Morgunblaðið - 20.03.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
B 21
Morgunblaðið/Silli
Sambýli
FRAMKVÆMDUM miðar vel við sambýli fatlaðra á Húsavík.
Framkvæmdum við
sambýli fatlaðra á
Húsavík miðar vel
Húsavík.
Á FJÁRLÖGUM sl. árs veitti Alþingi fé til að koma á fót nýju sambýli
á Húsavík með það í huga að íbúum á Sólborg á Akureyri sem
rætur eiga í Þingeyjarsýslu væri gefinn kostur á að flytja til Húsa-
víkur.
Fyrst var leitað eftir kaupum á
hentugu húsnæði sem til væri á
staðnum en án árangurs. Var þá
farið í það að byggja nýtt hús og
verkið boðið út í september, sem
ekki getur talist heppilegasti árs-
tíminn til að hefja byggingarfram-
kvæmdir á Norðurlandi. Húsinu var
valinn staður við Pálsgarð sem er
miðsvæðis í bænum og stutt í alla
þjónustu.
Samið var við lægstbjóðanda í
verkið sem voru „Sam-verktakar“ á
Húsavík og hófust framkvæmdir í
nóvember og hefur þeim miðað vel
áfram þrátt fyrir erfitt tíðarfar.
Húsið er einnar hæðar, 272 fer-
metrar að grunnfleti og er það hugs-
að fyrir fimm einstaklinga með sam-
eiginlegu eldhúsi, borðstofu og stofu
og aðstöðu fyrir starfsfólk. Húsið
er hannað af Arkitekta- og verk-
fræðistofu Hauks hf. á Akureyri og
eftir sömu teikningum eru í bygg-
ingu samskonar hús á Sauðárkróki
og Blönduósi. Áætlað er að húsið
fullbúið og allt frágengið kosti um
25 millj. króna og á byggingafram-
kvæmdum að vera lokið í næstkom-
andi ágústmánuði.
Undir sömu stjórn
Á Húsavík er fyrir annað sambýli
fyrir fatlaða í Sólbrekku 28, fyrsta
sambýiið hér, og má segja að þar
hafi farið fram brautryðjendastarf
undir stjórn Lilju Sæmundsdóttur,
forstöðumanns. Hefur tekist ein-
staklega vel að búa þeim einsktakl-
ingum sem þar búa gott heimili í
fullri sátt við umhverfið og tengja
það mannlífinu í bænum. Áformað
er að hið nýja sambýli verði undir
sömu stjórn og þannig að nýta þá
reynslu samhliða hagsýni í rekstri.
Svæðisráð Norðurlands eystra sér
um þessar framkvæmdir, en formað-
ur þess er Egill Olgeirsson, Húsavík.
Því vil ég við bæta að það hefur
undanfarin ár einkennt bygginga-
framkvæmdir hér á vegum hins op-
inbera að verkin eru boðin út síðari
hluta sumars og framkvæmdir hafn-
ar að hausti og útivinna að vetri en
innivinnan að sumri. Með þessum
hætti verða verkin dýrari og síst
betur unnin, svo hér þarf að verða
breyting á.
— Fréttaritari.
IMSA
INTERNATIONAL
Gæðanna vegna
Veislutertur á heildsöluverði
Rjóma-
tertur
14manna
16manna
20 manna
25 manna
30 manna
35 manna
40 manna
Smásölu-
verð
kr. 2.996
kr. 3.424
kr. 4.280
kr. 5.350
kr. 6.420
kr. 7.490
kr. 8.560
Heildsölu-
verð
(okkar verð)
kr. 2.394
kr. 2.736
kr. 3.420
kr. 4.275
kr. 5.130
kr. 5.985
kr. 6.840
Marsipan-
tertur
14manna
16manna
20 manna
25manna
30 manna
35 manna
40manna
Smásölu-
verð
kr. 3.486
kr. 3.984
kr. 4.980
kr. 6.225
kr. 7.470
kr. 8.715
kr. 9.960
Heildsölu-
verð
(okkarverð)
kr. 2.786
kr. 3.184
kr. 3.980
kr. 4.975
kr. 5.970
kr. 6.965
kr. 7.960
Kransakökur
16 hringja = 30 manna
18 hringja = 40 manna
20 hringja = 50 manna
22 hringja = 60 manna
Smásölu-
verð
kr. 5.677
kr. 7.051
kr. 9.065
kr. 10.897
Heildsöluverð
(okkar verð)
kr. 4.542
kr. 5.641
kr. 7.252
kr. 8.718
Hægt er að fá stærri tertur. Ath.: Ekta rjómi í öllum
tertum! Rjómatertur og marsipantertur pantist með 3ja
daga fyrirvara, kransakökur með 4ra daga fyrirvara.
