Morgunblaðið - 20.03.1994, Page 24

Morgunblaðið - 20.03.1994, Page 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 HÖGNI HREKKVÍSI /M^\ Ferðamálaráð íslands Ráðstefna um ferðamanna- aðstöðu utan þéttbýlis. í tengslum við opnun nýrrar skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri verður haldin ráðstefna um ferðamál á Hótel KEA laugardaginn 9. apríl 1994. Dagskrá: 10.00 Halldór Blöndal: Setning. 10.10 Valtýr Sigurbjarnarson, forstöðum. Byggðastofnunar á Akureyri: Uppbygging ferðaþjónustu utan þéttbýlis. 10.25 Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstj. Mývatnssveit: Hlutverk sveitarfélaga í uppbyggingu ferðaþjónustu. 10.40 Vilþorg Guðnadóttir, ferðamálafulltrúi í A-Barð. og Dalasýslu: Hvernig nýtist ferðamálafulltrúi aðilum sem vilja hefja rekstur í ferðaþjónustu? 11.05 Ingi Tryggvason, bóndi á Narfastöðum í Reykjadal: Ferðaþjónusta sem búgrein. 11.20 Umræður og fyrirsþurnir. 12.00 Matarhlé. 13.30 Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt: Mannvirki í náttúrunni. 14.00 Sigurður Jónsson, formaður Ferðfélags Akureyrar: Hvað ákvarðar staðsetningu sæluhúsa? 14.10 Kristbjörg Þórhallsdóttir, leiðsögumaður: Hvernig mannvirki þarf á ferðamannstöðum? 14.20 Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum, Rangárvöllum: Að búa á sögufrægum stað. 14.30 Halldór Jóhannsson, landslagsarkitekt: Upplýsingagjöf og merkingar. 14.45 Umræður og fyrirspurnir. 16.00 Ráðstefnuslit. Skráning þátttakenda á ráðstefnuna fer fram á skrifstofu Ferða- málaráðs á Akureyri í síma 96-12915. Ráðstefnugjald er kr. 1.000. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Lítið þorna krókódílatárin Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: Ekki hafði ég hugsað mér að blanda mér í umræðuna um Ríkisút- varp/sjónvarp sem af og til hafa verið í umfjöllun fjölmiðla nú um skeið og allt á einn veg. Eftir lestur á klausu frá Samtök- unum „Fijálst val“, sem birtist þann 17. feb. sl., fannst mér tímabært að pára nokkrar línur, ef vera mætti til varnar ríkisfjölmiðlunum. Frá Halldóri M. Baidvinssyni: Það er ekki öll vitleysan eins þeg- ar Verslunarráð íslands er annars vegar. Nú síðast hefur heyrst í fjöl- miðlum að það ætli að fara hringla í klukku okkar landsmanna, öllum til ama og leiðinda og engum til gagns. Ráðið vill taka upp svokallað- an sumartíma og er ástæðan sú samkvæmt framkomnum „rökum“ Vilhjálms Egilssonar framkvæmda- stjóra ráðsins, að þegar helstu við- skiptaþjóðir okkar taka upp sumar- tíma á vorin þá henti okkar tími illa í samskiptum við þær. M.a. hefur verið látið í veðri vaka hjá Vilhjálmi hinum Vísa, að þegar „við“ erum að fara á stjá á morgnana þá séu okkar viðskiptamenn í V-Evrópu að fara í mat. Síðan þegar „við“ komum úr mat séu þeir að fara á fund og þar fram eftir götunum. Það má vera að framangreindar fyrirætlanir séu byggðar á prívat-skoðunum Vil- hjálms Egilssonar sjálfs, sem hlýtur eiginlega að vera því meiri líkur eru á því að einn maður sé svo vitlaus heldur en allt Verslunarráðið! Skyldi Vilhjáimi nokkum tíma hafa dottið í hug að vakna eins og klukkutíma fyrr á sumrin? Skyldi honum nokkuð hafa dottið í hug að stundum taka Það er mikill munur á afnota- gjöldum RÚV fyrir 3 rásir annars- vegar og rásum