Morgunblaðið - 20.03.1994, Side 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
PRÓFAÐU SJÁLF!
Spennandi förðunarnámskeið fyrir sumarið sem nálgast
Námskeið í'yrir
hópa og einstaklinga,
dagförðun og
kvöldförðun.
26.3. kLl6.
09.4. kLl6.
16.4. kLl6.
Sniðugt fyrir
ferminguna,
brúðkaupið,
útskriftina
eða stefnumótið!
y %
Q
DAGFORÐUN
I snyrtist ofa
HÖNNU KRISTÍNAR
Skeifunni 19, sími 67 86 77
VANGO SVEFNPOKAR
Nitestar 3
Kuldaþol -10°C, þyngd 1,9 kg.
Verð 4.900
Nitestar 2
Kuldaþol -5°C, þyngd 1,7 kg.
verð 4.200
VANGO BAKPOKAR
Sherþa 55L
verð 6.400
Sherþa 65L
Verð 6.800
VANG0 KÚLUTJÖLD
DD 300
þyngd 4,25 kg.
Verð 16.300
DD 200
þyngd 3,75 kg.
verð 11.600
FERMINGARTILBOÐ
Svefnpoki Nitestar 3 4.900
Bakpoki Sherpa 65 6.800
Kr. 11.700
Fermingartllboð Kr. 10.500
iglu kúlutjald 3-4 manna 6.900
Svefnpoki Nltestar 2 4.200
Kr. 11.100
Fermingartllboð Kr. 9.900
Tjald DD 300 16.300
Fermingartllboð Kr. 13.900
Tjald DD 200 11.600
Fermingartllboð Kr. 10.250
SPORTHÚS
RHYKJAVÍKUR
LAU6AVEGI 44. SlMI 62 24 77
OPERA
Wagner á Vesturgötunni
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Læknirinn og óperuunnandinn
Ámi Tómas Ragnarsson tekur
á móti mér með bam í fangi. Eg
elti hann niður í kjallara í húsi hans
við Vesturgötu í Reykjavík. í all-
stóru herbergi í kjallaranum hafa
Ámi og Selma Guðmundsdóttir
kona hans komið fyrir sjónvarpi og
geislamyndspilara á borði fyrir
framan nokkrar stólaraðir. Fáeinir
gestir eru komnir til þess að horfa
á óperusýningu. Þorsteinn Blöndal
læknir, einn gestanna, tekur bamið
meðan Ámi sýnir mér hróðugur
stóra „gullplötu". „Hér á eru óperur
Wagners, Niflungahringurinn allur
saman, við erum byijuð að hafa
forsýningar á verkinu hér áður en
verkið verður sýnt stytt á Listahá-
tíð í vor, “ segir hann og bregður
plötunni í tækið.
í sömu andránni og Gwyneth
Jones í hutverki Brynhildar, hefur
upp raust sína í sjónvarpinu byijar
litla heimasætan, Selma Lára, að
hrína. Það er ekki að kynja því nú
býr Brynhildur sig til að stíga á
bálið, við undirleik voldugra þrumu-
tóna Wagners, Ragnarök nálgast,
áhorfendum er eftirlátið að ákveða
hvort heimurinn ferst algjörlega eða
hvort nýr heimur rís upp af rústum
þess gamla. „Wagner lætur svarið
koma í tónlistinni en ekki textan-
um,“ segir Ámi og hraðspólar fyrir
mig svo ég sjái sem fyrst fulltrúa
mannkynsins fylgjast með Valhöll
brenna og snúa sér síðan að augliti
áhorfenda.
„Það gerir ekkert til fyrir dra-
matíkina þótt stórir kaflar í verkinu
séu skomir úr,“ segir Ámi. „Það
skýrist sumpart af því að Wagner
skrifaði verkið aftur á bak og segir
í flórða kafla það sem gerðist í hin-
um þremur sem hann hafði þá enn
ekki skrifað og þannig koll af kolli."
Ámi hefur haft forgöngu um að
sýna hið mikla verk Wagners Nifl-
ungahringinn óstyttan. Þessar sýn-
ingar hafa margir vinir og velunn-
arar óperunnar séð. „Þetta verk er
hugsað sem ein heild þótt það sé
samansett af fjórum óperam," segir
Ámi. „Upphaflega var víst ætiun
Wagners að Sigurður Fáfnisbani,
yrði aðalpersóna Niflungarhingsins.
En þegar Wagner var kominn vel
á veg með verkið breyttust hug-
myndir hans og Niflungarhringur-
inn varð að harmsögunni um Óð-
inn, drottnara alheimsins, sem hafði
rangt til að auka auð sinn og völd
og hlaut því að farast að lokum.