Fríheimsending í Reykjavík og Kópavog.
Aukið vöruúrval.
Smásöluverð Heildsöluverð
Hringtertubrauð kr. 137 kr. 109
Rúllutertubrauð kr. 137 kr. 109
Óupprúlluð rúllutertubr., 3 í pk. kr. 411 kr. 327
Hvítlauksbrauð, gróf + fín kr. 64 kr. 51
Sigtibrauð, sneidd 7 sn. kr. 79 kr. 63
Maltbrauð, sneidd 7 sn. kr. 79 kr. 63
Rúgbrauð, seytt 8 sn. kr. 89 kr. 71
Heildsölubakaríið er leiðandi
í lágu vöruverði
Heildsölubakarfið, Suðurlandsbraut 32, sími 688406.
Heildsölubakaríið, SVR-húsinu, Hlemmi, sími 18818.
Tökum bæði debet- og kreditkort.
Y
Formanna- og sveitar-
stjórnaráðstefna
Sjálfstæðisflokksins
verður haldin fimmtudaginn 24. mars
í Skútunni, Hólshrauni 3 í Hafnarfirði.
DAGSKRÁ:
10.00 Fundarsetning.
Formaður sveitarstjórnanefndar Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, borgarfulltrúi, setur ráðstefnuna.
10.15 Ár fjölskyldunnar og sveitarfélögin.
Frummælendur verða Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, Inga Jóna Þórðar-
dóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands, Þórunn Gestsdóttir, framkvæmda-
stjóri, og Albert Eymundsson, skólastjóri.
Umræður.
12.00 Hádegisverður.
13.00 Pallborðsumræður um atvinnumál.
Þátttakendur verða Árni Sigfússon, borgarstjóri, Magnús L. Sveinsson, formað-
ur Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Elínbjörg Magnúsdóttir, verkakona, Þor-
steinn Jóhannesson, yfirlæknir, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar-
sambands íslands, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ.
15.00 Kaffihlé.
15.30 Kosningaundirbúningurinn.
Kristján Guðmundsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, Arndís
Jónsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, og Guðlaugur Þór
Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, halda erindi um
verkefni landssamtaka í sveitarstjórnakosningum.
Umræður.
17.00 Ráðstefnuslit.
18.00 Móttaka í Valhöll þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
Friðrik Sophusson, tekur á móti ráðstefnugestum.
Fundarstjóri verður Magnús Gunnarsson, aðalbókari, Hafnarfirði.
Allir formenn flokkssamtaka Sjálfstæðisflokksins, sveitarstjórnamenn og
væntanlegir sveitastjórnarmenn eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna.
Ráðstefnugjald er 1.400 krónur og innifalið í þvf er hádegisverður
og síðdegiskaffi.
Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig íValhöll ísíma 91-
682900 fyrir kl. 5 miðvikudaginn 23. mars.
IÐNSKOLADAGURINN
sunnudaginn 20. mars 1994
Opið hús kl. 13:00 til 17:00
EFLUM VERKMENNTUN
Á ÍSLANDI!
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
kynnir starfsemi sína
með opnu húsi
Kynning á deildum skólans
og sýning á verkum nemenda