íslenska útvarpsfé- lagsins hinsvegar, kr. 2.000 til handa RÚV á mánuði eru smáir á móti gjaldtöku hinna á mánuði. Fyrir utan það, að efni RÚV hefur verið menningarfyllra í alla staði á móti því æsingarefni sem flutt er á öðrum stöðvum. Það hefur hingað til verið stór varasamt að stara í blindri trú á fyrirtæki og stofnanir upp á því að breyta opnunartíma hjá sér yfír sum- artímann? Ekki er ein báran stök því Vil- hjálmur vill einnig færa lögboðna frídaga eins og uppstigningardag og sumardaginn fyrsta fram á sum- ar. Maður er eiginlega hissa á því að Vilhjálmur vilji ekki stíga skref- ið til fulls með því að færa jólin og páskana fram á sumar svo hægt sé að skeyta þeim við sumarfríið! Allir vita hversu mikla röskun það hafði í för með sér hringlið með klukkuna fyrir svo sem 25 árum og ætti það mál að vera fyrir löngu afgreitt. Nema að vinkonur Vilhjálms, beljurnar í Skagafirði, búi yfir svo góðu tímaskyni! Nei, það er líklega- betra fyrir Vilhjálm og Verslunarráðið að ein- beita sér að verslun og viðskiptum, en láta aðra sjá um klukkumál. Vilhjálmur minn, stilltu klukkuna þína á sumrin, kallinn, og hættu þessu drolli fram eftir öllu! Annars er hætta á því að kollegar þínir út í Evrópu séu farnir heim að grilla þegar þú loksins kemst á fætur. HALLDÓR M. BALDVINSSON, Æsufelli 2, Reykjavík. óheft frjálsræði, eins og æði marg- ir gera í dag. Eftir að landið var svo gott sem gefið EES tapaði stór hópur landsmanna glórunni, og það svo rækilega, að Ingjaldsundrið í Gísla sögu Súrssonar er stórgáfað í öllum sínum ömurleik, á móti þeim ósköpum sem geysast nú um stræti staflaust. Það er tiltölulega einfalt að losa þessar óánægðu sálir, sem umrædd- an fund sóttu, plús þá sem undirrit- uðu áskorunarlistana, um að rugla ríkisfjölmiðilinn sem í gangi var síðastliðið haust, við afnotagjald RÚV. Til þess þarf ríkisvaldið að sýna rögg og festu og framkvæma aðgerð, sem miðar að því að loka ríkisrásunum 3, jafnvel að taka þær úr hjá þessu fólki sem óánægt er með afnotagjaldið. Nöfnin eru á undirskriftarblöðunum og vitað er hveijir sóttu fundinn 27. feb. sl. Ef þeim óánægðu finnst að sér vegið, geta þeir sjálfum sér um kennt. Þeir vilja og ætla sér að meðtaka efni sem flutt er á ríkisrás- unum, án þess að greiða fyrir það til RUV. Eftirleikurinn ætti að vera auð- veldur, er kemur að viðtækjaversl- unum. Þær afhenda engin viðtæki fyrr en búið er að loka ríkisrásun- um, er andstæðingar RÚV eiga í hlut. Það er staðreynd að gamla gufan hefur staðið sig með ágætum í tímans rás við að fræða og miðla menningarefni til landsmanna bæði til sjós og lands frá upphafi útvarps- útsendinga fyrir röskri hálfri öld gagnstætt glaumorðafroðu þeirra sem sjá einkavæðingarfijálshyggju- stjörnur í hveiju horni. Með fyrirfram þökk fyrir birting- ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 124, Akranesi. Vitleysuráð íslands Víkverji skrifar Sumardagurinn fyrsti, fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl, er elzti og trúlega ástsælasti hátíð- isdagur þjóðarinnar. Til þess liggja ærnar ástæður, runnar okkur í blóð og merg. Raunar þær sömu og lágu til grundvallar miðsvetrar- og vor- blótum forfeðra okkar og formæðra í heiðnum sið, fyrir rúmum þúsund árum. Miðsvetrarblót, jólablót, var