Morgunblaðið/Þorkell
Frá óperusýningu á Vesturgötu 36B. Fremstir á myndinni silja f.v.
Árni Tómas Ragnarsson og Þorsteinn Blöndal.
Robert Wagner
Textinn í þessu mikla tónlistar-
og leikverki er mjög mikilvægur.
Ég sá Niflungahringinn í fyrsta
skipti í sjónvarpi með skjátexta og
skildi allt, þar með varð bæði músik-
in og leikritið miklu aðgengilegra.
Það fólk sem hefur séð sýningamar
héma hefur einmitt haft orð á því
hve skjátextinn sé því mikilvægur.
Inn á þessum verkum er skjátexti,
hægt að velja á milli texta á ensku,
þýsku og ítölsku. Þetta hefur alltaf
mikið að segja, ekki síst í Wagneró-
perum.“
Það er bamabam Richards
Wagner, Wolfgang Wagner sem er
listrænn ráðgjafi við uppfærslu
Nifiungahringsins á Listahátíð.
„Hann stakk sjálfur upp á að stytta
Niflungahringinn og við gripum þá
hugmynd hans á lofti, sem við höfð-
um ekki einu sinni dirfst að nefna
upphátt þegar við hittum hann í
Bayreuth á síðasta ári. Þessi upp-
færsla í vor hefur vakið mikla at-
hygli erlendis, bæði vegna stytting-
arinnar og tengsla verksins við Is-
land.“
Engin ópera hefur eins mikla
skýrskotun til íslands eins og Nifl-
ungahringurinn, söguþráður verks-
ins er sótt í íslensk rit, svo sem
Eddukvæði og Völsungasögu. „Það
tala margir um lengd Niflunga-
hringsins og telja hann ekki síst
merkilegan fyrir það, sannleikurinn
er hins vegar sá að það er boðskap-
ur verksins, það að ástin sé það sem
máli skiptir í lífinu, sem er. það
merkilegasta við þetta verk,“ segir
Þorsteinn Blöndal þegar rætt er um
gildi þessa mikla verks. Bæði hann
og aðrir gestir Áma og Selmu eru
sammála um að þýðing forsýning-
anna á Niflungahringnum, sem þau
hjón hafa staðið fyrir að undanfömu
sé mikil. „Þetta tiltæki Áma mun
stækka talsvert þann fremur fá-
menna hóp Wagneraðdáenda sem
fyrir var,“ segir Þorsteinn. Ámi
getur þess að Styrktarfélag Óper-
unnar hafi staðið fyrir svona ópem-
kynningum um árabil, „Þetta er
bara svqlítil viðbót," segir hann
hæverskléga og bætir við: „ þótt
veturinn í vetur sé í þessu húsi
helgaður Wagner vegna sýningar
Listahátíðar í vor, þá verður haldið
áfram hér næsta vetur, og þá
kannski á öðmm nótum en Wagn-
ers.“
TRU
Samantha Fox
finnur Jesúm
Samantha Fox er þekktust fyrir að klæða sig úr
að ofan og sýna umfangsmikinn barminn á síðu
þijú í gulu pressunni bresku. Þegar þeim ferli var
lokið reyndi hún fyrir sér bæði sem poppsöngmær
og leikkona. Þar sem hún var nokkuð fræg, þ.e.a.s.
kroppurinn hennar, gerði hún sér miklar vonir um
að slá í gegn. Ekki gekk það eftir og hefur hún kennt
ýmsu þar um, m.a. villtu lífemi þar sem pillur og
áfengi komu nokkuð ótæpilega við sögu á stundum.
Sumir segja, að hún hafi ekki hæfileika á popp- og
leikiistarsviðinu og hafí eftir sem áður reynt að kom-
ast áfram með því að sýna barminn. Núna hefur hún
snúið taflinu við.
Kúvendingin felst í því, að hún hefur frelsast og
„gefíð Jesú líkama sinn og sál“, eins og hún kemst
að orði. Hún segir forsenduna vera þá, að við búum
I hörðum heimi þar sem erfítt sé að ná á toppinn án
þess að traðka á tám allra í kring um sig. Hún hafí
aldrei komist upp á lag með slíkt og því „misst stjóm
á lífi sínu og sjónar á markmiðum sínum“. Sam, eins
og hún er yfírleitt kölluð, er aðeins 27 ára gömui og
hún hefur nú lagt villt lífernið á hilluna. Sturtað úr
pilluglösunum í klósettið og hætt að skreppa í ríkið.
Hvað tekur við sé hins vegar óljóst í stöðunni.
Sam Fox, aldrei þessu vant bærilega klædd.