Morgunblaðið - 20.03.1994, Qupperneq 26
26 B
' MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
—
DRAUMALAND . . .
PÁLS SIGURÐSSONAR ER ..
BRASTHA
FERÐIN til Suður-Ameríku verður alltaf ofarlega í huga Páls Sig-
urðssonar, sem framleiðir bóluefni á Keldum. Fyrir tveimur árum
fór hann ásamt eiginkonu sinni til Chile, Argentínu og Brasilíu, þar
sem náttúran er stórbrotin og mikilfengleg og skilin hvergi eins
skörp milli eymdar og auðlegðar. En það var ekki lífsbarátta fólks-
ins á götunni sem er honum hvað minnisstæðust heldur hin hljóða
barátta sem fer fram í kynngimögnuðum regnskógum Brasilíu.
ISuður-Ameríku er hægt að fá
allt það besta og versta," segir
Páll. „Náttúran er stórbrotin í þess-
um þremur löndum, sama hvort um
er að ræða sólarlagið í Chile eða
Iguazafossana á landamærum Arg-
entínu, Paraquay og Brasilíu.
Þarna eru fallegar strendur og
ekki vantar íburðinn og glæsileik-
ann þegar hótel og byggingar eru
annars vegar. Þótt Brasilía sé eitt
ríkasta land í heimi þegar náttúru-
auðævi eru annars vegar, er fátækt
fólksins líklega hvergi jafn mikil
og hörmuleg og þar. í sjálfri Ríó
de Janeiro býr fólk og sefur á göt-
um úti, liggur jafnvel dauðadrukkið
á gangstéttum án þess að nokkur
skipti sér af því. En börnin eru allt-
af yndisleg og söm við sig hvar sem
er í heiminum, og ekki varð ég var
við neina kynþáttamismunun.
Þeir sem búa við góð kjör eru
þó ekki heldur öfundsverðir, þeir
verða að hafa sérstaka gæslumenn
til að gæta eigna sinna og geta
varla um frjálst höfuð strokið.
Lífsbaráttan er því hörð i þessu
Morgunblaðið/Sverrir
fagra landi, en hvergi sá ég hana
þó harðari en í sjálfum regnskógun-
um. í þessum svörtu, þéttu skógum
sér maður lífið í öðru ljósi. Baráttan
um að komast af er hvergi meiri
en þar og það var furðulegt sjá
plöntur af öllum tegundum veíja
sig utan um stór og þeim óskyld
tré til að ná betur til birtunnar. Því
þær sem ná ekki til sólar, deyja.
Dýralífið er líka heill heimur út af
fyrir sig og einkum minnist ég fiðr-
ildanna. Þau eru svo stór og falleg
að menn fóru nánast í leiðslu við
að horfa á þau. Svo margt er að sjá
í Brasilíu að ein ferð þangað dugir
tæplega."
ÚR MYNDASAFNINU . . .
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Suður um höfin ai
sólgylltrí strönd
slæmt veður á leiðinni yfir Atlani
haf, en brátt böðuðu íslendingari
sig í suðrænni sól. Stór hóp
|L manna var á hafnarbakkanu
I til að kveðja vini og vand
|| menn, þegar Gullfoss sigldi
|l höfn í fyrri ferðina og vo
|l myndirnar teknar við það tæl
II færi.
Flaggskip íslenska skipaflotans,
Gullfoss, fór í tvær vetrarferð-
ir til sólarlanda í janúar
og febrúar árið 1967.
Lagt var upp í fyrri
ferðina 17. janúar og
sigldu 102 farþegar
með skipinu frá
Reykjavík. Farið var
meðal annars til Azor-
eyja, Kanaríeyja, Mar-
okkó og Portúgal. Gullfoss hreppti
Gullfoss leggur frá
bryggju í Reykja-
vík að kveldi 17.
janúar 1967.
Mannmargt var á
hafnargarðinum í
Reylyavíkurhöfn
að kveðja vini og
vandamemi er
Gullfoss hélt suður
um höfin til sólar-
landa.
1
MEISTARAKOKKARNIR
ÓSKAR OGINGVAR
Fljótlagaðir og
bragðgóðir
Réttir dagsins hafa þá tvo höfuð-
kosti að vera fljótlegir í elda-
mennsku og mjög bragðgóðir.
Við gerum það hér með að til-
Iögu okkar að þið takið ykkur
til eitthvert kvöldið og eldið
eplaréttinn, sem er til að mynda
afar heppilegur og góður með
ellefu-fréttunum óg það tekur
ekki meira en 10 mínútur að
elda hann.
Risotto
1 bolli hrísgrjón (long grgin)
____________1 bolli rækjur_______
________1 lítil dós kræklingur
_________'h stk. bloðlaukur______
___________2 stilkor sellerí_____
_______10 stk. sveppir ___
____________50 g smjör___________
1 tsk. turmeric (mó nota karrý)
1 búnt steinselja
salt, svartur pipar eftir smekk
Hrísgijónin eru soðin í krækl-
ingasoðinu og turmeric bætt í soð-
ið. Hellt á sigti og látið leka af.
