Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
B 17
: : / 1: II
Morgunblaðið/Kristinn
Þóra K. Guðjohnsen
BALLETT
Þrjú ár enn
óra Kristín Guðjohnsen hefur
fengið mjög góða dóma fyrir
frammistöðu sína í ballettinum
Draumar eftir Stephen Mills, sem
íslenski dansflokkurinn sýnir um
þessar mundir, ásamt þremur öðr-
um dansverkum. Þóra hóf ballett-
nám árið 1980 í Belgíu en var síðan
í bellettskóla Eddu Scheving. Ári
síðar hóf hún nám við Listdans-
skóla Þjóðleikshússins. Hún starfaði
með íslenska jazzballettflokknum í
eitt ár en var ráðin við Islenska
dansflokkinn haustið 1988. Hún
starfaði í þijú ár í Þýskalandi, fyrst
við Borgarleikhúsið í Darmstadt og
síðan við Tanz forum í Köln. Steph-
en Mills hefur áður komið við sögu
í íslenskum ballett. Fyrir rúmu ári
setti hann upp verk sitt Rauðar
rósir með íslenska dansflokknum.
í bellettinum Draumar dansar Þóra
m.a. tvídans með Hany Hadaya. „í
þessu verki er enginn söguþráður
en öll sporin eru byggð á klassísri
ballettþjálfun. Breska hljómsveitin
Praise á tónlistina sem ballettinn
er saminn við, þetta er því í orðsins
fyllstu merkingu nútímadanstón-
list,“ segir Þóra. „Mér finnst mjög
gaman að dansa svona verk, en það
er erfitt. Ég er nýlega komin í þjálf-
un aftur eftir að hafa átt við meiðsl
í baki og hásiri að stríða síðan í
fyiTa vetur. Ég tók þó þátt í sýn-
ingu í júní í fyrra sem frumsýnd
var í Kaplakrika í Hafnarfirði og
við fórum síðan með til Bonn í
Þýskalandi. Ég er alveg búin að ná
mér eftir meiðslin, en þau kenndu
mér mikið, bæði að vinna tæknilega
réttar með líkamann og einnig hef-
ur hugarfar mitt gagnvart dansi
og því lífi sem þróast í kringum
hann breyst,“ segir Þóra ennfrem-
ur. ,-Mér finnst ég sjá betur nú að
dansinn er ekki bara draumaheimur
og að metnaðurinn getur orðið of
mikill. Ef maður ætlar að fara
lengra með líkamann en hann get-
ur, þá stöðvar hann mann. Ég hef
hugsað mér að dansa í mesta lagi
þijú ár í viðbót, en ekki lengur en
þar til ég verð þrítug. Ég hef alltaf
haft áhuga á fatahönnun og hús-
gagnahönnun, matargerð er líka
eitt af mínum áhugamálum. Eitt-
hvað af þessu tagi höfðar til mín
og verður kannski mitt framtíðar-
verkefni. Ég er ein af þeim sem á
erfitt með að taka ákvarðanir og
reyni því að láta tímann vinna með
mér, leyfa hlutunum að þróast eðli-
lega,“ segir Þóra að lokum.
arhátft
4,500 nautasteikur
seldar á 18 dögum
Síbasta tilbobsvikan stendur til 27. mars
Tilbobsverb:
kr.
Jarlinn veisla alla daga
Ulii
«y""—" ;
mUN«íSí3M
Sprengisandi - Kringlunni
Þóra K. Guðjohnsen og Hany Hadaya í tvídansi úr verkinu Adieu, sem er eitt af fjórum verkum sem
Islenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir
Ný hljómflutningsstæ&a úr POWER PLUS línunni frá Pioneer
N-50 samstæban býbur Karaoke kerfi
2 x 50 W RMS umhverfismagnara (surround) ^
3ja ára ábyrgb — Fullkominn geislaspilara
Utvarp —- Tvöfalt segulbandstæki Fjarstýringu
Verð 66.655,- e5a 59.990,- stgr.
Umboósnienn um lancl allt
HVERFISGÖTU 103 : SlMI 625999