.
Laurence Fishburne er einn af
bestu skapgerðarleikurum Holly-
wood og er eftirminnilega góður sem
rustinn Ike Tumer í Tinu en Liam
Neeson á líklega hvað minnstu mögu-
leikana að vinna í þeim tólf flokkum
sem Listi Schindlers keppir í í ár.
Stendur þessi ágætisleikari sig þó
með láði. Robin Williams hlaut ekki
náð fyrir augum akademíunnar í ár,