hald- ið í dimmasta skammdeginu, þegar dagur var stytztur og vetrarríkið hvað mest. Tilefnið var hækkandi sól, vaxandi birta, lengri dagar, vorið framundan; vissan um nýja lífdaga gróðurríkisins, sem svaf í klakaböndum. Það var þessi vissa um sumar og sól og gróanda, er bændur og búsmali sóttu líf sitt til, sem hjálpaði fólki til að þreyja þorra og góu kuldans, myrkursins og stundum skortsins. Mergurinn málsins var að líf og afkoma kyn- slóðanna byggðist á lífríki umhverf- isins og lífríki umhverfisins á sól og regni sumarsins. Sumardagurinn fyrsti, tákn þess að vorið var komið í hlaðvarpa þjóð- arinnar, var hin raunverulega þjóð- hátíð í þúsund ár. Það er misráðið, að dómi Víkverja dagsins, að hrófla við þessum þjóðhelga hátíðisdegi landsmanna. Sama gildir raunar um skírdag og uppstigningardag, sem einnig ber upp á fimmtudaga, og hafa mikið trúarlegt gildi fyrir kristið fólk. Víkveiji dagsins er þeirrar skoðunar að þjóðþingið hafí ýmsum þarfari hlutum að sinna, þegar grannt er gáð, en að breyta fimmtudögum í föstudaga. XXX að léttist brúnin á landanum þegar vorið nálgast. Það á ekkert síður við um borgarbúa en bændur, sem eiga allt sitt undir sól og regni. Þéttbýlisbúar hafa ekki síður þörf fyrir tengsl og snertingu við umhverfið og náttúruna. . Þetta sanna margar þúsundir karla og kvenna sem stunda fjöl- breytt gróðurstörf á lóðum við hús sín sumarlangt, eða sinna matjurta- görðum, af þeirri þörf einni saman, að sjá lífjurtir vaxa úr moldu, svo að segja í höndum sér. Sama máli gegnir um þúsundir sumarhúsaeig- enda, sem „klætt“ hafa nágrenni sitt tijágróðri margvíslegum, sem og mikinn fjölda annars skógrækt- arfólks, sem lyft hefur gróður- grettistökum vítt og breitt um land- ið. Þetta sannar einnig sá vaxandi Jjöldi, sem leggur leið sína um há- lendið, ekkert síður en sveitir lands- ins, sem og vaxandi ásókn landans í „íslenzkt orlof“ og „bændagist- ingu“ yfir sumarmánuðina. Þörfin fyrir tengsl við landið og náttúruna segir og tii sín í hesta- mennsku, fuglaskoðun, veiðum í vötnum og ám, stangveiði á sjó, gönguferðum um fáfarnar slóðir og þannig mætti lengi telja. Þörf mannsins fyrir tengsl við land sitt, umhverfið og náttúruna er heilbrigð þörf. Sumardagurinn fyrsti er tákn þessarar þarfar í þjóð- arsálinni. xxx Yétur konungur býr trúlega enn að einhveijum fjörbrotum, sem bitna munu á landslýðnum næstu vikur. Hans hátign gufar ekki upp’ í lítillætinu einu saman. Hún á eftir að hrista úr sér hret yfir annes og innsveitir. Það breyt- ir því hins vegar ekki að dagar hátignarinnar eru taldir. Vorið er komið í hlaðvarpann. Sól og regn vekja senn fræin til lífs, vaxtar, lita og anganar. Sumardagurinn fyrsti heilsar eft- ir um það bil mánuð, fímmtudaginn 21. apríl næstkomandi. Enginn veit fyrir fram hvern veg viðrar hér þann dag. íslenzk verðrátta tví- mennir með almenningsálitinu á óstöðugleikanum. Hér geta verið mörg veður sama daginn; hér snýst vindátt almenningsálitsins á auga- bragði. En hvern veg sem viðrar á sumardaginn fyrsta, fimmtudag næstan eftir 18. apríl, er hann sá boðberi gróandans sem hann hefur verið þjóðinni í þúsund ár. Þann þjóðhelga dag rís sól í huga okkar og fyllir hann tilhlökkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.