Smjörið er brætt á pönnu og gróft
söxuðu grænmetinu bætt á og það
léttsteikt, þá er hrísgijónunum
bætt á og þau hituð. Að lokum er
rækjunum og kræklingnum bætt á
pönnuna og hrært í. Kryddað með
salti og pipamum og stráð saxaðri
steinseljunni.
Borið fram með brauði, helst
hvítlauksbrauði.
Gljáðar eplaskífur
4 stk. rauð epli
_____________2 stk. smjör__________
____________1 stk. sítróno_________
3 msk. sykur (e.t.v. með kanel)
Eplin em kjamhreinsuð og skor-
in í rúmlega 1 sm þykkar sneiðar
og raðað á bökunarplötu. Smjörið
er brætt og penslað á eplin, þá er
safinn úr sítrónunni kreistur yfir.
Sett undir grill í ofni í ca. 2 mínút-
ur. Þá eru eplin tekin út og sykrin-
um stráð yfir og bakað aftur í u.þ.b.
2 mínútur, eða uns sykurinn er
orðinn gullinbrúnn.
Athugið að fylgjast vel með
eplunum eftir að sykurinn er kom-
inn á því sykurinn er fljótur að
brenna.
Gott er að bera vanilluís og
ijóma fram með þessum rétti, og
þeir sem eru hrifnir af kanel ættu
endilega að setja hann saman við
sykurinn.
ÞANNIG...
ÞURRKAÐIST ÚT GUANCHES-ÞJÓÐFLOKKURINN
Þrælahald og pestir
Þeir eru orðnir margir íslend-
ingarnir sem farið hafa í sólina á
Kanaríeyjum. Þar er talað um
eyjaskeggja sem eru blanda úr
ýmsum áttum, Spánveijum, Portú-
gölum o.fl. Það vita færri, að eyj-
arnar voru lengi byggðar sérstök-
um þjóðflokki, svokölluðum Gu-
anches, sem talinn var eiga rætur
að rekja til Cro Magnon-mannsins
sem byggt hefði eyjarnar fyrir
3.000 árum. Munnmæli Guanches-
fólksins sjálfs hermdu að 60 menn
og fjölskyldur þeirra hefðu í ár-
daga sest að í eyjunum eftir að
Keltar hefðu farið hamförum um
heimahaga þeirra á meginlandinu.
Síðar hafi flust til eyjanna fólk
af stofni blökkumanna í Afríku
og Berba, en það fólk hafi orðið
lágstétt á eyjunum.
Frá Kanaríeyjum.
Guanches-þjóðflokkúrinn átti lítið
skylt við Suður-Evrópubúa nú-
tímans hvað útlit varðar. Þetta var
hávaxið fólk, ljós- og/eða rauðhært.
Það réð stærstu eyjunum Tenerife,
La Palma og Gran Canaria og bjó í
hellum sem það innréttaði listilega.
Enn þann dag í dag eru sum híbýli
Guanches í notkun og eru það elstu
mannabústaðir sem verið hafa í sam-
felldri notkun. Aðallinn meðal Gu-
anches réð yfír miklum lendum þar
sem stundaður var viðamikill land-
búnaður með aðstoð vinnuliðsins af
stofni Berba og blökkumanna.
Lægra settir Guanches fengu jarð-
arskika til leigu og lifðu éinnig vel.
Þeir voru heldur frumstæðir í land-
búnaðinum, notuðu til að mynda
verkfæri úr steini, en það hentaði
raunar umhverfinu vel. Þá þróuðu
þeir með sér táknmál, flutumál sem
kom sér vel í úfnu umhverfinu. Er
hermt að flautumálið hafi heyrst um
4 mílna vegalengd.
Þó talið sé að Guanches hafi átt
einhver viðskipti við Fönikíumenn,
Grikki og Karþagómenn voru þeir
að mestu einangraðir á myrku öldun-
um. Strax á fjórtándu öld var friður-
inn úti. Skip frá Genúa og Portúgal
komu í ránsferðir í leit að þrælum.
Arið 1402 sótti mikið og vel skipu-
lagt lið franskra aðalsmanna að eyja-
skeggjum og náði á sitt vald eyjunum
Lanzarote og Fuerteventura, en
frumbyggjarnir á aðaleyjunum stóð-
ust áhlaupið. Þetta var aðeins fors-
mekkurinnaf því sem koma skyldi,
því næstu 90 árin sóttu spænskir
herforingjar og portúgalskir þræla-
salar stöðugt með þúsundir her-
manna og hjuggu þeir æ stærri skörð
í raðir eyjaskeggja. Síðar komu svo
fylgifiskar siðmenningarinnar, inflú-
ensa og taugaveiki, sem stráfelldu
innfædda og hrundu þá vamir þeirra
endanlega.
Snemma á sextándu öld hurfu síð-
an síðustu frumbyggjarnir. Þeir voru
annaðhvort hnepptir í þrældóm,
myrtir, blönduðust sínu nýju herrum
eða dóu úr sjúkdómum. Þjóðflokkur-
inn var liðinn undir lok.